Dagblaðið - 15.12.1975, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 15.12.1975, Blaðsíða 11
Dagblaðið. Mánudagur 15. desember 1975. 11 ÞEIR KENNA KUNG í ÞINGHOLTUNUM Sjálfsvörnin i kung fu byggist upp á vörn slöngunnar er storkurinn ræðst á hana. Hér sýna tveir nem endur Matsoka Sawamura hvernig slikt fer fram. ■FU Margt fólk hefur haft sam- band við Dagblaðið og spurzt fyrir um undarlega austur- lenzka tónlist sem bærist öðru hvoru út Ur húsi við Þingholts- strætið. Við kunnum enga skýr- inguá þessu, en brugðum okkur á staðinn til að kanna málið. Er við börðum að dyrum tók á möti okkur japanskur maður, Matsoka Sawamura að nafni. ,,Ég rek hérna austurlenzka nudd- og æfingastofu,” svaraði hann spurningunni um hvaða starfsemi færi þarna fram. ,,Við æfum helzt kung fu og einnig er það notað i lækningatilgangi. 1 kung fu er það mikið atriði að hafa stjórn á andardrættinum og það hjálpar fólki sem á i erf- iðleikum með andardrátt, er með asma eða veilt fyrir hjarta.” En nú hafði blaðamaður séð nokkrar kung fu myndir i bió, og þær sýndu allt annað en lækn- ingagildi og þess háttar. ,,Kung fu biómyndirnar eru bara plat,” sagði Matsoka. ,,Hið raunverulega kung fu skiptist eiginlega i tvennt, ann- ars vegar er það sjálfsvörn og þá hundrað prósent sjálfsvöm. Hins vegar er svo lækningalega hliðin. I rauninni byggist kung fu sjálfsvörnin upp á sjálfsvörn eiturslöngunnar. Eiturslöngur ráðast aldrei á neinn að fyrra bragði, þær eru bara að verja sig.” — Hverjir æfa helzt kung fu hjá þér? ,,Það er alls konar fólk. Það hefur verið nokkuð mikið um að krakkar komi hingað. Ég er mjög ánægður með árangurinn sem þau hafa náð.” — Hvaðan úr heiminum ber þig að? ,,Ég er frá Japan, eða öllu heldur Okinawa sem margir MATSOKA SAWAMURA; Kung fu skiptist i tvennt, annars veg- ar sjálfsvörn og hins vegar hef- ur það lækningalegt gildi. DB- myndir: Björgvin. ilJapan. Ég fluttist hingað árið 1959 og kann mjög vel við mig. Hér er enginn her og engin læti og bardagar. Ég var kallaður i jap- anska herinn árið 1945, þá fjór- tán ára gamall. Ég var settur i hjúkrunardeild hersins og þar komst ég i kynni við kung fu.” — Hvað hefurðu kennt kung fu lengi hér á landi? ,,1 þrjú ár. Ég hef aldrei aug- lýst starfsemina og það eru bara kunningjar minir og kunn- ingjar þeirra sem koma hingað og æfa sig. Þú minntist á tónlist- ina áðan. Hún er eingöngu notuð vegna hijómfallsins og er mjög mikilvæg til að fólk nái réttum rythma við æfingarnar.” —AT Sönglög finars Markan komin út Nýkomin eru út 43 sönglög Ein- ars Markan, nótnabók i stóru broti. Otgefandi er ekkja Einars, Vilhelmina Markan, en Carl Bill- ich bjó til prentunar. 1 formála að sönglagaheftinu segir: „Einar Markan var fæddur i Ólafsvik 17. júli 1902, lézt i Reykjavik 6. febrúar 1973. Hann var þekktur sem ein- söngvari frá unga aldri, hleypti snemma heimdraganum og hóf söngnám ungur að árum bæði i Osló og Berlin. Hann hélt fjölda tónleika og söng inn á hljómplötur. Einar var fjölhæfur og þróttmikill listamað- ur, gæddur djúpum tilfinningum, sem greinilega kom fram i ágæt- um baritonsöng. Einnig hafði hann sköpunarhæfileika i fleiri listgreinum. út hafa komið eftir hann, þrjár ljóðabækur: Ég verð að syngja (1941), Ljóðheimar (1946) og Saga, ljóð og óperutexti (1968). Einar lagði einnig stund á mál- aralist og eftir hann liggja marg- ar myndir, sumar i einkaeign.” Félagsprentsmiðjan prentaði nótnaheftið. Myndskreytingar annaðist Árni Elfar. VEGURINN VERÐUR LOKAÐUR í VETUR — ef ekki verður settur burður, segir Guðmundur „Ef ekki kemur þegar i stað nothæfur ofaniburður i nýja veg- inn til Þorlákshafnar, verður veg- urinn lokaður i vetur”, sagði Guðmundur Sigurðsson i Þorlákshöfn i viðtali við Dagblað- ið. Þessa vegarkafla hefur áður verið getið i fréttum vegna ófærð- ar. Er mönnum i fersku minni, þegar Þorlákshafnarbúar lokuðu veginum með þvi aö leggja bilum á hann þveran til þess að mótmæla tregðu vegamálayfir- valda til þess að hefla hann og halda honum við. LAUGAVEGUR 49 ER Vegna greinar i Dagblaðinu um eldgildrur i gömlum húsum hringdi ibúi að Laugavegi 49 og bar harðlega á móti þvi að illa væri gengið frá húsnæðinu hvað eldvarnir snerti. 1 húsinu eru í honn nothœfur ofani- Sigurðsson í Þorlákshöfn Að sögn Guðmundar er þessi vegur nú ekkert annað en forar- eðja. Kvað hann dæmi þess, að leigubilstjórar neituðu farþegum um akstur til Þorlákshafnar vegna ástands vegarins nú. „Ofaniburðurinn þolir ekki rign- ingu”, sagði Guðmundur. „Menn hafa áhyggjur af þvi, að flutn- ingur á fiski verði útilokaður, þegar til vertiöarinnar dregur. Menn eygja hélzt það úrræði að opna gamla veginn aftur, ef ekki verður úr þessu bætt þegar i stað”, sagði Guðmundur að lok- um. BS ÍBÚÐARHÆFUR reykskynjarar og slökkvitæki. Einnig eru tveir stigar frá hverri ibúð. Húsnæðið hefur fengið viðurkenningu frá Eldvarnaeftir- litinu fyrir að vera ibúðarhæft. sagði þessi ibúi hússins. -AT. BOSC kynningarverð á Panther í gjafakassa. Verðlækkun kr. 3.500.— BOSCH COMBI Tilvalin jólagjöf, takmarkaðar birgðir f&unnai Srfþzehbbm h.f. Reykjavik, Akureyri, umboðsmenn víða.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.