Dagblaðið - 22.05.1976, Side 9
DAGBLAÐIÐ. LAUt'.ARDAGUR 22. MAl 1976.
immimiimmimmimmiiiiiiimmimiimiiiiiiiiimiiiiiiimmiiiiiiimiiiiimiiiHmiimiimmHi
<C
Liberzon — komst áfram á
hlutkesti eftir að jafnt var með
honum og Parma eftir einvígið
um réttinn til þátttöku í milli-
svæðamóti. Þessi mynd er frá
svæðamótinu í Reykjavík
síðastliðið haust, og hér skoðar
hann stöðuna hjá Friðrik Ölafs-
syni.
5.
Yfirleitt
.exd6
6. Rc3
7. Rf3
8. Be2
9. 0-0
er leikið
exd6
hér 5.
Be7
0-0
Bf5
Bf6
Svörtu hrókarnir vinna ekki
saman og hvítur hótar að yfir-
taka e-línunna. Svartur hyggst
koma í veg fyrir það.
21. Bf5
Báðir eru álíka fljótir í iiðs-
skipan, en hvítur ræður yfir
miðborðinu, og á svartur eftir
að lenda í erfiðleikum vegna
þess.
10. b3
Rc6?
48. Db7 + Kg8
49. Db4 Hd7
50. He4 Kf7
51. Kh2 Hc7
52. Be3 De7
53. Db5 Dd6
54. Hh4 He7
55. Hh6 Dd7
Svartur hefur hér þegar
ákveðið að leika d6-d5, en gerir
sér ekki grein fyrir að nauðsyn-
legt var að leika 10..c5.
11. Be3
12. c5
d5
Rc8
56. Dc4+ svartur gafst upp.
Ef 56. . . .Kg7 þá kemur í 57.
leik Dh4 og hvítur vinnur í
nokkrum leikium.
Hér er svo að lokum fjörug
skák úr opna sænska meistara-
mótinu sem lauk núna fyrir
skömmu.
Hv. Hansson
Sv. Liljedahl
1. e4
Aljekin-vörn.
Rf6
í þessari stöðu hefði líklegast
verið betra að leika Rd7og koma
síðan riddaranum til e4 1
gegnum f6.
13. h3 h6
Svartur hefur i huga að koma
riddaranum til e4 í gegnum d6
reitinn. Til þess verður hann að
losa sig við peðið á c5, með b6. t
þessari stöðu kom ekki til
greina að leika b6 vegna 14.
Bb5 R8e7 15. g4 Be6 15.g5.
14. Dd2 Bh7
15. Rh2 He8
Enn kom b6 ekki til greina Dc3 f6 37. Db3+og síðan Dxb5
23. Bxd5H cxd5
24. Rxd5 Dd8
25. Rc7 g5(?)
26. Bg3 27. d5 Re7
Ekki Rxa8 strax vegna Rd5
27. Hf8
28. d6 Rf5
29. Rxa8 Ra6
30. b4 Dxa8
31. b5 Rb8
32. Be5 a6
33. Bb2 Bd7
34. a4 axb5
35. axb5 Da4
Ekki 35. . . .Bxb5 vegna 36.
36. Dh4 Bxh5 41. Dh7+ ' Ke8 2. e5 Rd5 vegna 16. Bb5 R8e7 17. Rg4. 36. Dc3 f6
37. Dxh5+ Kg7 42. a4 Hd6 3. d4 d6 16. Rg4 Rb4 37. Hal Dxb5
38. Be3 e5 43. Hel Bxb2 4. c4 Rb6 17. Hacl c6 38. Ha8 Kh7
39. Dg5+ Kf7 44. axb5 axb5 5. exd6 18. a3 Ra6 39. Hxb8 Hxb8
40. Df5+ Df6 45. Db7 c3 Hér er einnig leikið 5. f4, og 19. Rxf6 Dxf6 40. Dxf6 Hg8
Hér fór skákin í bið eftir 46. Bc5 Hd2 leiðir það til ágætrar stöðu 20. Bf4 Rb8 41. He7+ Rxe7
mikið tímahrak beggja. 47. Dxb5+ Kf7 fyrir hvítan. 21. Hfel 42. Df7+ svartur gafst upp.
llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll
r
Ljóð á
laugardegi
Að glíma víð Jón og Grím
BENEDIKT
AXELSSON Hr
Ég vil byrja á því að gefa fólki sem
boðið er í kokdilliveislu nokkur ráð. Það
besta er að hafna boðinu. Ef menn aftur
á móti fara í siíka veislu til að fá
brennivín fyrir ekki neitt, er þeim bent
á að taka sér stöðu við dyr þær sem
gengilbeinan kemur inn um, taka þar við
glasi, rölta svo þvert yfir salinn og sötra
úr glasinu á leiðinni þannig að glasið sé
tómt um sama leyti og gengilbeinan er
komin hálfhring I salnum. Síðan er tóma
glasinu skilað og fullt glas fengið í
staðinn og síðan er rölt aftur yfir salinn
o.s.frv.
Að sjálfsögðu ber að varast að taka
nokkurn mann tali, því að slíkt myndi
raska kerfinu, og þar að auki mun tals-
vert erfitt að tala með glas á milli
lannanna. Ef einhver er samt sem áður
svo óheppinn að einhver tekur hann tali
er rétt að hlusta í svo sem hálfa mínútu,
biðja hann svo að fyrirgefa, hann þurfi
að skreppa yfir í hinn enda salarins að
tala við forsætisráðherrann. Slík
yfirlýsing fellur alltaf í góðan jarðveg,
nema áðurnefndur maður sé forsætis-
ráðherrann.
Fólk ætti ekki að fara í slík boð i þeim
tilgangi að seðja hungur sitt, nema
viðkomandi sé dvergur eða hann sé að
safna tannstönglum.
Þeir sem fara eftir þessum
ráðleggingum ættu að varast að taka í
höndina á húsmóðurinni þegar þeir yfir-
gefa samkvæmið, því að þeir eru örugg-
lega ennþá með glasið i hendinni.
í kokdilliboðum kann ég mig.
Ég kne.vfa vin,
ogfyrirlíl alla sem aðeins drekka
appelsín.
Ég er íslendingur frá loppi til táar
og teyga vín.
Höfðu forfeður okkar þann ésið að
drekka
appelsín?
Nei. Þeir drukku vín og léku löngum
á langspil tvö.
Og veisla var ekki í fyrndinni framin
milli fimm og sjö.
Ég fór á veitingastað um daginn og
ætlaði að gera mér dagamun. í tilefni
þess pantaði ég mér önd, þar sem ég
hafði aldrei bragðað þann fugl. Þegar
klukkustund var liðin frá þvi að ég
pantaði öndina og ekkert bólaði á henni,
varð ég reiður og kallaði á þjóninn. Ég
sagði honum með vel völdum orðum álit
mitt á staðnum, þjónastéttinni, ríkis-
stjórninni, landhelgismálinu og fleiru.
Þjónninn hlustaði á mig með stakri þolin-
mæði. Eftir ræðuna, sem var um
fimmtán mínútna löng, sagði ég þjónin-
um að nú væri þolinmæði mín þrotin,
það væri klukkutími síðan ég hefði
pantað mér önd og ég væri ekki farinn
að sjá hana enn.
Það er ekki von, sagði þjónninn. Þú
ster.dur á henni.
Þetta minnir mig á það að einn
kunningi minn fór að skjóta gæsir fyrir
alllöngu. Nokkru seinna fékk hann
kveðju í þættinum, Óskalög sjúklinga,
með þessu iagi:
I vor kom ég sunnan og syng nú í vetur
saknaðarljóð til þín, elskan min, Pétur.
Ég hitta vil þig,
því þú hittir ei mig.
Hve það yrði næs.
Kveðja. Rangárvellsk gæs.
Einn kunningi minn er svo heimskur
að það nær engri átt. Þegar hann kom til
mín um daginn vildi svo illa til að það
var rafmagnslaust hjá mér. Af hverju er
svona dimmt hjá þér? spurði þessi vinur
minn. Það er vegna þess að rafmagnið er
farið, svaraði ég. Hvert fór það, spurði
hann þá.
Annan kunningja á ég sem er svo
svartsýnn að hann hugsar sig um tvisvar
áður en hann býður góðan dag.
I þriðja lagi þekki ég mann sem hefur
þann ósið að gefa frá sér búkhljóð, í
veislum, sem aimennt eru talin fremur
óviðurkvæmileg. Hann hefur líka þann
ósið, að í hvert sinn sem hann gefur frá
sér slíkt hljóð lítur hann með hneykslun
á kt>nuna sína.
Ég má ropa og reka við
í ríki voru,
ef ég segi afsakið
öðru hvoru.
Maður nokkur spurði mig um daginn,
hvort það væri ekki erfitt að skrifa
svona þátt vikulega. Ekki gat ég neitað
því og það kæmu þeir dagar að ég gæti
ekki samið einn einasta brandara. Hann
bað mig að kvlða engu, sá dagur hlyti
að koma einhvern tíma að ég gæti
bögglað saman einum.
Annars leiðist mér alltafifólk sem er
að reyna að vera sniðugt. Ég_þoli til
dæmis alls ekki sjálfan mig.
Það er sumar og sólskin í dag
og sólin brosir við mér.
í tilefni þess sem ég ljóð og lag
og Ijóðið er helgað þér.
Þú hefur verið mér vina mín
viskubrunnur ár og síð,
eins og var hún amma þín
afa þínum forðum tíð.
Oft hef ég blessað afa þinn
og ömmu þina iíka af því,
að hún byrgði ei brunninn sinn
fyrr en barnið var dottið ofan í.
Það hefur verið skrifað um það í blöð
að dyraverðir veitingahúsanna séu hinir
verstu menn. Ég er ekki sammála þessu.
Þeir henda fólki ekki út nema full
ástæða sé til.
Eg fór til dæmis á Sögu um daginn og
var búinn að segja dyravörðunum þar
brandara í hálftíma áður en þeir sáu
ástæðu til að henda mér út. Ég sagði
þeim að ef þeir hentu mér út þá myndi
ég skrifa um þá 1 Dagblaðið. Þeir hættu
við að henda mér út þangað til ég var
búinn að læra nöfnin á þeim. Síðan
vísuðu þeir mér að sjálfsögðu á dyr og
voru afar samhentir við það.
Oft mér baka auðnutjón
allra handa glímur.
Ef mér hleypir inn hann Jón,
út mér kastar Grímur.
Mór býsna margar bændaglímur
baka auðnutjón.
Ef mér hleypir inn hann Grímur
út mér kastar Jón.
Eg vil svo að lokum benda fólki á það
að segja Jóni og Grími ekki brandarana
mína. Þeir kunna nefnilega að meta þá,
og köstuðu mér út, eingöngu vegna þess
að annars hefðu þeir drepist úr hlátri.
Ben. Ax.
Lausnin er á bls. 16
709
i>ér haldið þó ekki
sé smitandi, læknir..
að þetta