Dagblaðið - 24.01.1976, Blaðsíða 7
Pagblaðið. Laugardagur 24. janúar 1976.
7
Heimsókn á
blað í New
stœrsta dag-
_
— og borðað
upp á
rússneska
vísu
Hvert eru allir aö fara? spyr James Thurber. Og svarið er „A Costelios Restaurant”, auövitað.
Maturinn bragðaðist alveg
ljómandi yel og við yfirgáfum
staðinn mett og ánægð. Þá var
haldið sem leið liggur á Daily
News.
Blaðið er til húsa i stórri og
virðulegri byggingu á 42. stræti.
Patterson var mjög upptekinn
þegar við komum. Hann sér um
verkalýðsmál Llaðsins og eins
og fyrr greindi stóð yfir verkfall
sorphreinsunarmanna, sem
hann var að „leysa”.
Hann lánaði okkur hins vegar
ungan blaðamann, sem sýndi
okkur allt hátt og lágt.
Þarna er dálitið meiri erill en
við islenzkir blaðamenn eigum
að venjast. Þar sem allir frétta-
mennirnir hafa aðsetur (þeir
eru um 150 talsins) var svo
mikill hávaði og læti að allt
virtist vera á stampi. Skrif-
borðin stóðu þarna hvert ofan i
öðru og allir simar hringjandi.
Þetta er kallað „City desk”.
1 ljós kom að blaðamennirnir
þarna þurfa ekki að brjóta
heilann um fyrirsagnir á
greinar sinar eða yfirleitt að
vanda sin skrif að neinu leyti.
Þarna sátu sex spekingar við
borðog lásu alla hrúguna yfir og
smiðuðu fyrirsagnir á allar
greinar. Þeir þykja mjög
snjallir fyrirsagnahöfundar og
fyrirsagnir Daily News hafa
fengið viðurkenningu. En allir
sem unnið hafa á dagblaði vita
hve þýðingarmikið er að fyrir-
sögnin sé góð.
Við skruppum lika i prent-
smiðjuna, sem var með gamla
iaginu, blý-sats og allt það.
Stendur til að breyta yfir i
nýtizku prentaðferðir á þessu
ári, en það er bæði dýrt og mikil
fyrirhöfn hjá svo stóru blaði.
Þeir eru búnir að kaupa öll tæki
og semja um greiðslu fyrir þau
á næstu ellefu árum. Tækin
verða afhent i vor i' einu lagi.
Daily News hefur stærsta
upplag dagblaðs i New York,
kemur út i tveim millj. eintaka
á dag i fimm útgáfum. Þetta er
morgunblað, en fyrsta útgáfan
kemur út kl. 7 að kvöldi, þ.e.
daginn fyrir útgáfudag. Siðasta
útgáfan kemur kl. 3 að morgni
útgáfudags.
Þegar skoðunarferðinni um
blaðið var lokið var okkur
sýndur fundarsalur blaðsins.
Hann var ekki ýkja stór og allir
veggir þaktir af hillum, sem á
stóðu hinir ýmsu verðlauna-
gripir. A veggjunum voru lika
innrömmuð alls kyns
verðlaunaskilriki, sem blaðinu
höfðu verið veitt við hin ýmsu
tækifæri. Fyrir góða frétta-
mennsku, gott málfar, góðar
fyrirsagnir og frábærar frétta-
myndir. Daily News leggur
mikla áherzlu á fréttamyndir
enda hefur það hvorki meira né
minna en sextiu blaðaljós-
myndara i þjönustu sinni. Ljós-
myndadeildin er raunar eina
deifd blaðsins sem hefur fengið
nýtizkuinnréttingar og er mjög
vel að henni búið.
Nú hafði dóttirin bætzt i
hópinn og við biðum eftir að
Patterson yrði búinn með verk
sitt. Þá skyldi haldið á „blaða-
manna-bar” i nágrenninu.
Hann var ekki nema stein-
snar frá og nefndist staðurinn
Costellos Restaurant. Þarna
voru samankomnir ekki færri
en 300 blaðamenn, — allir karl-
kyns.
Okkur kvenfólkinu kom
saman um að það væri mikil
lifsreynsla út af fyrir sig að
vera einu kvenkyns verurnar
innan um svo marga karlmenn!
Þarna voru blaðamenn frá
hinum ýmsu blöðum og fjöl-
margir frá Sameinuðu
þjóðunum sem eru þarna
skammt frá.
Einn af fastagestum þessa
veitingastaðar er teiknarinn og
blaðamaðurinn James Thurber
og voru myndir hans á veggjum
uppi. Fyrir nokkrum árum voru
sýndir þættir i islenzka sjón-
varpinu, þar sem hann teiknaði
og sagði frá. Þetta voru afar
skemmtilegir þættir.
Við hittum þarna bæði blaða-
menn, lögfræðinga, lögreglu-
stjóra og kepptust allir við að
heilsa upp á þessa furðufugla
sem komnir voru alla leið frá
Islandi.
Þegar liða tók á kvöldið urðu
barstólarnir sifellt óþægilegri,
þeir voru að sjálfsögðu bak-
lausir eins og titt er um slika
stóla.
Við vorum orðnar svolitið
valtar i sessi eftir alla kokkteil-
ana og fannst ekki illa til fundið
að. koma okkur heim áður en
slys hlytist af. Allir kvöddust
með miklum virktum. Auðvitað
var barþjónninn orðinn „bezti
vinur okkar”. Hann hét Fred
Percudani og var gamall hjól-
reiðakappi. Voru myndir á
veggjum þvi til sönnunar.
Mike þurfti að fara aftur að
vinna og „halda áfram að leysa
verkfallið” og við ókum heim-
leiðis, ánægð eftir enn einn vel-
heppnaðan dag i stórborginni.
—A.Bj.
Skreytingar á Russian Tearoom veitingastaðnum voru allar mjög
„rússneskar” og þjónarnir i kósakkafötum.
✓
almennan flokk, 47 i unglinga-
flokk og 24 i kvennaflokk. Al-
mennum flokki er siðan skipt
eftir elo stigum i 6 flokka. Þegar
þetta er skrifað er Helgi ólafs-
son efstur i A-flokki með 4 vinn-
inga af fjórum, Staðan i A-flokki
er annars óljós vegna mikils
fjölda biðskáka, en meðfylgj-
andi tafla sýnir stöðuna eins og
hún var sl. sunnudagskvöld. 1 B-
flokki er efstur Hilmar Karlsson
með 3 1/2’vinning af 4.
Hér á eftir fara þrjár skákir
úr Skákþinginu, skemmtilegar
en alls ekki gallalausar.
1 fyrstu skákinni, sem tefld
var i þriðju umferð, eigast þeir
við Bragi Halldórsson og
Magnús Sólmundarson. Bragi
snýr á Magnús i byrjun skákar-
innar, og virðist stefna i auð-
veldan sigur hans, þegar hann i
20. leik leikur illilega af sér,
leikur 20. Bcd4 i stað Dxd4, en
eftir það á hann sér ekki við-
reisnar von.
Hv. Bragi Halldórsson.
Sv. Magnús Sólmundarson.
Óregluleg byrjun.
1. d4 C5
2. e4 cxd4
3.Rf3 e5
4. Bc4 Dc7
5. Bb3 Bb4+
6. C3 dxc3
7. Bxf7+ Kxf7
8. Db3 + d5
9. Dxb4 cxb2
10. Bxb2 d4
11. Rbd2 h6
12. Hcl Rc6
13. Hxc6 bxc6
14. Rc4 Kg6
15. Rcxe5+ Kh7
16. h4 Re7
17. Dc4 Da5+
18. Kdl Hf8
19. Rg5+ Kh8 20. Bxd4? Ba6
21. Ref7+ Hxf7
22. Rxf7 + *Kh7
23. Rg5+ Dxg5
24. Dxa6 Dxg2
25. Hel Hd8
Hvitur gafst upp.
t næstu skák, sem er úr fjórðu
umferð, eigast þeir við Margeir
Pétursson og Ómar Jónsson.
Margeir fær fljótlega frelsingja
á drottningarvæng og á
skemmtilegan hátt gerir hann
út um skákina.
Hv. Margeir Pétursson
Sv. ómar Jónsson
Griinfeld vörn.
1. c4 Rf6
2. Rf3 g6
3. Rc3 d5
4. d4 Bg7
5. e3 0-0
6. b4 b6
7. Bb2 c5
8. bxc5 Bxc5
9. Hcl cxd4
10. Rxd4 Bb7
11. Db3 Db6
12. c5 Dxb3
13. axb3 Rc6
14. Rcb5 Hfc8
15. Rxc6 Bxc6
16. Rd4 Hab8
17. Ba6 Hc7
18. Bc3 Bb7
19. Ba5 Hcc8
20. Be2 . Rd7
21.b4 a6
22. 0-0 Re5
23. Bb6 Rc6
24. Rxc6 Hxc6
25. b5 axb5
26. Bxb5 Hc8
27. Bd7 Hf8
28. Hfdl e6
29. C6 Bb2
30. Hc2 Ba3
31. Bc7 svartur gafst upp.
Að lokum er svo skák úr
fjórðu umferð þar sem þeir eig-
ast við Sævar Bjarnason og
Helgi Ólafsson. Sævar fær
snemma hagstæðara tafl en
Helgi yerst vel. Keppendur
lentu báðir i timahraki og Sævar
hafnaði jafnteflisboði. Skömmu
seinna lék hann af sér, gaf
Helga kost á smáfléttu, sem
ieiddi til sigurs. Annar heppnis-
sigur Helga i mótinu, en það er
jú sagt að heppnin fylgi þeim
góða.
Hv. Sævar Bjarnason.
Sv. Helgi Ólafsson.
Sikileyjarvörn.
1. e4 c5
2. Rf3 d6
3. d4 cxd4
4. Rxd4 Rf6
5. Rc3 a6
6. Bg5 e6
7. f4 Db6
8. Rb3 Rbd7
9. De2 Dc7
10. 0-0-0 Be7
11.g4 h6
12.Bxf6 Bxf6
13. h4 b5
14. Bg2 Bb7
15. g5 hxg5
16. Hxg5 Hxhl
17. Hxhl Bxc3
18. bxc3 Dxc3
19. e5 Bxg2
20. Dxg2 Hc8
21. exd6 a5
22. Hh3 Dc4
23. Kb2 Dxf4
24. Db7 De5 +
25. C3 De2+
26. Kcl Dfl +
27. Kc2 Df5+
28. Kb2 Df2+
29. Ka3 b4+
30. Ka4 Dxa2 +
31. Kb5 De2+
32. Kxa5 Da2+
33. Kxb4 + Dxb3+
34. Kxb3 Rc5+
Hvitur gafst upp.