Dagblaðið - 24.01.1976, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 24.01.1976, Blaðsíða 3
3 Pagblaöið. Laugardagur 24. ianúar 1976. ,IM .................. HVERS LAGS RUGL ER ÞETTA UM KÖRFUBOLTA? \ Seltjarnarnesi, 19. janúar 1976. Tilefni þess að ég tek mér penna i hönd eru skrif Dag- blaðsins um körfuknattleik, sem oftast eru vægast sagt léleg. Grein blaðsins um leik KR og 1S, sem birtist i blaðinu mánu- daginn 19. janúar, slær þó flest út sem ég hef lesið um körfu- knattleik. Greinilegt er að sá sem skrif- ar um þennan leik hefur litið sem ekkertvit á körfuknattleik, en reynir að bæta sér þá van- kunnáttu upp með alls kyns þvaðri. Hann byrjar á þvi að lýsa atviki, sem gerðist snemma i leiknum, er „Trukk- ur’’ KR-inga fékk högg á augað og varð að yfirgefa leikvöllinn um tima. Sfðan segir i grein- inni: ,,Að sjálfsögðu var þetta ö- viljaverk hjá Bjarna (ÍS) en sýnir bara að Trukkur hefur sinar veiku hliðar.”!!! Ég verð að játa að ég skil ekki fyllilega hvað blaðamaðurinn á við. Þó að „Trukkurinn” sé stór og sterkur hlýtur hann að geta slasazt eins og aðrir. Að þessu loknu rekur iþrótta- fréttaritarinn lauslega gang leiksins og skeytir greinilega ekki um hvort tölur eru réttar eða ekki. T.d. var staðan i ieik- hléi 45:43 ÍS i vil, en ekki 53:51 eins og stóð i greininni, og „Trukkurinn” skoraði 29 stig en ekki 39. t siðasta hluta greinarinnar er eitthvert rugl um það að ef „Trukkurinn” léki ekki með KR, þá væri liðið liklega i fall- barattu!! í þessu sambandi vil ég benda iþróttafréttamannin- um á það að á siðasta keppnis- timabili lék KR án „Trukksins” eins og kunnugt er, en varö þó i öðru sæti i íslandsmótinu, Reykjavikurmótinu og Bikar- keppninni og átta leikmenn KR-liðsins nú voru einnig i lið- inu i fyrra. Þess ber að gæta að KR-liðið miðar æfingar sinar og leikkerfi vitanlega við það að með liðinu leikur stór og sterkur miðherji, þ.e. „Trukkurinn”, og af þessari ástæðu er að sjálf- sögðu mjög bagalegt fyrir liðið ef hans nýtur ekki við. Frásögninni lýkur blaða- maðurinn svo með þvi að segja að leikmenn KR, aðrir en „Trukkurinn”, virki nánast sem statistar. Af 95 stigum KR skor- aði „Trukkurinn” 29, þannig að „statistarnir” hljóta óhjá- kvæmilega að hafa skorað 66 stig!! Tilað hrekja þessa „stat- istaþvælu” er nóg að nefna að með KR leikur einn reyndasti og bezti körfuknattleiksmaður landsins, Kolbeinn Pálsson (hefur leikið 41 landsleik), og ef hann er kaliaður statisti i körfu- knattleik, hvað má þá kalla aðra leikmenn 1. deildar? Að lokum langar mig að spyrja: „Hvernig væri að hafa eitthvert samræmi i skrifum um handknattleik og körfuknatt- leik?” Ein af ástæðunum fyrir var gerð upp kom i ljós að Trukkurinn hafði skorað 39 stig — og eins og þú sást i öðrum blöðum kom þetta alls staðar annars staðar fram — nema i Þjóðviljanum. Hins vegar hefur siðar komið á daginn að stig Trukksins voru ekki nema 35 — en tæplega er hægt að kenna mérum það. Þau voru alla vega ekki 29. Ekki trúa Þjóðviljanum um of! Ég stend við það að KR væri alls ekki i toppbaráttu i 1. deild — frekar i fallbaráttunni ef Trukksins nyti ekki við. Ég veit að margir — jafnvel hörðustu KR-ingar eru mér sammála þar. En þú virðist harðari en jafnvel hörðustu KR-ingar. Það er rétt hjá þér, KR stóð sig ágætlega i fyrra —en hverjir leika ekki með sem voru með i fyrra? Jú, máttarstólpar eins og Kristinn Stefánsson, Gunnar Gunnarsson og Guttormur Ólafsson — þar er skarð fyrir skildi — eða hvað finnst þér? t liðinu eru ungir og efnilegir strákar sem eiga eftir að gera það gott i framtiðinni — en enn sem komið er þá geta þeir ekki staðið i toppbaráttu án að- stoðar. Þetta gerði stjórn körfu- knattleiksdeildar KR sér ljóst og þvi var þessi aðstoð fengin. Nú, en Sæbjörn minn, — haíir þú séð leikinn — mér er næst að halda að svo sé ekki — þá var Kolbeinn Pálsson afskaplega litið inn á. Og hafir þú lesið grein mina á mánudaginn þá gastu einnig séð að ég hældi Kolbeini fyrir góðan leik — en engu að siður var hann afskap- lega litið inn á i leiknum. Vondir menn erum við iþróttafréttaritarar — að minnsta kosti lítur þú þannig á. Að það sé okkur að kenna að ekki koma fleiri áhorfendur á 1. deildarleiki i körfunni, visa ég til föðurhúsanna sem kjánalegri þvælu og afbrýðisemi i garð handbolta. Við vitum báðir að körfuknattleikur á tslandi hefur ekki verið allt of burðugur und- anfarin ár. Hins vegar litur iþróttin bjartari tima framund- an. Miklar framfarir hafa átt sér stað — og i samræmi við það hefur það rúm sem fþróttin hef- ur fengið i fjölmiðlum aukizt. llallur Hallsson Hvar væri KR án Trukksins —i toppbaráttu eða fallbaráttu? Ekki eru menn á eitt sáttir um það. þvi hve fáir koma til að horfa á körfuknattleik er áhugaleysi iþróttafréttamanna. Á hverjum mánudegi birtast langar greinar um hvern einstakan handboltaleik, sem fram hefur farið helgina á undan, kannski fjórar talsins. 1 þessum grein- um er öllu lýst mjög nákvæm- lega, beztu menn taldir upp og siðan sagt hverjir hafi skorað mörkin (og eru öll mörkin talin upp). Ef tii samanburðar eru athugaðar fréttir um körfu- bolta, þá sést að þær eru venju- lega litlargreinar, oftast er sagt frá öllum leikjum helgarinnar (þremur eða fjórum) i sömu greininni og þá aðeins getið um úrslit leikjanna og hverjir hafi verið stigahæstir i hverju liði. Hvers vegna er ekki skýrt frá þvi hverjir hafi skorað öll stig leikjanna, eins og gert er i frá- sögnum af handboltaleikjum? Ég vil ljúka þessu bréfi með þvi að beina þeim tilmælum til iþróttafréttamanna Dagblaðs- ins að þeir geri körfuknattleikn- um betri skil i framtiðinni og skrifi af meiri kunnáttu, en ef sú kunnátta er ekki fyrir hendi að fá hæfari m ann til þess að skrifa um körfuknattleik. Sæbjörn Guðmundsson Lambastaðabraut 14 Seltjarnarnesi. Ágæti Sæbjörn. Ég las grein þina og hafði mjög gaman af. Margt athyglisvert kemur fram i greininni — sumt aldeilis rétt en þó flýtir þú þér um of nokkuð vfða. En hvað um það — það var alveg rétt hjá þér — staðan i hálfleik var 45-43 og kom þar til minn klaufaskapur — staðan 53-51 stóð einhverra hluta vegna ofarlegar i huga mér. En þar með er upp talið sem þú segir af einhverri skynsemi og rétt frá. — Þegar leikskýrsla Raddir lesenda Hann Mánafoss Markús: ,EINUM UM OF HREINSKIUNN' tíð, og nú býður hann œvisögu sína til útgáfu — sagt um hann í eina Mánafoss — Markús B. Þor- geirsson skrifar okkur opið bréf til bókaútgefenda: „Hugmynd min um útgáfu bókar er nú að verða að veru- leika. Ég hef orðið var við al- mennan áhuga fólks á að heyra sögu mina, ekki sizt frá sam- starfsmönnum minum á sjó þau 34 ár sem ég stóð þar i barátt- unni i spiraskipum og öðrum skipum. Ég er hreinlyndur maður, eldlinumaður og dreg ekkert undan. Sá sem hreppir sögu mina á von á metsölubók. 1 bókinni, sem er til að mestu leyti i handriti, verður fyrsti kaflinn um Mánafossveltuna og einkadómara i þágu Eim- skipafélagsins, þá verður rætt um afstöðu sjómannasamtak- anna i Reykjavik i þessu máli, sem virtist raunar ekki mikil enda þótt lifi 27 sjómanna væri stefnt i voða af gáleysi. Þá verður sagt frá skringileg- um skipakaupum minum og kvnnum af Pétri heitnum Bene- diktssyni frá þeim tima. Pétur sagði i vottorði um mig orðrétt: Markús befur allt til að bera sem einn mann sæmir. Hann er bara einum um of hreinskilinn. Það er þvi mikið verk að vinna fyrir bókaútgefendur. Þetta er saga sjómanns sem berstaf einlægni fyrir réttinda- málum stéttar sinnar, saga ein- staklings sem fórnar öllu fyrir málstað hennar en er hvergi virtur i félagslegu tilliti fyrir þvi. Hann vantar falsið, smjaörið og undirferlið til að ná árangri i samskiptum við aðra og á félagslegum vettvangi. Þetta er einstaklingur sem er fótum troðinn af þvi að mann- réttindin, skoðanafrelsið, eru hjómið eitt og einn allsherjar blekkingarvefur. Mánafoss-Markús, Hvaleyrarbraut 7. Hafnarf.” Markús B. Þorgeirsson. Spurning dagsins Hvernig skemmtirðu þér um helgar? Rósa Lára Guðlaugsdóttir af- greiðslustúlka : Ég fer i bió og svo fer ég á skemmtistaði og þá aðal- lega i Klúbbinn. Ég hef ekki prufað að fara á þessi nýju diskó- tek, en það þarf ég endilega að gera. Þorsteinn Tyrfingsson nemi: Ég er i skóla svo ég hef nú ekki efni á þvi að fara mikið á skemmtistaði. Annars fer ég einstöku sinnum i bió en ég er mest heima og horfi þá á sjónvarpið. Hálfdái/ Kristjánsson sjómaður: Ég fer á böll þegar ég get. Ég vil hafa liflegt fólk i kringum mig og góða hljómsveit, þá getur maður örugglega skemmt sér. Kinar Guðmundsson matsveinn: Ég skemmti mérnú ekkert frekar um helgar, það fer bara eftir þvi hvenær ég á fri. Þegar landlegur eru fer ég á böll eða i bió. Sigriður Pálsdóttir nemi: Ég fer aðalega á böll og þá i Sigtún. Ég hef nú eiginlega ekkert stundað þessi nýju diskótek. Þegar ég er heima horfi ég fremur litið á sjónvarp, það er frekar iélegt. Jónina Eggertsdóttir húsmóðir: Ég er aðallega heima hjá mér. Þá fylgist ég með sjónvarpinu, annars eru kvikmyndirnar i þvi frekar lélegar þó kemur fyrir að eins og ein er góð.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.