Dagblaðið - 12.12.1975, Side 20
Ásiglingin:
BRETAR SEGJAST HAFA
BOÐIÐ ÞÓR AÐSTOÐ!
Sendiherra í London kvartar undan síðbúnum fréttum
fró Landhelgisgœzlunni
á myndinni sést vel, hvernig Loydsman hefur beygt til ab geta „hæft” varöskipiö. Kjölfariö sýnir þetta greinilega, svo aö enginn
vafi er um staðreyndir málsins. Þór siglir beint áfram eins og augljóst er á kjölfari hans.
„Bretarnir auglýstu það í út-
varpi hér i gærkvöldi, að drátt-
arbátarnir hefðu boðizt til að
hjálpa Þór, eftir að þeir voru
búnir að sigla á hann. Það átti
vist að sýna, hve Bretinn er
„heiðarlegur”!” sagði Niels P.
Sigurðsson, sendiherra i Lond-
on, í morgun.
Brezku blöðin fjalla um málið
þannig, að segja, að Þór hafi
skotið á óvopnuð skip. Þetta er
þvert á móti þvi, sem áherzla er
lögð á heima,” sagði sendiherr-
ann. „Við höfum reynt að koma
leiöréttingum á framfæri, og
komu þær i kvöldblöðum i gær,
útvarpi og sjónvarpi.
Sendiherrann kvartaði yfir
þvi, að fréttir bærust seint frá
islenzku Landhelgisgæzlunni.
Bretarfengju sinar fréttir beint
frá herskipunum, og kæmu þær
til dæmis hálftima eftir, að at-
burðirnir yrðu. Frá Landhelgis-
gæzlunni kæmu fréttir miklu
siðar. Þetta setti islenzka sendi-
ráðið í vanda. „Ég fékk birta
stóra grein i blaöinu Times i
gær,” sagöi Niels. „Þar lagði ég
áherzlu á, að þetta væri orðið
mál stórra fyrirsagna I blöðum
en aöalatriðið gleymdist, ástand
fiskistofna og efnahagur ts-
lands. Daily Mirror birti til
dæmis heilsiðu mynd, þar sem
varðskip var i nokkurra metra
fjarlægð frá brezku skipunum.”
„Líklega vatnsslanga”
Pétur Sigurðsson, forstjóri
Landhelgisgæzlunnar, sagði i
morgun, að liklega hefði það,
sem varðskipsmenn sögðu, að
„liktist taum” milli dráttarbát-
anna, verið vatnsslanga. Ein-
hver báturinn hafi verið að taka
vatn. Um gagnrýni sendiherr-
ans i London sagði Pétur:
„Bretar hafa þann hátt á, að
fréttamenn i herskipunum fá að
senda það. sem þeir vilja. Við
sendum ekki frá okkur neitt
nema staðreyndir, sem lengri
tima tekur að fá fram. Menn við
störf i varðskipunum hafa ekki
tima til að senda itarleg skeyti.
Við sendum ekki beint til sendi-
ráðsins heldur gegnum ráðu-
neytiö.” Þvi má bæta við, að
það tekur gæzluna yfirleitt
klukkutima eða þar um bil að
þýða dulmálsskeyti frá varð-
skipunum, þótt við það séu fær-
ustu menn, að sögn Jóns
Magnússonar, talsmanns gæzl-
unnar.
Fyrirsát
Aðfarir dráttarbátanna i gær
liktust helzt fyrirsát. Varðskipið
Þór hafði verið á Seyöisfirði við
að draga upp gamla kafbáta-
girðingu. Það fann þrjá dráttar-
báta, þegar út var siglt, rúma
sjómflu frá landi. Virtist vera
taug milli tveggja þeirra. Henni
var sleppt, þegar varðskipið
kom. Tveir bátanna héldu til
hafs, og varðskipið á eftir.
Loydsman hafði haldið kyrru
fyrir. Star Aquarius beygði
skyndilega þvert inn á bak-
borðshlið varðskipsins, sem
sneri undan til stjórnborða til að
hindra árekstur. Þá sigldi
Loydsman allt i einu á varðskip-
ið bakborðsmegin. Varðskipið
skaut aðvörunarskoti, framhjá
Loydsman. Loydsman sigldi þá
aftur á varðskipið. Þá skaut
varðskipið i bol Loydsman, og
lauk þar viðureigninni. —HH
Síöustu fréttir:
Varðskipið Þór kom inn til
Seyðisfjarðar rétt fyrir hádegis-
bilið. Skipið var illa laskað,
sagði fréttamaður DB á Seyðis-
firði, talið að þyrlupallurinn
nefði skekkzt og gat á bolnum,
sem.tekizt hafði að sjóða i.
frjálst, úháð datfblað
Föstudagur 12. desember 1975.
Eiga Flugleiðir eignir
umfram skuldir?
//
Því
svara
ég
hiklaust
//
játandi
— segir Sigurður
Helgason
forstjóri
„Þvi svara ég hiklaust ját
andi,” sagði Sigurður Helgason,
forstjóri hjá Flugleiðum, þegar
Dagblaðið spurði hann, hvort
Flugleiðir ættu fyrir skuldum.
Vegna máls Air Viking og
Sunnu höfðu menn spurt, hvort
Flugleiðir gætu ekki talizt
gjaldþrota, ef málið væri kann-
að til fullnustu. Sigurður sagði,
að i ágúst hefðu Flugleiðir tekið
lán með rikisábyrgð fyrir eftir-
stöðvum kaupverðs á tveimur
flugvélum. Lánið var upp á tvo
milljarða króna, tekið hjá
Export-Import bankanum I
Washington og Manufacturers
Hanover Trust Company i New
York. Hann sagði, að ekkert
segði skýrar, að Flugleiðir ættu
fyrir skuldum en það, að þessir
aðilar veittu lánið eftir að hafa
þaulkannað stöðu fyrirtækisins.
Slikir aðilar veittu ekki lán ella.
Þessi fjárhæð væri eftir-
stöðvar af 3,7 milljarða kaup-
verði flugvélanna. Flugleiðir
væru búnar að greiða 1,7
milljarða.
Alls hefðu Flugleiðir greitt 10
milljónir dollara, eða um 1,7
milljarða af lánum á þessu eina
ári, 1975. .. —HH
Garðar
vill
skjóta
Garðar Sigurðsson (Ab) var
róttækastur þeirra alþingis-
manna, sem ræddu ásigling-
una utan dagskrár á þingi i
gær. Hanr. vildi helzt, að Is-
lendingar fengju betri byssur
á varðskipin og skytu sem
mest á Bretana.
Flokksbróðir hans, Lúðvik
Jósefsson, var hógværari.
Hann taldi, að tslendingar
ættu að ganga úr Atlantshafs-
bandalaginu.
Margir þingmenn tóku til
máls.
Umræðurnar hófust um
hálffjögur leytið, eftir að þing-
menn höfðu frétt um siðustu
atburði á miðunum. Báðu þeir
ráðherra að skýra málið, sem
var gert.
—HH
Ríkisstjórnin
Rikisstjórnin var i morgun á
fundi með verkalýðsforingjum
um kjaramálin. Ákvörðun um,
hvað gera skyldi eftir ásiglingar
dráttarbátsins Lloydsmar, á Þór
voru teknar i gær. Einar Ágústs-
son utanrikisráðherra flutti á-
kærur íslendinga á hendur Bret-
um á fundi Atlantshafsráðsins,
sem hófst klukkan tiu i morgun.
gerir lítið
Rikisstjórnin ætlar um sinn
ekki að gera annað en að kæra á-
siglinguna, sem varð aðeins 1,9
milur frá landi, fyrir öryggisráð-
inu og Atlantshafsráðinu. Komi
til fleiri aðgerðir verða þær lik-
lega ekki ákveðnar fyrr en eftir
heimkomu utanrikisráðherra um
helgina.
TYR HJÁLPAR ÞÓR
Verið var að gera við Þór til
bráðabirgða i morgun fyrir aust-
an. Varðskipið Týr aðstoðaði við
viðgerðina.
Þór mun halda áfram gæzlu-
störfum, og endanleg viðgerð
verður seinná.
Einhver lek', kom að vélar-
rúmi, að sögn Landhelgisgæzl-
unnar i morgun, og hluti af þyrlu-
þilfari brotnaði.
Týr ætlaði að reyna „að toga
út” beygluna, sem komið hafði á
Þór.
Um borð i varðskipunum eru
logsuðumenn, sem geta gert við
skemmdir til bráðabirgða.
HH
Borgarafundur
Dagblaðið fregnaði i morgun að
i uppsiglingu sé borgarafundur i
Reykjavik um málefni Sunnu,
Air Viking og Seðlabankans.
Ekki fékk blaðið staðfest hverjir
það væru, sem standa fyrir
fundinum, en það munu vera
nokkrir lögfræðingar og jafnvel
um Sunnumólið
einn þingmaður ásamt nokkrum
áberandi mönnum i þjóðlifinu.
Fundurinn mun eiga að fara
fram i einhverju stærri sam-
komuhúsanna i byrjun næstu
viku. Nánar verður sagt frá
þessum fundisiðar. —JBP—
Lögbannið beinist gegn
heilbrigðisyfirvöldum
segir íbúinn sem kvartar undan kryddlyktinni
Lögbannsmálið að Hátröð 3 i
Kópavogi virðist nú allt vera að
færast i aukana. 1 morgun boð-
aði Gylfi Guðmundsson, sem fer
fram á lögbannið, til blaða-
mannafundar, þar sem hann
gerði grein fyrir málinu frá
sinni hlið.
„Ég fer fyrst og fremst fram
á þetta lögbann til að taka fram
fyrir hendurnar á Heilbrigðis-
eftirliti Kópavogs, sem ég tel
hafa staðið mjög slælega að
þessu máli,” sagði Gylfi. Það
var fyrir einu og hálfu ári, sem
ég vakti fyrst athygli á þessu
máli við eftirlitið, en það hefur
litið gert nema að gera sam-
þykktir og þá stundum þvert of-
an i fyrri samþykktir sinar.”
1 Dagblaðinu I gær var greint
frá þessu máli frá hlið gerðar-
þolanda, Guðmundar Pálsson-
ar. Hann sagði meðal annars að
vélakostur heildsölufyrirtækis
sins væri ein litil og hljóðlaus
pökkunarvél. Þetta sagði Gylfi
vera alrangt. Vegna hávaða frá
vélum gætu ibúar hússins yfir-
leitt ekki sofnað fyrr en eftir
miðnætti.
Þá var Gylfi spurður að þvi,
hvaðylliþviaðhannfæri fram á
lögbann, þegar aðeins væru
tuttugu dagar þar til nágranni
hans flytti út.
„Ég hef enga trú á þvi að
hann flytji út,” svaraði Gylfi,
,,ég held að hann ætli aðeins að
spila á þetta kerfi hérna i Kópa-
vogi. Einnig er það svo að fyrir
jólin er hvað mest að gera i
kryddpökkuninni, svo að ég sá
'fram á að ég og fjölskylda min
fengjum engan frið vegna þess-
arar starfsemi.”
t gær átti að kveða upp úr-
skurð i lögbannsmálinu, en þvi
var frestað. Taldi Gylfi að úr-
skurðarins yrði að vænta um
fjögurleytið i dag.
—ÁT—