Dagblaðið - 03.05.1976, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 03.05.1976, Blaðsíða 15
DAGBLADH). MANUBAGUR 3. MAÍ 1976. 15 gþróttir iþróttír Iþróttir 'marki Vals og boltinn var á leið yfir þegar Bergsveinn Alfonsson þarna fylgist hann spenntur með. DB-mynd Bjarnleifur. Framarar til hindrun i 2-1 og þrír leikmenn Fram bókaðir Guðmundur Þorbjörnsson, hinn efnilegi sóknarmaður Vals skoraði bæði mörk liðs síns, hið fyrra með fallegum skalla, hið síðara með góðu skoti af stuttu færi. Markheppinn, drengurinn sá. Guðmundur skoraði fyrra mark sitt á 20. mínútu. — Kristinn Björnsson gaf góðan bolta fyrir markið og Guðmundur skallaði fram hjá Þorbergi í marki Fram. Fram náði að jafna fyrir hálfleik — Bergsveinn Alfonsson varði á línu — en boltinn var á leið yfir. Marteinn tók vítið — reyndar varði Sigurður fyrri spyrnu hans — en hafði hreyft sig áður. Marteini urðu ekki á nein mistök i síðara skiptið. Það kom strax í ljós í síðari hálfleik hvort liðið var sterkara — Valur yfirspilaði Fram og raunar má segja að Fram hafi sloppið vel með aðeins eitt tap- mark áður en yfir lauk. Eins og áður sagði skoraði Guðmundur Þorbjörnsson síðara mark Vals með góðu skoti af stuttu færi sem Þorbergur átti ekki möguleika á að verja. Fram skapaði sér ekkert umtalsvert tækifæri það sem eftir var leiksins. Hins vegar átti Valur ágæt tækifæri er ekki nýttust. Staðan í mótinu er nú: Valur 4 3 0 1 10-2 8 Fram 4 2 11 9-4 6 Víkingur 3 12 0 7-2 5 Þróttur 3 10 2 2-6 2 Ármann 3 10 1 2-10 2 KR 3 0 12 1-61 Næsti leikur verður milli KR og Ármanns í kvöld og hefst hann kl. 19. h. halls. Okkor bezti íeíkur í vor — sagði Mike Ferguson, þjálfari Skagamanna, um leik í A og Hauka á Skaganum í Litlu bikarkeppninni „Ég er mjög ánægður með leik minna manna gegn Haukum. Við náðum okkar bezta leik það sem af er vorinu," sagði Mike Fergu son, þjálfari Skagamanna, eftir leik ÍA og Hauka í Litlu bikar- keppninni á laugardag þar sem Skagamenn unnu 3-0 og hlutu sinn fyrsta sigur í keppninni. Þar með bundu þeir enda á sigur- göngu 2. deildarliðs Hauka, sem áður haf ði sigrað bikarmeist- ara ÍBK og eins sigurvegara 2. deildar frá síðasta sumri —UBK. Sigur Skagamanna var aldrei í hættu og þrátt fyrir góða spretti Hauka í byrjun þá mættu þeir einfaldlega ofurjörlum sínum. Matthías Hallgrímsson skoraði eina mark fyrri hálfleiks og í þeim síðari bætti Matthías við öðru marki og hið þriðja skoraði Teitur Þórðarson. Enn eru Skaga- menn ekki með alla sína menn frá í fyrra, er liðið var svo sigur- sælt. Þeir Jón Alfreðsson og Jó- hannes Guðjónsson voru ekki með og eins lék Arni Sveinsson ekki. „Mér lízt vel á sumarið," sagði Ferguson ennfremur — „ekki er að efa að 1. deildin verður erfið og jöfn. Skagamenn koma til með að mæta sterkir í deildina. Leikir okkar hingað til hafa veríð talsvert misjafnir og eins og kannski er við að búast. Stundum hiifum við náð ágætum leikjum en síðan dottið niður á stig meðal- mennskunnar og gott betur. Þetta tel ég ekki óeðlilegt eins og að- stæður hafa verið í sumum leikja okkar — hreint hroðalegar. Annars verð ég að segja eins og er — hér á íslandi eru margir góðir einstaklingar, betri en ég átti von á fyrirfram. Ég get ekki stillt mig um að minnast á ungan leikmann hér á Skaganum, Pétur Pétursson. Hann er bezti mið- vallarspilari sem ég hef séð á íslandi hingað til. Hann verður góður drengurinn sa, það er ef hann heldur vel á spilunum. Hins vegar eru liðin í deildinni mjög jöfn óg svipuð að styrkleika eins og ég átti von á. Þetta gefur því fyrirheit um gott sumar." h. halls. Staðan í Litlu bikarkeppninni er nú þannig. Ein umferð er eftir Breiðablik hefur þó lokið sínum leikjum: Breiðablik 4 2 117-65 Haukar 3 2 0 14-54 ÍA 3 1115-33 ÍBK 3 10 2 4-52 FH 3 0 2 1 2-3 2 Þríbœtti heimsmetið íkringlu! Nýi heimsmethafinn í kringlu- kastinu, Mac Wilkius, bætti nýsett heimsmet sltt í kringlu- kastinu á móti í San Jose I Kali- forníu í 70.86 metra á laugar- daginn. Hann bætti eldra met sitt — 69.16 metra, sett fyrir átta dög- um — í öllum þremur fyrstu köstum sínuni á mótinu í San Jose. Wilkins, sem er 25 ára, er nú talinn liklegur sigurvegari á Olympíuleikunum í Montreal í sumar — og hann sagði eftir heimsmetín á laugardag, að hann byggist við að kasta um 72 metra i sumar. Góð byrjun FH síðai allt í handaskolum - FH og Breiðablik skildu [öf n M í Litlu bikarkeppninni „Ég er alls ekki ánægður með frammistöðu strákanna," sagði Ian Ure, þjálfari FH, eftir leik liðsins við Breiðablik í Litlu bikarkeppninni á laugardag. FH og Breiðablik skildu jöfn 1-1. FH-ingar voru fyrri til að skora — Leifur Helgason var þar að verki. Hann fékk sendingu í gegn um vörn Breiðabliks og skoraði með góðu skoti. Fram að markinu voru FH-ingar mun frískari og hreinlega yfirspiluðu Blikana. Hins vegar virtist allt loft úr Hafnfirðingum eftir markið — þeir hreinlega hættu að spila. Við það náðu Blikarnir frumkvæðinu og Gisli Sigurðsson jafnaði fyrir þá úr aukaspyrnu. „FH-ingar byrjuðu mjög vel — spiluðu skínandi knattspyrnu," — sagfði Ure — „og fram að markinu höfðu þeir frumkvæðið en misstu allt spil niður eftir það. Með þetta er ég alls ekki ánægður. Lið verður að spila knattspyrnu í 90 mínútur ef það ætlar að vinna leik. Þetta verða strákarnir að skilja. Það býr margt í liði FH en það er eins og strákarnir vilji alltaf gera erfiða hluti — alltaf, og auðvitað tekst það ekki alltaf. Ef lið ætlar að skila árangri verða leikmenn þess að skilja að í knattspyrnu er það hið einfalda sem gildir. Að gera einfalda hluti mestan part leiksins — svo sem að gefa á samherja við hliðina á þér. Láta þannig boltann ganga manna á milli — það skilar árangri. Að gera erfiða hluti — það er aðeins á f æri hinna allra beztu. Þegar strákarnir hafa skilið þetta bind ég miklar vonir við sumarið FH hefur möguleikana og ef við höfum lukkudísirnar með okkur þá tel ég að við ættum að eygja möguleika á einhverju efstu sætanna. Þó verð ég að sgja að rnér virðist Valur hafa á að skipa bezta liðinu eins og er en ekki þar með sagt að svo verði þegar út í Islandsmótið er komið." h. halls. Bommi biður Þjálfa urr. ráð... £g skil. Þú áll við vandamál að slríða. En mundu, fyrst og síðasi. að þú crt fæddur fótboltamaður___________-"^ einn þcirra be/.lu. Eitt af stórfélögum Evrópu vill kaupa þig, Bommi. Eyrii án hcfði cg sagt nei... Nú segi ég. Taktu boðinu. Þú ert of góður leikmaður til að festast hjá eimi félagi. Þú - skuldar sjálfum þér brcylingu. q Markvörður Kastrup, Finn Esmann, slær knöttinn af höfði Atla Þórs Héðinssonar í undan- úrslitaleiknum í dönsku bikar- keppninni í síðustu viku. Holbæk sigraði með 2—0 á ldretsparken og Atli Þór skoraði fyrra mark liðsins. Fyrsta stig Holbœk í Álaborg Þetta er í fyrsta skipti siðan Holbæk komst í 1. deild fyrir f jór- um áiiiiii, að félagið hlýtur stig í Alaborg, sagði Atli Þór Héðins- son, þegar Dagblaðið ræddi við hann í gær, en fyrr um daginn hafði hann leikið með Holbæk gegn AaB i Alaborg. Jafntefli varð 1—1. Eg fékk það hlutverk I leiknum að reyna að draga danska lands- liðsmiðvörðinn Munk Jensen úr vörninni — en þetta er geysilega sterkur leikmaður. AaB skoraði á undari — eftir um 15 mín., en Henrik Tune jafnaði fyrir Holbæk, þegar stundarfjóðr- ung'ur var af siðari hálfleik. Félagar minir voru mjög ánægðir að hafa hlotið stig í Alaborg — það hafði ekki tekizt fyrr, sagði Atji Þór ennfremur. Mér fellur mjög vel að leika með Holbæk-liðinu og þetta gengur betur hjá mér með hverjum leik. Það er ekki annað að heyra en ég hafi tryggt mér fast sæti í 1. deildarliðinu. A þriðjudag leikur Holbæk á heimavelli gegn Vanlöse — en eftir fjóra leiki var Holbæk með fimm stig, einn sigur og þrjú jafntefli. Fékkaðhvíla ef tir 56 leiki! — Jóhannes lék ekki með Celtic á kwgardag Ég lék ekki með gegn Ayr á laugardaginn. Fékk slæmt spark í ökklann í leiknum gegn Hibernian á dögunum og það komst blóð í liðinnsagði Jóhannes. Eðvaldsson, þegar Dagblaðið ræddi við hann í morgun. En ég reikna fastlega með að leika gegn Hearts í kvöld. Það er síðasti leikur okkar hjá Celtic í deildinni á keppnistimabilinu — og það getur verið að ég komi heini i stutta heimsókn á mið- vikudaginn. Fer svo út aftur til að leika gegn Manch.Utd. Celtic sigraði Ayr 5—3 á úti- velli og þeir Kenny Dalglish, tvö , Andy Ritchie, Bobby Lennox og McClusky, víti, skoruðu mörk Celtic. Jóhannes lék gegn Rangers sl. mánudag, þó hann væri meiddur i ökklanum, en fékk að hvíla sig á laugardaginn. Kominn timi til, því Jóhannes hefur leikið 56 leiki á leiktíma- bilinu.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.