Dagblaðið - 13.04.1976, Side 14

Dagblaðið - 13.04.1976, Side 14
14 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 13. APRlL 1976. Nítján rauðar rósir — og 103 minútur af ógœtri mynd Laugarásbíó: Nítján rauöar rósir (Nitten röde roser) *** 103 mín. dönsk. gerö 1974, Eastmancolour. Leikstjóri: Esban Höilund Carlsen. Nítján rauðar rósir fjallar um ungan verkfræðing sem bil- ast eftir að unnusta hans er drepin af drukknum ökumanni sem aðeins fær sex mánaða fangelsisdóm. Hann fer að hefna sín og gengur á röð þeirra sem höfðu verið í bíln- um. Hann drepur einhvern sem er þeim nákominn og þeim þykir virkilega vænt um. Framan af myndinni hefur maður svolítið ógeð á þessum kalda manni sem hefnir sín af fullkomnu miskunnarleysi. Þó koma punktar þar sem hans rétta persóna kemur i ljós. Má í því sambandi benda á þegar hann kemst að því að eitt til- vonandi fórnardýr hans er dáið. Vafi er þó hvort hann tárast af vonbrigðum eða söknuði eftir unnustu sinni. Það er ekki fyrr en í bláenda myndarinnar sem áhorfandinn fær samúð með honum og kemst í skilning um hvað hann hefur orðið að þjást. Að endingu vil ég koma fram þakklæti til kvikmyndahúseig- enda fyrir að sýna eitthvað annað en eintómar breskar og bandarískar myndir. I lokaatriðinu. Hinir vösku drengir í morðdeildinni. Frá vinstri: Jens Okking, Paul Reichardt og Ulf Pilgaard. Mynd í sérflokki Tónabio: nantaraborgarsogur (The Canter- bury tales ★★★★★ 110 mín. ítölsk, gerö 1972, litirffrá Technicolor, breiötjald. Leikstjóri: Pier Paolo Pasolini. Myndin er byggð á hinum frægu sögum Geoffrey Chaucer og er hluti af þeirri þrenningu Pasolinis sem Decameron er upphafið að og átti að ljúka með 1001 nótt. Myndin er mjög einkennandi fyrir Pasolini. Mikið af furðulegum og sér- kennilegum karakterum og mörg drepfyndin atriði í sam- bandi við ýmsa líkamsstarf- semi. Hinar sjö sögur eru sagðar hver á eftir annarrí og Pasolini hefur gaman af að sýna áhorfandanum hvernig hann hugsar sér helvíti. Hann sést sjálfur i munkakufii í myndjaðrinum til hægri. Gamla bió: Flóttinn (The man who loved Cat Dancing) ★ ★★★ 117 mín. bandarísk, gerö 1973, Panavision, Metrolitir. Leikstjóri: Richard C. Sarafian. Mynd þessi er byggð á gamla góða mottóinu — Maður verður að gera það sem maður þarf að gera.Söguþráðurinn er á þá leið að fjórir menn fremja lestarrán og komast undan með 100.000 dollara og einn kvenmann sem er á flótta úr ástlausu hjóna- bandi. Þeim er fylgt eftir af lögreglumanni og eiginmanni konunnar ásamt töluverðu liði frá báðum þessum mönnum. 1 ljós kemur að foringi ræningj- anna hafði aðeins stolið þessum peningum til að geta fengið börn sín tvö aftur en þau voru hjá indíánum og vildi hann borga vel fyrir uppeldið á þeim. Hann hafði verið kvæntur indíánakonu sem hét Cat Dancing og hafði drepið hana i afbrýðikasti. þegar verið var að nauðga henr.i. að syni sinum ásjáandi. Konan sem tekin var sem gísl verður ástfangin af honum og myndm endar a þvi að þau eru látin i friði af fjend- um sínurn en þá er hann særður af skoti frá eiginmanni konunn- Þetta er ekki neitt erf itt Sarah Miles og Burl Reynolds leika aoauuuiverKin og er þetta í fyrsta skipti sem ég sé góðan leik hjá BR. Engum heíur enn tekizt, svo vitað sé, að koma úlfaldanum í gegnum nálaraugað en að koma úlfaldaunga í stroffuna er ekki svo voðalega erfitt, jafnvel þótt hann sé 108 pund á þyngd. Þessi vikugamli drómedari verður að sætta sig við að svífa í lausu lofti á meðan gæzlumaður hans les á vigtina hve þungur hann er. Þessi ungi er í Longleat villidýragarðinum í Englandi. Féll niður af tuttugustu hœð og lifði Oft heyrist um ótrúlega björgun er börn detta út um glugga úr mikilli hæð. Þetta tilfelli er trúlega eitt af því ótrúlegasta, en þessi tuttugu og tveggja mánaða gamla telpa datt út um glugga á tuttugustu hæð fjölbýlishúss eins í Sao Paulo i Brasilíu. Til allrar hamingju lenti litla telpan á rafmagnslínum sem tóku af henni mesta fallið. Hún var að vísu nokkuð mikið skrámuð en er á góðri leið með að ná sér fullkomlega. Hún var lögð inn á spitala til vonar og vara. METSÖLUBÓK- ARMYND -f!£C

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.