Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 13.04.1976, Qupperneq 24

Dagblaðið - 13.04.1976, Qupperneq 24
Perúmenn moka upp magurri og smárri ansjóvetu — Loðnubrœðslu lýkur hér um hátíðarnar Perúmenn veiða nú á 6 dögum álíka mikið magn af ansjóvetu og heildarloðnumagnið varð á allri vertíðinni hjá okkur. Þar veiðast nú um það hi! 50 þúsund tonn á sólarhring, en úr því fást um 10 þús. tonn af mjöli. Ansjóvetan er mögur og smá. „Við ljúkum bræðslu í verksmiðjunni í Örfirisey i nótt,” sagði Jónas Jónsson, fram- kvæmdastjóri Kletts, í viðtali við Dagblaðið í morgun. Hann kvað nokkuð óbrætt ennþá í Kletts- verksmiðjunni, en þar lýkur þó bræðslu um hátíðirnar. Síldar- og fiskimjölsverk- smiðjan að Kletti fékk nú til bræðslu um 28 þúsund tonn.sem er heldui meira en í fyrra. Svo til allt mjölið úr þessu magni er þegar selt. Loðnuveiðum er nú að fúllu lokið á þessari vertíð, og reyndist heildarmagn veiddrar loðnu um 330 þúsund tonn eða nokkuð á annað hundrað þúsund tonnum minna en í fyrra. -BS. BJARGVÆTTIR SKIPVERJANNA A ALFTANESI: Pétur Guðjónsson skipstjóri á Hrafni Svein- bjarnarsyni Il.ásamt syni sínum Steingrími, 16 ára, sem er með honum á bátnum. Með á myndinni er kona Péturs, Kristjana Stella Steingrímsdóttir og sonurinn Valur. DB-mynd: emm. Þrjú systurskip hafa farizt: Tróðu marvaðann í sjónum — og aðrir voru á kili er að var komið ,,Eg bjóst ekki við því að sjá nokkurn skipverja Alftanessins þegar við komum að bátnum eftir tvær til þrjár mínútur, en mér Iétti mikið þegar ég sá menn á kilinum, eða öllu heldur á „slyngubrettinu”, þar sem þeir höfðu handfestu,” sagði Pétur Guðjónsson skipstjóri á Hrafni Sveinbjarnarsyni. ,,Við töldum þar fjóra skipverja en komum síðan auga á tvo aðra sem tróðu marvaðann í sjónum. Við björguðum þeim fyrst og var annar þeirra orðinn all- þrekaður, en hresstist samt fljótt eftir að hann var kominn um borð.” Pétur sagðist fyrst hafa ætlað að freista þess að leggja að Álftanesinu til að bjarga mönnunum af kilinum, en hætt við það að ótta við að þeir gætu fallið á milli bátanna. Björgunarbáturinn, sem þeir ætluðu að láta reka að Álfta- nesinu, slitnaði strax frá, „svo við gripum strax til björgunar- hringjanna,” sagði sonur Péturs skipstjóra Steingrímur, 16 ára piltur sem nú rær sína fyrstu vertíð, „og komum þeim eftir nokkrar tilraunir til mannanna á kilinum, og drógum þá síðan um borð í Hrafninn og þeim varð sem betur fer ekki meint af volkinu.” „Það má teljast hending að við skyldum vera svo til samhliða Álftanesinu á land- leiðinni. Tregur afli í netrn olli því að við vorum snemma á ferð,” sagði Pétur, „og aðrir bátar voru það fjarri að þeim hefði varla auðnazt að ná til Álftanessins í tæka tíð, en báturinn sökk á um það bil 10 mínútum. Svo fljótt hvolfdi þessum 64 tonna stálbáti, að skipverjum tókst ekki að nálgast björgunarvestin né heldur björgunarbátana tvo, sem reyndar eiga aö fljóta upp ef þeir lenda í sjó, en hafa greinilega lokazt undir skipinu.” Pétur skipstjóri sagði að honum hefði fundist Álftanesið vera ókyrrt á öldunni. „Að vísu var „lens” og stóð í „hornið”, sem er einna verst á siglingu, en það hlýtur að vera eitthvað að sjóhæfni þeirra skipa sem hvolfir svo skyndilega sem Álftanesinu, i ekki verra sjólagi en var úti af Hópsnesinu. Að minnsta kosti tveir aðrir bátar af sjö eða átta með þessu byggingarlagi hafa farizt, Rafnkell fyrir um það bil 15 árum og Hafrún núna í vetur. Enginn var til frásagnar um það hvernig þau sjóslys bar að höndum, en þau hefur borið brátt að, eins og með Álftanesið því að ekkert neyðarkall heyrðist, og fullvist er að ekki hefur skipverjum tekizt að komist í björgunarbátana. .Og eftir að hafa horft á Alftanesið hvolfa finnst mér full ástæða til að þeir bátar af sömu gerð, sem ennþá eru ofansjávar, verði athugaðir af þeim aðilum sem með öryggismál sjómanna fara” -emm Hart brugðizt við: KOMIZT FYRIR LÚSAFARALDUR í F0SSV0GSSKÓLA „Eg veit ekki hvað veldur þessu, — tilfelli sem þessi koma upp af og til,” sagði Maria Heiðdal skólahjúkrunarkona Fossvogsskóla i viðtali við Dag- blaðið. Fyrir rúmlega viku kom upp lúsafaraldur hjá nokkrum nemendum skólans, alls um átta tilfelli. „Þótt undarlegt megi virðast veit fólk ekki hvernig þessi smádýr líta út,” sagði María ennfremur. ,,í þessum tilfellum er um þrjú systkini og kunningja þeirra að ræða og foreldrar þeirra vita alls ekki hvar börnin hafa náð i lús. Þess ber að gæta að lúsar verður vart á hverju hausti og er þá brugðið hart við. Fólk vili auðvitað allt láta hreinsa þetta, en veit ekki hvernig fara á að því. „Viö erum búin að komast fyrir lúsina í þetta skipti.” Fyrstu einkenni þess að fólk væri með lús, sagði María að væri ákafur klaði'j hársverði og ef vel væri að gáð mætti greina lúsina sjálfa. Þó væri betra að sjá egg lúsarinnar, nitina, sem lúsin festir við hárleggi. Nitin er hvít á lit, lítil flaga, sem finna má eins og litlar blöðrur, þegar strokið er yfir hárið. „Helztu meðul við lús eru DDT og nýrra meðal, sem nefnt hefur verið Hvasse-sprít”, sagði María. „Þetta eru hárböð og hægt er að komast fyrir óværuna á skömmum tíma." Sagðist María vilja ítreka það, að lúsatilf elli þessi í borginni væru alls ekki óvenjuleg, hefðu raunar ágerzt er sítt hár varð tízkufyrirbæri, en sem betur fer væri lúsin ekki útbreidd, a.m.k. ekki eins og fyrr á tímum. Einnig að hvetja fólk til að koma með börn sín til skólahjúkrunar- konu eða læknis, ef það hefði grun um lús. -HP. írjálst, úháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 1976. Tvö páska- egg tekin í innbroti 'j Tveir ungir menn voru staðnir að verki upp úr miðnætti í nótt þar sem þeir voru önnum kafnir í inn- broti á Vesturgötunni. Var þetta við Vesturgötu 35, verzlunina Krónuna, og höfðu þeir tekið glugga úr sýningarglugga verzlunar- innar og tekizt að næla sér í sitt páskaeggið hvor. Gefa freistingar innbrotsmann- anna þá e.t.v. til kynna hver aldur þeirra er. En áður en þeir gátu meira aðhafzt kom lögreglan að þeim og tók þá í sína vörzlu. —BH Tvö innbrot 6 Akureyri Brotizt var inn á tveim stöðum á Akureyri um helgina og tilkynnt um bæði innbrotin á mánudags- morgun er menn komu að. Var annað innbrotið í skúr í eigu vegagerðarinnar sem stendur út við Lónsbrú. Við könnun á þvi hvað vantaði kom í ljós að aðeins tvær svampdýnur voru horfnar. Einnig var brotizt inn á Rannsóknarstofu Norður- lands, en það er rannsóknar- stofa starfrækt af búnaðar- sambandinu og vinnur að rannsókn verkefna á vegum þess. Er rannsóknarstofan til húsa á efri hæðum bygg- irígar kaupfélagsins. Kom í ljós áð þar hafði aðeins verið farið inn en einskis var saknað er menn könnuðu rannsóknarstofuna. —BH Verzlanir opnar til kl. 22 á miðvikudag Verzlunum er heimilt að hafa opið til kl. 22 á miðvikudaginn fyrir páska og er þess því að vænta, að fólk geti annazt hátíðarinn- kaupin, sem ólokið er á venjulegum verzlunartíma, þá um kvöldið. Þá verða verzlanir opnar fyrir hádegi á laugardag fyrir páska, en síðan ekki fyrr en þriðjudaginn 20. apríl. r Sameining flugfélaganna: \ Flugfélagsbréfin 5-föld — Loftleiðabréfin 30-föld Hlutabréfaeign hluthafa Loftleiða hf. i Flugleiðum hf. verður rúmlega 54%, en hlut- hafa Flugfélags íslands hf. tæp- lega 46% Með hliðsjón af eigna- mati flugfélaganna verða nú bráðlega gefin út. hlutabréf i Flugleiðum hf. i skiptum fyrir hlutabréfin i áðurgreindum flugfélögum. Er nú verið að senda hluthöfum greinargerð um aðalatriði framkvæmdar- innar á hinni formlegu sam- einingu, þar með talið hluta- bréfaskiptunum. Til nánari skýringa á upp- hæð nvrra hlutabréfa miðað viö eldri bréf er eftirfarandi dæmi tilgreint: A. Hlutabrcfaeign í Flug- félagi Islands hf, kr 1.000,00 verður kr. 4.928,00 í Flug- leiðum hf. B. Hlutabréfaeign í Loft- leiðum hf kr. 1.000.00 veráur kr. 29.510.00 í Flugleiðum hf. Margfeldi þetta er miðað við niðurstöður matsnefndar, en ástæðan fyrir hærra ntargfeldi á hlutabréfum í Loftleiðum hf. er sú, að heildarhlutafé Loft- leiða hf. er í dag kr. 24.000.000.00 en heildarhlutafé Flugfélags tslands hf. er í dag kr. 121.153.000,00. Samkvæmf aðalfundar- samþykktum beggja flugvélag- anna 28. júni 1973, •, ar ákveðið að hefjast handa um útgáfu hlutabréfa í Flugleiðum hf„ þegar eignamat flugfélaganna lægi fyrir, en það mat var fram- kvæmt ' af matsnefnd, sem skipuð var af Landsbanka Islands. Endanlegar niðurstöður hennar eru þær, að heildareign- ir félaganna voru 31. júlí 1973: kr. 1.283.531.746.00,' þar af eignir Flugfélags íslands hf. kr. 597.095.445.00. eða 46.51973%, en eignir' Loftleiða hf. kr. 686.436.301,00 eða 53.48027%. Þegar tillit var síðan tekið til 1.12915% hlutabréfaeignar Loftleiða í Flugfélaginu, varð niðurstaða eignarhlutfallanna sú, sem fyrst er greint frá. Með tilliti til laga, sem gefin voru út gagngert vegna sam- einingar flugfélaganna, taldi ríkisskattstjóri heimilt að gefa út jöfnunarhlútabréf þannig, að heildarhlutafé Flugleiða hf yrði sama fjarhæð og niður- stöður matsnefndar. Sam- kvæmt umsögn ríkisskattstjóra eru hlutabréf Flugleiða hf. ekki eignarskattskyld fram til 1980, ef arðgreiðslur ná ekki 3% á ári, en bréfin að sjálf- sögðu framtalsskyld. Við hlutafjáraukningu í Flugleiðum hf„ að hámarki, sem er 1.650 milljónir króna, eiga hluthafar forkaupsrétt á aukningarhlutum í réttu hlut- fallí við hlutafjáreign sína. Aðalfundur Flugleiða hf. hefur verið ákveðinn 10. júní 1976. og er þá nauðsynlegt, að hlutabréfaskipti hafi átt sér stað, til þess, að hluthafar geti nevtt atkvæðisréttar síns. —BS—

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.