Dagblaðið - 24.01.1976, Blaðsíða 2
Pagblaðið. Laugardagur 24. janúar 1976
*
SKELEIKUR í FARSADÚR
atburður til að harma
og líta alvarlegum augum?
1 götunni, sem ber keimlikt
•nafn og Garðariki hið foma,
varð dálitill skopleikur á dög-
unum þegar ungt fólk fór i' ævin-
týraleit á sama tima og Luns
kom hér við i lunch. Svona getur
stundum farið þegar óboðnir
gestir koma f heimsókn og spilla
húsfriði heimamanna.
Af þvi að lesa flokkablöðin frá
þessum tima kynni margur að
ætla, að ekki væri verið að»
skrifa um sama atburðinn. Frá
Morgunblaðsdyrunum séð fór
hérhópur manna meö dólgshátt
og ófrið en fékk hraklega för,
gott ef forsprakkinn meig ekki á
sig i lokin. Frá bjóðviljadyr-
unum séð var farið auvirðilega
með húsráðanda, enda ekki
nema maklegt þvi hann starfar
fyrir vondan málstað, þetta
makalausa Nató sem getur ekki
einu sinni varið sina eigin
starfsmenn, hvað þá löndin sem
að þvi standa. bar á ofan bættist
að lögreglan — að sögn bjóö-
viljans — hindraði blaðamann
bjóðviljans i starfi og tók þar að
auki á honum — þvi miður sá þó
hvergi á honum eftir leikinn.
Ef Timinn hefur eitthvað sagt
frá þessu hefur það verið harla
litiifjörlegt. Alþýðuvisi sá ég
ekki þennan dag fremur en
aðra.
Af lestri téðra blaða má ráða
að atburðarásin hafi verið eitt-
hvað á þessa leið: Starfsmaður
NATÓ á Islandi — raunar bara
einn af mörgum ef i það er farið
— situr á skrifstofu sinni og
ræðír landsins gagn og nauð-
synjar i sima. Allt i einu brýst
þar inn úr dyrunum hjá honum
holskefla gallaklæddra og
skeggjaðra unglinga á ýmsum
aldri, sjálfsagt allt upp undir
tuttugu og fimm ára. Nató-
manna verður ekki um sel og
hrópar upp yfir sig i sima að
verið sé að taka hús á sér. Einn
innrásarmanna slæmir til hans
hendi og hrifsar af honum
simann, en of seint, viðmæl-
andinn hinum megin heyrði vel
og gerði löggæslunni viðvart.
Nú hefjast umræður milli
Natómanna annars vegar en
innrásarliðsins hins vegar.
Innrásarliðið segist ætla að sitja
þarna til klukkan fjögur svo
Natómanni geti ekki unnið.
Hins vegar er honum boðið að
fara burtu, til dæmis svo hann
geti komist i löns, og skilja
skrifstofuna og allar reytur þar
eftir i vörslu þessa góðviljaða
hóps, sem vildi gefa honum fri
einn dag.
Einhvern tima undir þessum
orðaskiptum hringir siminn og
Natómanni gripur hann tveim
höndum og hrópar: Hjálp,
hringið á lögregluna, ég er hér
fangi! — eða eitthvað annað
þvilikt. Við þetta fer kurteis
legur kurr um innrásarliðiö,
þvilikt og annað eins, Nató að
biðja um hjálp! Siminn er þrif-
inn af Natómanna og si'ma-
vörslu komið upp af hálfu inn-
rásara sem nú hafa dregið sófa
þungan (leðurklæddan, i'mynda
ég mér) og kannski fleiri
mublur fyrir dyrnar.
Meðan Natómanni og inn-
rása rar halda áfram að éta hver
úr sinum poka innifyrir æsist
leikurinn úti. Lögreglan kemur
að húsinu og i humátt á eftir
henni blaðamaður bjóðviljans
sem (sjálfsagt fyrir frábært
fréttanef) hefur fengið pata af
þessum merka timamótaat-
burði á undan öðrum blaða-
mönnum. Hann er með mynda-
vél i ferðatösku (liklega frá
Pfaff á Skólavörðustignum).
Lögreglan kemur að húsinu
læstu og kemur fyrir ekki þótt
lögvitringur, sem hefur skrif-
stofu i sama húsi, vilji opna, inni
fyrir eru innrásarar sem meina
honum það: lögvitringurinn má
súpa seyðið af þvi að hafa
aðsetur i sama húsi og Nató-
manni.
Nú lætur lögreglan til skarar
skriða og brýtur upp húsið.
Blaðamaður bjóðviljans tekur
samkvæmt fyrirmælum rit-
stjóra ljósmyndagræjur sinar
upp úr töskunni frá Pfaff og
setur flassið i samband.
Lögreglan skreppur inn úr dyr-
unum og stormar að skrifstofu
Natómanna, sem manni skilst
að sé á annarri eða þriðju hæð.
Blaðamaður kemur á eftir með
allt klárt og þegar lögreglan
undir stjórn varðstjóra fer að
bera sig að sparka i hurð Nató-
manna — klaufalega, að manni
skilst, smellir blaðamaður af.
Varðstjóri hefur lengi ekki verið
úti i þrumuveðri og bregður þvi
ákaflega við leifturljósið. Hver
er þessi maður? spyr hann eins
og Kaifas — og fær þau svör að
þetta sé blaðamaður bjóð-
viljans. Varðstjóri hefur þá
engar vöflur á heldur lætur færa
hann niður á næstu hæð, senni-
lega svo hann verði ekki fyrir
hnjaski, og það þótt blaðamaður
margnefni nafn sitt og vinnu-
stað. Blaðamaður fær að vita að
nóg sé þarna af kommum en
lögreglan tekur Pfafftöskuna i
sina vörslu um hrið.
Fram kemur i fyrrgreindum
blöðum að blaðamaður slapp
ómeiddur úr hildarleiknum, það
er að segja á likama. Aftur-
ámóti segir hann svo frá að
margir hafi nú farið að segja
ljótt um komma og einhverra
hluta vegna virðist blaða-
maðurinn hafa tekið það allt
Háaloftið
saman til sin. Var hann þó
aðeins að vinna sin skyldustörf,
það sem hann fær laun fyrir að
gera.
Nú má fara skjótt yfir sögu,
með þvi að þrátt fyrir klaufa-
lega fótatilburði tekst lögreglu-
mönnum að sparka upp hurð
Natómanna og ýta sófanum úr
vegi. Við það virðast innrásarar
hafa farið góðfúslega út úr
húsinu, nema einn sem sateftir
og bað Natómanna um
(nató)sigarettu. Trúlega hefur
hann fengið hana. Kannski
hefur maðurinn lika verið að
norðan eða starfsmaður við
Kröflu þvi hann skalf ákaflega.
í ljós kom, er hann var enda-
reistur, að hann átti einnig við
fótamein að striöa sem gerði
hann veikan i hnjáliðum. Einnig
honum var bliðlega hjálpað
burtu og hafði nú Natómanni
aftur umráð yfir sima slnum og
skrifstofu allri, með skemmdri
hurð og sófa á ferðalagi. I loft-
inu liggur að hann hafi fyrst
opnað alla glugga, áður en hann
réðst i að færa sófann aftur á
sinn stað, en að þvi loknu er
almannamál að hann hafi lokið
af þvi simtali er hann var áður
truflaður við.
Niðri erallt með spekt. Blaða-
maður bjóðviljans heldur
áfram að nefna nafn sitt og at-
vinnu og gerir kröfu til tösku
sinnar, sem hann og fær þegar
henni er ekki lengur háski
búinn. Loks hreinsast sögu-
sviðið og ekkert vitnar um
atburði morgunsins annað en
opnir gluggar Nató og tvær
laskaðar hurðir.
Hvað hefur gerst? Sögulegur
atburður, hetjudáð til að guma
af á morgun? Eða bara
duggunarlitill bófahasar, skop-
stæling á atferli skæruliða i út-
löndunum? Atburður til að
harma og lita alvarlegum
augum?
Ekkert af þessu. Aðeins ofur-
litill skeleikur i farsadúr.
KJARNORKUVELDI NU
ÍSLAND ER ORÐIÐ
Varnir landsins.
Nú verður ei erfitt um varnirnar
fyrstvið höfum kjarnorkusprengjurnar
Kjarnorkuveldi nú Island er
enskir biðji nú fyrir sér.
bjóðviljinn upplýsti þetta mál.
bá er nú eftir að hitta Pál.
Hann þekkir hergögnin út og inn.
Askoti er galvaskur karlfuglinn.
Ef svona heldur sem horfir hér
og heimspressan islenzka beitir sér.
Getum við sjálfsagt við létta leit
lumað á smávegis Watergeit.
Er rikisstjórnin að tapa taumhaldinu.
beir eru að loka leiðinni
til ljúflinganna á heiðinni.
Fiskimenn og flakarar,
frimúrarar og bakarar.
Kommalið og kafteinar,
kjaftforir með heitingar.
Fjöldi af liði Framsóknar,
frjálslyndir og nasistar.
Varlendinga vaskur her
i vigamóði berjast hér.
Eru verðir ihaidsmenn.
Enginn krati sést hér enn.
Verður lengur varið land.
Hver vekur þetta uppistand?
Reiðlagið á ringul fer,
það riðlast allt úr skorðum hér.
bað skilst nú hverjum skýjaglóp
að skammta verður hass og dóp.
Viský bæði og vindlinga.
Sem veitti mörgum skildinga.
„Alvarlegum augum” þá
i öll skiptin sem siglt er á.
bað vissulega þraut er þung,
þau til skiptis dragðu i pung.
Ég held ég muni af Halanum.
Við hentum öllum karfanum,
með Utstandandi augu stór,
ógleði um skrokkinn fór.
Ef aðeins notar augun sin
auðnulitla stjórnin min.
Við notum bara engin orð,
en ykkur köstum fyrir borð.
Hafið.
Ég elska hafið alla tið,
þvi aldan hjalar við mig blið.
Stormur samt um stund vill þyngja,
standast raun ég þekki vel.
Veröld sjá ég vil og syngja,
veiða fisk og hörpuskel.
Ef ég fæ mér fri i landi
fer ég oftast nær á ball.
Mig kvelur enginn kvenmannsvandi
það kemur mér á frisklegt rall.
Við þekkjum það,
já, þetta hvað.
Við skulum skunda fljótt af stað.
Kristinn Magnússon.
Bretaslagur
Bretinn ekki bliðkast meir
bölvandi allt vill lemja,
niður um sig girðir Geir
grátandi vill semja.
Allir mega eiga von
að opnist greiðfær vegur, —
mikið er Einar Agústsson
öllum þægilegur.
Stendur i vegi ei stórmennskan
stolt i mála þingum,
vel hefur löngum leppmennskan
látið Islendingum.
Jón M Pétursson
frá Hafnardal.
Ingibjörg
Ef ég mætti Imbu hjá
öðru hverju sofa.
Útkeyrður ég yrði þá,
einnig hún með dofa.
VILHJALMUR *
HALLGRÍMSSON
Vetrarvisa.
Vetur þungur þeysist hér,
þenjast sprungur — Norðan —.
Yfir klungur einhver fer,
á svo tunguforðann.
DAGBLAÐIÐ
Dável skal ég dæma hér
Dagblaðinu hróður.
Visnaþáttur Vilhjálms er
vissulega góður.
Kristinn Magnússon.
Vegir mannsins verða hálir
villast menn I éljunum.
Guð upp veki góðar sálir
að gefa veslings fuglunum.
Kristin Guðrnundsdóttir
númer 7 v/Rauðavatn.
Ó, að ég ætti Stinu.
Af öllu hjarta minu
égelskaði hana alla
enda milli að kalla ástfanginn.
Botnar óskast.
Vilja Sunnu koma á kné
kappar dygðasnauðir.
Ingólfur þar fyrstur fór.
Fær þar tómur sjóður skell.
'1 sama knérunn virðast vega.
Viskurýrir gerast enn.
Samkeppnin er sett i bann
sæmd er þjóðin rúin.
bátturinn þakkar ágætar visur.