Dagblaðið - 15.12.1975, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 15.12.1975, Blaðsíða 1
DAGAR TIL JÓLA friálst, úháú dagblað 1. árg. — AAánudagur 15. desember 1975 — 82. tbl. Ritstjócn Síðumúla 12, sími 83322, auglýsingar og afgreiðsla Þverholti 2, sími 27022 MEÐAL GUMMITEKKINN ÞO fleiri inni- stœðu- lausar ávísanir: ## Meiri fjöldi innistæöulausra ávisana en nokkru sinni fyrr kom fram í könnun þá, sem gerö var á föstudaginn i bönkum og sparisjóöum á höfuðborgar- svæöinu sem og Akureyri þar . sem ekki reyndist alvarlegur AÐEINS" 27 ÞUS. KRONUR misbrestur. Reyndust þeir vera 1.318. Heildarupphæð þessara ávisana reyndist vera kr. 35.764.000,00, eða 1,03% af ávisanaveltunni þann dag, sem könnunin var gerð. Meðaltalsfjárhæö þessara 1.318 ávisana var þvi kr. 27.135,00. 1 næstu ávisanakönnun á und- an, sem gerð var hinn 7. nóv. sl. reyndust innistæðulausar ávis- anir 1.199, en heildarfjárhæðin um 97 milljönir króna. Þá var meðaltalsupphæð innistæðu- lauSra ávísana um kr. 80.000,00 og samanlagt um 3% af veltu 3 aðilar reyndust vera með kr. 876.000,00 I innistæðulausum ávisunum, sem Seðlabankinn neitar að annast innheimtu á vegna siendurtekinna brota á reglum um meðferð ávisana- og hlaupareikninga. Þetta er i fyrsta skipti, sem könnunin tekurtilAkureyrarog gekk framkvæmd hennar vel. EINAR TIL ÖRYGGISRAÐSINS? Mikið hefur komið til tals i rikisstjórninni, að Einar Agústsson, utanrikisráöherra, fari til Sameinuðu þjóðanna og beri upp kæru íslendinga á hendur Bretum í öryggisráöinu. Sendiherra Islands hjá Sam- einuöu þjóöunum hefur afhent kæruna, sem er vegna ásigl- ingarinnar á Þór. Svo vill til, aö formaður öryggisráösins er um þessar mundir Breti. Hins vegar getur hann ekki hindrað, að kæran veröi tekin fyrir. Fari Einar Agústsson, mun það verða bráðlega. Sfðustu fréttir: Laust fyrir hádegi barst sú frétt, að Einar Ágústsson mundi sennilega ekki fara sjálfur til öryggisráðsins, heldur mundu Ingvi Ingvarsson sendiherra hjá S.Þ. og Hans G. Andersen flytja máliö. —HH JOLASVEINAR A HÚSÞÖKUM Það var múgur og marg- menni, sem safnaðist saman niðri á Austurvelli i gær til að fylgjast með þvl, þegar ljósin voru tendruð á jólatrénu þar. Meðal gesta voru að sjálf- sögðu jólasveinarnir, eða öilu heldur þeir, sem eru mættir úr óbyggðum. Eftir athöfnina brugðu jóla- sveinarnir sér upp á húsþak og skemmtu góða stund við mik- inn fögnuð yngri kynslóðar- innar. Þar náði Ragnar Th. Sigurðsson þessari mynd af sveinunum. í vígahom: . ef varnarliðið bregzt ekki gegn brezkri innrás Nokkrir Suöurnesjamenn, sem allir starfa við sjávarút- veg, hafa sent yfirmanni At- lantshafsbandalagsins á Kefla- vikurflugvelli áskorun, þar sem þeir mótmæla árásum NATO- herskipa inn i islenzka fiskveiði- landhelgi. Þeir krefjast þess að skip þessi verði kölluö út fyrir fiskveiöitakmörkin þegar i stað og telja að skip þessi eigi aö vera landinu til verndar en ekki til að gera árás á þaö. Ennfremur segir i áskorun þessari aö grundvöllurinn fyrir tilveru herstöövarinnar á Is- landi sé brostinn þegar herskip frá þjóð, sem er i NATO, ógni lifshagsmunum þjóðarinnar. 1 lok tilkynningarinnar segir: „Stöðvi NATO ekki þessar árás- ir á gæzluskip okkar, neyðumst við til þess að undirbúa lokun á hliðum herstöðvarinnar á Keflavikurfiugveili.” Undir þetta rita Garðar Magnússon, Höskuldarkoti, Ytri-Njarðvik, Þorsteinn Jó- hannesson, Reynisstað, Garði, Eðvald Júliusson, Mánagötu 13, Grindavik, Gunnlaugúr Karls- son, Hólabraut 7, Keflavik, Jón Kr. Jónsson, Tjarnargötu 9, Sandgerði og Guðmundur Agústsson, Hliðarenda, Vogum. —AT— M ■ > ; m! íSktíifcl Bruninn á Frakkastíg: Allt byggt í óleyfi - bls. 10 Vil|a hinir nýríku krossfesta Guðna? Sjá kjailaragrein Hilmars Jónssonar bls. 12-13 VERÐBOLG- UNA MÁ LÆKNA — segir OECD og gefur okkur hollráð fyrir nœsta ár — baksíða ■ . . . **

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.