Dagblaðið - 24.01.1976, Blaðsíða 9
9
\
Pagblaðið. Laugardagur 24. janúar 1976.
..... \ /■
kvæmdastjóri flokksins i Azer-
baidjan reknir fyrir að hafa sett
vini sina i háar stöður.
I desember var sagt frá þvi að
embættismenn flokksins i Azer-
baidjan hefðu hlotið hirtingu
fyrir að hafa látið niðursuðu-
verksmiðju, þar sem soðnir
voru niður ávextir og grænmeti,
hafa fé af rikinu. Það er há fjár-
hæðsemum ræðir, liklega hátt i
tveir milljarðar króna.
Yfirmaður kommúnista-
flokksins á staðnum læsti niður
skjöl um fjárdráttinn svo að
rannsóknarmenn rikisins kæm-
ust ekki i þau, segir i blaðinu
Bakinsky Rabochi.
Forseti Georgiu
vikur
1 grannlýðveldinu Georgiu
var aðstoðarframkvæmdastjóri
flokksdeildarinnar, Alexander
Churkin, sem er Rússi, rekinn
fyrir alvarleg „mistök” sem
ekki var nánari grein gerð fyrir.
Forseti Georgiu, Georgy
Dzotsenidze, lét af störfum fyrr
i þessum mánuði. Hann er 65
ára. Sú merkilega skýring var
gefin á þvi að hann vildi nú
helga sig störfum sem fræði-
maður. Forsetinn er jarðfræð-
ingur.
Fréttaskýrendur telja afsögn
hans hins vegar þátt i hreinsun-
um sem staðið hafa yfir i flokks-
deildinni i Georgiu allt frá þvi
að kommúnistaleiðtogi lýð-
veldisins, Eduard Shevernadze,
varlátinn vikja vegna spillingar
árið 1972.
Dzotsenidze hafði verið for-
seti siðan 1959. Hann var talinn
hafa verið undir sömu sök seld-
ur og Shevernadze.
Churkin mun sennilegast hafa
staðið sig ilia sem „varðhund-
ur” Kremlvaldsins i Georgiu.
Þá hafa að undanförnu orðið
breytingar innan æðstu sveitar
manna i lýðveldinu Kazakhstan.
í tveimur flokksdeildum þar
hafa hreinsanir verið gerðar.
í lýðveldinu Turkmenistan
var forsætisráðherranum
sparkað fyrir jólin. Honum var
gefið að sök að hafa gert alvar-
leg mistök i starfi og ..hegðað
sér illa.”
Bréf frá henni
Ameríku:
Þórir S. Gröndal
Þórir S. Gröndal er
Reykvikingur, sonur
Sigurðar Gröndals
framreiðslumanns og konu
hans. Þórir hefur siðustu 14
ár starfað sem einn af sölu-
stjórum Iceland Product i
Bandarikjunum. Hann skrif-
aði um tima þætti I Timann
sem landsfrægir urðu. Nú
höfum við fengið Þóri til að
taka aftur upp þráðinn og
munu fleiri þættir hans
fylgja i kjölfar þessa. Þórir
er 42 ára, kvæntur Erlu
Ölafsson.
Mikið lifandis skelfing er nú
alltaf gaman að koma heim um
jólin. Það eru auðvitað fyrst og
fremst ættingjarnir og vinirnir
sem ánægjulegast er að hitta, en
svo er hann lika svo sterkur jóla-
andinn eða stemningin sem á
hólmanum góða rikir um hátið-
arnar.
Það voru fimm ár siðan við
höfðum eytt jólum á Islandi og til-
hlökkunin þvi mikil, enda er
hátiðahald heldur af skornum
skammti hérna i henni Ameriku
og með allt öðrum hætti en
Islendingar eiga að venjast. Við
landar i útlöndum höfum oft velt
þvi fyrir okkur hvers vegna
Islendingar séu svona flinkir að
halda upp á jól, áramót og aðra
tyllidaga. Ein algengasta skýr-
ingin er hin svokallaða skorpu-
kenning, og held ég meira að
segja að ég hafi séð minnzt á hana
i blöðunum heima nú um jólin.
Kenningin er á þá leið að
Islendingar geri allt i skorpum.
Þeir vinni i skorpum, slóri i
skorpum o.s.frv. Ekki veit ég af
hverju þetta stafar en dettur helzt
i hug að jarðskorpan, þar sem
heitir Island, hafi verið hálf-
SKORPUÞJÓÐIN
GÓÐA
skorpukennd lika: hún hefir h'rist
sig i skorpum, gosið i skorpum,
látið rigna á sig i skorpum (heil
sumur i einu) o.s.frv. Svo hefir
kannski lika eitthvað að segja að
landsmenn, áður fyrr aðallega,
lifðu mikið á brauðskorpum.
1 þeim mörgu fjölskyldu- og
vinaboðum, sem við tókum þátt i,
var að vonum rætt mikið um
vanda þá sem að okkar ástkæru
þjóð steðja um þessar mundir.
Þorskastriðiðátti hug flestra sem
von var og dáðumst við mjög að
samheldni og viljafestu almenn-
ings. Það virðist eiga vel við land-
ann að standa i striði og hittum
við engan fyrir, það aldraðan eða
lúinn, að ekki kæmu gneistar i
augun og roði i kinnar þegar sið-
ustu árekstrar eða klippingar bar
á góma. Litill vafi er á þvi að
klippingarnar eru landsmönnum i
heild eins nauðsynlegar hugar-
farslega séð og þær eru rökurum
nauðsynlegar efnahagslega séð.
Svo voru náttúrlega efnahags-
málin mikið rædd. Þrátt fyrir
svartar útlitslýsingar frammá-
manna, fannst mér sem margir
tækju þær ekki allt of hátiðlega.
Eflaust er það orðið eins á Islandi
og viða annars staðar að leið-
togum og stjórnmálamönnum er
ekki trúað eins vel og áður fyrr.
Svo er lika hitt, að íslendingar
eru allmiklir barningsmenn og
hafa svo oft áður lamið sig alla
utan. Ekki má heldur láta hjá liða
að geta þess að við urðum vör við
að margir á landinu kæra hafa
bætt við barnatrúna sina einm
mikið notaðri trúaryfirlýsingu:
„Þetta hlýtur að reddast ein-
hvern veginn.”
Þeir sem eru alvarlega þenkj-
andi og áhyggjum hlaðnir vegna
hins slæma útlits og ástands,
reyna að finna leiðir til að útskýra
voðann fyrir börnum landsins.
Einn þeirra hafði reiknað út að
hvert barn, sem i heiminn kæmi á
tslandi, fengi i vöggugjöf kr.
300.000,00 i erlendum skuldum!
Viðurkennt skal að við þessa út-
skýringu á geigvænlegri upphæð
erlendra skulda setti mig hljóðan
og hugsi. Brátt hristi ég samt af
mér áhyggjudrungann og hélt
áfram að halda upp á jólin eins og
aðrir landsmenn.
En daginn eftir, þegar ég sá i
Mogga að nokkur fyrirtæki höfðfi
keypt sér heilsiðuauglýsingu Ú\
að bjóða fyrsta barnið 1976 vel-
komið, fór ég aftur að hugsa iym
erlendu skuldasúpuna. Fyrir-
tækin tilkynntu að þau ætiuðu
hvert á sinn máta, að heiðra hinn
nýja borgara og foreldra hans
meðýmsumóti: „Hagkaup gefur
barninu tvö dúsin af bleium og
heilán kassa af Lúx-sápu-
spónum.” ,,Sól h/f sendir for-
eldrum fyrsta barnsins
hamingjuóskir með sólargeislann
sinn og býður þeim ókeypis
Tropicana fyrir barnið i eitt ár.”
Mér fannst þá að þarna vantaði
rausnarlegasta gefandann af
þeim öllum. Hans tilkynning hefði
getað hljóðað svona: ,,Um leið-og
hin islenzka þjóð býður nýjan
þegn velkominn á hina ástkæru
fósturmold færir hún honum kr.
300.000,00 i erlendum skuldum.”
Ekki veit ég hvað margar barns-
hafandi konur þjóðarinnar fæddu
af sér nýja skuldunauta á nýárs-
dag, en ég vona að þeir hafi verið
margir. Það er viðskiptalega
mjög gott að dreifa áhættunni.
Þórir S. Gröndal
Fyrsta barn ársins fékk margar gjafir. Enginn opinber aðili vildi þó
tilkynna að það skuldaði 300 þúsund krónur.
Þau mannvirki, sem hér hefðu
verið reist af Þjóðverjum, hefðu
Islendingar verið látnir vinna við,
ekki á „bretavinnu-visu” heldur i
nauðungarvinnu, eins og tiðkaðist
annars staðar á þeirra yfirráða-
svæðum.
Ekki er heldur að efa það að
hefði Þjóðverjum tekizt að koma
hingað herliði til setu hefðu ís-
lendingar, auk alls annars, mátt
búastvið að mannfall þeirra hefði
orðið mjög tilfinnanlegt, svo ekki
sé fastar að orði kveðið, og mann-
virki eyðilögð i loftárásum
bandamanna á bækistöðvar Þjóð-
verja til að ná landinu frá þeim,
svo mikilvægt sem landið var á-
litið vera á þessum timum. Og
svo hefði getað farið að þjóðin
hefði ekki getað risið undir þeim
örðugleikum sem slik herseta
hefði skapað.
Við tslendingar getum þvi
sannarlega hrósað happi yfir þvi
að svo fór sem raun varð á og að
standa uppi með. þau mannvirki
sem þó enn eru hér til minja og i
fullri nýtingu, svo sem tveir flug-
veilir, okkar einustu og beztu
hjálparhellur til samgangna og
flutninga að og frá landinu,
mannvirki sem við værum ekki
enn umkomnir að reisa ef banda-
menn hefðu ekki komið og „her-
numið” landið.
Það er þvi ekki að furða þótt
kommúnistar reyni nú að fá til
Kjallarinn
Geir R. Andersen
fylgis við sig öll tiltæk öfgaöfl og
æsa til óspekta vegna þeirra
skuldbindinga sem við höfum
gengizt undir af fúsum og frjáls-
um vilja, að vera aðilar að vest-
rænu varnarbandalagi, NATÓ.
Það kemur heldur engum á ó-
vart að nú skuli tækifærið notað
enn einu sinni og reynt að klekkja
á þessu samstarfi með ögrunum
og æsingarslagorðum með þvi að
hvetja til lokunar varnarstöðvar
á Keflavikurflugvelli og fá til liðs
við sig einstaka tiltæka hópa
manna, fólk úr hópi útgerðar-
manna og sjómanna sem er auð-
veld bráð ofstækisafla i landinu
vegna þess hve landhelgisút-
færslan er þeim nátengt mál og
þar með afkomumöguleikar.
Það er nú bersýnilegt að nú
ætla þau kommúntisku öfl, sem
hér i landi starfa, með siðferði-
legum stuðningi miðstjórnar
þeirra i Evrópu, hvar svo sem
húner staðsett þessa stundina, að
knýja islenzku þjóðina til svokall-
aðra „róttækra aðgerða”, koma
upp ágreiningi og sundrungu
meðal landsmanna innbyrðis svo
að auðvelt veitist að losa um þau
einu tengsl sem við höfum til
tryggingar þvi að vera áfram i
samfélagi vestrænna rikja.
Islendingar eru deilugjarnir að
eðlisfari og þetta notfæra islenzk-
ir kommúnistar sér óspart, meðal
sinnar eigin þjóðar, og vita sem
er aö sundurlyndi, kannski frem-
urómótaðar skoðanir almennings
á mikilvægum þjóðmálum, hefur
áður orðið til þess að erlent vald
hefur náð hér áhrifum og völdum,
— og svo ætla þeir einnig að fari
nú. Um það snýst hugsun og mál-
flutningur kommúnista um þess-
ar mundir á Islandi. Fjálgleg
skrif Þjóðviljans og ritstjóra hans
um stuðning við sjómenn og land-
helgismálið breyta þar engu um.
Og forystugrein Þjóðviljans, mið-
vikud. 14. jan. sl„ sem ritað er i
formi eins konar einkabréfs til
aðalritara NATÓ, er engan veg-
inn ritað fyrir hönd islenzku
þjóðarinnar i heild, þótt svo mætti
halda við lestur hennar, þvi enn
er Þjóðviljinn þó ekki opinbert
málgagn neinna, — nema komm-
únista einna.
Það hefur verið i tizku undan-
farið að senda „lesendabréf” til
dagblaðanna, bréf sem innihalda
beinan róg um vestræna sam-
vinnu, Bandarikjamenn, og þá
einkum um dvöl þeirra á Kefla-
vikurflugvelli.
Er þar margt tint til og hefur
gengið svo langt að einn þessara
dulbúnu kommúnista (sem ætla
verður að þeir séu af skrifum
þeirra) heldur þvi fram að mest-
ur hluti eiturlyfja og annars
smygls sem til landsins kemur sé
frá „bandariskum glæpamönn-
um” á Keflavikurflugvelli — og
hafi eyðilagt lif ótalinna islenzkra
unglinga og skapað fjölskyldum
þeirra mikla angist! Já, það væri
mikil gæfa yfir islenzkum ung-
lingum ef varnarliðið hefði ekki
komið til landsins! Börnin á
Sauðárkróki og Selfossi sem ráf-
uðu útúrdrukkin um götur bæja
sinna um áramótin og grýttu lög-
regluna, börn 11 og 12 ára gömul.
hefðu sennilega setið heima undir
húslestri foreldra sinna ef
varnarliðið væri ekki hér!
Svo mörg eru þau orð og þannig
er unnið ötullega að þvi á öllum
vigstöðvum og eftir öllum mögu-
legum leiðum að koma Islandi
endanlega út úr hópi vestrænna
rikja, og til þess eru sannarlega
öll meðul notuð.
Nú hefur þungum steini verið
velt af brjósti vinstri aflanna
(sem eins og allir vita eru mestu
ættjarðarvinirnir og i raun „vor-
menn” Islands!) þar sem ákveðið
hefur verið að slita stjórnmála-
sambandi við Englendinga og
taka þar með fyrsta skrefið af
þeim sem á eftir munu fylgja i þá
átt að fjarlægjast „vestrið”.
Telja verður vafasamt að þeir
hinir sömu og nú ánetjast islenzk-
um öfgaöflum i þeim ásetningi
sinum, vegna timabundinna að-
stæðna, að ganga úr NATÓ og
standa utanvið bandalag vest-
rænna rikja, sem við höfum hing-
að til haft mest samskipti við.
geri sér grein fyrir afleiðingun-
um.
En það má lita á það sem hrein-
an óvitaskap, ef ekki landráða-
stefnu, sömuleiðis að ganga til
samvinnu við þau öfl i' landinu
sem engra hagsmuna hafa að
gæta annarra en að loka landi.
Geir R. Andersen.