Dagblaðið - 15.12.1975, Blaðsíða 21

Dagblaðið - 15.12.1975, Blaðsíða 21
— því að þau eru bara betlibréf Ríkasta stúlka í heimi vill engin jólakort Mánudagur 15. desember 1975. Laurel og Hardy vinsœlir aftur — og nú fyrir söng sinn Gömlu góðu leikararnir Stan Laurel og Oliver Hardy, öðru nafni Gög og Gokke, eru orðnir vinsælir aftur og i þetta sinn fyrir söng! A brezka vinsældalistanum er nii lagið „The Trail of the Lone- some Pine” og er það tekið úr gamalli kvikmynd með þeim fé- lögum sem var tekin fyrir um fjörutiu árum. Lagið er nú kom- iðupp i sjöunda sæti ogd eflaust eftir að komast lengra upp. Laurel og Hardy eru nú báðir látnir. Þeir dóu i sárustu fátækt þar sem þeir fengu ekkert fyrir kvikmyndaleik sinn vegna mis- taka i samningum. Leikarinn Jack Lemmon fann Laurel ein- hvers staðar i gömlu hjólhýsi og kom hopum á elliheimili þar sem hann lézt árið 1965. Hardy dó hins vegar árið 1957. SVEN HAZEL RÍKASTI RITHÖFUNDUR DANMERKUR AFHJÚPAÐUR Danski rithöfundurinn Sven Hazel græðir tugi milljóna ár- lega á striðslysingum sínum úr seinni heimsstyrjöldinni. Eins og flestir vita tók hann einmitt þátt i styrjöldinni frá byrjun og barðist i refsisveitum Þjóð- verja. Nú er hann orðinn aöal- persónan i bók, — eftir annan höfund. „Hazel, sem ég leyfi mér að skrifa með tveimur SSum, lýsir lifi sinu og félaga sinna svo krassandi að lýsingar hans fara langt út fyrir mestu hugaróra,” segir rithöfundurinn Erik Haest sem hefur unniö að þvi aö kanna lif Hazels með tilliti til lýsinga hans sjálfs. Haest, sem hefur gefiö út þrjár bækur um danska sjálf- boðaliöa i striðinu, hefur safnaö svo miklu efni um Hazel aö hann fullyrðir að Hazel sé hinn versti lygari. Þvi sama haföi danska útvarpið haldið fram fyrir nokkrum árum en Hazel fékk það til að bera yfirlýsing- arnar til baka. Sven Hazel hefur samið tiu bækur um lif sitt i þýzka hern- um og þær hafa selzt i milljóna- upplagi i meira en 30 löndum. Hazel býr nú á Spáni. „Við Hazel höfum umgengizt hvor annan töluvert og ég get fullyrt aö hann sé rikasti rithöf- undur Danmerkur, fyrr og sið- ar,” segir Haest sem einnig er búsettur á Spáni. „Hazel, sem upphaflega hét Arbing, hefur tekiö sér sjö nöfn um ævina og dulbúið sig á allan mögulegan hátt. Til dæmis mætti hann klæddur eins og austurriskur barón þegar hann gifti sig sið- ast.” Bækur Hazels hafa notið tals- verðra vinsælda hér á landi og hafa þær komið út fyrir nokkur undanfarin jól. Um þessi jól kom út ein bóka hans, Tortimið Paris! i þýöingu Baldurs Hólm- geirssonar og Bárðar Jakobs- sonar. Tina Onassis, rikasta stúlka i heimi, á i erfiðleikum með að komast i jólaskap. Hún er bók- staflega að drukkna i alls konar betlibréfum sem eru útbúin sem jólakveðjur. Brétin eru troöluil at sárbitr- um frásögnum um neyð og eymd. Tina hefur að vonum ekkert sérstaklega gaman af slikum lýsingum og hefur beðið póstþjónustuna að eyðileggja öll slik bréf. En pósturinn fylgir reglunum út i yztu æsar og af- hendir Tinu nokkra troðfulla póstpoka á hverjum degi. „Tina hefur ekkert á móti þvi að fólk skrifi henni, en allar þessar betlijólakveðjur lykta af gróðabralli,” segir einkaritari hennar. Og nú hefur garðyrkju- maðurinn fengið skipun um að leysa það verk af hendi sem pósturinn gat ekki gert. Hann brennir allan póstinn á hverjum degi. 0 spor mögnuö lífi Fullkominn íslenzkur leiðarvisir með skýringamyndum necchiBEIOT

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.