Dagblaðið - 01.12.1975, Blaðsíða 12
•XELUH
Aí
nagblaðiö. Mánudagur 1. desember 1975
Pagblaðið. Mánudagur 1. desember 1975.
13
Ásgeir skoraði og
Standard sigraði!
Sigur Standard Liege i Antwerpen
var aöalumræðuefnið i knattspyrnunni
i Bclgiu i gær — þetta var frábær leik-
ur, sagði Ásgeir Sigurvinsson við Dag-
blaðið i morgun — og sigurinn 4-2 á úti-
velli afar þýðingarmikiil. Antwerpen
var i öðru sæti i 1. dcildinni eftir
siðasta keppnistimabil.
Þetta voru óvæntustu úrslitin, sagöi
Asgeir ennfrcmur, cn hann kom
Standard á sporið með því að skora
fyrsta mark leiksins. Siöan skoraöi
Garot tvivegis — og staöan var 3-0
áöur en Antwerpen skoraði sitt fyrsta
mark. Ungur nýliði hjá Standard, 19
ára, Jan Mees að nafni, skoraði fjórða
markið 4-1 — áður en Antwerpen skor-
aði sitt annað mark.
Lið okkar er að mótast betur og það
er vel æft hjá nýja þjálfaranum Leduc,
tvisvar á dag, sagöi Asgeir. Efsta iiöiö
,,Við unnum, ekki satt, þvi hiýt-
ur maður að vera ánægður. Við
fórum illa af staö — en náöum
okkur svo á strik,” sagði Páll
Björgvinsson, eftir sigúrinn gegn
Luxemburg.
„Þeir brutu illa á okkur —
klaufalega — þaö var þeirra eina
vopn og þvi kom þaö mér alls
ekkert á óvart, að þeir beittu
þvi.”
Brugcois sigraði Anderlecht 3-2 eftir
að Anderlecht skoraöi tvö fyrstu mörk
lciksins. 0-2 I hálfleik. Cbarlcroi. liöið,
sem Guögeir Lcifsson leikur með, átti
fri. Crslit uröu annars þessi.
Bcerscbot-Bruges 2-2
La Louviere-Liersc 2-0
Malinois-Berchcm 2-0
Molenbeek-Waregcm 1-0
Liegeois-Beveren 0-0
Antwcrpen-Standard 2-4
Lok'eren-Ostende 3-1
Iírugeois-Anderlecht 3-2
Beringen-Malines 1-0
Brugcois er efst i 1. deild með 21 stig.
Lokeren hcfur 20, Bevercn 19,
Anderlecht, Molenbeek og Waregem
18. Standard og Lierse 17 stig. Neöst
eru Beringen og Maliniois með 10 stig,
Malines 9, Berchem 8 og Charleroi 7
stig.
Bundesligan blasir við
Ég kom heim I gærkvöldi — sá landsleikinn við Luxeinborg, sagöi ólafur
Einarsson við Dagblaðið I morgun. Viö lékum á laugardag við Pforzheim á úti-
vclli.i 2. deildinni þýzku og sigruðum með 19-13. Það var góður sigur og Donzdorf
er efst meö 16 stig. —tapaö einum leik. Næsta liö hefur tapað 4 sligum. 5. dcs.
leikum við gegn Gunzburg —siöan Ossweil og ef við f Donzdorf vinnum þá leiki
blasir Bundesligan við.
Skoraðir þú mörg mörk? — Ég skoraði sex mörk i leiknum, sem var hörku-
skemmtilegur. i hinum niu leikjum liðsins hef ég skorað 48 mörk —en ég veit
ekki hvort ég hef skoraö flcst mörk fyrir liðið. Held þaö þó, Liö okkar veröur
stöðugt betra — og við liöfum frábæran markvörö, Uwe Katjen, sem lék mcö
Kater I þýzka Olympiuliöinu 1972.
•
Brotin eina vopn þeirra
Gunnar skorar eins og
Hansi-Göppingen tapar
Þetta er ekki gott hjá okkur I Göppingen — viö töpuöum fyrir Dietzenbach 21-
13 á útivelli I gær. Ég var tekinn úr umferö, en tókst samt að skora 5 mörk, sagöi
(iumar Einarsson viö Dagblaöiö i inorgun. Þetta veröur greinilega mjög erfitt hjá
okkur í vetur. Sex kunnir leikmenn hættu hjá Göppingcn — og ég koni cinn i
staðinn af nýjum leikmönnum. Ungu piltarnir hjá liöinu cru ekki nógu sterkir til
aö leika i Bundesligunni — liöiö veröur aö ná sér i nýja leikmenn, sagði Gunnar
ennfremur. Göppingen er i næst neösta sæti i suðurdeild — hefur skorað 79 mörk I
fimm lcikjum. Gunnar hefur skoraö 28 þeirra — markhæstur hjá liöinu. Hansi
Schmidt cr markhæstur I Bundesligunni mcö 36 mörk — 10 viti — og er Gunnar
bvi mcð svipað markablutfall í leik og Hansi, sem er ineð 6 leiki
Markamet hjá Horvat!
Hrvoje Horvat, fyrirliði júgóslavn-
eska landsliðsins i handboita, sem
leikur hér 18. desember gegn tslandi,
setti nýtt markamet i leik í Júgósiaviu
fyrir nokkrum dögum — skoraði þá 25
mörk ileikPartizan Bjelovarog Borac
Urosevac i 1. deild. Partizan sigraði
53-21. Horvat átti sjálfur eldra marka-
mctið I einuin lcik — '20 mörk — og
skoraði hann þau fyrr i vetur.
Júgóslavneska landsliðið tckur þátt i
móti i Tiflis 7. des. ásamt Kúmeniu,
Póllandi og Sovétrikjunum. Liöið
A’erður þannig skipað. Arslanagic,
Zorko og Nims i marki, Popovic,
Karalic, Kedjenivic, Horvat, Pribanic,
Serdarusic, Pokrajac, Pavicevic, Bo-
jovic, Feijzula, Timko, Krivokapic og
Miljak og þessir leikmenn koma svo i
Olympiuieikinn hingað.
lí
|
Axel Axelsson, nr. 11, skorar meö þrumufleyg f mark Luxemborgar — Ólafur H. Jónsson viðbúinn á línu lengst til vinstri —og Pál Björgvinsson ber i hendur hans.
DB-mynd Bjarnieifur.
Nítján marka Olympíusigur fslands!
tslenzka landsliðiö vann stór-
sigur á Luxemborg i Laugardals-
höllinni i gærkvöldi i Olympiu-
keppninni — nitján marka sigur
29-10, en samt voru áhorfendur
sem fvlltu höllina ekki ánægöir.
Þeir vildu markaregn og miöuðu
þá viö hinn mikla sigur Júgóslava
54-13 gegn Luxemborg i sömu
keppni. Siikt var ekki hægt með
siflautandi þýzka dómara, sem
greinilega vildu sjálfir mest vera
i sviðsljósinu — áhorfendum og
Miðum allt
við Slava
Viö byrjuðum illa en náðum
okkur siðan á strik. Sjálfsagt
kemur undirbúningurinn eitthvað
inn á þá mynd, sagði Viðar
Simonarson, þjálfari landsliösins
eftir sigur gegn Luxemburgurum
i gærkvöldi. „Þetta kemur hjá
okkur það er ég viss um, um við
stefnum að vera á toppnum þegar
við leikum við Júgóslava. Það er
stóri leikurinn.”
„Leikurinn við Júgóslava hefur
alltaf verið númer eitt. Hugsaðu
þér, á slðastliðnu ári hafa júgó-
slavnesku landsliðsmennirnir
verið saman i æfingabúðum f 265
daga á árinu. Hvaö skyldum við
hafa verið saman marga daga?
Ég hlakka mikið til Danmerkur-
fararinnar. — Þá fáum við að
vera i friöi og munum æfa 2svar
til 3svar á dag. Þetta gefur miklu
meira heldur en að vera hér
heima — strákarnir þurfa að fá að
vera saman einhvern tima.
islenzka liöiö héfur avallt sýnt
sinn rétta styrkleika gegn sterk-
um þjóðum — hins vegar höfum
við ekki sýnt eins góða leiki gegn
veikari þjóöum og reyndar var ég
svolitið smeykur um slaka byrj-
un lupphafi — en eftir aö losnaöi
um spennuna fóru strákarnir aö
sýna sitt rétta andlit.” h.halls.
leikmönnum til gremju. Leikur-
inn gekk alls ekki vel fyrir sig
vegna flautuleikaranna —og iöu-
lega tóku þeir mörk af liðunum,
fleiri þó af tslandi, þegar allt of
fljótt var flautað — ekkert athug-
að hvernig brotin þróuöust.
Luxemborgarar áttu aöeins eitt
vopn, — grófan leik — en það
dugöi þeim skammt. Aöeins upp-
hafskafia leiksins meðan úthaldiö
var i lagi. Siðan hrundi leikur
liösins— íslands skoraði 22 mörk
gegn 3 síðustu 40 min. leiksins.
Byrjunin var ekki góð hjá is-
lenzka liðinu — samæfing er enn
ekki komin i lag, en það stendur
allt til bóta. Leikmenn okkar eru i
toppþjálfun likamlega. Það var
greinilegt, að áhugi áhorfenda
beindist mest að Axel Axelssyni
og Ólafi H. Jónssyni — og það
hafði kannski i fyrstu nokkur
áhrif á aðra leikmenn liðsins.
Þeir beittu sér ekki nóg — eins og
þeir ætluðust til að Ólafur og Axel
skoruðu einir. Luxemborgarar
beittu öllum ráðum i vörninni —
og fyrsta markið skoraði Axel úr
viti,sem Björgvin fiskaði. Ólafur
skoraði annað markið — Axel það
3ja — mistókst siðan vitakast —
en Luxemborg jafnaði alltaf.
Komst yfir i 4-3 um miðjan hálf-
leikinn. Páll Björgvinsson jafnaði
— Ólafurkom tslandiyfir. Enaft-
ur náðu Luxemborgarar forustu
6-5 og manni stóð ekki á sama.
Jafnt varð siðan 7-7. Þá var ein-
um leikmanni Luxemborgar vis-
að af velli i 5 min. — áður tvær —
og tsland skoraði sex siðustu
mörk hálfleiksins. Jón Karlsson
var þá afar atkvæðamikill.
tsland skoraði einnig sex fyrstu
mörkin i siðari hálfleik — staðan
19-7 —og áhorfendur voru nú með
á nótunum. Luxemborgarar svör-
uðusiðan með tveimur mörkum,
en það var siðasta viðbragð
þeirra i leiknum. Munurinn jókst
stöðugt — 29-10 i lokin. Samt voru
islenzku stangarskotin mörg.
Foster í fyrsta sœti
Brendan Foster sigraöi í
Jackson-viöavangshlaupinu, sem
fram fór i Gateshead á laugar-
dag.
Hlaupnir voru 7.2 kilómetrar og
var Foster sjónarmun á undan
Hollendingnum Hermans. Báöir
hlupu á 22.41 minútu.
1 þriöja sæti varö Tony
Simmons, Bretlandi 22,49 min Nr.
4 varð David Black, Bretlandi
23.00 min. Nr. 5 varð Bemie Ford,
Bretlandi 23.15 min. Nr. 6 varð
Bronislaw Malinowski, Póllandi,
23-15.
Ekki höfum viö spurnir nf,
hvernig Sigfúsi og Agústi vegnaði
i hlaupinu.
Hœtti kappakstri
fórst í flugslysi
Grahain Hill, kappaksturs-
maöurinn kunni lézt i flugslysi
aöfaranótt sunnudagsins nálægt
London. IIill var ásamt fimm
mönnum að koma frá Frakklandi
eftir að hafa rcynslukeyrt nýjan
kappakstursbíi. Þeir voru á leið
heim þegar slysið varð. Mikil
þoka var og lenti flugvélin á trjám
og splundraðist. Létust allir er i
vélinni voru— sex aö tölu.
Graham Hill hætti kappakstri i
vor — vegna þess að það var of
hættulegt. En þannig eru forlögin
— 20 ár á kappakstursbrautum og
unnið til allra eftirsóttustu titla i
kappakstri. AsamtHill lézt einnig
Tony Brist, einn efnilegasti kapp-
akstursmaður Englands en mikl
ar vonir voru bundnar við hann.
Hinir mennirnir sem fórust voru
bifvélavirkjar — og óttast menn i
Bretlandi mjög að slys þetta
kunni að verða brezkum kapp-
akstri ófyrirsjáanlegt tjón.
Jackie Stewart margfaldur
heimsmeistari i kappakstri og
mikill vinur Hill sagði i útvarpi i
gærkvöld að mikill vinur sinn og
stórkostlegur kappakstursmaður
væri allur. Einu sinni hefði Hill
bjargað lifi sinu — þegar kviknað
hefði i bil Stewart og Hill hætti
keppni til að geta bjargað honum.
Sérlega væri þetta hryggilegt
vegna þess að Hill hefði hætt
keppni til að ná háum aldri — en
eins og Stewart sagði — svona eru
forlögin. h.halls.
Þetta var leikur litilla gæða —
mótstaðan afar slök, þegar kraft-
ar Luxemborgara þrutu. Von-
brigði með leik tslands i byrjun —
kannski átti að gera of mikið?
Kraftur Ólafs er afar mikill —
frábær leikmaður — en sennilega
getur hann þó gert meira gagn á
linunni með Björgvin Björgvins-
syni. Enn ber Björgvin höfuð og
herðar yfir aðra linumenn
Islands, þegar Ólafur er frátal-
inn, þrátt fyrir ómjúka með-
höndlun Luxemborgara. Við höf-
um séð Axel atkvæðameiri — en
sum mörk hans báru gamalkunn-
an stimpil og linusendingar hans
voru oft stórgóðar, bæði á Björg-
vin og Ólaf i þau fáu skipti, sem
Ólafur fór inn á lfnu.
Páll Björgvinsson staðfesti enn
hver snilldarleikmaður hann er
orðinn, — ákaflega útsjónarsam-
ur — en mest komu þeir á óvart
Jón Karlssonog Viggó Sigurðsson
með góðum leik. Jón skoraði mik-
ið — og truflaði Luxemborgara
mjög sem fremsti maður varnar-
innar. Viggó afar fljótur að átta
sig á hlutunum. Langsendingar
RITSTJORN:
HALLUR
SÍMONARSON
hans fram gáfu ófá mörk. Aðrir
leikmenn léku minni hlutverk —
Stefán Gunnarson góður i vörn,
og vörnin var aðall liðsins. Einnig
Arni — og það leynir sér ekki, að
Friðrik Friðriksson er bráðefni-
legur leikmaður. Nokkur von-
brigði með markvörzluna — eins
og Oli Ben. og Guðjón „hitnuðu”
aldrei i leiknum, enda heldur litið
hjá þeim að gera.
Mörk tslands skoruðu Páll 9, (4
viti), Jón 6, Axel 5 (1 viti), Ólafur
4, Viggó 2, Björgvin, Árni og Frið-
rik 1 hvor. Karpen var markhæst-
ur Luxemborgara með 4 mörk.
Þrir leikmenn Luxemborgar
fengu að „kæla” sig samtals i 11
min. Tveir íslands, Axel og Arni.
— hsim.
Gaman að leika heima
„Það er alltaf gaman að koma
heim og spila. Að visu var ieikur-
inn nokkuð þófkenndur — eins og
menn fyndu sig ekki almennilega
i byrjun,” sagði Axel Axeisson
þegar við spjölluðum við hann
eftir leikinn við Luxemburg.
„Ég átti ekkert sérstaklega
góðan leik — en þetta kemur hjá
okkur með meiri samæfingu. Það
var allt i lagi með handlegginn á
mér — ég er óðum að ná mér.”
Þetta kemur hjá okkur
„Ef við fáum að vera í friði —
ekki allt okkar starf rifið niður
með neikvæðri „kritik”, þá er ég
bjartsýnn á leikina við Júgó-
slava,” sagði Ólafur H. Jónsson
eftir leikinn við Luxemburg.
„Auðvitað er siæmt að geta ekki
leikið við Norðmenn — en þetta
eru mikið til sömu mennirnir og
maður hefur leikið með. Auðvitað
vantar meiri samæfingu i liðið —
nú, en við förum til Danmerkur
|og æfum og kcppum þar. Þannig
!er allt miðað við leikinn gegn
Júgóslövum.
Annars var þetta lið Luxem-
Iburg afskaplega slakt — þeir
brutu ákaflega klaufalega á okk-
ur. Og i síðari hálfleik voru þeir
alveg búnir. Hvað mig varðar, þá
skiptir ekki meginmáli hvort ég
spila úti eða inni á linu. Þannig
má segja að maður sé bæði
ánægður og ánægður ekki.”
55-511
Noregur sigraði Bretland
55-5! i Perth I Skotlandi i gær
i Olympiukeppninni i hand-
bolta. Staðan i hálflcik var
30-1! Reinertsen og Gjerde
skoruðu 9 mörk hvor,
Grislingas 7, Furuseth 6,
Nessen 6, Hauger 6, Hanson
4, Sterner 3, Hunsager 3,Tyr-
dal 1. Norðmenn leika hér á
þriðjudag og miðvikudag.
Meistarar
tapa
Austur-Þjóðverjar unnu
heimsineistara Rúmena i
handknattleiknum tvivegis
um helgina. A laugardag 17-
16 I Cott bus — en 19-16 i
Austur-Berlin i gær.
Pólverjar unnu Rúmena
einnig nýlega 13-10, en jafnt
varð i siðari leiknum hjá
löndunum 17-17.
Svíar unnu
Sviar unnu auðveldan sig-
ur á italiu i Olympiukeppn-
inni i handboita i gær i
Napoli — sigruðu 28-14 eftir
13-7 i hálfleik. Björn Anders-
son var markhæstur Svia
með 12 mörk — aðrir skoruðu
2 og 3 mörk. Neuner skoraði
5 mörk fyrir italiu og
áhorfendur voru um 2000.
Leikið var i undankeppni
Olympiuleikjanna i hand-
bolta i Austurriki og Hollandi
i gær.
i Austurriki áttust við
heimamenn og Frakkar.
Frakkar sigruðu en naumt
var það 23-22. Staðan i
hálfleik var 10-8 Frökkum i
vil.
Hollendingar áttu við
Spánverja — og sigruðu þeir
siðarnefndu 15-1,2. Staöan i
hálfleik var 8-6 Spánverjum i
vil.
Stellan
meistari
Stellan Bengtson, fyrrver-
andi heimsmeistari i borö-
tennis, sigraöi i opna
Skandinaviska meistara-
mótinu i gær.
i úrslitum sigraði hann
landa sinn Kjell Johansson
21-13, 21-10, og 21-19. Mótið
fór fram i Kalmar og I
tviliðaleik sigruðu
Júgóslavarnir Surbek og
Stipancic þá Bengtson og
Johansson 21-16, 21-17, 19-21
og 21-15.
Kinversku stúlkurnar voru
sigursælar — sigruðu bæöi i
einiiöaleik og tviiiöaleik.