Dagblaðið - 01.12.1975, Blaðsíða 24
Þjónn að hella í gios
OF ÞUNGUR BITI FYRIR
SJÓNVARPSAUGLÝSINGU
og Hótel Loftleiðir varð að hœtta að auglýsa rekstur sinn
„Þessi sjónvarpsauglýsing
okkar fór vist eitthvaö i
taugarnar á Afengisvarnarráöi,
svo að'þaö fékk hana bannaöa,”
sagöi Emil Guðmundsson
staögengill hótelstjóra á Hótel
Lof tleiöum.
1 auglýsingunni má sjá þjón
vera aö hella i glas. Ennfremur
er tekin yfirlitsmynd
yfir barinn, þar sem má sjá þjón
vera að ræða við gest og i bak-
syn eru nokkrar flöskur, en þaö
er einmitt þaö atriði, sem
Afengisvarnaráði fannst
ámælisvert i auglysingunni.
Að sögn Emils eru forráða-
menn Hótels Loftleiöa mjög
undrandi yfir þessari þröngsýni
Sjónvarpsins. t erlendum aug-
lýsingum eru hlutir eins og
barir ekki taldir siðspillandi
fyrir áhorfendur hvað þá heidur
að þeir leiði tií aukins drykkju-
skapar. Auglýsing þessi kostaöi
tugi þúsunda og er nú i athugun
hjá lögfræðingum Loftleiða að
fara i mál við Sjónvarpið vegna
þessa banns.
Hjá auglýsingadeild
Sjónvarpsins fengust þær
upplýsingar að þessi auglýsing
væri i athugun hjá lögfræðing-
um Sjónvarpsins. óvist væri
hvort hún yrði tekin til sýninga
aftur. Auglýsing þessi er 25
sekúndna löng og kostar 25.700
kr. i sýningu.
Það mun ekki koma oft fyrir
að sjónvarpsauglýsingar séu
bannaöar, en þá sjaldan það
kemur fyrir er það oftast vegna
málfarsins á þeim. Einnig
kemur það stundum fyrir að
gera verður smálagfæringar á
auglýsingum. —A1
Fjórir slösuð-
ust í órekstri
í Kópavogi
Leigubil með þremur far-
þegum var á föstudagskvöldið
ekið á kyrrstæða vinnuvél á
mótum Alfhólsvegar og Skóla-
traðar i Kópavogi. Allir sem i
bilnum voru hlutu meiðsl og
voru fluttir i slysadeild. Einn
farþeganna fór úr mjaðmarlið
og skarst á hálsi og i andliti.
Okumaður leigubifreiðarinnar
kjálkabrotnaði og skarst I and-
liti og á höndum.
Skurðgrafan var á miðri götu
vel merkt með flaggalinu og
merkjum. Gatan var lokuð allri
umferð vegna framkvæmda.
Leigubilstjórninn er grunaður
um ölvun við akstur. ASI
Leigubillinn var illa farinn eftir að aka á gröfuna á Alfhólsvegi. Á gröfunni sást litið sem ekkert.
(Ljósmynd Sigúrður Ragnarsson).
Fyrsta frímerkjauppboðið í vetur:
HpPFLUGIÐ
FOR Á 105
ÞÚSUND KR.
— og þó á ríkið eftir að fá sinn fimmtung
„Þaö var nokkuð mikið f jör og
um 98% af frimerkjunum seld-
ust,” sagði Magni Magnússon
hjá Frimerkjamiðstöðinni en á
laugardaginn hélt Félag is-
lenzkra frimerkjasafnara sitt
fyrsta uppboð á frimerkjum á
hótel Loftleiðum.
„Það sem seldist á hæsta
verði”, hélt Magni áfram máli
sinu,” var „Hópflug Itala” sem
fór á 105 þúsund kr. plús sölu-
skattur og svo „Alþingishátiðin
1930”, þjónustumerki, sem fór á
50.500 kr. plús söluskattur. Það
var lika áberandi hátt verð á
ódýrari frimerkjum. Iðulega
mun hærra en verzlunarverð.
Samtals 224 munu hafa selzt
og gekk uppboðið bæði hratt og
vel undir umsjá uppboðshaldar-
ans Sigurðar P. Gestssonar.
Mig langar samt til að taka
það fram aö safnarar eru mjög
óánægðir með að söluskattur
skuli lagður á frimerkin,- EVI.
ÞAU AUSTUR-ÞÝZKU
SLÓ6U í GEGN
Austur-þýzka söngvaparið
Monika Hauff og Klaus Dieter
Henkler dvelst um þessar
mundir á Islandi og skemmtir
fólki með söng sinum og leik. 1
gær komu þau fram á Rauð-
sokkaskemmtun i Menntaskól-
anum við Hamrahlið og i
gærkvöld skemmtu þau á Hótel
Sögu. Hlutu þau mjög góðar við-
tökur áheyrenda.
Þau Monika og Klaus Dieter
eru verðlaunahafar úr Grand-
Prix de Paris 1975. Þau komu
fram i islenzka sjónvarpinu sið-
astliöiö sumar og vöktu þá
mikla athygli fyrir góðan söng
og liflega sviðsframkomu. Þau
dvöldust hér á landi i viku en
héldu til sins heima i morgun.
—AT—
Miðla Norðmenn
mólum?
Norömenn hafa boðizt til að
miðla málum i þorskastriðinu, að
sögn brezka timaritsins
Economist.
Timaritið segir, að „almenn
skynsemi” geri málamiðlun
þriðja aðila nauðsynlega. Varla
séu þeir menn til, segir ritið, sem
vilji nýja slæma og ójafna deilu I
hinum iskalda sjó við Island.
Þá segir Economist, að brezka
stjórnin telji, að „næsta útspil”
verði að koma frá tslendingum.
Bretar hafi spilaö út sinu. _hh
UNG STÚLKA HLAUT
MIKIL BRUNASÁR
Tuttugu og eins árs gömul
stúlka liggur nú á gjörgæzlu-
deild Landspitalans mikiö
brennd eftir slys er varð i
Hveragerði á sunnudagsmorg-
un. Tvær stúlkur voru þar sam-
an i herbergi, önnur gestkom-
andi. Vaknaði gesturinn um kl.
7.50 viö það að vinkona hennar,
sem var húsráðandi á staðnum,
var að berjast við eld i rúmföt-
um og fötum sínum. Tókst þeim
sameiginlega að slökkva eldinn
og kalla á aðstoð. Slysið átti sér
stað að Reykjamörk 15.
Stúlkan hlaut mikil brunasár
annars og þriðja stigs. Liðan
hennar var eftir atvikum i
morgun. ASt.
frfáJst, nháð dagblað
Mánudagur 1. desember 1975.
ÖLVAÐUR
FYRIR BÍL
ölvaður maður varð fyrir
bil i Nóatúni kl. 2.30 i nótt.
Varð áreksturinn allharður og
kastaðist maðurinn upp á bil-
inn og við það brotnaði fram-
rúða biisins. Maðurinn var
fluttur i slysadeild en meiðsli
hans reyndust ekki alvarleg.
ASt.
Veski stolið
við Umferðar-
miðstöðina
Utanbæjarmaður naut lifs-
ins í Reykjavik I gærkvöldi og
nótt. Brá hann sér meðal ann-
ars i leigubil að Umferðarmið-
stöðinni til að fá sér i svang-
inn. Þar var margt um mann-
inn að venju.
Slðar tók hann eftir þvi aö
veski hans með tæpum 12 þús-
und krónum var horfið. Er
hann fór að rifja upp atburða-
rás næturinnar kom leigubil-
stjórinn heldur betur til hjálp-
ar. Hafði hann veitt þvi at-
hygli við hverja var talað við
Umferðarmiðstöðina og tekið
eftir i hvaða bil viðmælandi
mannsins fór. Var þvi léttur
leikur fyrir lögreglumenn að
finna þjófinn og hafa upp á
veski utanbæjarmannsins.
Fékk sá er stal gistingu hiá
lögreglunni i nótt. ASt.
Brezki sjómaðurinn
LÍKLEGA
FLUTTUR
BURT í
SNJÓBÍL
Sennilega verður að flytja
hinn slasaöa, brezka sjómann i
snjóbil frá Seyðisfiröi til Egils-
staða, þegar hann verður Ut-
skrifaður af sjúkrahúsi, að sögn
Gisla Blöndal, fréttaritara Dag-
blaðsins á Seyðisfirði. Þetta
kemur til vegna mikilla snjóa
laga, sem hafa gert ófært til
Seyðisfjarðar.
Sjómanninum, Dennis
Teckett, 35 ára, liður vel. Hann
var fyrst talinn mjaðmarbrot-
inn, en reyndist aðeins illa mar-
inn. Hann verður sennilega lát-
inn fara heim eftir tvo daga og
verður þá fyrst fluttur til
Reykjavikur.
Gisli sagði, að ekki hefði kom-
ið til neinna mótmæla á Seyðis-
firði. Eftirlitsskipið Miranda,
sem færði sjómanninn til lands
fór klukkan sex I morgun. Það
fékk að vera I höfn næturlangt
og var vegna veðurs dregiö út af
varöskipinu Tý.
Teckett var á Grimsbytogar-
anum Black Watch. —HH
Tólf óku ölvaðir
Ellefu ökumenn voru teknir
ölvaðir við akstur i Reykjavik
um helgina. Telja varðstjórar
lögreglunnar það þó með
minna móti. Meöal lögbrjót-
anna voru nokkrir utanbæjar-
menn.
Oti um land voru þessi brot i
algjöru lágmarki og þar sem
við höfðum spurnir af i
morgun hafði ekkert slikt brot
verið framið utan eitt i Kefla-
vik. ASt.