Dagblaðið - 25.05.1976, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 25.05.1976, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. LRIÐJUDAGUH 25. MAÍ 1976. 9 Tollvarðamálið: ) V Enn fara Kristján og Haukur út fyrir umdœmið Rannsókn heldur áfram í máli þeirra tveggja tollvarða sem Dagblaðið skýrði frá í gær aó handteknir hefðu verið. Yfirheyrsur hafa farið fram en sem vænta má eru þær á byrjunarstigi. Þriðji maðurinn sem er sjómaður úr ' Kefla- vík hefur einnig verið handtek- inn. Ekki er vitað á þessu stigi málsins hversu mikið málið er aö umfangi en talið er að þar sé um aðstoð við óiöglegan innflutning að ræða á ýmsum vörutegundum, en ekki aðeins tóbaki og áfengi. Hins vegar má telja fullvist að rökstuddur grunur leiki á um alvarleg brot í starfi tolivarðanna tveggja og varði þau vióurlögum sam- kvæmt almennum hegningar- lögum, reynist hann réttur. Þeir Kristján Péturs- son og Haukur Guðmund- son tóku málið að eigin frumkvæði til rannsóknar með þeim árangri að talið var rétt að setja tollverðina tvo i gæzluvarðhaldsvist á laugar- dag. Hafa þeir Kristján og Haukur afhent Sakadómi Reykjavikur málið til meðferðar. Þar rannsakar Hannes Thorarensen rann- sóknarlögreglumaður málið, en Haraldur Henrýsson saka- dómari stjórnar yfirheyrslum og rannsókninni allri. Kristján Pétursson deildar- stjóri í tollgæzlunni á Kefla- víkurflugvelli var nýiega kærður fyrir að hafa afskipti af grunuðum mönnuin utan lögsagnarumdæmis Keflavíkur- flugvallar í samvinnu við Hauk Guðmundsson. Enn hafa þeir félagar farið út fyrir sitt lögsagnarumdæmi. Spurningin er bara sú hvort þeir fái ekki eina kæruna enn fyrir afskipti sín? Þess skal getið að frumrann- sókninni hespuðu þeir félagar af á fimmtudag og föstudag — en þá daga hafði Kristján fengið sumarleyfi. -BS- „LÖGGÆZLUMAÐURINN" Á FERÐ — Öldutúnsskóli tekur upp nýjung í kennsluháttum ,,Við höfum leyst upp bekkina og blandað saman árgöngum. í þessum hópi, sem var ..Löggæzlumaðurinn”, voru krakkarnir 10, 11, 12 og 13 ára.” Þetta eru orð Jóns Jónassonar kennara i Öldutúnsskóla í Hafnarfirði en skólinn hefur tekið upp þá nýjung í kennsluháttum að leyfa krökkunum að fara á ýmsa staði síðustu kennsluviku skólaársins. Hópurinn, sem heitir ,,Löggæzlumaðurinn“ og sést hér á meðfylgjandi myndum, fór að heimsækja þá á lögreglustöðina í Hafnarfirði, hann fór í tollgæzluna, á bæjarfógetaskrif- stofurnar í Hafnarfirðí og á lögreglustöðina i Reykjavík. Jón sagði að alls staðar hefði þeim verið afskaplega vel tekið og enginn vafi væri á að allir hefðu haft hið mesta gaman og gagn af. ekki síður kennararnir. Þeir voru tveir með ..Löggæzlumanninum", Jón og Guðmundur Sveinsson. Og þeir eru fleiri hóparnir með kennurum sínum sem sézt hafa á hinum ýmsu stöðum bæði í borginni og nágrenni. Hópurinn ..Bóndinn" fór til dæmis til Selfoss og skoðaði Mjókurstöðina. Hópurinn „Hljómsveitar- maðurinn" fór á æfingu hjá Sinfóníuhljómsveitinni og Lúðra- sveit Hafnarfjarðar og fleira. Það voru líka hópar sem nefndust „Fréttamaðurinn," „Flugmaðurinn" og „Visinda- maðurinn". Sem sagt, þar var reynt að hafa sem flestar starfs- greinar. Jón sagði að aðalmarkmiðið með þessu væri að krakkarnir kæmust í snertingu við hin ýmsu störf af eigin raun og kynntust þeim. Síðasti dagur þessarar raunhæfu starfskynningarviku fer svo í úrvinnslu. -EVI. „Löggæzlumaðurinn", hópurinn úr Öltutúnsskóla ásamt kennurum sinum, fékk kók og kræsingar hjá Óskari Ólasyni yfirlögregluþjóni (f.vrir miðju). Óskar sýndi þeim herlegheitin á lögreglustöðinni og svo mótorhjólin. Strákarnir tylltu sér á bak og einstaka stelpa lika. Það vakti mikla kátinu þegar sírenurnar vældu og rauðu ljósin blikkuðu á tryllitækjunum. Lamaði íþróttamaðurinn: SUÐURNESJAMENN ÆTLA AÐ GEFA ÁGÚSTI NÝJAN BÍL Fjársöfnunin til styrktar Ágústi Matthíassyni, sem staðið hefur 'yfir á Suðurnesjum und- anfarna daga, hefur gengið mjög vel en ætlunin er að safna fyrir nýjum bíl handa Ágústi, en Dagblaðið birti viðtal við hann fyrir nokkru. Ágúst, eða lamaði íþrótta- maðurinn eins og hann hefur verið nefndur, meiddist illilega á stangarstökksæfingu fyrir.25 árum. Hryggurinn brotnaði og mænan skaddaðist, sem orsakaði lömun fyrir neðan mitti. Síðan hefur Ágúst að mestu verið bundinn við rúmið og hjólastólinn og það eina sem gert hefur honum kleift að ferðast um svipað og aðrir, er bifreiðin. — Bilar ganga bara úr sér með árunum og Mustang- inn hans Gústa var farinn að láta á sjá. Nokkrir vinir og félagar Gústa hófu þvi f jársöfnun i því skyni að kaupa nýja bifreið og hefur hún gengið mjög vel. Bæði félög og einstaklingar hafa aflað eða lagt fram fé. Lionsklúbbur Njar'ðvíkur hélt bingó og gaf ágóðann í söfnun- ina, 120 þúsund. Örn Erlings- son, útgerðarmaður og skip- stjóri, safnaði saman einvala- liði um borð, með þá Jón Ey- steinsson sýslumann, Zakarías Hjartarson tollvörð, Árna Samúélsson kaupmann og Jón lsleifsson bankastjóra í farar- broddi. og reri til fiskjar á báti sínum Erninum um sl. helgi og nam aflaverðmætið um 70 þús. krónum. Eftir Dagblaðsgreinina hafa margir haft samband við Ágúst og rifjað upp gömul kynni, .honum til mikillar ánægju. Einnig hringdi móðir Helga Tómassonar og bauð Ágústi á listahátíðina þar sem Helgi mun dansa, en hún er systir Frímanns heitins Helgasonar sem reyndist Ágústi manna bezt á erfiðustu stundum hans. Friðrik Ársæll Magnússon í Njarðvíkunum og sparisjóður- inn í Keflavík veita söfnunarfé til Ágústs móttöku. emm Jóhanna Njálsdóttir og Berti Möller horfa á Ásmund Kristján sem ætlar áreiðanlega að verða lögregluþjónn ef hann verður nógu stór til þess. VILL OPNA AFGREIÐSLUR í NÆSTU BYGGDARLÖGUM Óskir hundraða Suðurnesja- manna, sem skipta við sparisjóð- inn í Keflavík, um að fá af- greiðslustaði í nágrannabyggðun- um fara að öllum líkindum að rætast bráðlega. Sparisjóðurinn i Keflavík hefur nýlega sótt um leyfi til Seðlabankans um að fá að opna afgreiðslustofnanir í Garði, Njarðvíkum og Grindavík, en það hefur lengi verið mjög aðkallandi fyrir sparisjóðinn að geta þjónað hinum mörgu viðskiptavinum sínum á þessum stöðum og ekki nema réttlátt að sparisjóðurinn verji einhverju af tekjum sín- um til bættrar þjónustu við við- skiptavini sína. Viðskipti sjóðsins hafa farið mjög vaxandi undanfarin ár. Veltuaukningin á sl. ári var 65% og sparifjáraukningin var 49% á sama tíma og landsmeðaltal í bankakerfinu var 28%. Spari- sjóðsbækur eru orðnar yfir 10 þúsund og árið 1975 veitti spari- sjóðurinn 1806 viðskiptamönnum fyrirgreiðslu að upphæð 343,3 milljónir á móti 600 fyrir- greiðslum árið 1974. Velta sjóðs- ins var 10.8 milljarðar á síðasta ári. Sparisjóðsstjórar eru tveir, þeir Páll Jónsson og Tómas Tómasson emm Kvenskór Verðkr. 3.570.- Litir: Brúnt — svart (GERVIEFNI) Laugavegi 59 simi 16850. Miðbæjarmarkaði —simi 19494.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.