Dagblaðið - 01.12.1975, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 01.12.1975, Blaðsíða 10
10 Pagblaðið. Mánudagur 1. desember 1975. WBIABIÐ frjálst, nháð dagblað Útgefandi: Dagblaðið ht. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson ltitstjóri: Jónas Kristjánsson Frcttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritsljórnarfuiltrúi: Haukur Helgason iþróttir: Hallur Simonarson llönnun: Jóhannes Rcykdal Biaöamenn: Anna Bjarnason, Asgeir Tómasson, Atli Steinarsson, Bragi Sigurðsson, Erna V. Ingólfsdóttir, llallur Hallsson, Helgi Pétursson, Ólafur Jónsson, Ómar Vaidimarsson. Handrit: Asgrimur Pálsson, Ilildur Gunnlaugsdóttir, Inga Guðmannsdóttir, Maria ólafsdóttir. Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Björgvin Pálsson Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson Auglýsingastjóri: Asgeir Hannes Eiriksson Dreifingarstjóri: Már E.M. Ilalldórsson Askriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. i iausasölu 40 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Ritstjórn Siðuinúla 12, simi 83322, auglýsingar, áskriftir og af-í* grciðsla Þverholti 2, simi 27022. Á eftir tímanum Rikisstjórnin hef'ur verið svifasein með úrbætur i neytenda- og verðlags- málum. Breytingin i verðlagsmálum, sem stjórnin boðaði, hefur ekki verið gerð. Málið er enn i athugun. Það hef- ur meðal annars strandað á tregðu ýmissa framsóknarmanna á að fall- ast á nauðsynlegar umbætur. Samanburður við önnur lönd sýnir, að ísland er vanþróað á þessu sviði. Við búum við styrjaldar- reglur i verðlagsmálum, sem eru einskis manns hagur, þegar vel er að gáð. Við búum við frumstæða neytendalöggjöf. Við byggjum á forneskjulegum lögum, svo sem lögum um réttmæta verzlunar- hætti, sem eru frá 1933 og lögum um lausafjárkaup frá 1922. Þær tillögur, sem hefðu getað breytt málum hefur dagað uppi vegna undarlegs sofandaháttar. Þannig er til dæmis um tillögur um umboðsmann Alþingis eða neytenda, sem Pétur Sigurðsson alþingismaður bar fram fyrir nokkrum árum. Enn hefur ekkert orðið úr framkvæmd þeirra. Viðreisnarstjórnin var komin vel á veg með úttekt á lögum um verðlagseft- irlit, þegar Eggert G. Þorsteinsson, þáverandi ráð- herra, brá fæti fyrir framkvæmdina. Á Norðurlöndum og viðar hefur verið stofnað em- bætti umboðsmanna neytenda. Þetta fyrirkomulag hefur alls staðar gefizt vel. Umboðsmennirnir hafa mikil völd. Þeir geta stöðvað viðskipti, sem þeir telja skaðleg neytendum, tekið skaðlegar vörur af markaðnum og bannað villandi auglýsingar, svo að dæmi séu nefnd. Þá hafa einnig risið öflugar stofn- anir neytenda. Neytendasamtökin hér vinna gott starf, en vissulega munar litið um tvær starfsstúlk- ur i hálfsdagsstarfi, i samanburði við það, sem gerzt hefur i nágrannalöndum okkar. íslenzkir neytendur vita, að Neytendasamtökin eiga litið undir sér, og þeir treysta þeim ekki til neinna stór- ræða. Þá veita dómstólarnir neytendum litla vernd. Þau mál, sem neytendur kysu að bera þar upp, eru sjaldnast þannig vaxin, að það borgi sig fyrir þá að leggja i mikinn tilkostnað og erfiði til að reka þau fyrir dómstólum. Rætt hefur verið um sérstaka meytendadómstóla eða dómstóla til að fjalla um hin smærri mál án mikilla vafninga og timaeyðslu. Þessi mál eru öll á frumstigi. Hér hefur ekki verið samþykkt löggjöf gegn hringamyndun, sem brýna og vaxandi nauðsyn ber til, að sett verði. Margir þingmenn úr ýmsum flokk- um hafa borið þetta mál upp siðustu ár. Niðurstaðan er sú, að hinn almenni neytandi hef- ur litla vernd, ef á honum er niðzt. ísland er vissu- lega komið langt á eftir i þessum efnum. Það er kannski merkilegast, að um þessi mál er sáralitið rætt og ritað. Það er engu likara en flest okkar geri sér ekki grein fyrir, hve ástandið er okk- ur ósamboðið. Við viljum ekki, að ísland sé vanþróað riki á öðr- um sviðum, og við verðum að hætta að taka þvi með þögninni, að vanþróunin riki á þessu mikilvæga sviði. Neytendur verða að láta til sin taka og gefa al- þingismönnum til kynna, svo að ekki fari á milli mála, að við svo búið má ekki standa. —-Hll Einn forvitnilegasti nazisti Evrópu i dag er Karl-Heinz Hoff- mann, tæplega fertugur að aldri. t lok september kom hann til Rhódesiu til að bjóða fram þjón- ustu einkahers sins i baráttunni við skæruliða þar. Eftir viðræður við háttsetta embættismenn stjórnar og hers fór hann heim aftur, mjög vonsvikinn. Svarið var neitandi. Hoffmann fæddist i Nuremberg skömmu fyrir upphaf siðari heimsstyrjaldarinnar. Hann hef- ur komið sér upp einkaher nokkur hundruð þrautþjálfaðra her- manna, sem vakið hafa mikla at- hygli bæði i Vestur-Þýzkalandi og Austurrikimeð SS-yíirbragðisinu. Fimm sinnum hefur þýzka rikið reynt að höfða rr ál á hendur Hoff- mann til að stöðva hann, en án ár- angurs. Hann er stöðugt i fréttum fyrir mont sitt og hroka. Fjöldi hermanna hans fer stöðugt vax- andi. Enginn veit f jöldann Fréttamaður timarits, sem gef- ið er út i S-Afriku, átti tal við hann Þegor Rhódesía i Salisbury eftir viðræðurnar við yfirvöld i Rhódesiu. Hoffmann lét þar vel yfir sér og státaði sig af afrekum sinum. ,,Það hefur tekið mig nokkur ár að byggja upp þennan her sem ég ræð núna. Ég byrjaði rólega, sagði fyrstu mönnunum aldrei að þeir væru hinir fyrstu, heldur lét þá trúa að þeir væru aðeins hlutú af stórri og vel skipulagðri sveit”. Meira að segja i dag veit enginn nema Hoffmann sjálfur hversu stór her hans er.og hverjum ár- angri hann hefur náð. Hermenn hans vaða reyk um raunveruleg- an fjölda hersveitanna. „Athyglin, sem réttarhöldin hafa vakið, hafa verið hin bezta auglýsing fyrir mig. Ég hef fengið fjölda bréfa frá ýmsu fólki, og sumt þeirra hefur þegar komið á fót sinum hersveitum, að visu litl- um. Já, við erum orðnir nokkuð margir i Þýzkalandi i dag. Auð- vitað er ólöglegt að vera með einkaher þar, en ég hef kynnt mér lögin. Þeir hafa reynt að ná mér, en geta það ekki,” segir hann. Samkvæmt þýzkum lögum er bannað að halda, þjálfa og vopna einkaheri. Hoffmann skýtur sér fram hjá þeim lögum. Sveitir hans fá einstaka þjálfun hjá hon- um sjálfum, yfirleitt að næturlagi „þegar enginn sér til okkar”, en þó hefur hann farið yfir landa- mæri Vestur-Þýzkalands og Austurrikis i dagsbirtu. Her hans hefur eigin einkennisbúninga og eigin reglur. Sækir fyrirmynd til stormsveita Hitlers Aberandi og stöðug notkun Hoffmanns á hauskúpumerki SS- sveita Hitlers, bæði á höfuðfötum hermanna hans og farartækjum, JON KRISTINN CORTES Tónlist Sinfóniuhljómsveit islands, 5. tonleikar i Háskólbiói 27.11. ’75. Efnisskrá: Moniuszko: Ævintýri, forleikur Max Brucli: Skosk fantasia Sjostakovitsj: Sinfónia nr. 10 i e- moll. Stjórnandi: Bohdan Wodiczko Einleikari: Rut lngólfsdóttir. Þessa 5. tónleika Sinfóniu- hljómsveitar Islands mætti kalla kveðjutónleika Bohdans Wo- diczkos, þvi hann er á förum til sins heimalands nú eftir helgina. Hann kom til að stjórna óperunni Carmen i Þjóðleikhúsinu, en það hefur hann gert fram til þessa með sinni alkunnu vandvirkni. Enda fékk hann mikið klapp og þakkir áheyrenda jafnt og hljóm- sveitarinnar i lok þessara tón- leika. Hljómsveitarforleikurinn Ævintýri eftir Moniuszko segir enga sögu, enda þarf þess ekki. Þótt tónverk beri einhver nöfn eða heiti, þarf ekkert að vera þar á bak við. Enda er það oft svo, að það eru útgefendur tónverkanna, sem nefna verkin. Hljómsveitin lék Ævintýri létt og örugglega allt frá upphafi. Sérstaklega var upphaf verksins vel leikið, oft hefur viljað „brenna við” hjá strengjunum i veikum innkomum, en þvi var ekki til að dreifa i þetta skiptið, innkoman var sérlega ákveðin og styrk. óöryggi í upphafi Byrjunin var óörugg i verki Bruchs, Skosku fantasiunni. Hafði þetta augsýnilega áhrif á einleikarann, Rut Ingólfsdóttur, enda sýndi hún ekki hvað hún get- ur að þessu sinni. Að visu var leikur hennar tæknilega góður, en of mikið var um ónákvæmi i tón- • myndun og ýmsa smágalla. Nú var alls ekki við neinu af þessu að búast, þvi tónleikagestir vita hvers Rut og hljómsveitin er megnug, svo ástæðan hlaut að liggja i einhverju öðru. Ástæðan er i sjálfu sér einföld. Nóturnar, þessi litlu, svörtu tákn sem allt byggist á voru alls ekki til staðar er til átti að taka. Að sögn voru þær pantaðar með næg- um fyrirvara, en leigusalinn brást, svo leita varð annað. Þær nótur komu, en ekki fyrr en að morgni fimmtudagsins, þ.e. á þeim degi, er tónleikarnir voru. Svo ekki er nema von, að varlega hafi verið leikið. Tafir sem þessar hafa auðvitað mikil áhrif á ein- leikara sem veit, að hljómsveitin fyrir aftan hann er ef til vill ekki nægilega undirbúin. Einhverju útlendu „nafni” hefði auðvitað aldrei verið boðið upp á slikar að- stæður, en nógu gott var það fyrir landann. Best hefði verið fyrir alla aðila að færa Skosku fantasiuna yfir á einhvern anrian tónleikadag, þótt slikt sé alltaf erfitt, þvi efnisskrá- in er svo gott sem föst fyrir vetur- inn. Nú má ekki taka hlutina þann- ig, að flutningur verksins hafi verið slæmur, þvert á móti. Mið- að við aðstæður verður að segja, að hljómsveitin og einleikarinn hafi staðið sig mjög vel. Það er bara leiðinlegt að vita, að betur var hægt að gera. Verkið er mjög skemmtilegt fyrir einleikarann, hann þarf t.d. aldrei að berjast við hljómsveitina til að í honum heyrist, og tæknilega er það krefjandi. Var leiðinlegt hvernig fór, þvi tónn fiðlunnar, sem ein- leikarinn var með var með af- brigðum skýr og fallegur, enda var þetta að sögn Guarnerius- fiðla, virt á 12—14 milljónir, feng- in að láni sérstaklega fyrir þessa tónleika frá Bandarikjunum. Siðasta verkið á efnisskránni var 10. sinfónia Sjostakovitsj. Mikið og stórbrotið verk. sem hljómsveitin lék af krafti frá upp- hafi til enda. Hin mikla ólga, sem er i þessu verki, komst svo sann- arlega til skila, það var auðheyr- anlegt, að enginn i S.l. dró af sér við flutninginn. Sjostakovitsj er snillingur i að beita hljóðfærun- um. Hann nær fram óteljandi f 1 kjallaragrein i Dagblaðinu 30. sept. sl. gat ég þess að margir er- lendir sölumerin sem hingað leggja leið sina til að selja erlend- an iðnaðarvarning, sams konar og hér er framleiddur, láta undr- un sina i ljósi yfir andvaraleysi Islendinga um aðstöðu iðnfyrir- tækja sem framleiöa eingöngu fyrir innlendan markað, kom þar fram álit margra þeirra að spar- aður gjaldeyrir væri engu siðri en sá gjaldeyrir sem aflaö væri með útflutningi. Um nokkurt árabil hafa hugs- andi menn hér á landi verið nokk- urn veginn sammála um að si- vaxandi fólksfjölda yrði aðeins mætt atvinnulega með auknum iðnaði. Flestir, sem látið hafa sig þessi mál skipta, hafa hallazt að svonefndum stóriðnaði eða orku- frekum iönaði, eins og álverk- smiðju, málmblendiverksmiðju, kisilgúrverksmiðju og fleira þessháttar en litið látið sig skipta þótt smáiðnaður sem þróazt hefur hér aðallega siðustu 40—50 árin liði undir lok. Stór iðnaður, fisk- vinnsla og landbúnaður væri fær um að veita okkur þá atvinnu og viðunandi lifskjörsem þörf væri á að minnsta kosti um fyrirsjáan- lega framtið. öll iðnaðarriki Evrópu, Banda- rikjanna og viðar eru grundvölluð Vi FRAMTIÐ SMA á heimamarkaði, hann er undir- staða iönþróunar þessara rikja. Á seinni árum hefir útflutningsiðn- aður farið i vöxt, en engu aö siður er heimamarkaðurinn enn grund- völlurinn, handiðnaður og þróun hans er það sem byggt var á, vél- ar og tækni hafa svo smátt og smátt þróazt yfir i vélvæddan iðn- að sem haslaö hefir sér völl á svo- kölluðum útflutningsmörkuðum. Hér er tsland undantekning, heimamarkaðurinn er of litill til þess að standa undirsams konar þróun, inngangur i EFTA og samningarnir við EB hafa ekki orðið islenzkum smáiðnaði sú lyftistöng sem ráð var fyrir gert, nema siöur sé, og er þar ef til vill um að kenna smæð heimamark- aðarins og rangri iðnaðarpólitik. Vinir okkar á Norðurlöndum voru mjög skilningsrikir að vanda og réttu okkur DKR. 100 milljónir að láni til langs tima með góðum kjörum, sem verja skyldi til uppbyggingar smáiön- aöi, sérstaklega með útflutning fyrir augum. Arangurinn er að minnsta kosti enn heldur litilfjör- legur, aö visu hefir nokkur út- flutningur hafizt i krafti þessarar aöstöðu, aðallega á ullar- og skinnavörum, en almennur smá- iðnaöur hefur enn sem komið er haft sáralitið gott af þessu i raun. Efnt hefir verið til alls konar námskeiða, fyrirlestra og jafnvel kynnisferða til eflingar útflutn- ingi smáiðnaðar, en árangurinn hefir ekki orðið i samræmi við fyrirhöfnina. Frá þvi EFTA var stofnað hefir samvinna milli fyrirtækja á Norðurlöndum farið mjög vax- andi, samruni fyrirtækja hefir verið mikill og sérhæfing aukizt, þessi þróun hefir ekki náð til Is- lands og mér er ekki kunnugt um að neitt umtalsvert framtak i þá átt hafi átt sér stað. Raunveruleg samvinna, likt og átt hefir sér stað á hinum Norðurlöndunum hefir ekki náð hingað sem nokkru nemur, enn sem komið er að minnsta kosti.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.