Dagblaðið - 25.05.1976, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 25.05.1976, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 25. MAl 1976. ■HH Marteinn Geirsson, hinn sterki miðvörður Fram og landsliðsins, hélt í gær til Belgíu til að ræða við forráðamenn belgísks knattspyrnu- félags um atvinnumannasamning. Hér er einungis um viðræður að ræða og alls óvíst hvort Marteinn fer í atvinnumennskuna, könnunar- viðræður Marteini að kostnaðar- lausu. Félagið sem Marteinn fór til við- ræðna við er í 2. deildinni belgísku. Það var fyrir nokkrum árum ofar- lega í 1. deild en féll. Nú hins vegar á að gera mikið. Liðið varð ofarlcga í 2. dcildinni á síðastliðnum vetri. Viðræður Marteins við hið belg- iska félag eru í gegnum danska þjálfarann Jack Johnson, sem þjálfaði Akureyringa þegar þeir voru siðast í 1. deild ’74. Sennilega kemur Marteinn heim á morgun og leikur með félögum sinum í Fram gegn Keflavík á fimmtudag. h halls. Dregið í riðla í Montreal! í gærkvöld var dregið í riðla á Olympíuleikunum í knattspyrnu í Montreal, sem fram fara i júlí. Riðl- arnir eru ákaflega missterkir, til að mynda lenda saman í riðli Brazilía, Austur-Þýzkaland, Spánn og Zambía. Brazilía og Spánn eru með ákaflegasterklið og hafa báðar þjóð- irnar farið í kringum lög Alþjóða Olympiunefndarinnar með reglur um atvinnumenn. Sama máli gegnir um A-Þýzkaland, sem tslendingar þekkja svo vel, en Þjóðverjar nota svipað lið og mætti okkur í Evrópu- keppninni. Hins vegar virðast andstæðingar okkar úr undankeppninni, Sovét- menn, eiga auðvelt með að komast upp úr riðli, mæta Kanada, N-Kóreu og Ghana. Drátturinn varð: Brazilía, Austur-Þýzkaland, Spánn og Zambia, eru saman í a-riðli. í b-riðli eru: Mexíkó, Frakkland, fsrael og Guatcmala, ákaflega tví- sýnn riðill. C-riðiIl: Uruguay, Pólland, fran og Nígería. Olympíumeistararnir Pólland eru iíklegastir sigurvegarar í C-riðli. D-riðilI: Kanada, Sovétmenn, N- Kórea, Ghana. Tvö lið fara upp úr riðli. Töp íslands í V-Þýzkalandi fsland lék tvo kvennalandsleiki um helgina við V-Þjóðvcrja og töp- uðust báðir. Þó stóðu íslenzku stúlk- urnar sig framar vonum og spiluðu oft ágætan handknattleik. Fyrri leikurinn tapaðist 7-10, en hann fór fram i Neustadt, sem er lítil borg skammt frá Hannover. Mörk fslands í þeim leik skoruðu Oddný Sig- steinsdóttir og Guðrún Sigþórsdótt- ir 2 hvor. Þær Arnþrúður Karls- dóttir, Svanhvít Magnúsdóttir og Guðrún Sverrisdóttir skoruðu eitt mark hver. Síðari landsleikurinn fór fram í Luneborg og hann tapaðist einnig, nú með 8-15 eftir að staðan í leik- hléi hafði verið 8-7 fyrir þýzku stúlkurnar. En flest gekk úrskeiðis í síðari hálfleik, víti tapaðist og nokkrum sinnum small knölturinn í stöngum v-þýzka marksins. Þá komu yfirburðir Þýzkalands í Ijós. Mork fslands skoruðu Svanhvít Magnús dóttir 2, Arnþrúður Karlsdóttir 2, Hansína Melsted, Guðrún Sigþórs- dóttir og Guðrún Sverrisdóttir skoruðu sitt markið hver. Ólafur Júlíusson var ákaflega drjúgur liði sínu, ÍBK. Ef allt hefði verið með felldu hefði Ólafur átt að skora mark eða tvö. Hér sækir Ólafur að Jóni markverði Þróttar, sem var fyrri til. Steinar Jóhannsson fylgist með. DB-mynd Bjarnleifur. á f éll Þi — Þróttur tapaði fyrir ÍBK1-2 í 1. deil Enn mátti Þróttur bíta í það súra epli að tapa í 1. deild fs- landsmótsins í knattspyrnu. í gærkvöld tapaði Þróttur sínum þriðja leik og þá voru það Kefl- víkingar, sem lögðu nýliðana að velli 2-1. Þróttur var sízt minna með boltann. Það voru hroðaleg varnarmistök, sem kostuð tvö mörk og hefðu, ef Keflvikingar hefðu nýtt tækifæri sín betur, getað kostað fleiri mörk. Fyrri hálfleikur var jafn, liðin. skiptust á að sækja en ólíkt var meiri broddur í sókn Keflvíkinga. Þeir Ólafur Júlíusson og Gísli Torfason byggðu vel upp ásamt hinum unga og ákaflega efnilega nýliða, Sigurði Björgvinssyni. Honum hins.vegar hættir til að einleika um of i stað þess að láta boltann vinna meir fyrir sig. Iðu- lega skapaðist hætta við mark Þróttar, sérstaklega eftir ævin- týraleg úthlaup unglingalands- liðsmarkvarðarins Jóns Þor- björnssonar. Greinilegt að þar á pilturinn sá ákaflega margt ólært, þó efnilegur sé. Fyrra mark Keflvíkina á 35. mínútu kom eins og þruma úr heiðskíru loftu. Gísli Torfason gaf fram bolta á Friðrik Ragnarsson en miðvörður Þróttar, Leifur Harðarson var fyrri til í boltann og engin hætta virtist á ferðum. Þá kom hreint furðuleg sending til markvarðar og hinn ungi mið- herji Keflviícinga, Rúnar Georgs- son komst í sendinguna og skoraði þrátt fyrir góða tilburði Jóns í markinu, 0-1. Við þetta var eins og dofnaði yfir Þrótturum og það reyndist Staðan í íslandsmótinu Eftir tvær umferðir er staðan í 1. deild nú: ÍBK Valur KR ÍA Vikingur Fram FH Breiðablik Þróttur 2 0 0 8-2 2 0 0 7-2 110 5-2 1101-0 1 1 1 10 0 12-40 3 0 0 3 2-7 0 1 0 0 1 0 1 2-3 1-3 1-6 Að loknum tveimur umferðum í 2. deild er staðan: ÍBV ÍBÍ Ármann Haukar Völsungur Þór KA Reynir Selfoss 0 0 3-0 4 105-23 2 2 2 110 5-23 1 1 0 0 4-0 2 012-32 111-2 1 111-5 1 1 1-4 0 2 2-6 0 1 0 0 0 0 0 0 Dómarinn stöðvaði leik- inn er Dunn lá í 6. sinn — Muhammad Ali lék sér að brezka Evrópumeistaranum í Munchen í nótt Muhammad Ali var aftur við sitt bezta í nótt. Eftir að hann hafði slegið enska Evrópumeist- arann Richard Dunn þrívegis niður í 4. lotu og aftur þrívegis í þeirri 5. stöðvaði dómarinn keppni þeirra í Múnchen í nótt, sem hófst kl. tvö að íslenzkum tíma vegna sjónvarpsáhorfenda í Bandarikjunum. Ali hafði al- gjöra yfirburði í titilleiknum — sýndi nú allt annan og betri leik en fyrir mánuði, þegar hann lenti í taphættu gegn Jimmy Young. En þó leikurinn væri góður fyrir Ali, sem fékk eina milljón dollara í sinn hlut — um 180 milljónir íslenzkar, en Dunn hlaut 32 milljónir — var hann það ekki fyrir Þjóðverjana, sem sáu um framkvæmd leiksins. Klukku- stund fyrir leikinn voru áhorf- endur aðeins í helming 13000 sæta í Olympíuhöllinni í Múnchen. Fjölgaði verulega síðustu klukkustundina — en þó langt frá því, sem reiknað hafði verið með. Dýrustu miðarnir, við hringinn, kostuðu 70 þúsund krónur og þar sátu aðallega prúð- búnar konur í síðum kjólum. ',,Ég er mjög ánægður — ég æfði svo vel fyrir þennan leik,” sagði AIi í sjónvarpsviðtali eftir leikinn. „Þessi maður — Dunn — á eftir að vera í fremstu röð lengi. Eg vil gjarnan keppa við hann aftur — hann á það skilið,” sagði Ali. Hinn 31 árs Dunn, sem var nær öþekktur boxari fyrir ári, var spurður hvort Ali hefði meitt hann og svaraði: „Já, tvö högg hans voru ógnarleg. Auðvitað varð ég fyrir vonbrigðum — en ég vona að ég fái annað tækifæri. Ég er nógu sterkur. En Ali sýndi það í nótt, sem hann hefur alltaf sagt — að hann er/„The greatest” — sá mesti.” Strax í byrjun hóf Dunn sókn — „það er hið eina, sem ég þekki í boxi, stefna áfram og berjast,” sagði hann eftir á. Hann kom inn vinstri handar höggum í hverri lotu — en hægri handar högg Alis lentu á höfði Dunn og með þeim skoraði hann stigin. Þriðja lotan var þó jöfn. „Ég hélt að þetta yrði auðveldara — ég vissi ekki að hann var svona þunghöggur. Ég hélt hann mundi hlaupa og hlaupa, en hann óttast greinilega ekkert.” sagði Ali. I hringnum dansaði Ali — var miklu léttari en á dögunum en gegn Young, eða um 100 kíló, sex kílóum þyngri en Dunn! „Ali vann tvær fyrstu loturnar á stigum — naumlega þó — en bezta lota Dunn var sú þriðja. Þá kom hann nokkrum vinstri handar höggum á Ali, tvívegis fylgt eftir með þeirri hægri. Ali varð þá að fara út í kaðlana og verjast. Jöfn lota. En í þeirri fjórðu tók Ali völdin í sínar hendur — virtist geta komið höggi á enska áskorandann, þegar hann vildi. En við skulum nú aðeins fara yfir loturnar fimm. 1. lota. Dunn var fyrri til að slá, en fór svo í hringi þegar Ali dans- aði í kringum hann. Sá enski hrakti Ali í eitt hornið og kom þremur vinstri handar höggum á rif Alis. Ali svaraði með „langri” hægri, vinstri í magann — og skæðadrífu af höggum. Fékk þó eitt í andlitið, því Dunn hélt áfram að sækja. Lota Alis. 2. lota. Kapparnir beinlínis hlupu inn á miðju hringsins — og þrjú vinstri handar högg Dunn lentu framan í Ali. En meistarinn mikli skoraði stigin með þeirri hægri. Dunn riðaði um tíma á fótunum, en náði sér fljótt á strik aftur. Við bjölluhljóminn fékk Dunn högg á kjálkann. Lota Alis. 3. lota. Ali dansaði — Dunn steig þungt niður — og kom allt í einu miklu höggi á kjálka Alis — hrakti hann út í kaðlana, en Ali slapp. Kom síðan báðum hönzkum á kjálka Dunns — og upperkutti og sótti mjög í lok lotunnar. Jöfn lota. 4. lota. Enn dansaði Ali — sá enski óð áfram. Hægri handar högg lenti á Dunn, sem tók taln- ingu að átta. Þá byrjaði hann líka að dansa — en það var stutt. Skæðadrifa á höfuð áskorandans og hann var illa meiddur. önnur og aftur talning — nú aðeins að fjórum. Þá stóð Dunn upp aftur — en Ali sendi hann strax I gólf- ið. Talning að átta. Dunn var enn uppistandandi í lok lotunnar — illa særður. Lota Alis. 5. lota. Ali benti á gólfið, þegar lotan hófst: „Nú færðu að liggja,” en Dunn elti hann. Lifði á kjark- inum eins og hann hafði lofað. Ali fór í kaðlana — beið opnunar, en lét Dunn berja sig í rifin. Þá kom Ali með vinstri handar högg I maga Dunn og fylgdi eftir með þeirri hægri á kjálkann. Grrfni- legt að Dunn gat fallið hvenær sem var. Hægri aftur, síðan sú vinstri hjá meistaranum. Dunn féll — en stóð upp á níu. Féll strax aftur við fyrsta högg Alis. Stóð aftur á fætur á átta — en Ali kom honum strax í gólfið, vinstri, hægri. Dunn reyndi að standa á fætur, en dómarinn Herbert. Thomser greip inn í. Öllu lokið — Ali sigraði á tæknilegu rothöggi. Sautjón ára yngsti liðsmaðurinn í badm Fimmtudaginn 27. maí heldur íslenzka landsliðið í badmin|on til Færeyja og leikur landsleik við Færeyinga 27. maí í Þórshöfn og verða leikirnir fimm einliða- leikir og tv.eir tviliðaleikir. Eftirtaldir menn leika fyrir Island: Friðleifur Stefánsson fyrirliði, Sigurður Haraldsson, Haraldur Kornelíusson, Sigfús Ægir Arna- son, Steinar Petersen og Jóhann Kjartansson. Jóhann er eini nýliðinn í landsliðinu og um leið yngsti leikmaður sem leikur landsleik fyrir Island í bad- minton, aðeins 17 ára. Þetta verður annar landsleikur þessara þjóða. Hinn fyrri fór fram hér i Reykjavík 31. október 1975 og lauk með sigri tslands 5:0. Þessi landsleikur við Færeyinga verður 4. landsleikur íslendinga í badminton, áður höfum við leikið við Norðmenn og Finna. Þegar landskeppnin við Færeyinga fór fram hér cl. haust, komu Færeyingar með veglegan bikar til að keppa um í lands- keppni og er hann gefinn af

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.