Dagblaðið - 15.12.1975, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 15.12.1975, Blaðsíða 10
10 Dagblaðið. Mánudagur 15. desember 1975. Bruni oð Frakkastíg 13: VIÐBYGGINGIN BYGGÐ „bað mátti ekki tæpara standa,” sagði Gunnar Sigurös- son varaslökkvistjóri i viðtali við DB vegna brunans i fyrrinótt að Frakkastig 13 i Reykjavik. „Menn urðu eldsins fljotlega varir og ferðin niður- eftir gekk tiltölulega greiðlega. Ef lengra hefði liðið er ég hræddur um, að verr hefði getað farið og þá hefði þessi óleyfilega viðbygging getg valdið nágrönn unum ómældu tjóni.” Slökkviliðinu var tilkynnt, að eldur logaði i húsinu að Frakka- stig 13 rétt fyrir klukkan tvö i fyrrinótt. Var allt liðið kallað út, þar eð þarna eru mörg timbur- hús og veður afleitt Húsið er tveggja hæða timburhús, sem notað er sem verzlunarhúsnæði. Er slökkviliðið kom á staðinn reyndist vera eldur i drasli og einangrun i viðbyggingu við vörugeymslu samtengda húsinu, sem einangrað er með hálmi. Var rifið járn á bakhlið þess til þess að fyrirbyggja út breiðslu og fóru reykkafarar inn i byggingarnar til þess að-ganga úr skugga um, hvort þar væri eitthvert fólk. Svo reyndist ekki vera. Fljótlega tókst að slökkva eldinn, en skemmdir urðu í ÓLEYFI töluverðar. „Það sem er alvarlegast i þessu máli, er að viðbygging þessi og jafnvel vörugeymslan öll er byggð i óleyfi,” sagði Gunnar Sigurðsson ennfremur. „Við höfum staðið i stappi við eiganda hússins vegna þessa máls, þar eð við höfum ekki talið óhætt að byggja meira á þessu svæði. Kom jafnvel til tals að láta rifa bygginguna með fó- getavaldi. Það er ekki nokkur hemja, að menn þverskallist við öllum fyrirmælum okkar og stofni þar með lifi og eignum nágrannana istórhættu.” HP. Fárviðri gekk yfir Suðureyri: Bryggjur hurfu og elningahús hrundi Miklar skemmdir urðu i vest- norðvestanstormi, sem gekk yfir Suðureyri i fyrrinótt. Stóð stormurinn beint á þorpið af hafi og var sjógangur mikill. Löndunarbryggja og önnur eldri bryggja með fiskhjalli hurfu i hafrótið og steinsteypu- plötur á nýja hafnargarðinum skemmdust töluvert. A landi fuku tveir fiskhjallar út i buskann með fiski og öllu saman, og einingahús, sem þarna var i byggingu, nánast fullbúið, hrundi. Flokkur manna vann að þvi að verja nýtt áhaldahús, sem hreppurinn er með i byggingu en þar gengu hurðir inn undan veðurofsanum. Þakplötur fuku um allt þorpið og brotnuðu við það rúður i mörgum húsum. Til marks um veðurhæðina má nefna, að þriggja tonna bát- ur sem settur hafði verið á land, kastaðist eina 100 metra I einni hrinunni. -HP. GLÆSILEGT BRÚÐARSKART Þær eru ábyggilega fáar konurnar, sem hafa gift sig i glæsilegri brúðarkjól en Guðmunda Heiðdal Sigurðar- dóttir. Kjóll þessi er hannaður af Sigrúnu Jónsdóttur og unnu Guðmunda og móðir hennar, Kristbjörg Guðmundsdóttir, við að sauma hann. Verkið telst þeim mægðum til að hafi tekið einn og hálfan mánuð miðað við sex tima vinnu á dag. Það tók hálfan mánuð að sauma brúðar- slörið eitt. Guðmunda gifti sig i Bessa- staðakirkju á laugardaginn. Brúðguminn heitir Kári Kristjánsson. Séra Guðmundur Óskar ólafsson gaf brúðhjónin saman, en hann og móðir brúðarinnar eru systkinabörn. Hér ganga þau Guðmunda og Kári úr kirkju eftir hjóna- vigsluna. Ljósmynd Bjarnleifur. Allt slökkviliðið var kaliað út vegna brunans, 'enda mikið um timburhús I hverfinu. Eldurinn var fljótlega slökktur, eftir að slökkviliðsmenn höfðu rifið járnplötur frá á bakhlið hússins og komizt þannig að hálmeinangrun, sem byrjuð var að loga DB- mynd: Bjarnleifur. Sigurður Þ. Árnason skipherra í Mennirnir í brúnni: Klippurnar Pétri Sigurðssyni að þakka Beittasta vopn okkar i land- helgisbaráttunni eru klippurnar svonefndu, — sem reyndar eru engar klippur eða skæri, eins og ætla mætti. 1 bókinni Mennirnir I brúnni, sem Ægisútgáfan gaf út núna fyrir nokkrum dögum, er m.a. viðtal viö Sigurð Þ. Arnason skipherra. Hann er spurður að þvi hverjum klipp- urnar séu að þakka. „Ég veit ekki betur en að það sé forstjóri Landhelgisgæzlunn- ar. Þaö er raunar rangnefni að kalla þetta klippur eða skæri eins og flestir gera. Þetta er slæða fjögurra til sex álna, en að þvi leyti frábrugðin aö álmum- ar mynda þrihyrning og eru hvassbrýndar i kverkinni. Þeg- ar svo virinn klemmist ofan í raufina missir hann styrkleik- ann og skerst i sundur. Viö drögum þessar slæður I venju- legum togvir,” segir Siguröur Þ. Árnason, sem hefur skorið eða slitiö aftan úr 15—20 togur- um. 1 bókinni, sem til var vitnað, Mennirnir i brúnni, eru auk Sigurðar kynntir þeir Tryggvi Blöndal skipstjóri á Esjunni, Steinarr Kristjánsson á Laxá, Þórarinn Ingi Sigurðsson hjá Eimskip og Bernharð Pálsson á Stapafelli. JBP Myndin var tekin fyrir nokkrum dögum þegar Sigurður Þ. Arnason færði þjóðinni nýjan og betri Óðin frá skipasmiðastöðinni I Árósum. Þar var gerð mikil lagfæring á varðskipinu. Á myndinni eru Pétur Sigurðsson forstjóri Gæzlunnar, ólafur Jóhannesson dómsmálaráðherra og Sigurður skipherra (DB- mynd Ragnar).

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.