Dagblaðið - 05.01.1976, Síða 15
Pagblaöið. Mánudagur 5. janúar 1976.
I
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Ármeraiingar með pálmann
í höndunum eftir sigur á ÍR
— en naumur var sá sigur 90-89. ÍR-ingar hafa hug á að kœra Ármann
vegna Símonar Ólafssonar, sem þeir telja ólöglegan
Armenningar standa nú með
pálmann i höndunum eftir sigur
gegn ÍR á iaugardaginn 90—89.
Naumur var sigurinn og um leið
var leikurinn æsispennandi. Þeg-
ar aðeins rúm minúta var eftir
var staðan 85—85 — þá höfðu ÍR-
ingar náð aö vinna upp gott for-
skot Ármenninga, sem i þokkabót
höfðu misst sinn bezta mann út af
með 5 villur — nefnilega Simon
Ólafsson. Þegar aðeins ein min-
úta var eftir fengu Ármenninga'-
Þeir skora
flest mörk
i Englandi er ávallt vel fylgzt
mcð þvihverjir skora flest mörk-
in. Markhæstu menn eru nú:
1. dcild:
Ted MacPougall, Norwich 20
Penis Tueart, Manch. City 18
John Puncan, Toítenham, 17
Peter Noble, Norwich, 15
Alan Gowling, Newcastle og
Puncan McKenzie, Leeds II!
2. deild
Perek Hales, Charlton, 15
Paul Cheesley, Bristol City 13
Mick Channon, Southampton og
Les Bradd, Notts County 12
Mick VValsh, Blackpool, Tom
Ritchie, Bristol City og Paul
Mariner, Plyinouth 11
3. deild:
Frcd Binncy, Brighton 17
Peter Silvester, Southend og Alan
Buckley, Wallsall 16
Pavid Cullerton, Port V'ale og
Tony Evans, Cardiff 15
4. deild:
Ronnie Moore, Tranmere 25
Brendan O’Callaghan, Poncaster
19
John Ward, Lincoln 18
Percy Freeman, Lincoln 14.
dæmt vitakast — Jón Sigurðsson
skoraði úr öðru og skömmu siðar
bætti Jón Björgvinsson við körfu
og staðan 88—85. En ir-ingar voru
ekki af baki dottnir og Agnar
Friðriksson skoraði 88—87,
spennan i hámarki. Stuttu siðar
bætti Kristinn Jörundsson annarri
körfu við fyrir ÍR og kom því þar
með yfir — annað skiptið i leikn-
um.
Ármenningar með boltann og
áhorfendur á háa céi. Þegar að-
eins 15 sekúndur voru eftir af
leiknum fengu þeir dæmt viti —
Jón Sigurðsson tók fyrra vitið —
skoraði. Þá siðara vitið og aftur
skoraði hann — staðan 90—89 Ar-
manni i vil. IR-ingar brunuðu upp
og þegar aðeins tvær sekúndur
voru eftir fékk Kolbeinn Kristins-
son dæmt viti og sigurinn blasti
við ÍR — eða var svo?
Kolbeinn leit upp til körfunnar
— skelfing var allt i einu orðið
langt i hana. Fyrra vitið fór i súg-
inn. Hann átti þó alltént mögu-
leika á að jafna i siðara vitinu —
en taugarnar voru ekki i lagi. Sið-
ara vitið fór einnig i súginn og
sigurgleði Ármenninga var geysi-
leg — liðið stendur nú langbezt að
vigi — eina tapiausa liðið i deild-
inni. KR hefur tapað tveimur
stigum — á erfiðan leik i Njarð-
vikum og íslandsmeistararnir frá
i fyrra 1R hafði tapað 4 stigum.
En þessi sigur Armanns á eftir
að draga dilk á eftir sér. IR-ingar
hafa fullan hug á að kæra — vilja
meina að Simon Ólafsson sé ólög-
legur.
Eins og kunnugt er hefur Simon
stundað nám i Bandarikjunum —
i University of Cornell i New
York. Þar hefur hann leikið með
varaliði skólans — sem tekur þátt
i keppni á vegum NCAA — Körfu-
knattleikssambands Bandarikj-
anna. Hins vegar benda Armenn-
ingar á að Simon hefur aldre
skrifað undir neina pappira
Bandarikjunum og þvi hljóti hann
að teljast löglegur með Ármanni.
Hvað um það — og hvernig sem
fer þá var leikurinn á laugardag-
KA í erfiðleikum með
Fylki fyrlr norðan
Það voru ekki bara landsliðs-
mennirnir, sem voru i eldlinunni
um helgina. Fylkir fór norður fyr-
ir heiðar og lék við Þór og KA i 2.
deild. Ekki höfðu þeir þó erindi
sem erfiði — töpuðu naumt fyrir
KA 16-17. Já, naumt var það —
þegar aðeins 3 minútur voru eftir
var staöan jöfn en þá missti
Fylkir mann út af og það nýtti KA
— skoraöi úrslitamarkið skömmu
fyrir leikslok. í gær lék Fylkir
siðan við Þór — Ekki áttu þeir
góðandag, enda Þórsararharðir i
horn aö taka og sigruöu örugg-
lega 19-12. i Höllinni mættust KR
og Breiðablik og eins og við mátti
búast sigraði Vesturbæjarliðið
örugglega 26-17.
i 1. deild kvenna áttust við Val-
ur og Vikingur. Ekki náö.u Vik-
ingsstúlkurnar að standa i Val
eins og i Reykjavikurmótinu —
störsigur Vals 17-4. Á eftir leik
Vals og Vikings léku Ármann og
KR —þar sigraöi Ármann nokkuö
örugglega 12-8.
inn leikurinn hans Simonar.
Hreint frábær drengurinn sá.
Ekki aðeins drjúgur i sókninni —
skoraði 33 stig — heldur og var
hann mjög góður i vörn — hrein-
STAÐAN
Úrslit leikja i körfunni á laug-
ardag:
Ár m a n n — 1R 90-89
Valur— Frant 75-59
Staðan i 1. deild er nú:
5 0 496:416 10
4 2 524:471 8
3 1 373:302 6
3 2 403:405 6
2 3 405:404 4
1 3 295:305 2
5 1 4 408:466
257:388
lega hélt Agnari alveg niðri.
I lokin varð Simon að fara af
velli með 5 villur — en Ármenn-
ingar sýndu hvers þeir eru megn-
ugir — og sigurinn var i höfn. Jón
Sigurðsson var einnig mjög góður
og skoraði 17 stig — Birgir Orn
Birgis 15 og Jón Björgvinsson 13.
Kristinn Jörundsson var lang-
beztur IR-inga. Þegar leikurinn
virtist vera að tapast fyrir IR —
Armenningar náðu góðu forskoti i
siðari hálfleik — 75—64 — tók
Kristinn til sinna ráða og skoraði
lOstig f röð en það var einfaldlega
ekki nóg — þrátt fyrir 29 stig
Kristins. Bróðir hans Jón skoraði
21 stig og Kolbeinn Kristinsson 12
stig.
Siðari leikurinn á laugardaginn
var milli Vals og Fram. Þvi fyrr
sem honum er gleymt þvi betra —
afspyrnu lélegur. Valsmenn hlutu
sin fyrstu stig i mótinu — sigruðu
75—59 mest fyrir tilstilli Þóris
Magnússonarsem skoraði 27 stig.
h.halls
Minden
sigraði
Eintracht Minden — liöið,
sem Kristbjörg Magnúsdótt-
ir, eiginkona Axels Axels-
sonar — ieikur með i Þýzka-
landi, sigraði á laugardag
Admira Landhaus frá Aust-
urriki með 15-10 i fyrri lcik
liðanna i Evrópukeppni
mcistaraliða. Leikiö var i
Minden ogstaðan var 6-3 fyr-
ir Eintracht i hálfleik.
Walker
vann
John Walker, Nýja-Sjálandi,
heimsmethafinn i miluhlaupi
sigraöi hinn mikla keppinaut
sinn Rod Pixon i miluhlaupi i
Manurewa i Nýja-Sjálandi i
gær. En hörð var keppnin —
báöir fengu sama tima 3:57.8
min. — og það var rétt á siö-
asta metranum, sem VValker
náði sigri. Dixon varð 3ji i
1500 m á Olympiuleikunum i
Munchen. Litlar likur eru nú
á að nokkuð verði af einvigi
Walker og Filbert Bayi,
Tanzaniu, sem fyrirhugaö
var i þessum mánuöi.
GREIDENDUR
vinsamlega veitið ef tirfarandi
erindi athygli:
Frestur til aó skila launamiöum
rennur út þann 19. janúar.
Það eru tilmæli embættisins til
yöar, aö þér ritið allar upplýsingar
rétt og greinilega á miöana og
vandið frágang þeirra. Meö þvi
stuðlió þér aö hagkvæmni í opin-
berum rekstri og firriö yður
óþarfa tímaeyöslu.
RÍKISSKATTSTJÓRI