Dagblaðið - 24.01.1976, Blaðsíða 8
8
Paghlaðið. Laugardagur 24. janúar 1976.
mSIABIÐ
frfálst, úháð dagblað
Útgel'andi: Dagblaðið hl.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ititstjóri: Jónas Kristjánsson
Kréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarlulltrúi: Haukur Helgason
iþróttir: Ilallur Simonarson
llönnun: Jóhannes Reykdal
Blaðamenn: Anna Bjarnason, Asgeir Tóinasson, Atli Steinarsson.
Bragi Sigurðsson, Erna V. IngólfsdóttirrGissur Sigurðsson, Hallur
Hallsson, Helgi Pétursson, Katrín Pálsdóttir, ólafur Jónsson, ómar
Valdimarsson.
Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Björgvin Pálsson, Ragnar
T|. Sigurðsson.
(ijaldkeri: Þráinn Þorleifsson
Auglýsingastjóri: Asgeir Hannes Eiriksson
‘Dreifingarstjóri: Már E.M. Halldórsson
Askriftargjald S00 kr. á mánuði innanlands.
i lausasölu 40 kr. eintakið. Blaðaprent hf.
Ritstjórn Siðumúla 12, simi 8X122, auglýsingar, áskriftir og af-k
greiðsla Þvcrholti 2, simi 27022. ■*.
2.
Stefnt í óefni
Verkföll færast nær, en hvorki geng-
ur né rekur i kjarasamningunum.
Sama sagan er að gerast og i mörg-
um undanförnum samningum, að
þeir dragast mánuðum saman, og
ekki gengur saman, fyrr en verkfalls-
vopninu er beitt eða beiting þess ná-
læg.
Það yrði mikil ógæfa, ef verkföll skyllu á. Nú er ár
litillar eða engrar aukningar þjóðarframleiðslu og
slæmra kjara almennra launþega. Við megum ekki
við miklu. Þjóðarbúið verður að greiða dýru verði
hvern vinnudag, sem glatast, og fæstir launþegar
mega við umtalsverðri rýrnun tekna, sem leiddi af
verkföllum. Þvi er rétt að kanna, hverjir eiga sök-
ina á þvi, að samningar hafa dregizt svo lengi og
stefnt virðist vera út á yztu nöf.
Alþýðusambandið fór nýja leið i þessum samn-
ingaviðræðum. í stað þess að gera þegar i upphafi
kröfur um ákveðna Kauphækkun og aðrar kjarabæt-
ur sneri sambandið sér að þvi að semja óskalista
um umbætur i efnahagsmálum. Orsök þessarar að-
ferðar var, að forystumenn launþega gerðu sér
ljóst, að hin gamla kaupkröfuaðferð þeirra hafði
gefizt illa. Iðulega höfðu rikisstjórnir, beint og
óbeint, eytt kjarabótum fljótlega eftir að samningar
voru gerðir. Forystumenn launþega vildu þvi að
þessu sinni ganga beint til verks og reyna að semja
við rikisstjórnina um efnahagsmálin. Þá fyrst þeg-
ar i ljós kæmi, að bæturnar, sem þessi aðferð gæfi,
væru ónógar, skyldu lagðar fram beinar kaupkröf-
ur.
Þetta er i sjálfu sér rökrétt. Hvers vegna skyldi
þunga samninga yfirleitt beint að þvi að semja við
atvinnurekendur, þegar það er raunverulega rikis-
stjórnin, sem semja þarf við? Atvinnurekendur
gengust inn á þessa aðferð og sömdu sjálfir óska-
lista i efnahagsmálum. Það skemmtilega kom i
ljós, að samkomulag var milli atvinnurekenda og
launþega um langflest á þessum óskalistum.
Hins vegar brást rikisstjórnin. Hún hefði strax átt
að veita ákveðin svör við tillögum samningamanna,
já eða nei eftir atvikum. Hún átti að sjálfsögðu að
gera róttækar aðgerðir i efnahagsmálum i stað þess
að draga þær von úr viti. Rikisstjórnin gerði sér
ekki far um að svara aðilum vinnumarkaðarins.
Þvi skaut hún á frest. Neikvæð svör hefðu haft gildi.
Þess i stað voru samningamenn skildir eftir á köld-
um klaka.
Alþýðusambandsmenn bera einnig sök á drættin-
um i samningaviðræðunum. Þegar engin greið svör
fengust frá rikisstjórninni, áttu þeir ekki að draga á
langinn að leggja fram aðalkröfuna, kröfuna um
ákveðna kauphækkun i prósentum.
Þeir báru fram ýmsar aukakröfur en létu at-
vinnurekendur ekki vita af aðalkröfunni. Eins og
Jón H. Bergs formaður Vinnuveitendasambandsins
hefur sagt er ekki að búast við, að mikið gangi,
meðan beðið er eftir aðalkröfunni.
Þrátt fyrir góðan vilja margra, sem að samn-
ingaviðræðunum standa, að láta sorgarsöguna frá
fyrri samningum ekki endurtaka sig, virðist enn
einu sinni vera stefnt i óefni.
-
Miklar hreinsanir í Sovétríkjunum
,Höfuðin skoppa'
,,Höfuðin rúlla i Sovétlýðveld-
unum meðan leiðtogarnir búa
sig undir flokksþing kommún-
istaflokksins sem haldið verður
i næsta mánuði i Moskvu. Spill-
ing hefur verið afhjúpuð meðal
ýmissa háttsettra manna i
flokknum. Þessi spilling gefur
til kynna að ýmsir, sem komizt
hafa að kjötkötlunum, beiti að-
stöðu sinni eitthvað i þeim dúr
sem júgóslavneski rithöfundur-
inn og stjórnmálamaðurinn
Milovan Djilas lýsti i bók sinni
Hin nýja stétt.
Við valdatöku kommúnista i
hinum ýmsu rikjum, er þeir nú
ráða, hefur aðalbreyting orðið
sú að nýir menn stjórna. Breyt-
ingin birtist siður i bættum hag
alþýðu. Kommúnisminn er i
framkvæmd rikiskapitalismi.
Eftir sem áður er mikil stétta-
skipting. Aðeins nýir menn
stjórna en alþýðan er hin sama.
Afstaða foringjanna til alþýðu
manna þarf ekki að vera betri
en afstaða eigenda
fyrirtækjanna var áður. Jafnvel
er liklegt að hún verði verri.
Skipa vini sina
i stöður
Æðstu menn Sovétrikjanna
eru um þessar mundir i striði
við nokkra þætti spillingarinn-
ar.
Eins og venjulega fyrir
flokksþing kommúnistaflokks-
ins hafa flokksdeildir á einstök-
um stöðum komið saman til að
kjósa fulltrúa. Flokksþinginu er
ætlað að marka stefnuna fyrir
næstu fjögur eða fimm árin.
Samtimis kappkosta einstakar
flokksdeildir að gera hreint fyr-
ir sinum dyrum. Sumar reyna
að losa sig við þá sem ekki hafa
staðið sig.
Frægasta fórnardýr hreins-
ananna nú er 55 ára maður úr
framkvæmdastjórn flokksins og
áberandi fulltrúi á siðasta
flokksþingi, Vladimir
Degtyarev. Hann var fyrir
nokkrum dögum rekinn úr stöðu
framkvæmdastjóra flokksins i
námuhéraðinu Donetsk i
Úkrainuþar sem um fimm þús-
und manns búa. Rökin fyrir
AÐ LOKA LANDI
Það þarf engum blöðum um það
að fletta að án hingaðkomu Breta
og Bandarikjamanna á striðsár-
unum hef ði tsland orðið Þjóðverj-
um að bráð i þess orðs fyllstu
merkingu og þvi verið skilað i
hendur landsmanna að striðinu
loknu á allt annan veg en raunin
varð þó á um Noreg og Dan-
mörku, að ekki sé nú minnztá þau
mannvirki sem hér voru gerð af
bandamönnum á striðsárunum og
skilin voru eftir.
SU uppbygging og þau mann-
virki sem hér voru gerð á striðs-
árunum voru reist af banda-
mönnum vegna knýjandi þarfar
og nauðsynjar á góðri aðstöðu og
skilyrðum til greiðra samskipta
og umferðar milli tveggja heims-
álfa, Evrópu og Ameriku, með til-
liti til birgða- og mannflutninga.
Ef Þjóðverjar hefðu komið
hingað á undan Bretum er senni-
legt að þeir hefðu láfið sér nægja
að koma upp einum sæmilegum
flugvelli við höfuðborgarsvæðið
og reist bækistöðvar einvörðungu
fyrir mannafla þann sem nægði
til að hersitja landið, halda þvi
frá bandamönnum.
^...........- - .......................................--........-
Lengi hefur suma klæjað i lóf-
ana eftir þvi að geta velt þeim
steini af stað sem lokar endan-
lega fyrir straum frjálsra sam-
skipta við umheiminn.
Nú hefur gullið tækifæri borizt i
hendur þeirra sem við þennan
stein hafa bisað, allt frá þvi að
lauk heimsstyrjöldinni siðari og
fullvist að við tslendingar slypp-
um bærilega frá þeim hildarleik.
Ekki var þessari mannskæðu
og afdrifariku styrjöld fyrr lokið
en hérlendir ofstækismenn með
kommúnista i fararbroddi (flokk-
ur þeirra hét þá að visu Samein-
ingarflokkur alþýðu, Sósialista-
flokkurinn) tóku til við að hreyta
úr sér sora þeirrar sálarkreppu
sem þeir ávallt þjást af og á rót
sina að rekja til þess, m.a., að
Bretar og Bandarikjamenn náðu
naumlega að frelsa tsland frá
undirokun Þjóðverja sem annars
hefði orðið ef ekki hefðu Bretar
náð hér iandi i tæka tið og her-
numið landið, öllum að óvörum.
Kommúnistar ásamt öðrum
vinstri mönnum hér tala gjarnan
um „hernám” Breta á tslandi i
heimsstyrjöldinni siðari eins og
eitthvert ódæðisverk sem fram-
ið hafi verið til að kúga þjóðina og
einstaka raddir heyrast enn um
að Englendingar hafi jafnvel
sökkt islenzkum skipum sem voru
að „flytja björg i bú” Bretlands á
striðsárunum.
En ætli þaðhafi ekki verið hag-
ur beggja, tslendinga jafnt og
Breta, að fiskur var þangað flutt-
ur í striðinu? — Engum heilvita
manni kemur það heldur i hug að
Bretar hafi sökkl nokkru islenzku
skipi á þeim timum — af ásettu
ráði, enda ekki sannað að svo hafi
verið.
Aftur á móti urðu fslendingar
fyrir manntjóni af völdum Þjóð-
verja á þessum árum, þeirri þjóð
sem tslendingar semja nú við um
undanþágur við fiskveiðar inr.an
hinnar nýju landhelgi, fyrsta
allra, en striðum enn við Eng-
lendinga sem við þó eigum eitt-
hvað upp að unna frá fyrri árum,
hversu fast serri kommúnistar
haida við sálarkreppuofsóknir
sinar i garð þeirra og Banda-
rikjamanna.
brottrekstrinum voru að hann
hefði brotið reglur flokksins,
sýnt slappleika og kæruleysi i
afstöðu til flokksmanna sem
sekir hefðu verið um brot og
spillingu.
Scherbitsky, æðsti maður
kommúnistaflokksins i Úkra-
inu, hvatti til aukins aga i
flokknum og vitnaði til þess
þegar fyrirrennari hans,
Shelest, var rekinn úr æðsta
ráðinu fyrir tveimur árum.
Vestrænir fréttamenn túlkuðu
þetta þannig að Degtyarev hefði
gert sömu mistök og Shelest.
Hann hefði hlaðið undir vini sina
i flokknum og skipað þá i stöður,
hvort sem þeir væru hæfir eða
ekki. Annað atriði á saka-
skránni mun hafa verið að hann
hafi sýnt linkind gagnvart
úkrainskri þjóðernisstefnu.
Af brottrekstrinum leiðir
vafalaust að þessi áður valda-
mikli maður mun ekki sitja i
miðstjórn kommúnistaflokks
Sovétrikjanna né æðsta ráðinu i
Úkrainu öllu lengur.
Látið undan þjóðernis-
stefnu
Ekki var spilling orsök allra
hreinsananna að þessu sinni.
Svo virðist sem viða hafi hátt-
settir menn i kommúnistaflokk-
unum látið undan þjóðernis-
stefnu i hinum ýmsu Sovétlýð-
veldum og verið sparkað fyrir
vikið.
f Sovétlýðveldunum bera
menn sig illa vegna drottnunar
Rússa i Sovétrikjunum. Þar
sem kommúnistaflokkurinn
hefur jafnan lagt áherzlu á sem
öflugasta miðstjórn hefur valdið
verið i Moskvu og þaðan hafa
Rússarnir drottnað yfir öðrum
þjóðum sovézka sambandslýð-
veldisins.
Þjóðernisstefnan i hinum
ýmsu lýðveldum á djúpar rætur
i hjörtum almennings. Menn
dreymir um að einhvern tima
muni sá dagur renna að lýðveld-
in fái sjálfsforræði sem eitthvað
kveður að.
Eins og Degtyarev voru
iðnaðarráðherrann og fram-
Brésnjev býr sig undir flokksþing.