Dagblaðið - 15.12.1975, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 15.12.1975, Blaðsíða 3
Dagblaðið. Mánudagur 15. desember 1975. 3 \ HALLUR HALLSSON BREIDDIR:3,4,5,6,Z8,9ogl0mm í kúptir, sléttir og munstraöir m AFGREIDDIR SAMDÆGURS^^V Í Myndalisti Póstsendum p Úp og skapfcéripip Jór oö Öskap Laugavegi 70, sími 24910 w :¥ mwm B)H HAFNARSTRÆTI 17 F SÍMÍ 20080 Vitlousi fund- urinn í NLFÍ Ingþór Sigurbjörnsson skrifar: „Þriðjudaginn 9. desember skrifar Björn L. Jónsson læknir grein, þar sem hann svarar Marteini M. Skaftfells. I grein sinni segir læknirinn: „.'..meðan pöntunarfélagið verður kennt við N.L.F.Í. eða NFLR gildir bann það, sem samþykkt var á siðasta lands- þingi NFLf varðandi sölu á kaffi, sykri og hvitu hveiti i NFL biiðunum.” Hörmulegt fannst mér, að vera með þessu móti að gera illt verra. Neyða mig og ef til vill fleiri til að gera meira af þess- um leiðindamálum opinbert en þörf virtist á. Hvorki er það skemmtilegt né neinum til sóma að upplýsa nánar málið — en það er óhjá- kvæmilegt að leiðrétta ef manni finnst með rangt farið. Til þess að bann skuli virt verður það að vera löglega til- komið og eðlilegt. Þegar svo langt er seilzt til raka að bera saman eiturefni i einni heild: kaffi, hvitt hveiti og sykur, — brennivin og tóbak — þá má öllum heilvita mönnum vera ljóst hversu erfitt er að af- saka þessar aðfarir. Enginn mun hafa tapað viti við það eitt að hafa drukkið kaffi — éða étið hvitt hveiti. Þvi er al- gjörlega út i hött að banna þess- ar vörur i NFL-búðunum. Þegar hinn frægi fundur var haldinn — þar sem götulýður ó- viðkomandi félaginu fyllti öll skot, stiga og ganga út götu. Það var þvi að likum, að þeir sem harðast höfðu smalað réðu einn- ig hverjir skyldu hljóta atkvæði til þingsetu. Burtséð frá þvi hvort æskilegir eða óæskilegir hlutu þar flest atkvæði hef ég engan hitt svo forhertári, að hann teldi þennan fund að nokkru löglegan. Fundurinn hefur verið kallaður „vitlausi fundurinn” — og gengu nokkrir út af honum.” Þar sem þessi fundur var óum- deilanlega marklaus með öllu hlaut þingið einnig að vera það. Helst hefði ég kosið að annar fundur hefði verið boðaður. Þá með þeim eðlilegu varúðarráð- stöfunum, að þeir einir hefðu rétt til setu, sem sýndu félags- skirteini sin. Þá er ég ekki i nokkrum vafa um hvernig sá fundur hefði farið: að framan- sagðar samþykktir fundar og þings hefðu verið felldar sem ó- merkar og nýjar kosningar hefðu farið fram. Ég trúi þvi tæpast enn, að nokkur sem ann hugsjón NFLÍ vilji hella svo oliu á eld að hvetja til aðgerða, sem knýja fram á fölskum forsendum þær breytingar á verzlunarháttum búðanna, sem vitað er að sára- litið félagslegt fylgi er fyrir — enda sem betur fer mjög fáir fé- lagsmenn svo uppfullir af of- stæki. Min jólaósk er, að þessi stjórnlausu félagasamtök brjóti hvorki af sér starfsfólk, félaga né viðskiptavini með slikum óhappaverkum.” Jakob Halldórsson skrifar: Hvernig fœr þetta staðizt? „Mér virðast þeir hjá Agli Vilhjálmssyni hafa verið kræfir i að hækka verð á dekkjum. í glugga verzlunarinnar við Rauðarárstig hafa þeir stillt út dekki af stærðinni 165x15 fyrir 10. 683 krónur. Þegar ég spurði um verðið inni i búðinni, var mér sagt, að það væri 12.280 krónur. Mér er kunnugt um, að þessi dekk kostuðu í april 9.870. önnur dekk, 185x15, kostuðu fyrir rúmri viku kr. 12.214, þeg- ar dekk af stærðinni 165x15, kostaði 10.683. Nú kostar það 14.030. Mér er spurn: Hvernig stend- ur á þessu?” Við höfðum samband við Egil Vilhjálmsson og kom þá fram að verðið á dekkjunum i glugg- anum var gamalt verð og hafði verðmerkingarnar og dekkin dagað uppi i glugganum. Reyndar voru þessi tvö dekk til sölu á gamla verðinu —10.683 krónur.” Fleiri les- endabréf eru ó bls. 4 og 5 Hjartað í hverri hljómtækjasamstæðu er magnarinn, TANDBERG hefur gott hjarta, S0LVSUPPER II ÚTVARPSMAGNARINN, sem er einn hinn vinsælasti á Norðurlönd- um. Með 2x20 w sinus (eða meira) fyllir hann stofuna náttúrlegum hljómi. Með góðum magnara þarf góða hátalara og þar má velja úr miklu. Með SS-II kemst þú í nánari snertingu við umheiminn, því að útvarpið í SS-II er mjög næmt á öllum bylgjum: Lang-mið- og stuttbylgjum og FM. Við SS-II má svo tengja segulbands- og kassettutæki, að sjálfsögðu TANDBERG, (því þau eru þeir þekktastir fyrir) og auðvitað plötuspilara. SS-II fæst í völdum palisander eða tekki. TANDBERG gæði, þeim getur þú treyst. TANDBERG VINNUR Á GÆÐUM. TANDBERG FJÖLSKYLDAN ER STÓR Bjarnarborgin er fallegt hús — um það er engum blöðum að fletla. En erBjarnarborginhættuleg? — þvi veltir lesandi fyrir sér. Eldgildrur eru víða Gam'all Reykvikingur hringdi: „Hörmulegir eldsvoðar hafa átt sér stað hér I Reykjavik. Á skömmum tima létust fjórar manneskjur í eldsvoða — lokuð- ust inni vegna þess að útgöngu- leiðir lokuðust. Þvi hafa eðlilega vaknað ýmsar spurningar varðandi eld- varnir og eldvarnaeftirlit. Eins og Dagblaðið benti á ekki alls fyrir löngu eru margar eldgildr- ur. Ef eldur kemur upp eru varnarlausir Ibúar króaðir inni — með hörmungum sem enginn fær lýst. Raddir lesenda A Skólavörðustígnum eru eld- gildrur — viða i risum hafa ver- ið1 innréttuð herb. og þau siðan leigð út. f Dagblaðinu var bent á eitt þessara húsa — og er það vel en þaðerekki bara það eina. Bjarnarborgin er i eigu borg- arinriar. Fyrir allmörgum árum var húsið gert upp og búiðer i kvistherbergjum þar. Hvað ger- ist ef eldur kemur þar upp? Hver er ábyrgð borgarinnar? Hefur eldvarnaeftirlitið kynnt sér aðstæður þar — nú skyldi maður ætla að svo væri sam- kvæmt reglugerð — þar sem húsið er í eigu opinberra aðila, sem leigja það út. Allir viðurkenna að stórauka beri eldvarnaeftirlit hér i borg- inni — þvi má einskis láta ó- freistað til að herða það og sjá þannig um að reglugerðum sé framfylgt.”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.