Dagblaðið - 23.01.1976, Page 9

Dagblaðið - 23.01.1976, Page 9
Pagblaðið. Föstudagur 23. janúar 1976. 9 Sigmar tók gleði slna aftur þegar ljósmyndarinn smellti mynd af honum PB-Rj arnleifur I fangi móður sinnar Gaman að ferðast — Hvar hefurðu fasta búsetu? ,,Ég hef búið i Milanó i sl. fjög- ur ár. bar er mjög gott að vera. En ég kem oft hingað heim, ekki sjaldnar en fjórum til fimm sinn- um á ári. Sigmar litli er hér heima hjá foreldrum minum. Einnig ferðast ég mikið i sam- bandi við vinnuna og hef komið viða við. Það er kannski ein af ástæðun- um fyrir þvi að ég valdi þetta starf — að ég hef svo gaman af að ferðast. Einnig er þetta mjög frjálst. Ég get alveg ráðið þvi hvenær ég vinn og fyrir hvem. Ég gæti ekki hugsað mér að vinna við eitthvert starf frá klukkan 9—5 og alltaf á sama stað. Ég verð að komast ,,á flakk”. Mér hefur veriö boðið hlutverk i kvikmyndum en ég get ekki hugsað mér slikt starf.” — Hvers konar myndataka finnst þér skemmtilegust? „Myndataka er i rauninni alltaf jafnleiðinleg,” segir Guðrún og hlær. „Égerbúin að vera i þessu i tólf ár og þá er það ekki spenn- andi lengur.” — Eru fataskápar ljósmynda- fyrirsætunnar ekki fullir af tizku- fatnaði? „öðru nær. Þegar maður er all- an sinn vinnudag að skipta um alls kynstizkufatnað hefur maður hreint engan áhuga á að klæðast honum i einkalifinu. Við göngum mest i gallabuxum, peysu eða blússu, eða i öðrum þægilegum fatnaði.” — Notarðu mikið af snyrtivör- um? „Nei, það geri ég ekki. Ég hef ofnæmi og hef aldrei getað notað „make-up”. Ef ég fer út á kvöldin, eða er i myndatöku nota ég litað andlitskrem. Ég mála mig dálitið um augun. Konur á íslandi eru svo heppn- ar að þær þurfa ekki að nota „make-up’ þvi hér er engin mengun i loftinu. Það eina sem þær þurfa að nota er andlitskrem til að verja húðina fyrir vindin- um. Eitthvað það óhollasta sem hægt er að gera er að nota „make-up” dagsdaglega”. Auðveldara að giftast en skilja Ég spurði Guðrúnu hvort hún væri gift og neitaði hún þvi. Þá spurði Bjarnleifur ljósmyndari hvort hún væri á móti hjónabönd- um. Hún hló og svaraði „Nei, alls ekki og siður en svo. Mér finnst bara að fólk eigi ekki að gifta sig fyrr en það er búið að sjá sig um og njóta þess að vera ungt. Mér finnst að stúlkur hér gifti sig allt- of ungar. Það er lika eitthvað fullorðna fólkinu að kenna. Ef stúlka er orðin, viö skulum segja 25 ára og er ekki gift þá er starað á hana og hún gjarnan spurð: „Hvað þá? Ætlarðu að pipra?” Það er ekki skemmtilegt að fá svoleiðis at- hugasemdir. Auðvitað getur komið fyrir að fólk verði yfir sig ástfangið og þá er ekki spurt um aldur. Til eru stúlkursem hugsa sér að gifta sig ungar og eiga börnin fljótt. Þegar þau verða svo flogin úr hreiðrinu blasir lifið við þeim og allir vegir færir. Þetta finnst mér vera mikill misskilningur. bað er allt annað að njóta lifsins áður en gengið er i hjónaband en eftir. Mér finnst einnig að fólk eigi að vanda sig þegar það giftir sig og alls ekki gera það oftar en einu sinni um ævina. Það er bara miklu auð- veldara að komast i hjónaband heldur en úr þvi aftur.” — Ráðleggur þú ungum stúlk- um að leggja út á þessa braut. sém þú hefur gert? „Já, það geri ég hiklaust. Þeim stúlkum sem haga sér skynsam- lega og sýna þolinmæði fyrst i stað getur vegnað vel. Mikill hluti þeirra stúlkna sem byrja á ljós- myndafyrirsætustarfinu i dag, eða um 40% fara i leikskóla, læra blaðamennsku eða tizkuteikning- ar. Það er gott að hafa eitthvað i pokahominu þegar maður getur ekki lengur verið fyrirsæta.” — Átt þú eitthvað ,,i pokahorn- inu”? — Mig langar til þess að vinna við „almenningstengsl”, eða við það sem kallað er „public re- lations” á erlendu máli, þegar þar að kemur”. Guðrún Bjarnadóttir hefur dvalið hér heima i levfi frá þvi fyrir jól og fer utan i febrúar. Hún heldur þá til Sviss og bvrjar að vinna i byrjun marz. —A.B. Guðrún Bjarnadóttir er dóttir Bjarna Einarssonar forstjóra fyrir Skipasmiðastöð Njarðvikur. Hún var kjörin fegurðardrottning ls- lands árið 1962 og áriðeftir Ungfrú alheimur, 1 Bandarikjunum.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.