Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 05.01.1976, Qupperneq 11

Dagblaðið - 05.01.1976, Qupperneq 11
nagblaðið. Mánudagur 5. ianúar 1976. 11 verið leyft að fara til einhverra skæruliðabúða Palestinumanna og þar hafa þeir fengið frekara leyfi til að halda áfram barátt- unni. Dagblaðið Kayhan i Teheran sagði fyrir viku siðan, að nokkrar rikisstjórnir hefðu þegar sent skyttur sinar til Alsir til að koma Carlos og mönnum hans fyrir kattarnef um leið og þeir yrðu látnir lausir. Carlos er sagður hafa neitað að ganga PLO á vald og segir ir- anska blaðið — og vitnar i diplómatiskar heimildir — að Carlos hefði i samræðum sinum við Bouteflika, utanrikisráðherra Alsir, lagt handsprengju á borðið á milli þeirra. Stjórn Alsir vildi ekki — þegar allt kom til alls — veita skæruliðunum pólitiskt hæli, en losaði sig samt við þá. „Munstur'Mortið skæruliðans Eins og flestir skæruliðar nú- timans er „Sjakalinn” afsprengi efri millistéttar, sem svo er köll- verði á þennan veg. Ef velmegun helzt hér á landi, nægilega at- vinna handa öllum, þá mun kúa- bændum fækka enn örar en verið hefur. Unga fólkið sættir sig ekki við þá bindingu sem mjólkur- framleiðslunni fylgir, þótt svo að tekjur yrðu sambærilegar og við önnur störf. Þegar vegir batna, þá verður auðveldara að stunda atvinnu fjarri heimilum og það mun verða gert i rikara mæli en nú, þ.e.a.s. bjóðist vinna. Mjólkurframleiðsla mun ekki að neinu marki verða rekin með aðkeyptu vinnuafli. Þó er hugsan- legt að koma mætti i veg fyrir stórfelldan samdrátt i mjólkur- framleiðslu, ef komið væri á föstu skipulagi i afleysingum innan landbúnaðarins og aukinn verði félagsbúskapur. Eins og nú horfir eru verulegar likur á að flytja verði mjólk sifellt lengra að til Faxaflóasvæðisins, að minnsta kostiyfir vetrarmánuðina. Haldið er i horfinu i vetur, en nær öll mjólk, sem berst til mjólkur- búanna á svæði Mjólkursamsöl- unnar fer beint til neyzlu. Með þessari grein vil ég vekja athygli lesenda Dagblaðsins á, að þótt ekkert sé gert til að stuðla að fækkun bænda eða stækkun bú- anna, þá hefur þróunin verið i þá átt og nægilega ör. Ég vona að aðstandendur blaðsins og lesendur þess geti með hæfilegum skammti af kristilegu hugarfari óskað bænd- um gæfu og gengis á ókomnum árum og meti að verðleikum framlag þeirra til þjóðarbúsins. Agnar Guðnason ráöunautur uð. Faðir hans er fyrrum kólumb- iskur skæruliði, harður kommún- isti, og nú auðugur lögfræðingur i Venezuela. Móðir hans er fögur og heimsleg. Að sögn mikilsmetins sálfræð- ings i London, er það einmitt þessi fortið, sem oft veldur öfgum siðar á lifsleiðinni. ,,Sem drengur var hann alinn upp i sjónmáli við fátækrahverfi Caracas-borgar, þar sem hann gat auðveldlega gert sér grein fyrir óréttlæti þjóð- félagskerfis Venezuela-manna. Siðar, til að skerpa þessa meðvit- und, sendi faðir hans hann til náms i Patrice Lumumba háskól- anum i Moskvu. Þannig þarf ekki að koma á óvart, þótt viðbrögð hans hefðu verið sterk. Fyrst i stað barðist hann gegn öfgum auðlegðar og örbirgðar i heimalandi sinu og siðan gegn ihaldssemi kommún- istaflokksins i landi sinu.” Honum var visað frá Sovétrikjun- um fyrir „andsovézka starfsemi” 1969. Áhugi á IRA Þessi skilgreining kemur heim og saman við skoðun Davids Montgomerys, ráðgjafa South American Economic Review i London, sem segir: „Ilich virðist hafa tekið einhvers konar póli- tiskum breytingum i kringum 1974. Hann sneri baki við ein- strengingslegri Moskvu-linunni, sem faðir hans var alltaf tryggur. Við vitum ekki hvað það var, sem hafði áhrif á hann. Aftur á móti vitum við að á meðan hann var i London fékk hann mikinn áhuga á trska lýðveldishernum (IRA). Hann virðist hafa fengið samúð með ofbeldisstefnu provisional-armsins. Hann sneri baki við Moskvu. Með þvi var hann að feta i fótspor fjölda- margra félaga Kommúnista- flokks Venezuela, sem hefur verið hugmyndafræðilega klofinn i ára- tugi. Annars vegar eru þeir, sem vilja taka upp vopn og hefja skæruhernað gegn auðvaldskerf- inu og hins vegar þeir, sem trúa þvi að byltingin geti verið þing- ræðisleg. Einnig kann að vera, að Rami- rez hafi orðið fyrir vonbrigðum með efnahagsstefnu Sovétstjórn- arinnar, sem var að halda efnahagstengslum við nær allar rikisstjórnir Suður-Ameriku án tillits til þess hvort þær voru mjög hægrisinnaðar einræðisstjórnir eða ekki.” Lærði að meta bíla, konur og veizlur Að sögn háttsetts embættis- manns alþjóðalögreglunnar Interpol, Kólumbiumanns, sem þekkti Ramirez er báðir voru yngri, var „Sjakalinn” mjög námsfús ungur maður. Til að byrja með skorti hann kraft og persónuleika, en siðar varð hann mikill heimsmaður, hvarf að heiman til útlanda i nokkur ár og kom siðan aftur — þá þótti honum vænt um hraðskreiða bila, fagrar konur og glæsilega veizlusali. Lögreglumaðurinn (nafni hans er haldið leyndu af lögreglu Vene- zuela) sneri aftur til Bogota, er honum varð ljóst að hann þekkti Sjakalann. Frásögn hans af Ramirez var staðfest af brezkum og frönskum leynilögreglumönn- um, sem ræddu við Sjakalann i Caracas. Lögreglumaðurinn og Ramirez hittust fyrst þegar þeir voru við nám i Sorbonne i Paris. „Það fyrsta, sem ég tók eftir, var hve likur hann var Fidel Castro skegg lausum. En hann var ekki mjög eftirtektarverður maður. Hann var feitlaginn, fámáll og klæddist ekki sérlega vel. Hann virtist ekki eiga mikla peninga. „Byssukúlur eru raunverulegar" Við ræddum oft um stjórnmál og Ilich var mjög róttækur. Ég man að uppáhaldssetningin hans var „Maður gerir hlutina með byssukúlum — kúlurnar eru raunverulegar. ” Stjórnmála- skoðanir hans voru þó ekki mjög augljósar og ég er sannfærður um, að hann var ekki á þessum tima orðinn atvinnuskæruliði. En á næstu þremur árum breyttist Ilich mikið. Áður hafði hann verið fremur kærulaus, en nú varðhann mjög sjálfagaður og hinn mesti vinnuþjarkur. Hann var ótrúlega stundvis og fór mjög snemma á fætur, rétt eins og her- maður. Löng ferðalög Svo voru það ferðirnar hans. Stundum hvarf hann i tvo og þrjá mánuði. Hann sagði vinum sinum að hann væri að fara til Alsir, en þegar hann kom aftur sagðist hann hafa verið i Sviþjóð. Allt i einu hafði hann það miklu betra en áður. Hann fór að ganga i klæðskerasaumuðum fötum og jafnvel þótt hann eyddi aldrei fé á nýja vini sina, þá var hann „flott- ur i þvi”, borðaði á Maxim’s og ók sportlegum bilum.” 1 sumar fór fyrst að bera á Sjakalanum, en „ferill hans” nær þó allavega aftur til jólamánaðar 1974. Þá var varpað sprengju inn i verzlun i Paris. Tveir biðu bana og rúmlega þrjátiu meiddust al- varlega. óvenjulegar gáfur Siðan var það 27. júni 1975, eins og áður er getið. Tveir franskir gagnnjósnarar voru myrtir og auk þeirra Libani nokkur, sem sagður var hafa upplýsingar, er leitt gætu til handtöku Sjakalans. Franska lögreglan hefur nú komið sér upp skrá yfir aðgerðir, sem hann er talinn hafa átt mest- an þátt i, og er ferillinn stórbrot- inn. Hann bendir til þess, að á ferðinni sé afburða snjall maður með einstæða skipulagshæfileika. Aðrar ákærur, sem á hendur honum hafa verið bornar, er aö skipuleggja hertöku japanska Rauða hersins á franska sendi- ráðinu i Haag, árásin á Orly-flug- velli i Paris i sama mánuði og samsetning lista yfir „dauða- dæmda” frammámenn i stjórn- málum og viðskiptum. Rannsóknin á þrefalda moröinu á Rue Toullier leiddi m.a. til þess, að þremur kúbönskum sendiráðs- starfsmönnum i Paris var visað úr landi fyrir meint samband þeirra við Ramirez. Á fyrstu sex mánuðum 1975 er sagt að Ramirez hafi búið i Vene- zuela, Bretlandi, Frakklandi og Vestur-Þýzkalandi. Heimilislifið hentar honum liklega ekki. Fimm tungumái reiprennandi „Carlos”, sem skaut sér leið inn i OPEC-bygginguna i Vin, varð aðdáunarefni fyrir gisla hans vegna tungumálakunnáttu sinnar. Þeir segja hann hafa talað spænsku, ensku, frönsku, þýzku og arabisku. Ráðherrarnir og aðrir gislar, sem voru um boð i austurrisku flugvélinni, töluðu léttilega um þolraun sina og lögðu á það áherzlu, að foringi ræningjanna hafi alltaf sýnt fyrirmyndarfram- komu. En eina fólkið, sem getur endanlega skorið úr um hvort sá „Carlos” er raunverulega hinn eftirlýsti Ilich Ramirez Sanchez eru Alsir-búarnir, sem fengu skæruliðana til að gefast upp og sleppa gislunum. Þegar blaðamenn spurðu Abdel Aziz Bouteflika, utanrikisráð- herra Alsir um nöfn ræningjanna sagði hann aðeins: „Mitt hlutverk er ekki að uppljóstra.” / LIFI SÚRREALISMINN r r um bók Olafs Hauks Símonarsonar og Valdísar Oskarsdóttur „Rauði svifnökkvinn" 104 bls. Heimskringla hvorki betra né verra en mann- „Ég ber höfðinu við steininn uns steinninn eða höfuðið hverfur.” — Mynd og texti úr bókinni. Margir bókmenntafræðingar vilja meina að skáldum megi i stórum dráttum skipta i tvennt, i þá sem skrifa hugrænan, beina- beran skáldskap og þá sem skrifa skyn og myndrænt. Ég stórefa að þessi skipting geti verið algild og held að i bestu skáldum hljóti þetta tvennt að fara saman. En þó fyrirhittir maður skáld sem falla merkilega nett i annan hvorn flokkinn. Ólaf Hauk Simonarson tel ég t.d. að megi telja meðal þeirra sem hingað til hafa lagt meira uppúr skynrænu táknmáli og mögnuðum myndlikingum heldur en likingasnauðri lifs- speki. Þó er aldrei hægt að segja að lifsspeki komi ekki fram i ljóð- um skálds af þvi tagi, þvi myndir sinar og likingar hlýtur hann, sé hann þroskaður, að velja i sam- ræmi við ákveðna lifsskoðun. Ólafur Haukur hefur ávallt lof- sungið fmyndunaraflið, ástina og manneskjulegheit en hatast við múgmennsku, ihald og firringu og eins og kemur fram i nýjustu bók hans og Valdisar óskarsdótt- ur „Rauða svifnökkvanum ”, hefur sú lifsskoðun leitt hann á svipaðar slóðir og höfuðpaur súr- realismans, André Breton. Breton hóf skáldferil sinn með þvi að dásama imyndunaraflið en kynni hans af marxisma sann- færðu hann um að ætti fólk að njóta huga sins og ímyndunar, þyrfti það fyrst að losna úr viðj- um efnahagslegrar kúgunar. Þessi trúði Breton alla ævi, þrátt fyrir háð og tortryggni bóna fide- marxista sem töldu þetta versta samsull. En skáld fara ekki eftir neinum dialektfskum reglum og Ólafur Haukur segir alls óhræddur i „Rauða svifnökkvanum”: varpið af yður efnahagslegu og andlegu áþjáni og opnið augu og huga. Farartæki hansum eigin vitund og samtimans er enginn Gulur kafbátur, heldur logandi Rauður svifnökkvi, tákn hugarflugs. í honum kannar Ólafur Haukur fyrst sitt eigið imyndunarafl i gegnum tóna, ljós og linu en siðan samsamast vitund hans hugar- flugi stúlku og saman kanna þau svo heiminn og hvort annað i nautn, gamni og háði. Samband þeirra verður ljóð og Ólafur Haukur synir fram á að ljóðið er fólkið sjálft. Siðar i bókinni rennur þessi samvitund yfir i hvatningu skáldsins til lesenda: farið og gjöriðhið sama og inn iyðurmun blómgast nýtt hugarfar, eins og Þórbergur segir. En Ólafur Haukur erekki bjartsýnn á að orð hans muni finna hljómgrunn þvi siðast i bókinni er lýst baráttu og örvæntingu einstaklings innan gjörfirrtrar vélmenningar. Orðin bregðast loks, en bókin endar á ljósmyndum þarsem mann vonska, hnignun, vélæði og kæru- leysi ræður rikjum. Liklega er Ólafi Hauki sama hvort texti hans er nefndur ljóð eða eitthvað annað. Stundum nálgast hann spakmæli eða hlut- lausa lýsingu, en annarsstaðar hefur textinn til að bera hnitun. margræði og myndauðgi sem prýða mundu hvert ljóð, t.d. frá bls. 37—45. Hugarflug hans sjálfs er súrreaiskt i hæsta og besta máta, likingar úr ólikum áttum eru tengdar saman og úr verður nýr skáldveruleiki: Heit af sól sigla sumarskip hlaðin regni yfir höfði þér. Teygðu hönd þina upp og opnaðu botnlokurnar Ljósmyndir Valdisar Oskars- dóttur vinna dyggilega með texta Ólafs Hauks. Helsta bragð hennar er yfirfelling (superimposition), annaðhvort i negatifi eða með klippingu, i samræmi við hinar óliku likingar ólafs Hauks, og eins og góðum súrreölskum ljós- myndum sæmir, þá skiptir inntak þeirra meira máli en tæknileg fullkomnun. Sérstaklega eftir- minnilegar eru myndir hennar á bls. 22,,Fuglager i höfði mér”, á bls. 82 „Ég ber höfðinu við stein- inn” — og fleiri.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.