Dagblaðið - 05.01.1976, Page 12
: - ■
12
Dagblaðiö. Mánudagur 5. janúar 1976.
(I
íþróttir
Eþrottir
Iþrottir
Iþróttir
Iþról
íþróttir
Enn topor
Göppingen
Við hjá Göppingen lékum í
Leutershausen og töpuðum með
sex marka mun, 25—1S fyrir
heimaliðið, sagði Gunnar Einars-
son, þegar Dagblaðið ræddi við
hann i gær. Ég var heldur öheppinn
i byrjun — átti tvö stangarskot og
tvisvar var varið frá mér, og eftir
það náði ég me'r ekki beint á strik í
leiknum. Leikurinn var ekki góður
hjá liðinu. Staðan breyttist ekki.
Göppingen er enn 3ja að neðan með
6 stig af 16 mögulegum. Liðin, sem
eru fyrir neðan, Berlinarliðið
Fusche og Neuhausen, töpuðu
bæði. Fyrir Dietzenbach og Hint-
heim.
Gunnar skoraði þrjú mörk í
leiknum — eitt vitakast — og hefur
skorað 42 mörk i leikjunum átta.
Rúmlega fimm mörk f leik og er
hann meðal markahæstu manna í
þýzku Bundesligunni, þrátt fyrir
slakan árangur Göppingen.
Derby fékk
Liverpool
Á laugardag var dregið í 4. um-
ferð enska bikarsins og þar verður
stórleikurinn milli Derby og Liver-
pool. Leikiö verður laugardaginn
24. janúar. Niðurstaðan varð ann-
ars þessi.
Sunderland—Hull eða Plymouth
Bradford—Swindon eða Tooting
Huddersfield—Brentford eða
Bolton
Derby — Liverpool
York City — Chelsea
Coventry—QPR eða Newcastle
Charlton — Portsmouth eða
Birmingham
Tottenham eða Stoke—Manch. City
Leeds — Crystal Palace
Southend — Cardiff
WBA — Lincoln City
Ipswich — Wolves
Leicester—Middlesbro eða Bury
Norwich eða Rochdale—Luton
Manch. Utd.—Nottm. Forest eða
Peterbro
Southampt. eða Aston
Villa—Blackpool.
Gummersbach
fékk skell!
Evrópumeistarar Gummersbach
fengu skell i fyrri leik sinum i 2.
uniferð Evrópukeppni meistara-
liða i Póllandi á laugardag. Töpuðu
þá fyrir pólska meistaraliðinu
Slask Wroclaw með sjö marka mun
i Wroclaw, 22-15, eftir að staðan var
12-6 fyrir Pólverja i hálfleik. Það
veröur erfitt fyrir Gummersbach
að vinna muninn upp á heimavelli
— en annað eins hefur þó skeð hjá
þvi liði i Þýzkaiandi.
Jerzy Klempcl var markhæstur
hjá Pólverjum með 10 mörk,
Antczek skoraði fjögur, Faleta og
Piekarek þrjú hvor, Kocjan og
Sokolwski eitt hvor.
Jochen Deckarm skoraði 8 mörk
fyrir Gummersbach, Klaus West-
ebbe þrjú, Hansi Schmidt tvö,
Reiner Brand og Joachim Henkels
eitt hvor.
Harkan varð aðalvopn
jötna Sovétríkjanna!
— þegar sovézka landsliðið sigraði það íslenzka í síðari landsleiknum
í gœrkvöld með fjögurra marka mun 19—15
Ég er ánægður með leikina við
Sovétrikin. Þeir hafa verið mikil
upplyfting fyrir Islenzkan hand-
knattleik. Hins vegar kom fram i
siðari leiknum, að okkur vantar
meiri breidd. Siðustu 10 min. var
talsvert um rangar sendingar,
þegar leikmenn okkar voru orðnir
örþreyttir. Við verðum að keyra
of mikiö á sömu leikmönnunum
og æfingin er ekki nægileg til að
leika tvo jafn erfiða lciki dag eftir
dag, sagði Ólafur H. Jónsson, fyr-
irliði islcnzka landsliðsins, eftir
siðari leik islands og Sovétrikj-
anna i Laugardalshöll í gærkvöld.
W p *
Sovétrikin sigruðu þá með fjög-
urra marka mun, 19-15, en það
var ekki fyrr en lokakafla leiks-
ins, sem sovézkir tryggðu sér sig-
urinn.
Skiljanlegt að þreytu gætti hjá
islenzka liðinu i lokin. Leikmenn
eins og Ólafur H. Jónsson, Páll
Björgvinsson, Stefán Gunnarsson
mega ekki vikja af velli á sama
tima og sovézkir gátu skipt inn á
eins og þeim þóknaðist. Þreyta
lykilmanna varð tslandi að falli —
leikmanna, sem við gátum ekki
verið án. En hvað verður, þegar
við náum öllum okkar beztu
mönnum saman i landslið — get-
um skipt um leikmenn án þess að
veikja liðið að ráði? Margir sterk
ir leikmenn voru fjarri góðu
gamni að þessu sinni. — Leik-
menn eins og Björgvin Björgvins-
son, Geir Hallsteinsson, Gunnar
Einarsson, Einar Magnússon,
Axel Axelsson — Jón Hjaltalin
Magnússon fyrir leikinn, Bjarni
Jónsson þann siðari. Næstum
heilt lið sterkra leikmanna — og
samt stóðu leikmenn okkar, sem
voru i eldlinunni, sig eins og hetj-
ur gegn þessu sterka, sovézka
landsliði — liði, sem sigrað hefur
beztu lið heims undanfarnar vik-
ur og mánuði — lið eins og heims-
meistara Rúmena, Olympiu-
meistara Júgóslava svo eitthvað
sé nefnt.
Leikurinn i gærkvöld var ekki i
sama gæðaflokki og fyrri lands-
leikurinn — of mikið um villur og
það hjá báðum liðum. En lengi
framan af voru Sovétmenn oft
ráðvilltir gegn sterkum leik ts-
lands. Ólafur H. skoraði fyrsta
markið eftir tæpar 3 min. og þá
höfðu tvö hraðaupphlaup
sovézkra mistekizt. Þeir jöfnuðu
þó og komust i 2-1, en Árni
Indriðason jafnaði — og svo skor-
uðu Ólafur Einarsson og Stefán
og staðan var 4-2 fyrir tsland eftir
lOmin. Óli Ben. gerði sér litið fyr-
ir og varði snilldarlega viti frá
Maximow, frægasta leikmanni
sovézkra, sem gat ekki leikið i
fyrri leiknum vegna veikinda.
Páll Björgvinsson tók Maximow
úr umferð og gerði það svo vel, að
Maximow skoraði aðeins eitt
Nýliðinn i islenzka landsliðinu,
Steindór Gunnarsson, Val, skorar
fyrsta mark sitt i landsleik — ni-
unda mark isiands i fyrri leikn-
um. DB-mynd Bjarnleifur.
Rangers hefur nóð
Cehíc að stigum
— og Celtic fœr erfiðan leik í skozku bikarkeppninni
Celtic heldur efsta sætinu I
aöaldeildinni skozku eftir leikina
á laugardag, þó liðið næði ekki
nema jafntefli gegn Dundee á
heimavelli 3-3. Liðið hefur 26 stig
— en hefur misst þriggja stiga
forskot, sem það hafði. Rangers
hefur náð Celtic að stigum, en er
með lakari markatölu.
Celtie virstist stefna i öruggan
sigur gegn Dundee á laugardag.
Kömst I byrjun siðari hálfleiks i
3-1. Dixie Deans og Kenny Dal-
glish skoruðu, Dalglish tvivegis.
Mark Dundee var sjálfsmark
bakvarðarins Andy Lynch. En
lokakafla leiksins tókst Dundee
tvivegis að skora — Hoggan og
Mclntosh. Úrslit urðu annars
þessi.
Aberdeen — Motherwell 0-0
Ayr — St. Johnstone 2-0
Celtic —Dundee 3-3
DundeeUtd, —Hibernian frestað
Hearts — Rangers 1-2
Rangers sigraði Hearts i Edin-
borg. Henderson skoraði bæði
mörk Ragners i siðari hálfleik.
Staðan er nú þannig:
Celtic 20 11 4 5 40-25 26
Rangers
Motherwell
Hibernian
Hearts
Aberdeen
Dundee
Ayr
Dundee Utd.
St. Johnst.
20 11
20 9
19
20
20
20
20
19
20
5 32-19 26
4 35-26 25
4 31-23 24
6 23-25 21
7 27-26 20
8 32-39 18
9 26-33 18
9 21-27 14
16 20-44 6
Dregið var i 3ju umferð skozku
bikarkeppninnar. Celtic fær
erfiðan leik — Motherwell á úti-
velli. Rangers fékk heimaleik
gegn EastFife. Nánar á morgun.
mark og það úr hraðaupphlaupi
meðan Páll var inn á — auk þess
tvivegis úr vitaköstum. Hins veg-
ar skoraði hann tvö mörk smá-
tima, sem Páll var hvildur i fyrri
hálfleik.
Jón Hjaltalin Magnússon,
gamli Vikingsleikmaðurinn, sem
nú leikur i Sviþjóð, gerði mikinn
usla hjá sovézkum — betri leik-
maður en nokkru sinni fyrr, 27
ára. Eftir 15. min. var jafnt 4-4, en
þá skoraði Jón Hjatlalin og átti
siðan snilldarsendingu á Pál, sem
brunaði upp og skoraði 6-4. Þá
urðu mistök I innáskiptingum —
Ólafur H. Jón Hjaltalin og Páll
skipt út af á sama tima. Leikur is-
lenzka liðsins datt alveg niður —
sovézkir jöfnuðu i 6-6. Jón Hjalta-
lin kom aftur inn á og jafnaði —
en á 27. min. var staðan 8-7 fyrir
Sovét. Jón Hjaltalin og Ólafur H.
— hreint frábært mark —skoruðu
tvö siðustu mörk hálfleiksins. ís-
land hafði þvi yfir i hálfleik 9-8.
í siðari hálfleiknum tóku
sovézkir Jón Hjaltalin úr umferð
— og neyttu mjög likamsburða
sinna i hálfleiknum. Léku af
kröftum — oft mjög gróflega og
komust að mestu upp með það.
Leikurinn varð slagsmál á köfl-
um — og þar höfðu sovézku jötn-
arnir, stærstu og sterkustu leik-
menn, sem hér hafa sézt á fjölum
Laugardalshallarinnar, betur.
Þeir jöfnuðu strax — Ólafur Ein-
arsson kom Islandi i 10-9, en það
var i siðasta skipti, sem Island
hafði yfir. Sovézkir komust i 13-10
eftir 11 min. Ólafur H. og Páll
minnkuðu muninn i 13-12 og
spenna var um miðbik hálfleiks-
ins. Ahorfendur með á nótunum
— en likaði illa tafir og framkoma
sovézkra.
Þeir höfðu eitt til tvö mörk yfir
og svo kom vendipunktur. Páll
komst frir upp i hraðaupphlaupi,
en varið var frá honum — Island
náði knettinum aftur, Stefáni
mistókst sending og sovézkir
skoruðu 16-13. Niu min. eftir.
Staðan töpuð. Sovézkir komust 5
mörkum yfir — Jón Karlsson
skoraði siðasta mark leiksins úr
vitakasti, 19-15. Tveimur sovézk-
um leikmönnum var visað af leik-
velli i leiknum — einum islenzk-
um Árna Indriðasyni.
Eins og áður voru Ólafarnir —
Benediktsson og Jónsson beztu
menn tslands. Ólafur Ben. varði
glæsilega allan leikinn. Jón
Hjaltalin var mikill styrkur fyrir
liðið — Stefán, Páll, Jón Karlsson
sterkir, Arni Indriðason mjög
vaxandi leikmaður, Ólafur Ein-
arsson ógnandi, en skotnýting
slæm, og hann var ekki einn i
þeirrisök — Steindór bráðefnileg-
ur. Dönsku dómararnir hefðu
mátt taka harðar á brotum i þess-
um leik —eniheildvardómgæzla
þeirra prýðileg.
Maximow var markhæstur
sovézkra með 5 mörk ( 2 viti),
Iljin skoraði 4 og Klimov 3. Aðrir
færri. Ólafur H. og Jón Hjaltalin
skoruðu 3 mörk hvor fyrir Island,
Arni, Páll.ólafur Ein. og Jón
Karlsson (eitt viti) 2 hver, Stefán
eitt. —hsim.