Dagblaðið - 24.01.1976, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 24.01.1976, Blaðsíða 10
\r 10 /* Svqrt og hvítt Már Magnússon, tónleikar I sal félagsheimilis stúdenta, 18.1. ’76. Tónleikar Más Magnússonar voru sérstæðir margra hluta vegna. Þetta voru hans fyrstu sjálfstæðu tónleikar, salurinn var troðfullur af áheyrendum, sem er sjaldgæft, og Már leyfði þeim að heyra tvennt, fyrir hlé hvernig ekki á að syngja eftir margra ára nám við tónlistarháskóla, og eftir hlé hvernig á að syngja eftir margra ára nám við tónlistarhá- skóla. Ég minnist engra tónleika þar sem mér hefur liðið jafn illa og jafn vel. Mistökin voru of mörg til þess að hægt væri að hrifast þeg- ar honum tókst vel. Það var of mikið um að hann væri ofan eða neðan við tóninn, og ef hann hitti á þann rétta, þá var hann valtur á honurri. Einnig átti hann erfitt með að ná háu tónunum, vildu þeir vera klemmdir og hljóma eins og neyðaróp. Hins vegar var eitt mjög ánægjulegt. Þegar honum tókst vel upp fyrri hluta tónleikanna, mátti greina hljómfegurð raddar- innar. Röddin er mjúk og hlý, hljómurinn sterkur og býr yfir túlkunarmætti. Var þess vegna sárt að honum tókst ekki betur á fyrri hlutanum. Gjörbreyttur Hafi allt verið svart fyrir hlé, má segja að allt hafi verið hvitt eftir hlé. Þegar hann hóf sönginn var sem allt annar söngvari væri i salnum.Tónhittnin var allt önnur, hann var hvergi valtur á tóninum, og háu. tónarnir hljómuðu nú hreinir, sterkir og frjálsir. Varð nú allt annað andrúmsloft i saln- um. Áheyrendur lyftust i sætum sinum og tóku gleði sina á ný. Var nú lika lagavalið allt annað. Ljóðalög eftir Brahms og Schu- bert og islensk lög. Var hvert lag- ið öðru betra, og þar báru is- lensku lögin af. Óx lófatakið i samræmi við það, og áður en seinna aukalaginu var lokið, voru sumir áheyrendanna búnir að lyfta höndum, tilbúnir með klapp- ið og þakklætið. Magblaðið. Laugardagur 24. janúar 1976. Frá tónleikum Más Magnússonar, Jónas Ingimundarson við hljóð- færið. Ljósm. Jón Kr. Cortes. f r 1 JÓN KRISTINN Tónlist CORTES i _i L Örugg framkoma Hvað olli þvi að tónleikarnir voru svona tviskiptir að gæðum er erfitt að segja. Tæplega er hægt að kenna skorti af sjálfs- trausti eða þá taugaveiklun, sem allt of oft hrjáir söngvara sem aðra sólóista, þvi framkoma Más var skemmtilega örugg. Var sem hann væri að halda sina hundruð- ustu tónleika fremur en fyrstu. Ég held að ef eigi að kenna ein- hverju um, þá sé það lagavalið. Allavega er ástæða til að óska Má Magnússyni til hamingju með sina fyrstu tónleika og vona að honum takist aldrei að syngja eins og hann gerði fyrir hlé. N S1. miðvikudag var spiluð þriðja umferð hjá Bridgefélagi Reykjavikur. t þessari umferð var mjög mikið um skiptingar- spil. Nú verða sýnd fjögur spil sem öll komu fyrir þá. ♦ AKD84 ¥ 9 5 ♦ 9 6 ♦ G 8 4 2 4 6 * 3 yD G 10 3 2 J 86 ♦ ADG 10 854 ♦K732 4------- *AD 10 9 5 3 ♦ G 10 9 7 6 2 ¥ A K 7 4 ♦ ----- * K 7 6 Á mörgum borðum var farið i sex spaða i norður-suður, og nú var það spurningin, hvort aust- ur-vestur ættu að fórna i sjö tigla. Það var gert á nokkrum borðum, og var 500 niður þvi austur — vestur voru utan hættu en norður — suður á hættu. Þegar farið var yfir spilið kom i ljós að sex spaðar stóðu ekki en fórnin i sjö tigla var betri en að láta norður — suður spila game, þvi það hefði gefið 650. Næsta spil: 4 8 5 ♦ D 8 7 ♦ D G 10 9 8 2 ♦ 7 2 4 A D 10 9 6 2 4 K G 7 3 ♦ 10 6 3 2 ¥ A G ♦ K7 6 £5 4------ * D 9 8 6 5 4 4 4 V K 9 5 4 ♦ A 4 3 ♦ A K G 10 3 A þessi spil voru spilaðir fimm spaðar á nokkrum borð- um og unnust annaðhvort slétt eða með yfirslag, þvi aðeins hjarta út heldur spilinu niðri i fimm. Það virðist ótrúlegt á spil suðurs að það standi sex á borð- inu, nema að útspilið sé hjarta. Þriðja spilið: 4G 7 6 3 V9 2 ♦ A 10 9 6 3 2 ♦ G 4 9 4 A D 5 ¥ 10 876 ¥ A D G 4 3 ♦ K 8 5 4 ♦ D G *K962 * 10 7 4 4 K 10 8 4 2 ♦ K 5 ♦ 7 ♦ A D 8 5 3 Fjórir spaðar standa i þessu spili i norður — suður ef hitt er á spaðann. Norður—suður voru utanhættu.austur —vestur á. A einu borðinu fóru a — v i fimm hjörtu, sem hefðu kostað 1100, en n — s fóru i fimm spaða yfir þvi og a — v sluppu með skrekk- inn. Fjórða spilið var svona: 4 9 2 ¥ 10 9 8 5 3 + ADG83 4A D 7 6 4 4 3 . ¥G V K D 7 2 ♦ D 7 3 2 4A 10 98654 ♦ 10 9 7 5 4 2 4 K G 10 8 5 V A64 ♦ K G 4 K64 Fimm tiglar i a — v eru hættu- legur samningur fyrir n — s, ef þeir taka ekki laufslaginn strax þá er hægt að svina spaða og laufið hverfur. Fimm tiglar voru fórn yfir fjórum hjörtum sem aldrei vinnast. Spilin sem sýnd hafa verið gefa ástæðu til umhugsunar um hvenær á að fórna og hvenær ekki. Stefán Guðjohnsen efstur. Úrslit i þriðju umferð hjá 1 1. flokki er sveit Gylfa Baldurssonar vel efst. Hér er mynd frá undanúrslitunum, er Gylfi var að spila við sveit Hjalta Eliassonar. Lengst til vinstri er Guðlaugur R. Jóhannsson úr sveit Hjalta, þá Gylfi Baldursson að hafa auga meö sinum mönnum. Páll Hjaltason úr sveit Gylfa: örn Arnþórsson sá er spil- ar á móti Guðlaugi sést ekki á myndinni. Þá er áhorfandi Helgi Jóhannesson hjá Rafmagnsveitunni og við sjáum baksvipinn á Jakobi Armannssyni. Bridgefélagi Reykjavikur urðu þessi: Meistaraflokkur. Stefán Guðjohnsen — Benedikt Jóhannsson 14-6 Jón Hjaltason — Alfreð Alfreðsson ó CM Birgir Þorvaldsson —- Helgi Jóhannsson 17-3 Einar Guðjohnsen — Hjalti Eliasson 17-3 1. flokkur. Gissur Ingólfsson — Þórir Sigursteinsson 12-8 Gylfi Baldursson — Ólafur H. Ólafsson 15-5 Þórður Sigfússon — Gisli Hafliðason 16-4 Esther Jakobsdóttir — Sigurjón Helgason 11-9 Staðan i mótinu eftir þrjár umferðir. Meistaraflokkur, stig. 1. Stefán Guðjohnsen 52 2. Jón Hjaltason 45 3. Einar Guðjohnsen 42 4. Hjalti Eliasson 31 l.flokkur. stig. 1. Gylfi Baldursson 53 2. Gissur Ingólfsson 49 3. Ólafur H. Ólafsson 30 4. Sigurjón Helgason 29 HVENÆR Á AÐ FÓRNA? ✓

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.