Dagblaðið - 01.12.1975, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 01.12.1975, Blaðsíða 17
Pagblaðið. Mánudagur 1. desember 1975. 17 Andfát t Halla Lovisa Loftsdóttir skáld- kona lézt 15. nóvember sl. útför hennar var gerð frá Hrepphóla- kirkju i Hrunamannahreppi sið- astliðinn laugardag. — Halla var fædd 12. júni 1886 að Stóra-Kolla- bæ i Fljótshlið, dóttir hjónanna Sigriðar Bárðardóttur og Lofts Loftssonar. Hún fluttist ung með foreldrum sinum út i Hruna- mannahrepp og þar giftist hún árið 1911 Ámunda Guðmundssyni frá Sandlæk. Að Sandlæk bjuggu þau til 1918, er Ámundi lézt úr spænsku veikinni. Eftir lát hans bjó Halla að Sandlæk með Lofti, yngsta bróður sinum til ársins 1931, er hún fluttist til Reykjavik- ur. Þar stundaði hún ýmsa heimavinnu, einkum vélprjón og handprjón. Þau Ámundi og Halla eignuðust sjö börn — þar af tvö andvana. Jóhannes J. Kristjánsson bif- reiðarstjóri lézt i Borgarspitalan- um 23. nóvember eftir nær tveggja ára baráttu við ólækn- andi sjúkdóm. Útför hans fór fram siðastliðinn laugardag. — Jóhannes var fæddur i Borgar- nesi 31. október 1926, sonur hjón- anna Sigurþórunnar Jósefsdóttur og Kristjáns Magnússonar. Stuttu eftir fráfall húsmóðurinnar flutt- ist fjölskyldan til Garðahrepps, og þar bjó Jóhannes þar til hann kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Unni Guðmundsdóttur. Fyrst i stað bjuggu þau i Hafnar- firði, en fluttust siðar til Reykja- vikur, þar sem Jóhannes gerðist leigubifreiðarstjóri. Þau Unnur og Jóhannes eign- uðust tvö börn, Sigurþór, er stundar húsasmiðanám og Krist- rúnu, sem enn er innan ferming- ar. Kalman S. llaraldsson vélsmiður, Bólstaðarhl-40, verður jarðsung- inn frá Fossvogskirkju á morgun kl. 15. Kristin Ögmundsdóttir, frá Görð- um i Vestmannaeyjum, lézt mánudaginn 24. nóvember. Hún | verður jarðsungin frá Landa- kirkju i Vestmannaeyjum á morgun kl. 14. Þorsteinn Einarsson, Ásgarði 99, lézt af slysförum 25. nóvember. Hann verður jarðsunginn frá Filadelfiukirkjunni i dag kl. 13.30. Ingimundur Þorsteinsson kennari lézt i Borgarspitalanum 22. nóv- ember. Útför hans fer fram frá I Fossvogskjrkju i dag kl. 13.30. — Ingimundur fæddist að Arnarnesi við Eyjafjörð 12. febrúar 1912. Foreldrar hans voru hjónin Ólöf Guðmundsdóttir og Þorsteinn Jónsson. Ingimundur ólst upp i æsku við algeng sveitastörf, en sautján ára gamall fór hann i Héraðsskólann að Laugarvatni og siðan i Kennaraskólann. Það lauk hann prófi árið 1934. Fyrstu árin kenndi' hann fyrir norðan, en siðustu sautján árin kenndi hann við Kársnesskólann i Kópavogi. Árið 1945 kvæntist Ingimundur Guðmundu Jónu Kristjánsdóttur. Þau eignuðust þrjú börn, Pétur, Þorstein og Ingu Ólöfu. Einnig gekk Ingimundur þremur börn- um Guðmundu frá fyrra hjóna- bandi i föðurstað. Kvenstúdentafélag íslands: Jólafundur verður haldinn fimmtudaginn 4. des. kl. 8:30 i Átthagasal Hótel Sögu. Skemmtiatriði og jólahappdrætti. Jólakort Barnahjálparinnar verða til sölu. Mætið vel og takið með ykkur gesti. Húsmæörafélag Reykjavíkur Jólafundurinn verður þriðju- daginn 2. desember kl. 8:30 i Átthagasal Hótel Sögu. Á dagskrá verður jólahugvekja, söngur, upplestur, matarkynning og hið vinsæla jólahappdrætti. Fjölmennið og takið með ykkur gesti. Kvenfélag Laugarnes- sóknar Jólafundur verður haldinn mánudaginn 1. des. kl. 8.30 i fund- arsal kirkjunnar. Jólavaka, söng- ur, jólapakkar o.fl. Kvenfélag Háteigskirkju Fundur verður i Sjómanna- skólanum þriðjudaginn 2. desember kl.20.30. Myndasýning. Stjórnin. Styrktarfélag vangefinna vill minna foreldra og velunnara þess á að fjáröflunarskemmtunin verður 7. desember n.k. Þeirsem vilja gefa muni i leikfanga- happdrættið vinsamlegast komi þeim i Lyngás eða Bjarkarás fyrir 1. desember n.k. Fjár- öflunarnefndin. Kvenstúdentar: Munið opna húsið á Hallveigar- stöðum miðvikudaginn 3. des. kl. 3-6. Jólakort Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna verða til sölu. Ennfremur verður tekið við pökkum i jólahappdrætti. Munið frímerkjasöfnun Geð- verndar (innlend og erlend). Pósthölf 1308 eða skrifstofa fé- lagsins, Hafnarstræti 5, Reykja- vik. Kvenfélag Óháða safnaðarins. Félagskonur og velunnarar safnaðarins, sem ætla að gefa muni á basarinn næstkomandi sunnudag 7. desember, eru góðfúslega beðnir um að koma gjöfunum laugardaginn 6. desem- ber kl. 1—7 og sunnudag kl. 10—12 i Kirkjubæ. Krossgáturitið. Sjötta hefti Krossgáturitsins er komið út. í blaðinu eru 10 kross- gátur, bridgeþáttur og ýmislegt gamanmál. útgefandi er Prent- verk hf. Kaupendur ritsins geta orðið þátttakendur i verðlauna- keppni ritsins. 1. nóv. voru gefin saman i Lang- holtskirkju af séra Sigurði Hauki Guðjónssyni Kristin Hannesdóttir og Gunnar Sveinn Kristinsson. Heimili þeirra er að Austurbergi 16. Studió Guðmundar Einholti 2. 8. nóv. voru gefin saman i Dóm-; kirkjunni af séra Óskari J. Þor- lákssyni Lilja Helgadóttirog Gisli Jónmundsson. Heimili þeirra er að Espigerði 10. Studió Guðmund- ar Einholti 2. Hjálpræðisherinn: t kvöld kl. 20:30: 1. desemberhá- tið sem heimilasambandið stend- ur fyrir. Veitingar, happdrætti og kvikmyndasýning. Æskulýðs- sönghópurinn ,,Blóð og eldur” syngur. Brigader Ingibjörg Jóns- dóttir talar. Allir velkomnir. it, SAMSON, erkom- ið út. Blaðið sérhæfir sig i málefn- um popptónlistar og annarra á- hugamála ungs fólks. — Meðal efnis i blaðinu má nefna langt og itarlegt viðtal við Björgvin Halldórsson söngvara. Jón Ólafs- son framkvæmdastjóri hljóm- sveitarinnar Júdasar leysir frá skjóðunni. Pétur Kristjánsson söngvari gagnrýnir plötu Megas- ar, Millilendingu. Margt fleira efni er i blaðinu sem er 32 siður að stærð. Útgefandi SAMSONAR er SAM sf., en það fyrirtæki gefur einnig út timaritið Samúel. Til sölu tvöfalt gler. Tvö stykki Cudo-gler, 132x160 cm, ónotað. Selst ódýrt. Upplýsingar í sima 82831. Ljós tæpir 4 metrar að lengd til sölu. Uppl. i sima 36714 eftir kl. 7 i kvöld og næstu kvöld. Trillubátur: Til sölu er trillubátur 6 1/2 tonn. Uppl. i simum 96-41237 og 96- 41303, Helgi Pálsson. Til söíu sem ný Biat múrpressa, með 3ja fasa rafmagnsmótor og bensinmótor. Uppl. i sima 74457. Nýleg Singer prjónavél til sölu, einnig telpu- reiðhjól. Uppl. i sima 73741. Notað gólfteppi tilsölu, ca. 17 fermetrar. Upplýs- ingar i sima 73066 eftir kl. 6. Passap prjónavél Duamatic til sölu, sem ný. Upplýsingar i sima 41656. Vandaðir tveggja manna svefnsófar til sölu. Verð aðeins kr. 45.600. Bólstrun Jóns og Harðar, Auð- brekku 43, Kópavogi. Simi 40880. 1 stk. barnarúm (koja) til sölu 1/2 árs gamalt, litur út sem nýtt. Uppl. i sima 12804. 1 Óskast keypt D Prjónavél Óska eftir að kaupa prjónavél. Uppl. i sima 52473. Trillueigendur athugið. Vantar gir með niðurfærslu við 22 hestafla vél. Hef til sölu 10 hest- afla disil vél með skiptiskrúfu. Einnig reimdrifið rafmagnsstart með hleðslu, köttáti og sviss. Uppl. i sima 92-2355. óska eftir að kaupa rafmagnsþilofna. Uppl. i sima 51956. Verzlun D Til jólagjafa: Þið getið fengið allar jólagjafirn- ar á einum stað, naglalistaverkin eru fyrir fólk á öllum aldri, jafnt fyrir konur sem karla. Falleg hannyrðalistaverk i gjafa- pakkningum, fallegt borðskraut i gjafapakkningum, fjölbreytt úr- val af gjafavörum. Ekki má gleyma fallegu barnaútsaums- myndunum okkar, þær eru fyrir börn á öllum aldri, garn og rammi fylgja, verð frá kr. 580. Einkunnarorð okkar eru.ekki eins og allir hinir, póstsendum, simi 85979. Hannyrðaverzlunin Lilja Glæsibæ. Rafhlöður Alcaline — MERCURY — Nation- al, fyrir tölvur og myndavélar og fleira. Myndaalbúm, gott úrval, t.d. m jög vönduð albúm með hvit- um blöðum. Amatör verzlunin, Laugavegi 55. Simi 22718. Jólamarkaður: Munið jólamarkaðinn við Hlemm. Opið alla daga frá kl. 9 til 6. Jólamarkaðurinn v/Hlemm. Innréttingar í baðherbergi. Djúpir skápar — grunnir skápar með speglum, borð undir hand- laugar. Fjöliðjan Ármúla 26. Simi 83382. Iðnaðarmenn — BOeigendur Borvélar, handfræsarar, hjólsag- ir, bandslipivélar, stingsagir, slipirokkar, rafmagnssmergel, rafmagnsheftibyssur, lóðbyssur, skrúfstykki, verkfærakassar, topplyklasett, brotaábyrgð, högg- skrúfjárn, djúptoppasett, bila- verkfæraúrval. Ingþór, Armúla. Útsölumarkaðurinn Laugarnesvegi 112. Rýmingar- sala er hafi á öllum vörum, þar sem við hættum bráðlega. Skófatnaður alls konar, barna- peysur, barnafatnaður, dömu- kjólar og dragtir, kuldastigvél kvenna og margt fleira selt gjaf- verði. Útsölumarkaðurinn, Laugarnesvegi 112. Skóvcrzlun: Þekkt skóverzlun á bezta stað i bænum til sölu. Uppl. i simum: 30220 og 16568. Það eru ekki orðin tóm að flestra dómur verði að frúrnar prisi pottablóm frá Páli Mich i Hveragerði. Blómaskáli Michelsens. Leikjateppin með bilabrautum til sölu að Nökkvavogi 54. Simi 34391. Hring- ið áður en þér komið. Megið koma eftir kvöldmat. Kynningarafsláttur á dömu- og táningasiðbuxum þessa viku. Aðstoðum við breyt- ingar ef þarf. Kaupið buxurnar timanlega fyrir jól. Úrval af rúllukragapeysum, meðal annars með stórum krögum. Tizku- verzlunin Bessi. Laugavegi 54. Til sölu efnisafgangar ýmiss konar, svo sem blúndur prjónanælon og ullarefni. Kápu- salan Skúlagötu 51. Antik kaup og sala Kaupi og tek i umboðssölu hús- gögn, málverk, myndir, silfur, postulinog margt fl. Einnig vöru- skipti. Hef mikið af fallegum og sérstæðum munum, tilvalið til jólagjafa. Verið velkomin. Stokk- ur Vesturgötu 3, simi 26899.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.