Dagblaðið - 22.05.1976, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 22.05.1976, Blaðsíða 3
Spurning dagsins DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 22. MAl 197fi UM ALLAR BÆTUR ÞARF AÐ SÆKJA — svar Tryggingastof nunar ríkisins við grein Ástu E. Ashton um Raddir lesenda KATRIN PÁLSDÓTTIR : misrétti er hún telur sig hafa orðið að þola frú Tryggingastofnuninni I Dagblaðinu 17. maí sl. birtist bréf frá frú Astu E. Ashton, þar sem farið er hörð- um orðum um þjónustu stofnunarinnar. Þar sem ýmis- legt þarfnast leiðréttingar i bréfi hennar, þykir rétt að fara um það nokkrum orðum. Bréfritari kemur með örorkumat frá lækni sfnum til tryggingayfirlæknis 26. mars 1975. Matið er afgreitt frá læknadeild stofnunarinnar 5. maí sama ár og bréfritara dæmd 65% örorka. Síðan heyrir hún ekkert frá stofnun- inni fyrr en að ári liðnu, er hún fær bréf um að koma í endur- mat, þar sem mat hennar sé útrunnið. Umsókn hafði hún aldrei sent, né neinn bent henni á, að umsókn væri nauð- synleg. I þvf sambandi má benda á, að í hverri deild í Tryggingastofnun ríkisins hanga grindur með bæklingum, sem ætlast er til að fólk lesi. Þar stendur að sjálfsögðu allt um það, hvaða gögn þarf til að afgreiða mál viðskiptavina. Þar er auðvelt að sjá, að um allar bætur þarf að sækja. ir iiiiuun Bréfritari kemur sfðan í endurmat og er dæmd 65% örorka á ný. Þá er gengið frá umsókn og mál hennar afgreitt á þann veg, að henni er úrskurðaður örorkustyrkur (30% af fullum lífeyri) frá 1. apríl 1975 og til ársloka. Þó að endurmat væri óbreytt, var konunni synjað um styrk á árinu 1976 vegna gjörbreyttra félagslegra aðstæðna, en hún hafði gengið f hjónaband á þessu tímabili og maður hennar stundaði góða atvinnu. Við úrskurðun örorkustyrks er litið á sameiginlegar tekjur hjóna, en það er alrangt að hér hafi skipt máli, hverrar þjóðar maki konunnar er. Til þess að koma f veg fyrir misskilning skal upplýst, að sé örorkumat 75%, er réttur til örorkulífeyrís ótvíræður, en sé örorkumatið 50% — 74%, skal örorkustyrkur úrskurðaður með tilliti til félagslegra aðstæða í stórri stofnun er vitanlega alltaf hugsanlegt að fólk fái mis góðar upplýsingar, en benda má á, að sérstök upplýsinga- deild er f stofnuninni, og þangað ber fólki að koma ef það er í vafa um eitthvað varðandi stofnunina. Og vfst ber að harma, ef einhver telur sig fá ófullnægjandi afgreiðslu. Það er langt f frá vilji yfirmanna Tryggingastofnunar enda er sífellt verið að reyna að bæta þjónustu hennar og umboða hennar. Rétt er að geta, að starfs- maður sá, er frú Ásta E. Ashton nafngreindi f grein sinni, var einmitt sá starfsmaður, sem afgreiddi mál hennar með eðli- legum hætti strax og umsókn barst. Það er því ómaklegt að taka hann sem dænli um lak- lega afgreiðslu í þessu máli. Við vonum að þetta skýri að nokkru þau leiðu mistök sem vissulega urðu f máli bréf- ritara, en þau fólust f því, að allt of langur tfmi leið þar til málið var afgreitt vegna þess að engin umsókn lá fyrir, en ekki í neinu öðru. Með þökk fyrir birtinguna, Féiagsmála og upplýsingadeild, Guðrún Heleadóttir deildarstjóri. Börnin hennar Sigríðar: MYNDARBÖRN 0G ALLS GÓÐS MAKLEG Lesandi skrifar: „Ég skrifa hér sem verðandi þjóðfélagsþegn til að tjá álit mitt“ á fordómum f sambandi við hörundslit fólks. Það sem ég las í Dagblaðinu fyrir stuttu olli mér miklum vonbrigðúm. Það sem ég las, var að íslenzk kona, sem hafði búið lengi erlendis kom til landsins með 2 syni sfna, en fékk hvergi inni vegna þess að synirnir báru ekki sama hörundslit og við. Ég get ekki séð annað en að þetta séu mannlegar verur alveg eins og við. Hvers á konan að gjalda, hvað þá börnin? Ef þessi kona, sem ekki vildi leigja henni út af hörundslit barnanna, sér ekki að sér, sé ég ekki að henni sé fyrirgefandi slík hugsun ef hún er fullorðin sú persóna. Það er vonandi að það séu fáir sem hugsa á þennan hátt. Ég óska Sigríði góðs gengis I framtíðinni og vona að hún búi hér áfram með synina. Þvf það er langt síðan maður hefur séð svona falleg börn.“ ER RÍKISÚTVARPIÐ STJÓRNLAUST? — spyr lesandi, sem finnst nóg um að Ríkisútvarpið skuli hafa þrjú f réttamenn í Osló ú sama tíma og lúi honum hver sem vill Jón Hákon Magnússon fréttamaður Ríkisútvarpsins, Margrét Bjarnason fréttamaður Rikisútvarpsins og Jón Asgeirsson frétta- maður Rfkisútvarpsins öll á sama tíma í Osló. Andrés Björnsson stjóri, er þetta hægt? útvarps- Jón Karlsson hringdi: „Rfkisútvarpið er gríðarmikil stofnun og dýr f rekstri. Það hafa notendur bæði hljóðvarps og sjónvarps fengið að finna fyrir. Rfkisútvarpið greinist f tvær megin deildir — hljóðvarp og sjónvarp. Sami yfirmaður er yfir báðum stofnunum. Þvf skyldi maður ætla að náið sam- starf sé þar á milli, en er svo? Ekki ef marka mátti frétta- tíma hljóðvarps og sjónvarps síðastliðið miðvikudagskvöld. Hvorki fleiri né færri en þrfr fréttamenn Ríkisútvarpsins voru þá staddir í Noregi! Já, hvorki fleiri né færri en þrír. 1 almennum fréttatíma hljóð- varps talaði Margrét Bjarnason frá Noregi þar sem hún fylgdist með fundi NATO, sem þá stóð yfir. Strax að loknum almennum fréttum tók fréttamaðurinn Jón Ásgeirsson við og lýsti landsleik íslendinga og Norð- manna. Þá þegar þótti mér nóg um en meira átfí r ftir að koma. í fréttatfma sjönvarps tæpri klukkustund sfðar talaði frétta- maðurinn Jón Hákon Magnús- son frá Noregi. Hvorki fleiri né færri en þrfr fréttamenn frá einni stofnun! Er þetta að spara eða stilla útgjöldum f hóf? Nei, aldeilis ekki! Svo virðist sem slfkar utanlandsreisur séu nokkurs konar bónus hjá fréttamönnum. Hinar tfðu ferðir fréttamanna á Hafréttar- ráðstefnuna í New York eru enn f fersku minni. Svo ég vfki aftur að þessari dæmalausu vitleysu á miðviku- daginn. Hefði verið einhver við- leitni hjá fslenzka Ríkisút- varpinu til að spara þá hefði stofnuni að sjálfsögðu látið nægja að hafa einn fréttamann í Osló — nefnilega Jón Ásgeirs- son! Annað sem einnig er talandi dæmi f sambandsleysi hljóð- varps og sjónvarps. Jón Asgeirsson lýsti landsleiknum við Norðmenn, auðvitað ágæt- lega eins og hans er von og vísa. En, en, en. ... hefði Jón Ásgeirsson ekki átt að tala frá Noregi um landsleikinn f fréttatíma sjónvarps? I staðinn lét fréttaþulur sér nægja að segia rétt frá úrslitum leiks- ins. Raunar talandi dæmi um lélega fréttaþjónustu sjónvarps af iþróttaviðburðum. Andrés Björnsson, þú ert yfirmaður þessarar stofnunar! Er engin stjórn á Rikisútvarp- inu eða er það ekki skylda þfn að sjá um að svo sé og ýtrasta sparnaðar sé gætt?“ 3 Hvernig hyggstu verja helginni? Ingimar Einarsson leigubflstjóri: Atvinnu minni er nú þannig hátt- að, að ég vinn flestar helgar, en það gæti vel komið til mála að skreppa með fjölskylduna til Þingvalla á sunnudaginn. Þorvarður Ornóifsson fram- kvæmdastjóri: Ég ætla að vinna I garðinum mfnum ef vel viðrar, og einnig kemur til greina að ég aðstoði bróður minn við bygg- ingarvinnu. Katrfn Þórarinsdóttir, atvinnu- iaus: Ég ætla að liggja f sólbaði ef sólin lætur svo lftið að skína á mig, og ef tækifæri gefst skrepp ég e.t.v. eitthvað út úr bænum. Emilía Sæmundsdóttir af- greiðsiustúlka: Slappa af og liggja í sólbaði, alveg örugglega, þ.e.a.s. ef veðrið helzt gott. Birna Kristjánsdóttir húsmóðir: Ég ætla nú bara að vera heima og dunda eitthvað úti við. Sigurgelr Þórðarson verzlunar- stjóri: Ja, ef góðviðrið helzt, ætli ég skreppi þá ekki i veiðitúr eitt- hvað út fyrir bæinn.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.