Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 25.05.1976, Qupperneq 7

Dagblaðið - 25.05.1976, Qupperneq 7
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 25. MAl 1976. Forkosningar í sex ríkjum USA í dag Church og Brown valda Carter miklum áhyggjum Svo virðist sem þingmaður- inn Frank Church og ríkisstjóri Californíu, Edmund Brown, eigi töluverða möguleika á því að gera mótframbjóðanda þeirra, Jimmy Carter erfitt fyrir í hinum þýðingarmiklu forkosningum í Oregon-fylki, enda þótt áhrifa þeirra í for- kosningunum hafi ekki gætt fyrr en nú. I nýútgefinni skoðanakönn- un kemur í ljós, að Frank Church, sem var formaður nefndar, er kannaði starfsemi CIA og stórra alþjóðlegra auð- hringa nýtur hvað mesta fylgis í herbúðum demókrata. Næstur honum kemur svo Edmund (Jerry) Brown, sem tók það seint þátt í forkosningunum, að fólk verður að skrifa nafnið hans neðst á kjörseðilinn í kosningunum í dag. Kosningabaráttan hefur verið geysihörð í fylkinu, en forkosningar fara einnig fram í Arkansas, Tennessee, Kentucky, Idaho og Nevada. Meira en 10 aðrir demókratar eru skráðir mótframbjóðendur Carters, þar á meðal Humphrey og Kennedy. Hubert Humphrey hefur lýst því yfir, að hann ætli sér ekki í virka kosningabar- áttu og einhverjar vomur eru einnig á Kennedy. Er það álit margra, að sameiginlegt framboð Kennedys og Humphreys sé eini möguleiki demókrata til þess að komast í Hvíta húsið. í herbúðum repúblikana hefur Ford forseti lýst því yfir að hann muni sigra Reaga.o auðveldlega, en kjörmenn repúblikána eru 30 í fylkinu, þar sem kjósendur eru alla- jafna álitnir fremur frjálsiynd- ir í stjórnmálum. Eftir mikla sigurgöngu i fyrstu forkosningunum verður Jerry Brown hefur þótt eld- heitur bardagamaður og telst sigurstranglegur í dag. Carter því að fara að berjast fyrir lifi sínu með kjafti og klóm. Fylgi hans í fylkinu hefur fallið úr 33% i 17% frá því að sfðasta skoðanakönnum var gerð, á sama tíma og fylgi Church hefur aukizt úr 7% í 28%. Brown fylkisstjóri, sem sigraði Carter auðveldlega í for- kosningunum í Maryland hefur reynzt dugmikill baráttumaður og hefur hlotið 22% greiddra atkvæða í skoðannakönnun . Carter, sem nú hefur tryggt sér 739 kjörmenn af þeim 1505, sem til þarf til þess að hljóta útnefningu, breytti áætlun sinni til þess að ferðast um fylkið nú yfir helgina, en honum erspáð sigri í suðurríkj- unum þrem, Arkansas, Tennessee og Kentucky. Alls er barizt um atkvæði 177 kjör- manna. Soánn: Camacho látinn laus í dag — þingið fœr sólarhring til að rœða umbótatillögur stjórnarinnar Þekktasti og jafnframt einn virtasti stjórnmálafangi Spánar, verkalýðsleiðtoginn Marcelino Camacho, verður látinn laus gegn tryggingu síðar í dag þegar þingið (Cortes) hefur umræðu um umbótafrumvarp ríkis- stjórnarinnar, er miðar að því að auka lýðræði í landinu. Camacho er nú 55 ára gamall. Hann hefur samtals dvalizt fjór- tán ár á bak við lás og slá fyrir starfsemi, sem beinist gegn stjórnvöldum. Síðast var hann handtekinn og settur í gæzlu í marz sl., þegar honum var gefið að sök að hafa gert samkomulag við kommún- ista, sósíalista og vinstrisinnaða kristilega demókrata, sem mynd- uðu með sér breiðfylkingu til að leggja áherzlu á kröfur sinar um aukið lýðræði og frjálsar kosn- ingar þegar í stað. Umræðurnar á þinginu í dag eru fyrsti raunverulegi prófsteinninn á umbótatilíögur stjórnar Juans Carlosar konungs. Til að koma í veg fyrir málþóf og óþarfa tafir hefur stjórnin ákveðið, að umræðurnar megi ekki taka lengri tíma en tuttugu og fjórar klukkustundir. Samkvæmt tillögunum verður leyft að halda stjórnmálafundi ef aðstandendur fundarins láta yfir- völd vita með þriggja sólarhringa fyrirvara. Sem stendur eru allar samkomur tuttugu manna eða fleiri bannaðar, hvort sem þær eru stjórnmálalegs eðlis eður ei. Jafnframt verður nú leyft að fara fjöldagöngur um stræti og torg, ef tilkynnt er um það með tíu daga fyrirvara. Saksóknari ríkisins í Belgiu hefur lagt fram ákæru á hendur sextán flæmskum hægri sinnum á þinginu vegna þátttöku þeirra i mótmælaaðgerðum vegna tungu- málaaðskilnaðar sl. föstudag. Sextánmenningarnir, sem allir eru félagar í Volksunieflokknum, eru sakaðir um átroðning, skemmdarverk og ósiðlega fram- komu. Sekt gæti haft í för með sér allt að sex mánaða fangelsisvist og sektir um 20 þúsund franka, eða liðlega 80 þúsund krónur. Mótmælaaðgerðirnar voru í skrifstofum innanríkisráðuneytis- ins í Brússel. Þeim var beint gegn stjórnvöldum, sem hafa látið undir höfuð leggjast að afnema tvöfalda afgreiðslu — hollenzku- ntælandi og frönskumælandi — í ráðhúsinu í Schaerbeek, sem er eitt úthverfa Brússel. Líðan Karenar Quinlan óbreytt Líðan Karenar Anne Quinlan er enn við það sama. Hún lifir án stállungans, sem talið hefur verið undanfarna þrettán mánuði að heldi henni á lífi, en likamlegt ástand hennar er óbreytt. Eins og fram hefur komið er ekki hægt að tala um ,,andlegt“ ástand eða líóan stúlkunnar, sem missti meðvitund fyrir rúmlega ári síðan eftir að hafa tekið of Eftir umavifamikil róttarhöld og gífuriegar umræÖur manna á meöal um heim allan ákvaö hæstirettur, aö leyfilegt væri aö taka vólar þær. som hóldu lífi i stúlkunni úr sambandi. Síöan hefur liöan hennar ekkert breytzt og eins og nærri mó geta eru foreldrar honnar fámólir um ástandiö. stóran skammt deyfilyfja ásamt áfengi. Foreldrar Karenar hafa tekið þá ákvörðun, að seg ja ekkert frekar um líðan hennar, en þau munu vera andsnúin því. að gjörsamlega verði hætt að annast um hana. Sem stendur er Karen sprautuð reglulega gegn smiti utanaðkomandi efna og áhrifa. Marcelino Camacho sést hér með Jósefínu konu sinni, stuttu eftir að honum var sleppt úr fangelsi ásamt fleiri leiðtogum neðanjarðarhreyf- inga kommúnista, eftir lát Francos. Sextán þingmenn ákœrðir í Belgíu — mótmœltu misrétti byggðu á þjóðtungu manna Erlendar fréttir * REUTER) Ródesía: Sprengju- og skotárásir skœruliðanna Þjálfun sjálfboðaliða f heimavarnarliði Ródesíu: Allt er tínt til. Ródesískir skæruliðar hafa hert á baráttu sinni gegn stjórnvöldum í landinu. í gær sprengdu þeir eimreið i loft upp og gerðu skothríð að bíl. Þrír menn í honum urðu fyrir skotum, að því er segir í til- kynningu herstjórnarinnar í Salisbury í gærkvöld. Þessi herferð skæruliðanna beinist að því að trufla sam- göngukerfi landsins, svo það verði óvirkt og minnihluta- stjórn hvítra manna verði svelt inni, ef svo má segja. Magabelti ór gulli uppgötvað þegar... Maður nokkur var stöðvaður á götu í Kalkútta I Indlandi vegna þess að honum hafði orðið á að kasta af sér vatni á almannafæri. Þegar hann var fluttur á lögreglustöð kom í ljós að um mittið hafði maðurinn bundið heilt kíló af gulli. Gullinu var skilað til gjald- eyrisyfirvalda en ekki fylgdi sögunni hvaða tilgangi þetta ovenjulega magabelti þjónaði. Olga banar 53 á Filippseyjum Meira en 10 þúsund hcimili til viðbótar hafa nú eyðilagzt í flóðbylgjunni, sem fylgdi í kjölfar fellibylsins Olgu sem gekk yfir Filippseyjar í gær. Skammt norður af höfuðborg- inni Manila brast flóðgarður og eru nú stórir hrísgjróna- akrar undir vatni. Markos forseti hefur lýst yfir neyðarástandi á þeim hluta eyjanna, sem verst hafa orðið úti, en fram til þess að er vitað um 53 látna en eyðilegg- ing hefur orðið gífurleg.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.