Dagblaðið - 25.05.1976, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 25.05.1976, Blaðsíða 8
DAKBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 25. MAl 1976. Einangrunin ekki alger: Sœvorí tókst að koma boðum til Erlu í gœzluvarðhaldinu Fljótlega eftir að þau Erla Bolladóttir og Sævar M. Ciesielski voru handtekin og hneppt í gæzluvarðhald sl. haust vegna fjársvika hjá Pósti & síma kom í ljós að einangrun þeirra i Síðumúlafangelsinu var ekki eins og hún átti að vera. Dagblaðið hefur öruggar heimildir fyrir því að Sævari hafi í fangelsinu tekizt að koma boðum til Erlu, að öllum líkind- um án þess að vart yrði við það, en hún var þá í næsta klefa eða svo gott sem. Engir fangaverðir munu hafa komið nærri þessu en þessi galli í kerfinu komst upp þegar Erla sagði sjálf frá honum og voru þá þegar gerðar viðeigandi ráðstafanir. Boðin, sem Sævar sendi barnsmóður sinni, voru á þá leið að hún skyldi ekkert segja, neita öllu. — ÓV. SEX MÁNAÐA FERÐ Á LEDURBÁTIHAFIN Ef þú lítur undan — þó ertu undir óhrifum lyfja! Maður nokkur hefur ritað lög- regiustjóra bréf þar sem hann fer fram á að embættið kanni nánar þá fullyrðingu lögregluþjóns í lögregluskýrslu að hann hafi verið undir áhrifum lyfja. Skýrsla þessi var gerð 1. apríl sl., fimm dögum eftir að maður- inn, ásamt öðrum manni, var handtekinn, talinn hafa valdið ónæði við hús eitt hér í borginni. Maður þessi hefur mikið unnið að barnaverndarmálum og hefur misjafna sögu að segja af lög- gæzlumönnum og þeir af honum. Hefur hann haft þann sið að hljóðrita öll samtöl sín við þá. Kemur þar fram að lögreglu- maðurinn hefur lítið sem ekkert hlustað á skýringar mannanna á framferði sinu, né viljað ein- hverra hluta vegna, og skrifar skýrsluna ekki fyrr en fimm dögum síðar. Þá segir hann að mennirnir tveir hafi virzt undir áhrifum lyfja og byggir þá full- yrðingu sína á því að þeir hafi litið undan, er lögreglan kom á staðinn og ekki viljað horfast í augu við fulltrúa laganna. Ekki hefur maðurinn fengið leiðréttingu sinna mála, þrátt fyrir bréfaskrif til lögreglustjóra, og þykir honum að vonum hart að þurfa að liggja undir þessum áburði. En lögregluskýrslunni virðist ekki verða breytt, og þar við situr. — H.P. trski leðurbáturinn Brendan sigldi fram hjá Dingleskaga á suð- vesturströnd írlands á dögunum. Brendan er sem kunnugt er gerður úr leðri og smíðaður sam- kvæmt upplýsingum um bát írska trúboðans St. Brendan. Sögur geyma frásagnir um siglingu trú- boðans til Ameríku á 6. öld, tæpum 500 árum áður en Leifur Eiríksson fann Ameríku og 1000 árum áður en Kólumbus sigldi þangað. Leiðangursstjórinn á leðurbátnum Brendan ætlar að reyna að endurtaka siglingaafrek trúboðans. Er áætlað að ferðin taki 6 mánuði. Leðurbátar eru enn í notkun meðal sjómanna á trlandi en þeir eru mun minni en Brendan sem er 11 metra langur. Brendan ráðgerir viðkomu á ís- landi síðar í sumar, eins og fram kom í DB á sínum tíma I viðtali við leiðangursstjórann. Jóhann G. Jóhannsson: „Sól- in er harður keppinautur.” Sýning Jóhanns G. framlengd Jóhann G. Jóhannsson tón- og myndlistarmaður hefur ákveðið að framlengja listaverkasýningu sína í Garðabæ til næsta sunnu- dags. „Aðsóknin hefur verið mjög góð, sérstaklega á sunnudaginn, enda var ég þá ekki í samkeppni við sól- ina,” sagði Jóhann í spjalli við fréttamann blaðsins í gær. A sýningunni sýnir Jóhann að þessu sinni fimmtíu og tvær myndir, mestmegnis vatnslitamynd- ir, „en það eru þarna líka nokkur olíumálverk,” sagði Jóhann. „Ég hef málað þetta allt frá þvi að síðustu sýn- ingu lauk skömmu fyrir ára- mót og geri ekki mikið annað — hef þó búið til eitt og eitt lag enda hyggst ég gera plötu áður en langt um líður.” Sýning Jóhanns er opin daglega kl. 15—23 og leiðin að Skógarlundi 3 í Garðabæ er rækilega merkt frá. Hafnarfjarðarvegi. ÓV. morgna niður að Jörfa og sækir fólk sem vinnur hjá íslenzkum aðalverktökum og Pósti og síma. En í svona tilfellum, þegar byggjast upp heil hverfi, verður að meta þarfir og útlagðan kostnað. — KL „Allir með strœtó..." Stórt iðnoðar- I f* r ::: ::: Ártúns- höfða enn útundan Jóhanna sýnir í SÚM Eg hef haldið þrjár einka- sýningar hér í Reykjavík og nokkrar úti á landi,” sagði Jóhanna Bogadóttir lista- kona við DB-menn þegar við litum inn á sýningu hennar í Gallery Súm við Vatnsstíg þar sem hún sýnir 36 myndir, teikningar og grafík. Jóhanna stundaði myndlistarnám í Frakklandi og hefur tekið þátt í samsýn- ingum 1 Noregi, Bretlandi, Spáni og Póllandi. — KP „Það er ekkert á döfinni varðandi strætisvagnaferðir niður i þetta hverfi,” sagði Eiríkur Ásgeirsson, forstjóri Strætisvagna Reykjavikur, er DB spurðist f.vrir um hvort áætlað væri að hefja strætisvagnaferðir niður í iðnaðarhverfið fyrir neðan Vesturlandsveginn. „Þetta hverfi er í uppbyggingu og meðan ekki er búið að malbika göturnar og svo mikið er umbyggingarfrám- kvæmdir þá er varla ökufært fyrir strætisvagna SVR. Að visu leggur leið 10 leið sína kvölds og Frœnka Matthíasar Jochumssonar — og heitlr Zlskin! „Þér finnst það kannski skrítið en ég er skyld Matthíasi Jochumssyni og hef eftirnafnið Ziskin,” sagði Anna Concetta í sam- tali við Dagblaðió. Hún er íslenzk í móðurætt en faðir hennar er ítalskur. Hún hefur verið búsett í Banda- ríkjunum þar til fyrír einu og hálfu ári en þá fluttist hún hingað. Anna sýnir um þessar mundir myndir á Mokka við Skölavórðustig og þar hanga myndir hennar uppi næstu þrjár vikurnar. —KP. Anna Ziskin við eina myndum sínum á Mokka. af

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.