Dagblaðið - 15.12.1975, Blaðsíða 20

Dagblaðið - 15.12.1975, Blaðsíða 20
20 /■ Dagblaðið. Mánudagur 15. desember 1975 Götumynd úr miðri Schwabing. Vinsælu Barnaog unglingaskrifboroin Odýr, hentug og falleg. Gott litaurval. Sendum hvert a land sem er Biðjid um myndalista. STIL-HUSGOGN ÓTRÚLEGT SATT Áttan kvödd með trega og viðhöfn Fyrir allt venjulegt fólk er talan átta ekkert nema talan milli sjö og niu. Fyrir stærð- fræðinga fremur ómerkileg tala og til einskis nýt. En fyrir ibúa Miinchen er talan allt annað og meira. Þetta var númer spor- vagnaleiðar, sjálfsagt einnar þeirrar merkustu er um getur. Til leiðar átta hefur verið ort og lög samin til heiðurs henni. A 75 ára afmæli hennar var hún lögð niður. Sporvagnar eru að verða gamaldags og „áttan” verður að vikja fyrir nýjungun- um sem ráðast að gömlum spor- vagnaleiðum í formi neðanjarð- arbrauta (U-bahn). Fyrst gekk „áttan” undir nafninu VIII á fremur stuttri leið milli syðri og nyrðri hluta Munchenar, dregin af hestum. Það var árið 1900. Uppúr alda- mótum með rafvæðingu spor- vagna lengdist leið „Attunnar” stöðugt i norður og suður og áð- ur en hún var lögð niður fyrir skömmu gekk hún 21 km frá syðsta hluta borgarinnar i norð- urátt til nyrzta hluta Schwa- bing. Leið átta hefur á þessum langa tima vafalaust séð margt og upplifað. Stofnuð i fyrsta rik- inu Keisaraveldinu, gengið i gegnum annað riki Weimarlýð- veldisins, þriðja rikja fasism- ans og inn i fjórða rikið Vestur- Þýzkaland. „Nostalagia” hlýtur að vera tilkomin þegar að fólk sér gamla hluti er misst hafa nota- gildi og verða að hverfa fyrir tækninni og hagsýninni. Þetta skynjaði einnig fjöldi Munchen- arbúa er viðstaddir voru kveðjuathöfn til heiðurs „átt- unni”. I siðustu ferðina komust færri að en vildu þó svo að i vagninum væri 250% fleiri en hann er ætlaður fyrir. Á Sendl- inger Tor-torgi beið einnig mannfjöldi auk lúðrasveitar er lék ma.a. lögin er samin hafa verið um „áttuna”. Lauk at- höfninni þar á að allir sungu: „Ein Wagen von der Linie 8, weiss-blau, fahrt zum letzten mal ratternd durch die Stadt...” Raf Kóp MUNCHEN- ARBRÉF Okkur er þaö sönn á- nægja aö kynna þessi ódýru fallegu Ijós, sem eru sýnishorn af nýrri sendingu frá Þýzka- landi. Gleðileg jól ,Attan” rennur inn á Sendlinger Tor I siðustu feröinni. Raftækjaverslun Kópavogs h/f Álfhólsvegi 9 - Sími 4348Ó Schwabing vill ekki verða neitt Sankt Páli Hver sá sem nokkurntima kemur til Munchen fær fljótlega að heyra af borgarhluta þeim er Schwabing nefnist. Þar hefur lengst af rikt vinaleiki húsanna og allra knæpanna sem fyllast á kvöldin af fólki á öllum aldri. Stúdentum, listamönnum, gömlum kellingum og mörgum fleiri. Þar komast „bóhemar” af allsæmilega á ódýrari knæp- um en gerizt i miðbænum. Aðal- bygging háskólans er i eystri hluta Schwabing svo þetta er jafnframt háskólahverfið i Munhcen hvar er stærsti háskóli Þýzkalands. Þar ekki langt frá er vafalaust einhver skemmti- legasti lystigarður er um getur i stórborg, Enski garðurinn. Þar er endalaust hægt að uppgötva eitthvað nýtt á óþreytandi gönguferðum. Nú brá svo við á nýlegum borgarafundi er haldinn var i Schwabing að borgaryfirvöld voru hvött til að leyfa ekki af- þreyingarknæpur og vinstúkur þar sem jafnvel væru sýndar klámkvikmyndir. Á þessu hefur nokkuð borið að undanförnu og orðið til þess eins að skaða hverfið og fjölgað mellum og melludólgum. Sem von er þykir ibúum Schwabing þetta öfug- þróun, t.d. hafandi i huga kyn- lifsmarkað þann er Sankt Páli i Hamborg er fyrir löngu orðið að. Ennfremur lýsti borgara- fundurinn áhyggjum vegna vaxandi fjölda banka og trygg- inggarfélaga i hverfinu sem breyta ibúðum og knæpum i dauðyflislegt skrifstofuhúsnæði. Alyktanir fundar þessa báru þann árangur að „Schwabing- erbrau”, sem orðið var að af- þreyingarbúllu opinni allan sól- arhringinn, var aftur breytt i venjulegan matstað með bjór- veigum. Schwabing er bjargað i bili, en ljóst er að ibúarnir verða að halda vöku sinni. —BH Var svo vagnstjóranum i sið- ustu ferðinni færð snafsflaska að gjöf til minningar um ferð- ina. Servus leið átta!

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.