Dagblaðið - 25.05.1976, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 25.05.1976, Blaðsíða 2
2 Styttið leiðina í Skerjaf jörðinn: DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 25. MAl 1976. OPNH) NJARÐARGOTUNA AFTUR! 6075-7550 skrifar: Fyrir nokkrum dögum síðan vildi svo til að ég þurfti að fara þrjár ferðir sama daginn frá Skipholti og suður í Skerjafjörð til að koma pökkum með Flug- félagsvél til Akureyrar. Fór ég Raddir lesenda þá að hugleiða hve mikil sóun það er á bensíni eða öðru elds- neyti að þurfa að fara þennan krók út í Skerjafjörð eða því sem næst, i stað þess ef hægt væri að aka suður Njarðargötu sunnan Hringbrautar eins og var hér áður. Því finnst mér ástæða til að koma þeirri spurningu á fram- færi við borgaryfirvöld hvort það hafi verið kannað hvað það kostar Reykvíkinga nú, þegar bensínið kostar 70 kr. lítrinn, að þurfa að aka miklu lengri vegalengd út á flugvöll en nauðsynlegt er. Manni verður á að spyrja hvort þetta sé hægt „móralskt" séð þegar þjóðin er á hvínandi kúpunni í öllu tilliti. Og þar sem Njarðargatan er hvort sem er til staðar, þótt hún þarfnist sennilega töluverðrar lagfæringar, fyndist mér rétt að þetta mál yrði athugað þótt ekki væri nú meira gert í mál- inu. Það mundi ef til vill leiða til þess, að við færum að hug- leiða í alvöru nauðsyn þess að spara dýrt innflutt eldsneyti á skipulegan hátt í stað þess að sóa því á þennan og annan hátt. Njarðargatan suður af Hringbraut. Ekki mikill kostnaður að opna hana aftur, segir lesandi. HREINSID LÍKA GÖNGU- GÖTURNAR í BREIÐHOLU! — Gott ufflhverfi tkapar gðBa umgengni en tóðo- ikapur hkðuleyti. — Þettaatttt borgor- yfirvöld oð hofa I huga tegtr hútmóðir i Breiðholti Nomta Sámúelsdóttlr hringdi: „Gotr umhverfi skapar nóda umjíengni. Þetta cr vtðurkennt af ölium en þvi miður virðast borgaryfírvöld ekki taka míkíð jnark ð þessu ef dæma mð viðbrögð beírra vtð .sððaskap ð gönRugötu milli Kron við Kddu- fell og IAufe.ila i BreiðholU III. Þessi göngugata er strðð gler- brotum sem eru beinllnis stór- jjfettuleg, sérstakhíga börnum sem þarna eru mikið að leík. Hið siæma ástand göngu- götutinar beinlínts fæðir af sér enn írekari sððaskap. F.r hef reynt ad fá göngu- götuna hreinsaða. talað vid gatnahreinsunardeild og beil-. brtgðisyfirvöld eit ekkert gengur. Skyidu |>eir éiita að i*kk» taki að þrifa i BreiðhoU- inu'f Ef svo er i>á er það alvar- legur blutur — |>vi súðaskapur ieiðir af sér hirðuleysí gagnvart nmbverfi. Þanníy. myndast vlta- hrtngur — nenta auðvitað ailir hjálpist við að skapa fagra bnrg hreiita borg — griena borg." ÍBÚAR í HINUM NÝJU BORGARHVERFUM OF HilMTUFREKIR — þeir sópi sína stétt sjólfir Húsmóðir í Vesturbænum svarar húsmóður í Breiðholti: Mig rak í rogastanz er ég las bréf Normu Samúelsdóttur varðandi hreinsun tiltekinnar göngugötu í Breiðholti. Konan getur þess réttilega að gata stráð glerbrotum er stórhættuleg. En þvi að eyða tímanum í að sitja við símann og jagast um þaö, að verka- menn frá borginni komi og sópi göngugötuna? Því gera íbúarnir þaö ekki sjálfir? Önnur leið væri einnig að húsfélag eða húsfélög fengju nokkra krakka eða unglinga til að halda götunni hreinni. Svo mætti gefa þeim kakó á eftir. Og eftir á yrði allt umhverfió skemmtilegra og sambúðin betri og ánægjulegri. Eg hef lengi búið í Vestur- bænum og mér dettur ekki i hug að krefjast þess að gangstéttin fyrir framan hús mitt sé sópuð af launuðum borgarverkamönnum. Eg sópa mína stétt sjálf á sumrin og moka hana á veturna. Slíkt gera inargu i limum eldn nverfum og telja það ekki eftir. Fólkið i nýju hverfunum — og þá ekki sízt i Breióholtinu — er svo miklu kröfuharðara.Það vill fá bókstaflega allt sér fært á silfurbakka. Atkvæðasmalar stjórnmálaflokkanna eiga þar einnig sök á. Allt skal gert í Breiðholtinu fyrir íbúana. Fólki þar dettur svo ekki í hug aó sópa sjálft utan sinna húsa og'sópa steyptar göngugötur að húsdyrum. Nei, þaö er eytt meiri tima í að heimta verka- menn frá borginni til slikra hluta en timanum sem í það fer að gera vorkið og skapa með því betri móral. Vegir í V-Barðastrandarsýslu: Niðurgrafnir, stórgrýttir og vatnselgurinn streymir yfir Kristján Pétursson.Skriðnafeili Barðaströnd, V-Barðastrandar- sýslu, skrifar: ,,A Barðaströnd búa rúmlega 200 íbúar við algjört öryggis- leysi og mjög ófullkomna þjón- ustu á flestum sviðum, sem stafar fyrst og fremst af sam- gönguleysi á vetrum viö Pat- reksfjörð. Heiðin er mjög sjaldan mokuð en svo á þó aó vera einu sinni í viku, þrátt fyrir að Baróaströnd sé lang- stærsti mjólkurframleiðandi fyrir mjólkursamlag V- Barðastrandar. Þrátt fyrir erfiðleika í flutningum þá er þaö þó ekki meginmál greinar minnar, heldur ástand vega í V-Barðastrandarsýslu. í Þjóð- viljanum 2. marz síðastliðinn birtist grein eftir Björn Ölafs- son verkfræðing Vegagerðar- innar á Isafirði. Hann fjallaði um ástand vega í sýslunni auk annarra landshluta. Haldið var blákalt fram í greininni að ástand vega í V- Barðastrandarsýslu sé alveg ágætt og sé það fyrir dugnað og vakandi auga Braga Thorodd- sen, vegavinnuverkstjóra á Pat- reksfirði. Hljómar vel í eyrum, ekki satt? Vissulega, en gallinn er bara sá, að fullyrðing Björns er víðs fjarri sannleikanum. Raunar furðulegt að maður með heilbrigða skynsemi skuli láta svona út úr sér. Greinin sem slík er ekki svaraverð — vegfarendur sjálfir gera sér bezta grein fyrir hinu hörmu- lega ástandi vega hér vestra. Ástand vega í V- Barðastrandarsýslu er 1 stuttu máli: I Ketildalshreppi er vegurinn niðurgrafinn, stór- grýti víða uppistandandi og vatnsstreymi víða yfir veginn. Vegurinn lokast í fyrstu snjóum. I Suðurfjarðarhreppi er vegaástand þannig að vísu að smákaflar eru ruddir upp en skortir mikinn ofaníburð. Vegurinn er víða niðurgrafinn, blindhæðir og mjög knappar beygjur. Vegurinn yfir Hálfdán er á sömu bókina. Þar skortir alls staðar mikinn ofaníburð og vatn rennur víðast óhindrað yfir veginn. í Tálknafirði eru mjóir, hlykkjóttir vegir þar sem vatn streymir víða yfir. Vegur- inn til Patreksfjarðar er aö vísu sæmilegur sunnan til en norðan til eru sömu troðningarnir og hafa verið í áratugi. Vegurinn úr Örlygshöfn og út í Látra er hrikalegur — á liðnu sumri var það þannig að bílar, sem fóru þessa leið komu stórskemmdir til baka, svo mikió var stórgrýtið. Lengi má telja enn en nú er mál að linni og sný ég mér að Kleifarheiði. Bragi Thoroddsen sagði í við- tali við Tímann að ekki hafi þurft að moka Kleifarheiði frá janúarbyrjun og fram í apríl veturinn ’75. Kleifarheiðin er afskaplega slæm, óbrúaðir lækir, illa gengið frá vatnsrás- um víða. Að ekki hafi þurft að moka Kleifarheiðina allan þennan tíma eru ósannindi. Þaö átti að moka Kleifarheiðina íslenzkir vegir hafa orðið mörg- um bílnum að fjörtjóni, þá ekki síður í V- Barðastrandarsýslu en annars staðar. tvisvar í viku siðastliðið haust en reyndust tóm svik er til kom. Framan af vetri var heiðin snjólétt en er kom fram i febrúar kyngdi niður miklum snjó. Þrátt fyrir aö moka hafi átt tvisvar í viku reyndist það blekking — og ekki var einu sinni svo gott að mokað væri vikulega. Þrátt fyrir beiðnir að mokað yrði þá var það ekki gert. Ekki ætla ég að tíunda að sinni viðskipti Barðstrendinga við Vegagerðina en fullyrð- ingar hinna háu herra Vegagerðarinnar hér vestra eru bókstaflega út í bláinn, raunar skilur maður ekki hvað að baki liggur.” HELDUR VIFILL SKÁTAMÓT? Jón Hermannsson hringdi: „Mig langar til að fá upplýsingar um skátastarfsemi og þess vegna sný ég mér til ykkar. Eg hef heyrt að skáta- félagið Vífill í Garðabæ ætli að halda skátamót í sumar. Er þaó rétt? Hvernig mól verður þetta? Dagblaóió hafði samband vió Sigurjón Vilhjálmsson fyrrver- andi formann Vífils. ' Hann sagói okkur að opið skátamót yrði haldið fyrstu vikuna í júlí. Öllum skátum er velkomið að mæta. Fyrirhugað er að hafa það í Urriðakotsdal fyrir ofan Garðabæ. Félagar i skátaféiaginu Vífli í Garðabæ undirbúa álfabrennu í vetur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.