Dagblaðið - 25.05.1976, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 25.05.1976, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 25. MAI. 1976. Fer í mál við lögregluna: Nýstárlegasti sundstaðurinn: Telur meðferð á sér hafa valdið meiðslum „Eg hef legið rúmfastur nú í vikutíma og bið þess að bólga hjaðni svo í fæti mínum að ég geti gengizt undir skurð og neglingu beina í sjúkrahúsinu á Akureyri,” sagði Bjarni Árnason fréttaritari Dagblaðs- ins á Siglufirði er hann hafði samband við blaðið. „Það eru óheppileg afskipti lögreglumanna af mér á slys- stað sem ég tel eiga alla sök á því hversu illa til tókst með fótbrot er ég hlaut á götu úti. Auk ökklabrotsins, er ég hlaut við fall, eru sinar teygðar og æðar í hnút eftir aðgerðir lög- reglumanna er á vettvang komu. Þeir ákváðu með sjálfum sér að ökklinn væri aðeins úr liði og ætluðu að kippa í liðinn á staðnum. Þá fór sem fór og mun ég eiga í afleiðingum verka þeirra margar vikur umfram það sem orðið hefði af fótbrotinu einu saman,” sagði Bjarni. „Forsagan er sú,” sagði Bjarni, „að ég kom af balli aðfaranótt 16. maí. Á Þormóðs1- götu heyrði ég kallað til mín að baki mér. Ég sneri mér snöggt við og á einhvern óskiljanleg- an hátt snerist fóturinn undir mér og ég féll. Kvalirnar voru ólýsanlegar og fóturinn sneri í öfuga átt við það sem vera átti. Fólk dreif að, þar sem ég lá í götunni, og einn vegfarenda hagræddi fæti mínum. Þá minnkuðu kvalirnar. Lög- reglumenn, sem voru skammt frá, voru látnir vita. 1 stað þess að flytja mig i sjúkrahúsið, sem er í 2—300 m fjarlægð, ályktuðu þeir að ég hefði farið úr liði um ökkla. Hófu þeir að toga í og vinda fótinn brotna með ólýsanlegum kvölum fyrir mig. Síðan ákváðu þeir heim- flutning. Var mér eiginlega hent upp í bílinn og látinn ganga upp tröppurnar er heim kom, og sagt að vera ekki með neinn aumingjaskap. Fyrir þrábeiðni féllust þeir síðar á að flytja mig I sjúkrahúsið. 1 sjúkrahúsinu kom í ljós að ökklinn var brotinn svo illa að negla yrði saman og yrði það að gerast á Akureyri. FLATMAGAÐ í TÆRUM 0G HLÝJUM AFRENNSLISLÆK „Þetta er 35—40 stiga heitt afgangsvatn, sem rennur þarna í lækinn svo það er engin hætta á að neinn brenni sig,” sagði Gunriar Kristinsson, verkfræð- ingur hjá Hitaveitu Reykja- víkur, er DB spurði hann hvernig stæði á þessum læk er svo margir hafa flat- magað í á sólardögunum undan- farna daga. „Vatn þetta notum við til að blanda saman við vatnið úr borholunum en eins og tíðin er núna þurfum við ekki á þessu vatni að halda.” n „Váá, hasa skutla!” (Snemma opnast augu piltanna fyrir kvenlegum yndisþokka). — KL ' % -j; 1 Ja, ég er að passa að tærnar sóibrenni ekki. Það er ekki amalegt að geta baðað sig í svona náttúrlegu umhverfi. (DB-myndir Björgvin). Ytri-Njarðvík: SÓKNARBÖRNIN VINNA SJÁLF AÐ SMÍÐI KIRKJUNNAR Ég fór inn til Akureyrar og sögðu læknar þar að fóturinn væri illa farinn. Auk brots væru sinar teygðar og æðar í hnút og ökklinn mjög bólginn. Aðgerð var óframkvæmanleg unz bólga hjaðnaði. Er ákveðið að ég fari aftur til Akureyrar nk. fimmtudag og uppskurður og negling fari fram nk. mánu- dag. Þá verður rúmur hálfur mánuður frá því að slysið átti sér stað. Þá fyrst getur aðgerð og lækning hafizt og tel ég lögreglumennina eiga mesta ef ekki alla sök á þeirri bitru staðreynd.” Bjarni kvaðst viðurkenna að hann hefði verið undir áhrifum áfengis. Einnig taldi hann hásólaða skó eiga þátt í fallinu á götunni og þar með brotinu. En fljótfærnislegar og misráðnar athafnir lögreglu- mannanna hefðu komið sér verst. Taldi hann sig betur hafa verið settan liggjandi i götunni en að fá lögreglu- mennina á vettvang. Bjarni kvaðst nú undirbúa málsökn á hendur lögreglunni og unnið væri að vitna- og gagnasöfnun. BÁ/ASt. „Áhuginn á kirkjubyggingunni hefur verið mjög mikill hérna í Ytri-Njarðvíkunum,” sagði Árni Júlíusson, formaður nýstofnaðs bræðrafélags í Njarðvíkunum, er við töfðum hann við frásláttinn á guðshúsi þvi sem Ytri- Njarðvíkingar hyggjast reisa yfir söfnuð sinn — og eru reyndar búnir að steypa upp að nokkru leyti. „Undanfarnar helgar hafa starfað á milli 15 og 30 sjálfboða- liðar við fráslátt, naglhreinsun og mótahreinsun og lýsir það gleggst áhuganum á því að við eignumst okkar kirkju í Ytri-Njarðvíkum og einnig að sóknarpresturinn okkar, Páll Þórðarson, fái góða aðstöðu til sinna starfa,” sagði Árni. Ytri-Njarðvíkurkirkjan verður hin fegursta bygging, ef dæma má eftir likani. Áætlað var að hún kostaði fullbúin um 30 milljónir króna, en sjálfsagt hafa þær tölur eitthvað hækkað í dýrtíðinni. Fjárins til byggingarinnar hefur verið aflað og verður með starfi sóknarbarnanna, en auk þess leggur Njarðvíkurhreppur fram eina milljón króna árlega. — emm Grjótjötni forðoð undon hamrinum Samkvæmt upplýsingum, sem Dagblaðið hefur aflað sér, hefur stjórn fyrirtækisins Sandskips hf., sem gerði út dæluskipið Grjótjötun um eins árs skeið, tekizt að forða fyrir- tækinu frá gjaldþroti. Auk persónulegra framlaga tve'ggja stjórnarmanna hefur tekizt að útvega fyrirtækinu lán að upphæð rúmlega þrjátíu millj. kr.; stór hluti þess í víxl- um á tvo banka, Landsbankann og Búnaðarbankann. — ÓV.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.