Dagblaðið - 01.12.1975, Blaðsíða 7
Oagblaðiö. Mánudagur 1. desember 1975.
Erlendar
fréttir
f Ht'iiik \
^ ■ Æ
OMAR WrM
VALDIMARSSON tjpf’ \
*
i
REUTER
9
Sendiherra
Bandaríkjanna
hjó Nato hœttir
David Bruce hefur sagt af
sér embætti sendiherra
Bandarikjanna hjá NATO, að
þvi er segir i bandariska
fréttaritinu Newsweek i dag.
Að sögn ritsins sagöi Bruce
af sér vegna þeirrar fréttar,
að Ford Bandarikjaforseti
hefði boöiö William Colby,
fyrrum yfirmanni leyni-
þjónustunnar CIA, starf hans.
Að sögn var Bruce ævareiður
vegna þessa. Colby afþakkaöi
starfið, en Brucebrá skjótt við
ogsendi afsögn sina i skeyti til
Hvita hússins.
David Bruce á að baki langa
reynslu sem starfsmaður
bandarisku utanrikisþjónust-
unnar. Hann hefur m.a. veriö
sendiherra lands sins i
London, Paris, Bonn og sendi-
fulltrúi í Peking.
Óbilgirni Bretg setur strik í reikninginn:
Veriur nauðsynlegt að fresta
Parísarfundinum um orkumól?
Gera má ráð fyrir höröum
átökum Breta og hinna átta
aðildarrikja Efnahagsbanda-
lags Evrópu á fundi rikjanna,
sem hefst I Rómaborg i dag.
Að sögn áreiðanlegra
heimildarmanna Reuters er
Harold Wilson, forsætis-
ráðherra Bretlands, sist á þeim
buxunum að gera mála-
miðlunarsamkomulag um
fulltrúa Breta á orkuráð-
stefnnni, sem hefst i Paris 16.
desember.
Samkvæmt heimildunum
mun brezka stjórnin standa fast
á þeirri kröfu sinni að sitja sér
við borð á ráðstefnunni, en vera
ekki hluti af fulltrúanefnd
Efnahagsbandalagsins. For-
senda Breta er sú, aö öðruvisi
geti þeir ekki variö hagsmuni
sina sem meiriháttar oliufram-
leiðsluriki. Hin átta aðildarrikin
krefjast þess aftur á móti að
EBE-rikin komi saman sem ein
heild til ráðstefnunnar.
Menn gera sér litlar vonir um
að samkomulag náist. Má þvi
allt eins gera ráð fyrir, aö
Giscard d’Estaing Frakklands-
forseti neyöist til aö fresta
ráöstefnunni. Þar með er ljóst
aö sambúö Breta viö önnur
aðildarriki EBE versni að
miklum mun um nokkurn tima.
Þá viröist svo vera, sem
Bretar séu litt fúsir til að taka
endanlega afstöðu til annars
helzta viðfangsefnis Rómar-
fundarins — ákveöinnar
dagsetningar kosninga til
EBE þingsins. Brezkir
embættismenn halda þvi fram,
að Bretar séu jafnfúsir og aörir
meðlimir EBE til aö ákveða
fyrirkomulag kosninga til EBE-
þingsins, en þurfi meiri tima til
endanlegrar ákvörðunar. Að
sögn er brezka stjórnin
fylgjandi þvi aö kosningarnar
fari fram 1978, verði þvi viö
komið.
Það sem reikna má með að
veröi samþykkt I Róm er
fyrirkomulag sameiginlegs
vegabréfs ibúa Efnahagsbanda-
lagslandanna.
Almennt frí
fyrirskipað í
Portúgal í dag
Almennur fridagur var fyrir-
skipaður i Portúgal i morgun.
Talið er að það hafi verið gert til
aö auövelda herforingjunum, er
stjórna landinu, aö ná fótfestu
IÍTIÐ UM DÝRÐIR
VIÐ KOMU FORDS
TIL PEKING ( DAG
Ford Bandarikjaforseti fékk
hógværar móttökur er hann kom
til Peking i morgun, raunar
hógværari en venjan er meö
erlenda þjóöhöföinga. Heimsókn
hans i Kina stendur i fimm daga.
Þar sem rikin hafa ekki fullt
stjórnmálasamband, var mót-
tökuathöfnin á flugvellinum mjög
einföld — og hvergi var að sjá
dansandi skólabörn, áletraða
borða og lúðrasveitir. 1 Dagblaði
alþýöunnar, þar sem venjulega er
forystugrein um heimsókn við-
komandi þjóöhöfðingja, var
aðeins frétt á forsiðu. 1 miðborg
Peking, t.d. á stræti hinnar eilifu
kyrröar, var ekkert óvenjulegt að
sjá.
Við gestabústað stjórnarinnar,
þar sem Ford mun búa meðan á
heimsókninni stendur, hafði
hervörður verið aukinn og fyrir
utan var fjöldi rikisbifreiöa.
Háttsettir embættismenn
bandarisku stjórnarinnar hafa
þegar lýst þvi yfir, aö þeir búist
ekki við að heimsókn Fords muni
hafa meiriháttar háhrif á sambúð
rikjanna. Þar til Nixon fyrrum
forseti kom til Kina i febrúar 1972
voru samskipti Bandarikjanna og
Kina nær engin.
Engin tilraun verður gerö til
að leysa ágreining landanna um
Taiwan, sem þó er helzta
hindrunin fyrir fullu stjórnmála-
sambandi. Ágreiningur um bætta
sambúö Bandarikjanna og
Sovétrikjanna — helzta óvinar
Kinverja — er talinn vera
viðkvæmasta umræðuefnið á
fundum Fords með kinverskum
ráðamönnum. Taliö er nær
öruggt, að kínverskir embættis-
menn muni ekkert tækifæri láta
ónotað til að vara viö Rússum og
benda á, að bætt sambúð
(detente) muni leiða til striðs,
ekki friðar.
Aö sögn bandariskra embættis-
manna mun Ford gera allt, sem i
hans valdi stendur, til aö fullvissa
Kinverjana um að Bandarikin séu
ekki „pappirstigur”, um leið mun
hann forðast að gera nokkuð það,
er gæti spillt fyrir samningaviö-
ræðum USA og Bandarikjanna
um takmörkun vopnabúnaðar.
Helzti samningamaöur
kinversku stjórnarinnar i
viöræðunum við Ford verður
Teng hsiao-ping varaforsætis-
ráöherra — þriöji valdamesti
maður Peking-stjórnarinnar —
sem talinn er haröur og snjall
samningamaður. Ford mun að
likindum hitta Mao formann að
máli (sjá frétt bls. 6) en Chou en -
lai forsætirráöherra er sjúkur og
getur ekki tekið á móti gestum.
1 fylgd með Ford er kona hans
og 18 ára gömul dóttir, auk
Kissingers utanrikisráðherra og
fleiri embættismanna.
eftir sigurinn yfir vinstriöflunum
i landinu.
Nitján manna byltingarráö
hersins gaf út tilkynningu þess
efnis, að öll vinna skyldi lögö
niöur i dag til að minnast sjálf-
stæðis Portúgal frá Spánverjum
1640.
Jose Pinheiro de Azevedo for-
sætisráöherra sagði i morgun aö
nú ættu Portúgalir aö standa
saman um eina ósk eftir upp-
reisnartilraunina i fyrri viku.
En þessi fyrirskipaði hátíöis-
dagur er einnig tilraun af hálfu
stjórnarinnar til að koma i veg
fyrir allar tílraunir vinstrimanna
til að trufla strangar öryggisregl-
ur stjórnvalda sem hafa veriö i
gildi siöan á þriöjudaginn.
Samstarfsnefnd verkamanna
við næststærstu skipasmiðastöð
landsins, i Setenaye suöur af
Lissabon, haföi i hyggju að láta
fyrirskipun stjórnvalda um fri-
daginn sem vind um eyrun þjóta
og komst aö samkomulagi við
framkvæmdastjórn fyrirtækisins
um aö vinna i dag. 1 tilkynningu
herstjórnarinnar, sem útvarpað
var i gærkvöldi, var fyrirskipaö,
að vinna skyldi lögð niður hvað
sem tautaði og raulaöi.
Herferðinni og hreinsununum
Portiigölsk blöö eru farin að koma út aftur eftir aö hafa veriö bönnuö I
kjölfar uppreisnartilraunarinnar I fyrri viku. A meöan stönzuöu
borgarbiiar á götuhornum i Lissabon viö opinberar tilkynningar
stjórnarinnar um ástandiö.
gegn vinstrsinnum i hernum og
víðar er haldiö áfram. Costa
Gomes, forseti og æösti maöur
herafla landsins, viröist staðráö-
inn i að binda i eitt skipti fyrir öll
enda á stjórnleysið og ólguna.
Palestínuaröbum boðin þótttaka í viðrœðum SÞ?
Öryggisróðið framlengir
dvöl gœzluliðs í Gólan
öryggisráð Sameinuöu
þjóðanna samþykkti i nótt aö
framlengja dvöl gæsluliðs SÞ i
Gólanhæðum um sex mánuöi,
aðeins fimm stundum á
ur en veru liðsins átti aö ljúka
Þrettán af fimmtán rikjum
öryggisráðsins greiddu atkvæöi
með tillögunni. Kina og Irak
sátu hjá.
Ráðið komst einnig aö
samkomulagi um að koma aftur
saman til fundar 12. janúar til
aö ræöa ástandiö I Miöaustur-
löndum og vandamál Palestinu.
Formaöur ráðsins, sovézki
ambassadorinn Jacob Malik,
sagöi eftir fundinn, að meiri-
hluti fulltrúa ráösins væri þeirr-
ar skoðunar, að Frelsishreyf-
ingu Palestinu (PLO) yrði boöin
þátttaka i fundinum.
1 skriflegri yfirlýsingu eftir
fundinn sagði israelski sendi-
herrann, Chaim Herzog, aö
hann teldi ályktun ráösins vera
„uppgjöf fyrir kúgun Sýrlend-
inga og einræði Sovétmanna.”
Hann kvað stjórn tsrael koma
saman til skyndifundar i dag til
að ræöa ályktunina. Afstaða
hennar verður kynnt eftir fund-
inn'i dag, sagði sendiherrann.
Fyrir fund öryggisráðsins
sagði sendiherra Banda-
rikjanna, Daniel Moynihan, aö
hann greiddi ekki atkvæði meö
tillögunni vegna áhuga sins á
umræöum um Miöausturlönd og
vandamálum þeirra. „Siöur en
svo,” sagði hann. „Astæöan er
sú, aö það er skoðun stjórnar
minnar, aö öryggisráðið eigi að
geta rætt hvað sem er.”
„Fjöldomorð í Rim" VATIKANIÐ FAGNAR FANGELSISDÓMUNUM
Vatikanið hefur fagnað úr-
skuröi italsks dómara, sem
dæmdi bandariska rithofundinn
og sagnfræðinginn Robert Katz
fyrir'að „ófrægja” minningu Pi-
usar páfa XII.
Dómurinn féll vegna bókar
eftir Katz, „Dauöi I Róm”, og
kvikmyndar, sem gerö var eftir
bókinni, undir nafninu „Fjölda-
morð I Róm”. Richard Burton
leikur aðalhlutverkið i mynd-
inni. Leikstjórinn og framleiö-
andinn voru einnig dæmdir i
skilorðsbundið fangelsi.
t bókinni og kvikmyndinni. er
þvi haldið fram, að PIus páfi XII
hafi vitað um áætlun nazista um
hefndarmorð vegna árásar á
nazistahersveit i Róm i marz
1944 en ekkert gert til aö stöðva
áætlunina.
1 grein i blaöi Vatikansins,
L’Osservatore Romano, er úr-
skuröi dómarans fagnað og
þeirri von lýst, aö meö honum sé
endi bundinn á ófrægingarher-
feröina gegn Piusi páfa XIÍ.