Dagblaðið - 24.01.1976, Blaðsíða 5
PaKblaöiö. Laugardagur 24. janúar I!)7(>.
5
N
Meðaleignatjón í órekstri yfir 50 þúsund krónur:
Snjórinn kostar bíleigendur
°9 tryggingafélög stórfé
Þessi sjón cr orðin nokkuð algeng hjá blaðafólkinu vl<"Biaö.)Siöu-
múla. Þar ganga engir strætisvagnar um og þvi virðist snJ -,10iistur
verða þar útundan þrátt fyrir mikla umferð. Myndazt hala
hjólför og hryggir sitt hvoru ntegin við þau. Árekstur verður þvi íL
þcgar bilarnir reyna aö komast upp á hryggina en skrcnsa til (DB-
mynd)
Flestum blöskrar sá fjöldi á-
rekstra sem orðið hefur undan-
farna daga. Eins og fram hefur
komið i blöðum hafa þeir verið á
bilinu frá 30-50 suma dagana.
Tryggingamenn eru þó ekki i
þeim hópi sem blöskrar þessi
fjöldi árekstra. Þeir segja að
árekstrafjöldinn sé svo mikill
yfir alla daga ársins að þessir
siðustu árekstradagar breyti
ekki miklu i heildarsvipnum.
Þeir eru sammála um að gera
þurfi hastarlega almenna her-
ferð til að draga úr þvi hundruð
milljóna eða milljarða tjóni sem
árekstrar valda.
Ölafur Bergsson deildarstjóri
bifreiðatrygginga hjá Sjóvá
sagði að 1500-2000 bilar lentu i
árekstri á hverju ári. Bölið væri
þvi almennt. Væru sökudólgar
fáir væri auðvelt að bæta úr með
þvi að taka þá úr umferð. En
ástandið væri svo slæmt að ekk-
ert nema róttæk herferð og hug-
arfarsbreyting i umferðarmál-
um dygði til úrbóta.
Ölafur sagði að hjá Sjóvá væri
ekki nema u.þ.b. fjórði hver bill
að einhverju eða öllu leyti i
kaskótryggingu. Hlutfallið hefði
' -ið svolitið hærra 1974, en þá
f U v'urn nýja bila i um-
tryggingum hjá Sjóvá .~,4 hefði
verið um 42.000 kr en viri>-* .
október 1975 vera urn 52.0uh
krónur. 1973 var meðal muna-
tjón 27.300 krónur. Ólafur sagði
að árekstrar nú væru ekki
stærri en áður eða miklu fleiri.
Mismunurinn frá ári til árs væri
aðeins munur á verðgildi krón-
unnar.
Björn Jensson hjá Tryggingu
hf. kvað nýjar tölur um meðal
munatjón i árekstri ekki liggja
fyrir en það hefði hjá Tryggingu
h.f. verið um 40 þús. kr. árið
1974. Hann sagði að 1974 hefði
tæDlega þriðjungur bila sem
tryggðir voru hjá félaginu verið
i einhvers konar kaskótrygg-
ingu. Algengast væri að sjálfs-
ábyrgð i kaskótryggingu væri
25-50 þúsund kr. Hann kvað
mjög hækkað varahlutaverð
eiga hlut i hækkun meðaltjóns.
Mikið af varahlutum væru sér-
pantaðirhlutirag þvi dýrari en
ella. T.d. köstaði nú vélarhlif á
Range Rover 80 þúsund og hefði
hækkað um helming á einu ári.
Um árekstrana siðustu daga
sagði Bjarni, að þeir væru að
visu fleiri en venjulega en tjónin
væru yfirleitt smærri. Dagarnir
yrðu þvi tryggingafélögunum
e.t.v. ekki dýrari en aðrir dag-
ar. ASt
--------------•
Akureyri
í plús
Mörg sveitarfélögin eru
vist fyrir neðan núllið en
fjárhagsstaða Akureyrar
var siðasta árið fyrir ofan
núll, og þótti vel sloppið.
Aðalhlaupareikningur
bæjarins var að visu nei-
kvæður um átta milljónir en
aðrir reikningar voru já-
kvæðir og gerðu betur en að
jafna metin.
Með þvi að ganga hart
fram i innheimtu tókst
Akureyrarbæ, þrátt fyrir
slæmt ástand, að ná svipaðri
innheimtu fyrir áramótin og
var árið á undan, það er að
segja um 91%.
—HH
Kópavogur:
Verri
innheimta
„Staða Kópavogsbæjar
hefur ekki verið nógu góð,”
sagði Jón Guðlaugur
Magnússon bæjarritari i við-
tali við Dagblaðið.
Bæjarritari sagði að inn-
heimta á aðstöðugjöldum
siðastliðins árshefði verið 91
prósent. Árið áður var
innheimtan 94,6 prósent.
Uppgjöri er ekki lokið i
Kópavogi. Bæjarritari sagði
að bærinn skuldaði ekki jafn-
•nikið og áður á hlaupareikn-
'n|j en það gæfi ekki neina
iuUkO'-*>2 mynd af stöðunni.
—HH
Fjórhagsstaðu
Hafnarfjarðar*,
Ekki í
vanskilum
„Innheimta gekk vonum
framar á siðasta ári,” sagði
Guðbjörn ólafsson bæjarrit-
ari i Hafnarfirði i viðtali við
Dagblaðið.
„Af útsvörum og aðstöðu-
gjöldum innheimtust 86,29
prósent, sem er nokkuð svip-
að og árið áður.
Fjárhagurinn er frekar
þröngur þvi að verkefnin eru
óþrjótandi. Bærinn er ekki i
neinum vanskilum. Hann
hefur staðið við alla samn-
inga og greiðslu samkvæmt
skuldbindingum.
Bærinn tók stór lán á
siðasta ári enda miklar
framkvæmdir, aðallega
hitaveitan." Framkvæmdir
voru miklu meiri en áður svo
að ekki er við öðru að búast
en að fjárhagurinn hafi verið
þröngur þar umfram.
—HII
Fjórhagur Keflavikur:
Innheimta
betri en úður
„Fjárhagsstaða Kefla-
vikurbæjar er svipuð og und-
anfarin ár. Skuldir hafa litið
vaxið i prósentum en
upphæðir hækkað i verðbólg-
unni. að sögn Steinþórs
Júliussonar bæjarritara i
Keflavik.
Innheimta gekk siðasta ár
beturen áður, þótt merkilegt
sé við það ástand sem
margir kalla „kreppu ". Af
útsvörum og aðstöðugjöldum
ársins innheimtust 86.3
prósent fyrir áramótin. Af
eldri skuldum innheimtust i
fyrra 45,9%, þannig að alls
innheimtust af útistandandi
skuldum bæjarfélagsins
80.4%.
Árið áður nam innheimtan
79 prósentum svo að hún var
betri siðastliðið ár.
„Fljótt á litið tel ég að
rekstur bæjarfélagsins
standi nokkuð i járnum."
sagði bæjarritari.
—1111
--------------
Þorrinn í dag
og í gamla daga:
Menn hoppa ekki lengur á
öðrum fœti kringum bœi sína
— en við höldum þó upp á þorra á okkar hátt
— Við höfum alltaf reynt að
gera eitthvað sérstakt fyrir
islenzka matinn, sagði Garðar
Svavarsson kaupmaður i Kjöt-
verzlun Tómasar, Laugavegi 2.
— Sú verzlun er ein af elztu kjöt-
verzlunum bæjarins, var stofn-
uð árið 1909.
— Þorramat i þeim „búningi”
sem nú er algengastur, margar
tegundir saman i einum kassa,
byrjuðum við að framreiða árið
1961. Það hefur alltaf verið mjög
mikil eftirspurn eftir honum
allan þorrann.sagði Garðar.
1 kössunum sem eru á boðstól-
um hjá Tómasi eru átján
tegundir af þorramat, kassinn
vegur tæpt kiló og kostar átta
hundruð kr.
Tvö veitingahús hafa „sér-
hæft” sig i þorramat en það eru
Naustið og Múlakaffi. 1
Naustinu er þorramaturinn
framreiddur i trogum, hver má
borða eins og hann getur og
kosta herlegheitin, fimmtán
tegundir, 2250 kr. Þar er að
sjálfsögðu hægt að fá brenni-
vinið með og kostar hver snaps
200 krónur.
1 Múlakaffi kostar skammtur-
inn 800 kr. fyrir manninn og þar
er einnig hægt að fá „hjóna-
kassa” með heim og kosta þeir
kr. 1000. Þar eru einnig fimmtán
tegundir af þorramat.
Það er almennur siður um allt
land að menn geri sér dagamun
á þorranum, sem hófst i gær, en
— Hver fjárinn,
hvergi er mað-
ur óhultur fyrir
þessari Land-
helgisgæzlu!
Dagblaðsmenn gátu ekki á sér sctið I gærkvöldi og fengu sér „mat-
seðil dagsins”, og hér sjást þeir Ilclgi Pétursson, Ragnar Th. Sig-
urðsson og Ómar Valdimarsson maula á gómsætum kviösviðum og
öðru góðgæti (DB-mynd Bjarnleifur)
þá var þessi svokallaði bónda-
dagur.
Nú halda menn „þorrablót”,
jafnvel langt fram á góu, koma
saman og borða þorramat og fá
sér brennivin með.
1 bók Jónasar frá Hrafnagili,
tslenzkir þjóðhættir, fundum við
þennan fróðleik um þorra:
„Föstudagurinn fyrsti i þorra
— miðsvetrardagurinn — var
talsverður uppáhalds- og tylli-
dagur viða um land. Mun það
véra leifar af hinu forna þorra-
blóti fornmanna, sem lifað
hefur i breyttri mynd. Nú á 19.
öld mun þetta hátiðahald hafa
verið dáið út alls staðar um land
nema á Austurlandi. Þar er
þessi dagur nefndur bóndadag-
ur. Eftir fornum munnmælum
átti bóndinn á hverjum bæ að
fara snemma á fætur þennan
dag og „fagna þorra” eða
„bjóða þorra i garð". Hann átti
þá að fara út i eintómri skyrt-
unni og annarri brókarskálm-
inni en draga hina á eftir sér, en
að vera allsber að öðru . Svo átti
hann að hoppa á öðrum fæti þrjá
hringi i kringum bæinn, viðhafa
einhvern formála. sem nú er
liklega týndur. og bjóða þorra i
garö. Liklega helir hann verið
likur formáli húsfreyjanna,
þegar þær buðu góu i garð.
Sfðan átti húsfreyja að halda vel
til bónda sins um daginn, og
bóndi að bjóða bændum úr
nágrenninu til sin til veizlu. Nú
er þetta löngu horfið, hafi það
nokkurn tima verið almennur
siður, en það er ennþá siður i
Múlasýslum að borða hangiket
ogannan hátiðamat þann dag".