Dagblaðið - 01.12.1975, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 01.12.1975, Blaðsíða 11
Magblaðið. Mánudagur 1. desember 1975. 11 afþakkaði einkaher er ekki hægt að banna i heima- landi hans, jafnvel þótt öll nas- Hoffmann: slæm mistök. istamerki séu bönnuð i Þýzka- landi. „Ég sagði fyrir rétti, að þetta væri alls ekki merki storm- sveitanna. Þetta er miklu eldra merki, SS-sveitirnar tóku það ein- faldlega upp á sinum tima.” Hatar Ameríkana og Gyöinga Markmið Hoffmanns er sam- eining Þýzkalands. Hann hatar Bandarikjamenn vegna þess að „það eru þeir, sem halda landinu skiptu”. Hann hatar einnig Gyð- inga, en viðurkennir að ýmislegt megi læra af tsraelsher. „Ein á- stæðan fyrir þvi að ég vil berjast i Rhódesiu er sú, aö ég vil sýna mönnum minum hvað raunveru- legir bardagar eru. Flestir þeirra eru of ungir til að vita það af eigin reynslu. Þeir vita litið. Og þetta er gott strið i Rhódesiu.” Þegar Hoffmann kom til Salis- bury með tilboð sitt til stjórn- valda þar, bitti hann fyrstan að máli sjálfan varnarmálaráðherr- ann, P.K. van der Byl. Áður hafði Hoffmann skrifað bæði Byl og Wickus de Kock. upplýsinga- Rhódesia i Afriku. málaráðherra, en ekki fengið svar. Þvi þótti honum ekki um annað að ræða en að fara sjálfur á staðinn. Tillögur hans voru i þá átt, að hann myndi um ákveðinn tima taka að sér „störf” á vissum svæðum. Rhódesiustjórn skyldar hermenn sína til þriggja ára her- þjónustu, en Hoffmann vildi ekki skuldbinda sina menn nema i 9-02 mánuði. Það er nægilega langur timi, sagði hann, sérstak- lega fyrir menn, sem koma úr öðrum heimshlutum. /,Slæm mistök" Hann fór milli manna með til- lögur sinar og bauð jafnvel fram tryggingu fyrir þvi, að ekki þyrfti að skorta menn. Meðal þeirra, sem hann hitti að máli eftir við- ræður sinar við fulltrúa rikis- stjórnarinnar. var æðsti yfirmað- ur landhersins, G.P. Walls, hers- höfðingi. En eftir hálfan mánuð var hann engu nær samkomulagi við Rhódesiumenn. „Þeir vilja gera þetta allt sjálfir,” sagði hann ergilegur i bragöi við s-afrik- anska blaðamanninn. Hann hélt heim á leið — reiðu- búinn að koma fyrir rétt i sjötta sinn. Rhódesia hafði gert slæm mistök, sagði hann. / veðjutónleikar blæbrigðum með blöndun hljóð- færanna, það eru fáir honum fremri i þeim efnum. Enginn einstakur hljóðfæra- hópur var öðrum fremri, en eftir- minnilegastur er leikur Viðars Alfreðssonar, hornleikara, og Jósefs Magnússonar, flautuleik- ara, er lék á piccolóflautu. Slag- verkshópurinn lék einnig mjög vel, enda valinn maður i hverju rúmi. Bohdan Wodiczko, hljóm- sveitarstjóri, er tónleikagestum að góðu kunnur. Nú sem endra- nær, var stjórn hans algjör. Hann leiddi hljómsveitina i gegnum þessa tónleika með sama skör- ungsskap og á þvi timabili, er hann var aðalstjórnandi hennar. Leiðrétting Prentvillupúkanum tókst upp i umsögn um siðustu tónleika hljómsveitarinnar. Þar stytti hann verk Árna Björnsson- ar „Upp til fjalla” um einn þátt, sagði að verkið væri i þremur þáttum, en auðheyrilega er það i fjórum þáttum Vona ég að Arni Björnsson taki það ekki of illa upp. Úr þvi að ég er farinn að ræða um Árna Björnsson, tónskáld, er ekki úr vegi að kasta fram nokkr- um spurningum. Við íslendingar erum frekar fátækir af tónskáld- um, sérstaklega þeim er semja hljómsveitarverk. Sum þeirra tónskálda sem við eigum virðast eiga greiðan aðgang að Sinfóniu- hljómsveit Islands, önnur ekki. Á þessu ári er Árni BjÖrnsson sjötugur. Hann samdi sitt fyrsta hljómsveitarverk um 1940, og var það frumflutt sama ár af forvera S.i. Var það „Upp til fjalla”, er við heyrðum á siðustu tónleikum og vakti hrifningu áheyrenda. Hitt vita vist færri, að þetta er eina hljómsveitarverkið, sem yfirstjórn hljómsveitarinnar hef- ur séð ástæðu til að flytja á opin- berum tónleikum. Árni hefur samið a.m.k. fjögur önnur verk fyrir hljómsveit, sem öll hafa verið flutt i útvarpi, en aldrei á tónleikum S.I. Er það nánast furðuiegt, þegar þess er gætt, að verk annarra tónskálda islenzkra I eru flutt allt að tvisvar sinnum á þrem árum. Þau verk Árna, sem flutt hafa verið i útvarpi eru annars þessi: „Tilbrigði yfir frumsamið rimna- lag”, frumflutt af Hljómsveit Reykjavikur ’42. Þar má benda á, að þegar það er flutt i útvarpi, er i staðinn fyrir „frumsamið rimna- lag” yfirleitt sagt „islenskt rimnalag”. „Hátiðargöngulag” samið i tilefni stofnunar lýðveld- iSins ’44, „Litil svita fyrir strengjasveit” samin um ’46, og svo tónlist við leikrit Indriða Einarssonar, „Nýársnótt”, er var flutt við opnun og vigslu Þjóðleik- hússins. Vil ég eindregið mælast til þess, að verk Árna Björnssonar verði tekin á efnisskrá Sinfóniuhljóm- sveitar tslands, er nánast furðu- legt. að verk hans skuli ekki hafa fundið náð fyrir augum forráða- manna hljómsveitarinnar. Læðist óneitanlega aö manni grunur um. að einhverjar annarlegar ástæður hafi iegið að baki fram til þessa. Frá tónleikuni Sinfóniuliljómsveitar islands sl. fimmtudag. Einleikari Rut Ingólfsdóttir. I.jósm. Jón Kristinn l'ortes. IÐNAÐAR Á ÍSLANDI Ég og margir aðrir sem vantrú- aðir voru á inngöngu Islands i EFTA töldum þó að ef það yrði of- an á væri forsendan hæfilegur að- lögunartimi og samræmi milli raunverulegs kaupgjalds og ann- ars framleiðslukostnaðar ásamt jafnvægi i efnahagskerfi lands- ins. Sú hefir þó ekki orðið raunin, þvi miður. Það sem aðallega hefir staðizt er ótakmarkaður frjáls innflutningur og lækkaöir tollar á iðnaðarvörum i samkeppni við is- lenzka iðnaðarframleiðslu. Aðrir þættir samkeppninnar svo sem orka (rafmagn), skattur, launatengd gjöld, fjármögnun, vextir og rekstrarfé hafa hlut- fallslega versnað og fyrir margar greinar verulega. Skylt er þó aö geta þess að tollurá hráefnum og hlutum til iðnaðarframleiðslu hefur einnig verið lækkaður, svo og á vélum, en enn er þó sölu- skattur á vélum og tækjum til iðn- aðar sem torveldar mjög endur- nýjun og viðhald véla og tækja. Eins og áður var minnzt á hefir Kjallarinn Axel Kristjánsson nokkur árangur náðst i útflutn- ingi fárra greina islenzkrar iðn- aðarframleiðslu, en aimennur smáiðnaður hefir ekki haslað sér völl á útflutningsmörkuðum, ef til vill vegna smæðar heimamark- aöarins og svo þess að okkur hefir ekki tekizt eða átt kost á að gerast hluta framleiðendur stóru iðn- fyrirtækjanna á EFTA svæöinu eins og algengt er á hinum Norð- urlöndunum, þar sem framleiðsla smáfyrirtækja getur orðið allt aö 70—80% á hlutum til stórfyrir- tækja svæðisins. 1 stað þess eða jafnframt þvi að senda okkur alls konar ráðgjafa og fyrirlesara væri ef til vill at- hugandi að vinir okkar á Norður- löndum rannsökuðu möguleika á að gefa islenzkum smáiðnaði tækifæri á hlutaframleiðslu fyrir stórfyrirtækin á svæðinu likt og á sér stað á hinum Norðurlöndun- um, væri ekki hugsanlegt að Félg isl. iðnrekenda tæki forystu i at- hugun á þessum möguléika. Viö erum nú á örlagarikum timamótum hvað framtið smá- iðnaðar á Islandi viðvikur, flest eru þau fyrirtæki sem við smá- iðnað fást innan við 50 ára en það er stuttur timi i þróunarsögu iðn- aðar og aðeins brot af þeim tima sem nágrannaþjóðir okkar eiga að baki sér i þessum greinum. Það væri þjóöarskömm og ógæfa ef stór hluti þeirrar þjálfunar og reynslu, sem náðst hefir á þess- um 50 árum, rynni út i sandinn vegna andvara- og sinnuleysis þeirra opinberra aðila sem þess- ara mála eiga að gæta. Iðnaður og þá fyrst og lremst smáiðnaöur er það sem verður að taka við vaxandi fjölda vinnandi manna á landi okkar á komandi árum. Þegar hafa nokkrar greinar smáiönaöar fyrir innlendan markað lagzt niöur og verða varla endurvaktar á ný að sinni. Er það kaldhæöni örlaganna eöa móðuharöindi af mannavöld- um sem valda þvi aö allar flóð- gáttir eru opnaðar fyrir innflutn- ing á erlendum varningi i sam- keppni við okkar innlenda smá- iðnað og tollar lækkaðir á þeim um leið á sama tima sem þessar viðskiptaþjóðir okkar viðhalda jafnvel ha'kkun tolla eða banna --------------------------------- innflutning á aðal útflutnings- framleiöslu okkar, fiski og fiskaf- urðum ? Hvar er nú hin frjálsa þjóð. frelsið og manndáðin bezt? Nefnd var skipuð 13. nóv. 1972 svokölluð tilboðsnefnd, til þess að kanna og meta frá þjóðhagslegu sjónarmiði að hve miklu leyti megi teljast hagkvæmt að taka tilboðum islenzkra aðila fremur en erlendra þótt um einhvern verömismun sé að ræöa. Ekkert hefir frá þessari nefnd heyrzt og ekki vitað til að hún haf i hafið störf. Hvernig væri nú að skipta um menn i nefndinni og gera hana virka. Mætti t.d. hugsa sér að fulltrúar F.I.I. og L.I. fengju aö- ild og nefpdin hæfi störf. Aldrei hefir verið meiri þörf en nú á raunsæi i þessum efnum. Opinberir aðilar verða æ stærri á markaði islenzkra fram- kvæmda. en þvi miður viröist þáttur isl. framleiðenda fara minnkandi. Er hér fyrst og fremst um að kenna stjórnlevsi á þessu sviði. Að lokum: Það er ekki alltaf auðvelt að setja hjólin i gang aft- ur þegar þau hafa verið stöðvuð. Axel Kristjánsson lorstjóri.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.