Dagblaðið - 01.12.1975, Blaðsíða 23
Hagblaðið. Mánudagur 1. desember 1975.
(§
Útvarp
Sjónvarp
i
Sjónvarp í kvöld
kl. 20,40:
Fjallað um
Ijósið og
tímann
— í „Vegferð
mannkynsins"
„Vegferð mannkynsins”
er á dagskrá kl. 20:40 i kvöld.
Er þetta sjöundi þátturinn af
þrettán og nefnist hann
„Gangverkið eilifa”. Þýð-
andi og þulur er Óskar
Ingimarsson.
Þátturinn fjallar að mestu
um ljósið og timann.
Teknar eru fyrir hinar
merkilegu kenningar New-
tons og rannsóknir hans i
ljósfræði og ýmislegt fleira.
— Einnig verður fjallað um
timann, — hvernig hnatt-
staða skipa er reiknuð út og
sýndar myndir frá Green-
wich, þar sem meðaltiminn
er reiknaður út.
Sett er á svið ádeilu- eða
skopleikrit sem John Gay,
höfundur Túskildingsóper-
'unnar gerði árið 1717 um
Newton og kenningar hans.
Þegar búið er að fjalla um
Newton verður vikið að Ein-
stein og afstæðiskenningu
hans. Hún er útskýrð á anzi
nýstárlegan hátt og verður
skiljanlegri fyrir bragðið.
Heimsóttir eru ýmsir staðir i
Bern þar sem Einstein var
búsettur og segja má að af-
st æ ðis k en ni ng i n hafi
„fæðzt”.
A.Bj.
Útvarp í kvðld kl. 22,20: „Úr tónlistarlífinu"
Söngvarinn Hreinn
Líndal kynntur
„Ég mun ræða við ungan
söngvara Hrein Lindal, sem er
að „debutera” um þessar
mundir”, sagði Jón Ásgeirsson,
sem sér um þáttinn „Or tón-
listarlifinu”.
Jón spjallar við Hrein um erf-
iðleika þá er ungir menn sem
gerast söngvarar þurfa að
ganga i gegnum. Hreinn hefur
starfað erlendis, en hefur sungið
úti á landsbyggðinni undanfar-
ið. Það er ekki fyrr en nú sem
hann syngur heilan konsert i
Reykjavik. ,
Þá mun Jón ræða um
sinfóniutónleikana i siðustu
viku, þar sem Bodan Wodizsco
stjórnaði og Rut Ingólfsdóttir
lék einleik á fiðlu. Fiðla
þessi var Guarneriusfiðla, sem
leigð var sérstaklega frá
Bandarikjunum fyrir þessa tón-
leika.
Það þarf vist vart að kynna
Jón Ásgeirsson fyrir hlustend-
Jón Ásgeirsson tónskáld við kennslu i Kennaraháskólanum.
um. Flestum er i fersku minni
Þrymskviða, sem sýnd var við
góðar undirtektir i Þjóðleikhús-
inu I fyrra, en hún er einmitt eft-
ir hann. Auk þess hefur Jón
samið alls konar hljómsveitar-
verk, kammerverk og tónverk
fyrir söng- og kórtónlist.
Jón fékk snemma áhuga fyrir
tónlist og byrjaði að læra á org-
el, þegar hann var 12 ára gam-
all. Siðar fór hann i Tónlistar-
skólann i Reykjavik og lærði
tónsmiði hjá Urbancic. Einnig
lærði hann á pianó.
NU er hann tónskáld og kenn-
ari i þessum fræðum. Kennir
bæði hjá Kennaraháskólanum
og i Tónlistarskóla Reykjavik-
ur.
Hann er fæddur árið 1928. Er
giftur og þriggja barna faðir.
DB-mynd Bjarnleifur
EVI
Fjallað um atvinnumál fatlaðra
Utvarpið á morgun
og fimmtudag
kl. 14,30:
A morgun kl. 14.30 er á dag-
skrá útvarpsins þáttur um at-
vinnumál fatlaðra, i umsjón
Andreu Þórðardóttur og Gisla
Helgasonar. Þátturinn er einnig
á dagskrá á sama tima næst-
komandi fimmtudag.
A morgun verður rætt um
vinnumiðlun fyrir fatlaða og þar
verður m.a. rætt við forráða-
menn endurhæfingaráðs. Siðan
skrifstofa endurhæfingarráðs
tók til starfa 1973 hefur hún
aðallega annazt atvinnuútvegun
fyrir fatlaða.
Samkvæmt lögum um at-
vinnumiðlun frá 1956 ber hinni
almennu vinnulöggjöf i landinu
að gera þetta en þessu hefur
ekki verið framfylgt.
1 lögum um endurhæfingu
segir að þeir, sem notið hafi
endurhæfingar skuli ganga fyrir
um vinnu hjá hinu opinbera,
bæði hjá riki og bæ. — Ekki var
Gisla Helgasyni kunnugt um
hvort þessu hefði verið fram-
fylgt, en alla vega þyrftu þeir,
sem atvinnumiðlun annast i
landinu að kynna sér þessa 16.
grein um endurhæfingu ræki-
lega.
tseinni þættinum um atvinnu-
mál fatlaðra á fimmtudaginn
verður aðallega fjallað um
verndaða vinnustaði. Það eru
vinnustaðir fyrir öryrkja, sem
njóta vissrar verndunar, það er
að þeir fá styrk frá rikinu.
í þættinum verður m.a. vitnað
i athyglisverða ráðstefnu sem
haldin var i vor á vegum endur-
hæfingarráðs. Samkvæmt könn-
un sem gerð var á vegum
endurhæfingarráðs, þarf lág-
mark 200 pláss handa öryrkjum
á vernduðum vinnustöðum og
vantar þó nokkuð á að þessu sé
fullnægt.
Rætt verður við fólk sem
vinnur á vernduðum vinnustöð-
um og eitthvað af forráðafólki.
Þess má geta að sumar
framleiðslugreinar er öryrkjar
stunda eiga i vök að verjast
vegna innflutnings. Mætti þvi
spyrja hvers vegna ekki sé sett-
ur upp verndartollur á þær sam-
bærilegar vörur sem fluttar eru
inn og framleiddar hér af ör-
yrkjum, eins og gert er i Banda-
rikjunum. Það er miklu ódýrara
að láta öryrkjana vinna en
þiggja styrk.
Gisli Helgason sagði að sig
langaði til þess að bera fram þá
spurningu hvað orðið hefði um
þær 10 milljónir, sem innheimt-
ar voru af þvi opinbera i erfða-
fjársjóð, sem verja skal til upp-
byggingar verndaðra vinnu-
staða, en hafa aldrei komið
fram. Erfðafjársjóður er illa á
vegi staddur og hæpið er að
hann geti sinnt þeim umsóknum
um lán sem liggja fyrir.
Þetta verða án efa fróðlegir
þættir sem m.a. eiga að þjóna
þeim tilgangi að opna augu al-
mennings fyrir þvi hvað fatlað
fólk getur gert.
A.Bj.
Stjórnendur þáttarins um atvinnumál fatlaðra, Gisli Helgason og
Andrca Þórðardóttir. Ljósm. BjBj.
^Sjónvarp
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Dagskrá og auglýsingar.
20.40 Vegferð mannkynsins.
Fræðslumyndaflokkur um
upphaf og þróunarsögu
mannkynsins. 7. þáttur.
Gangverkið eilifa. Þýðandi
og þulur Óskar Ingimars-
son.
21.40 Breeze Anstey. Breskt
sjónvarpsleikrit úr mynda-
flokknum „Country Matt-
ers”, byggtá sögu eftir H.E.
Bates. Tvær ungar stúlkur,
Lorn og Breeze, setjast aó
uppi i sveit og hefja mat-
jurtarækt. Timarnir eru
erfiðir, en þær setja það
ekki fyrir sig og liður vel.
Dag nokkurn kemur fyrr-
verandi unnusti Lorn óvænt
heim frá Indlandi.
22.30 Maður er nefndur Gunn-
ar Gunnarsson skáld. Thor
Vilhjálmsson ræðir við
hann.
23.10 Dagskrárlok.
Q Utvarp
15.30 Lúðrasveitin Svanur
leikur Sæbjörn Jónsson
stjórnar.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir).
16.20 Popphorn
17.00 Ungir pennar Guðrún
Stephensen sér um þáttinn.
17.30 Ur sögu skáklistarinnar
Guðmundur Arnlaugsson
rektor segir frá, þriðji þátt-
ur.
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Daglegt mál Guðni Kol-
beinsson flytur þáttinn.
19.40 Um daginn og veginn
Einar Magnússon fyrrver-
andi rektor talar.
20.00 Mánudagslögin
20.35 Er sjálfstæðisbaráttunni
lokið? Eysteinn Jónsson
fyrrverandi alþingismaður
flytur erindi.
21.00 Háskólakantata eftir Pál
isólfsson við ljóð Þorsteins
Gislasonar Flytjendur:
Guðmundur Jónsson, Valur
Gislason og Sinfóniuhljóm-
sveit IsUnds. Stjórnandi:
Atli Heimir Sveinsson.
21.30 Útvarpssagan: „Fóst-
bræður” eftir Gunnar
Gunnarsson Jakob Jóh.
Smári þýddi. Þorsteinn ö.
Stephensen leikari les (22)
22.00 Fréttir
22.15 Veðurfregnir úr tón-
listarlifinu Jón Asgeirsson
sér um þáttinn. Danslög
22.45 M.a. leikur Dixieland-
hljómsveit Arna Isleifsson-
ar. (Aður útvarpað fyrsta
vetrardag).
23.55 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
••••
TANDBERG
Ævintýraleg fullkomnun.
iiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiwiiiiiiillliiiillliiiiil
Flækir ekki •— 3 mótorar •—
tvöfalt drif og frábær tóngæSi.
••••
ITT SCHAUB-LORENZ
Nýtízkulegt útlit
stereo 5500 hi-fi.
Allt er þegar þrennt er:
2x30w sinus magnarl,
útvarp með fm-bylgju,
langbylgju, miðbylgju og
tveim stutt-bylgjum.
INNBYGGT KASSETTUTÆKI
HAFNARSTRÆTI 17
SÍMÍ 20080
••••
TANDBERG
Ævintýraleg fullkomnun.
Segulbandsspólur og kasettur
veita allrl fjölskyldunnl
ánægju.
Geymist þar sem lltlu börnln
ná ekki til.
HAFNARSTRÆTI 17
SÍMÍ 20080