Dagblaðið - 25.05.1976, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 25.05.1976, Blaðsíða 24
VAR OLOGRAÐA ÞEGAR HANN SAMÞYKKTIVÍXIUNN Nokkur hundruð þús. kr. víxill Ciecielskis: Hvaða viðskipti liggja til grundvallar? Rannsókn beinist nú að viðskiptum, sem liggja til grundvallar 400 þúsund króna vfxli, sem Sævar M- Cieci- elski er samþykkjandi að. Hefur lögmaóur hór f borginni gert kröfu til greiðslu hans, en ekki er ljóst, hvernig háttað er viðskiptum, sem að baki þessa vlxilseru. Vitað er, að lögmaðurinn veitir forstöðu fasteignasölu í Reykjavík. Er ekki vitað, hvort hún kemur við sögu, beint eða óbeint. Hins vegar bendir ekkert til þess, að samþykkjandinn hafi átt nein fasteignaviðskipti. Mun Sævar t.d. hafa verið ólögráða, þegar hann samþykkti ofangreindan vfxil. Dagblaðið skýrði frá því nýlega, að könnun stæði yfir á hugsanlegum fjármála- tengslum, sem varpað gætu ljósi á hin óhugnanfegu saka- mál, sem mikið hafa verið rædd undanfarna mánuði. Meðal annars hefur verið rætt um könnun ávisanaviðskipta 1 Seðlabankanum að beiðni saka- dóms. Ekki var sakadómur talinn hafa stjórn þeirrar könnunar með höndum. Rökstuddur grunur leikur á, að óheimilar upplýsingar „leki út“, í hvert skipti sem skyndi- könnun er gerð á inni- stæðulausum tékkum. Sjálfsagt hlýtur að þykja, að sakadómur hafi með höndum stjórn könnunar, sem þeirrar, sem hér um ræðir, hvort sem sá grunur er réttur eða ekki. Þess má að lokum geta, að nú er f athugun réttarstaða Sævars M. Ciecielskis með tilliti til rfkis- fangs hans. Kann að vera að hann hafi, eða geti öðlazt bandarískan rikisborgararétt, þegar hann nær 21 árs aldri hinn 6. júlf næstkomandi. Faðir Sævars er Bandarikjamaður en móðir hans íslenzk. -BS- Fiskvinnslustöðvar í yfirborganakapphlaupi: Uppboð ó humrinum — segir forstjóri Fiskiðjunnar í Eyjum „Humarinn er á uppboði f dag í raun og veru, þrátt fyrir ákveðin opinber verð og gengur kapphlaupið um humarinn svo langt að vinnslustöðvar eru jafnvel farnar að bjóða í afla báta ákveðið verð, áður en þeir hafa hugmynd um væntanlegt raunverulegt verð,“ sagði Guð- mundur Karlsson, forstjóri Fisk- iðjunnar í morgun, er hann var spurður um viðbrögð í kjölfar þess að nokkrir Vestmannaeyja- bátar hafa nú siglt með afla sinn til meginlandsins, þar sem þeir fá betra verð en f Eyjum. Guðmundur sagði að Fiskiðjan flokkaði humarinn eftir gildandi reglum og væri það misskilningur að vélflokkunin, sem fyrirtækið notar, flokkaði óeðlilega mikið magn í annan flokk. Er DB náði f Guðmund í morgun, var hann nýstiginn í land úr Herjólfi og sagðist ekki vera nægilega vel inni í stöðunni það augnablikið, spurningin væri aðeins hvort menn væru til í þennan verðslag eða ekki það yrði hver og einn að gera upp við sig. -G.S. INÚKAR AFTUR HEIMA! Það mátti sjá mörg glöð andlii á Hótel Loftleiðum i morgun, er þar voru komin börn leikaranna i ínúk-leikflokknum að taka á móti pabba og mömmu. Leikförin tii Suður-Ameríkt; hefur staðið 5 vikur og alls vai leikurinn sýndur 22 sinnum m.a í Caracas, Panama, Costa Rica, Columbíu. „ínúk á mikið erindi til þessars landa vegna þess að þar eigs Indíánar við sömu vandamál a< stríða og fengizt er við í leik ritinu,“ sagði Brynja Benedikts dóttir eftir mjög vel heppnaða ferð. —KP frjálst, úháð dagblað ÞRIÐJÚDAGUR 25. M^l 1976. W r A r V W AFSAKIÐ! Við vorum stœrri enþetta! Upplag Dagblaðsins þraut að mestu á afgreiðslu blaðsins 1 gærdag. Þó voru prentuð 27.700 eintök I prentsmiðju Arvakurs h.f., — 500 eintökum meira en sagt var á forsiðu. Við biðjumst afsökunar á röngum upplýsingum þar. Nauðsyn bar til að auka upplagið frá þvf sem ákveðið hafði verið. Dagblaðið hefur enn aukið talsvert upplagið með hækkandi sól. Blaðið er prentað í 21—22 þús. eintökum daglega, en 26—28 þús. eintökum á mánudögum. Dagblaðið hefur frá byrjun verið næststærsta blað landsins. —JBP— Akureyri: Heljarstökk í stöllum kirkjubrekku Sextán ára piltur flaug í gærkvöldi fram af stöllunum við Akureyrar- kirkjú á léttbyggðu mótor- hjóli sfnu. Hófst ökuferðin efst á brekkubrún, en á öðrum stalli fór pilturinn kollhnfs með hjólið I klofinu. Lögreglan var kvödd á vettvang kl. 21.40. Pilturinn var fluttur slasaður i sjúkrahúsið, en um meiðsli hans vissi lögreglan ekki gerla. Við skoðun á hjólinu kom í ljós að það var nær hemlalaust. Ekki er með fullu vitað, hvort hér var um hreint slys að ræða að pilturinn lenti niður brekkuna, eða hvort hann var að því í leikara- skap. -ASt. „EKKERT AÐ FELA" — segja þeir hjá Dagsbrún „Ég hélt að þessi félagsmaður væri búinn að fá nóg af dylgjum sínum um Dagsbrún,“ sagði Guðmundur J. Guðmundsson, varaformaður Dagsbrúnar, er Dagblaðið leitaði upplýsinga vegna ummæla sem höfð eru eftir Böðvari Indriðasyni undir ofan- ritaðri fyrirsögn í gær. Guðmundur kvað Verkamanna- félagið Dagsbrún hafa verið fyrsta verkalýðsfélagið sem tók það upp i sín lög að hafa löggiltan endurskoðanda. „Siðan eru nú liðin yfir 30 ár,“ sagði Guðmundur. Hann sagði að lög- giltur endurskoðandi annaðist alla endurskoðun og fjármálalegt eftirlit hjá félaginu. 1 lögum félagsins er ákveðið, að reikningar skuli liggja frammi á skrifstofu félagsins í viku fyrir aðalfund. Þar geta félagsmenn skoðað þá. Óski þeir skýringa, geta þeir fengið þær hjá starfs- mönnum Dagsbrúnar. Ef þeir sætta sig ekki við þær skýringar, er kvaddur til endurskoðandi, sem er skyldugur að gefa þær. A aðalfundi er dreift útdrætti úr reiknii-gunum, þar sem grein er gerð fyrir tekjum og gjöldum á reikningsárinu og efnahagsstöðu. „Böðvar Indriðason óskaði aldrei skýringa á reikningum. Þær hefði hann að sjáifsögðu fengið. Hins vegar krafðist hann þess að fá ljósrit af frumriti endurskoðanda. Eg, sem varafor- maður félagsins, varð til þess að synja þeirri kröfu. Eðvarð Sigurðsson formaður kom þar ekki nærri,“ sagði Guðmundur J. Guðrnundsson. ,,A aðalfundinum voru reikn- ingar lesnir og skýrðir að venju. Frá Böðvari Indriðasyni kom engiti athugasemd eða fyrirspurn, og voru reikningarnir samþykktir mótatkvæðalaust," sagði Guðmundur. „Það er ekki venja forystumanna Dagsbrúnar að vera að elta uppi sina félagsmenn í dagblöðum, en þessi félagslega framkoma Böðvars Indriðasonar gefur tilefni til að ætla, að eitt- hvað annað en hollusta við félagið vaki fyrir honum," sagði Guðmundur. „Hann virðist hafa þann áhuga einn að rægja æruna af sínu eigin verkalýðsfélagi.“ Þess má geta, að Böðvar Indriðason kærði reikninga Dags- brúnar fyrir 2—3 árum. Var kæran rannsökuð hjá sakadómi að fyrirlagi ríkissaksóknara og öllum atriðum hennar vísað frá. „Böðvar hirðir ekki um að not- færa sér heimildir félagslaga tii athugunar á reikningum. Vilji hann endurtaka fyrri tilraunir, má hann vita, að Dagsbrún hefur ekkert að óttast í því sambandi,“ sagði Guðmundur J. C.uðmunds- son að lokum. —BS Uppselt á nokkur atriði Listahátíðar- innar nú þegar „Það er ótrúlega jöfn sala á hin ý'msu atriði listahátíðarinn- ar,” sagði Guðríður Þórhalls- dóttir, sem hefur umsjón með miðasölu hátíðarinnar í samtali við Dagblaðið. „Þetta kemur manni svolítið á óvart, vegna þess að úr svo miklu er að velja." Söngkonan Anneliese Rothenberger virðist vera vin- sælust af því sem á boðstólum er, því miðar á söngskemmtun hennar seldust fyrst upp. Þá er uppselt á fyrri daginn sem fær- eysku leikararnir koma fram, fáeinir miðar voru eftir á tón- leika Benny Goodman. Eftir voru miðar á efri svöium Þjóð- leikhússins þegar Helgi Tómas- son dansar þar, en það er 5. og 6. júní. Þá var uppselt I Þjóð- leikhúskjallaranum á sýning- una Sizwe bansi ar död 12. og 13., en til miðar á þriðju sýning- una sem er 16. júni. Þá var- uppselt á sýningu Leikfélags Reykjavíkur i Iðnó á Sögu dát- ans 7. júni, en alls verða fimm sýningar á því verki. Miðar á aðra viðburði hátið- arinnar eru enn til og miðasal- an er opin daglega frá kl. 4—8 síðdegis, einnig laugardaga og sunnudaga, en þó ekki á upp- stigningardag (næstk. fimmtu- dag). — A.BJ. ;■ v W

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.