Dagblaðið - 15.12.1975, Blaðsíða 22

Dagblaðið - 15.12.1975, Blaðsíða 22
 Dagblaðið. Mánudagur 15. desember 1975 erlend neytendablöð og fengið þannig upplýsingar um gæði Þessi mynd sýnir neytendur storma milli verzlana nú I jólaösinni varanna. Eirika sagði að þvi miður væri ekki hægt að fá öll mal af- greidd i þágu neytenda. Þetta er einnig reynsla i öðrum löndum. Til dæmis hefði „Forbrugerád- et” (neytendaráð) i Danmörku tjáð NS að um helmingur mála félli neytendum i vil. Hér er þetta svipað. Eirika benti á að stundum væri neytandinn held- ur ekkert betri en seljandinn eins og dæmið hér á eftir sýnir. Neytandinn og þvegna peysan „Stúlka nokkur keypti peysu i verzlun. Hún kvartaði um að verzlunareigandinn vildi ekki taka peysuna til baka.Hún hafði keypt hana með þvi skilyrði að fá að skila henni aftur, ef hún passaði ekki nógu vel. Af- greiðslustúlkan i verzluninni vildi hins vegar ekki taka við peysunni og sagði að búið væri að nota hana.NS athugaði málið og það kom i ljós að peysan hafði verið þvegin og þar af leið- andi augljóslega ósöluhæf og engan veginn hægt að taka við henni aftur.” Og Eirika heldur áfram að segja frá. „Þvi miður verð ég að DB mynd Björgvin P segja að afgreiðslufólk i verzlun um veit oft litið um hreinsunar- merki og um ábyrgð seljanda. Fyrir nokkru kom það fyrir að plastjakki, sem merktur var með „drycleaning” varð ónýtur i hreinsun. Samkvæmt kaupa- lögum átti verzlunin að taka fulla ábyrgð og endurgreiða kaupverðið. NS og verzlunin skrifuðu til framleiðanda er- lendis og bentu á ófullnægjandi merkingu. Verzlunin greiddi svo jakkann til neytandans að fullu þrátt fyrir notkun.” Þá er það önnur saga um jakka. Kaupandi ætti að athuga þegar hann kaupir flik hvort hún hæfi islenzkri veðráttu. Einn neytandi varð fyrir slæmri reynslu i kaupum á jakka. Inni I honum var merking á ensku sem gáf til kynna að hann þyldi ekki vatn, þvi að við það myndu koma blettir. NS vissi ekki hvort kaupandi skildi ensku, en hann hefði átt að spyrja hvað merkið þýddi. Þar sem merkið var i jakkanum gat NS ekkert gert. Það eru svo sannarlega alls konar mál, sem koma til NS. Hér eru fleiri. Kona nokkur keypti isskáp á góðu verði, en byrjaöi ekki aö nota hann fyrr en eftir nokkra mánuði frá kaupunum. Þegar hún setti hann i samband reyndist hann ekki i lagi. Gert var viö skápinn en hann kældi ekki þrátt fyrir viögeröina. Eins og gefur að skilja var konan ekki ánægð með þetta og kvartaði við verzlunina, sem bauöst til að endurgreiða skáp- inn. Konan kvartaði við NS, þvi aö fyri'r and'virðið var nú aöeins hægt að kaupa 1/2 skáp. Verzlunin átti ekki skáp, en kon- an sá einn eins i annarri verzl- un. Það endaði með þvi aö hún fékk þann skáp, sér að kostnaö- arlausu. Látið fagmenn lita á gamla hluti áður en keypt er. Hér er eitt mál enn, sem er i rannsókn hjá NS. t einu dag- blaðanna var Suzuki bifhjól árg. 1970 auglýst og var tekið fram að það þyrfti smá lagfæringar við, en mótor væri i góðu ásig- komulagi. Tveir strákar á aldr- inum 15-16 ára gengu frá kaup- unum og gerðu með sér kaup- samning. Söluverð hjólsins var 30 þús. kr. Það kom strax i ljós að hjólið var i meira ólagi heldur en i lagi. Viðgerð fram að þessu hef- ur kostað eigandann hátt i 40 þús. kr. Benti Eirika á, að það lægi i augum uppi, að ekki skyldi kaupa notaðan hlut án þess að láta fagmann lita á hann. „Auðvitað veröa kaupendur fyrst að kvarta við seljendur ef eitthvaö er að vörunni,” sagði Eirika „og fólk ætti að fá reikn- ing og skriflegt leyfi i búðum til þess að skipta ef flikin passar ekki”. En hver er kostnaðurinn við að halda Neytendasamtökunum gangandi spyrjum við. „Kostnaðurinn er viö skrif- stofu NS, en þangað berast allar kvartanir. Er hann um 1.8 milljónir á ári. Kostnaðurinn við Neytendablaðið, opinber gjöld o.fl. er um 1 milljón kr. Ég vil hins vegar taka það fram að enginn i stjórn NS tekur neítt fyrir sina vinnu. Rikið styrkti NS árið 1975 með 405 þús. kr. Væntanlegur styrkur frá Reykjavik er 400 þús. Einhvern veginn verður svo NS að brúa bilið. Félagsmenn greiöa 800 kr. á ári og þurfa ekkert að borga vegna kvartana. Einnig fá þeir Neytendablaöið fritt. Hins veg- ar verða utanfélagsmenn að greiða 10% af verði vörunnar við kvörtun. Þó minnst 100 kr. Kvörtun um eldavél, sem kostar 60 þús. kr„ þóknun til NS yrði 6 þús. kr. Utanfélagsmenn geta hins vegar þegar i staö gerzt fé- lagsmenn og greiða þá bara 800 kr. i félagsgjald. Ég vil þó taka þaö fram að ekkert er greitt fyrir kvártanir um matvöru, drykki og hættuleg efni. Heldur ekki vegna opin- berrar þjónustu til dæmis sima og rafmagns, en kvartanir um þetta eru mjög tiðar.” Að lokum sagði Eirika. „Það er von okkar hjá NS að þegar lögin um neytendavernd öðlast gildi muni kvörtunum fækka hjá NS og gefa neytendum nauðsyn- legt öryggi. hjá Neytendasamtðkunum heimilistækin eru hentugar jólagjafir RYKSUGUR HRÆRIVÉLAR KAFFIKÖNNUR HÁRÞURRKUR Jakkinn sem stækkaði i hreinsun I sumar kom maöur nokkur með drapplitaðan jakka og vesti úr hreinsun til NS. Þegar mað- urinn ætlaði i jakkann reyndist hann allt of stór. Sennil. er aö jakki og vesti úr sams konar efni hafi veriö i hreinsun á sama tima og þetta vixlazt. Spurning- in er hvernig maöurinn, sem átti stóra jakkann, passaöi i þann litla. Framleiðandinn tjáði NS að jakkinn og vestið til- heyrðu ekki sama setti. Hvort tveggja liggur enn hjá NS, þar sem málið er enn ekki útkljáð. Ryksugurnar eru sérlega kraftmiklar - 4 gerðir Skólavöröustig og Bergstaöastræti “T f

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.