Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 09.06.1976, Qupperneq 4

Dagblaðið - 09.06.1976, Qupperneq 4
4 DAGBLAÐIÐ — MIÐVIKUDAGUR 9. JUNl 1976 BYRJUÐ HATIÐ Leyfist kettinum að líta á kónginu? Þótt listdans hafi veriö kenndur og iðkaður hér á landi um alllangt skeið held ég að sega megi með sanni að ball- ett sé „yngsta listgreinin" sem hér hefur eða er að festa rætur. Er hægt að tala um ballett sem reglulega listgrein hér á landi fyrr en með tilkomu íslenska dansflokksins í Þjóðleikhúsinu fyrir aðeins fáum árum? Það sem á undan fór var aðdragandi, undirbúningsstarf. En að vísu hefur jarðvegurinn verið vel og vandlega plægður. Þeir sem fylgst hafa með starfi íslenska dansflokksins frá til- komu hans hygg ég að beri einum rómi, að það votti si- fellda framför, vaxandi vald flokksins á list sinni, að hver ný sýning hafi um leið orðið nýr sigur hans. Sýningu dans- flokksins og Helga Tómassonar í Þjóðleikhúsinu á laugardags- kvöld var líka tekið með áhuga og fögnuði: það er líklegt að með dansflokknum sé að koma til hópur velviljaðra og áhuga- samra áhorfenda hans. Hvað sem því líður hefur það vafalaust verið gestaleikur Helga Tómassonar sem einkum og sérílagi laðaði áhorfendur að ballettsýningu á listahátíð. Undirritaður kannast hispurs- laust við það að hann ber að þessari listgrein eins og barn, og fór í Þjóðleikhúsið á laugar- dagskvöld fremur af tilviljun en ásetningi. Það urðu nú síður en svo nein vonbrigði úr þeirri för. Einnig fyrir barn í lögum og list hans var lærdómsríkt að sjá þann fræga dansmann og tvídansa þeirra Önnu Aragno úr klassískum ballettum, Hnotubrjótnum og Don Quixote. Einkum fannst mér síðastnefndudansarnirtilkomu- miklir — hljómur, litur og hreyfing, mýkt og fimi, styrkur og áræði sameinað í skýra myndræna heild. Gestaleikur Helga og Önnu bar áhorfendum keim af ball- ettlist á sínum hærri stigum eins og hún er stunduð úti í þeim stóra heimi. En leik- mannssjónum séð var ekki minni ánægja að dönsum íslenska dansflokksins: Ung- verskir dansar eftir Ingibjörgu Björnsdóttur fannst mér fjarska mikið augnayndi vegna Heimasmíðuð hlióðfœn Kjarvalsstaðir, 2. tónleikar Gunnars Valkare og fólaga 7.6. '76 Gunnar Valkare og félagar opnuðu að nokkru tónheim Afríkubúa fyrir Islendinga á tónleikunum sl. mánudags- kvöld. Þar mátti heyra og sjá sex ungmenni frá Svíþjóð leika á afrísk hljóðfæri af ýmsum gerðum, flest heimasmíðuð af miklum hagleik. Þar voru pan- flautur úr bambus, n.k. yfirtónaflautur og þver- flautur úr plastrafmagns- rörum, ýmsar gerðir af xylófónum, með og án hljóð- svara, en hljóðsvararnir voru búnir til úr mismunandi breiðu og löngu plastpípulagningar- efni. Bongotrommur, conga- tromma, stafir, bjöllur af mörgum stærðum, hljóðfæri, sem kallast sanza, sem er þannig að nokkrar stálfjaðrir eru festar á lítinn trékassa og síðan plokkaðar, hristur, lista- vel smíðuð nickelharpa og að lokum venjuleg fiðla. Á þessi hljóðfæri léku félagarnir til skiptis, allir gátu spilað á öll hljóðfærin að því er virtist. Það sem var skemmtilegast við tónflutning Gunnars Val- kare og félaga var hve rytmísk- ur hann var. Trúi ég ekki öðru en einhverjir hinna alltof fáu áheyrenda hafi fengið fiðring í lærnar og langað að blanda sér i leikinn á einhvern hátt. En islenskir áheyrendur eru alltof innhverfir og þora ekki að láta tillinningar sinar í ljós, nema þá tneð góðu klappi. Gallinn við að hafa tónleika þessa að Kjarvalsstööum er, að sviðið þar er mjög lagt, þannig að áheyrendur urðu að standa upp til að sjá hljóðfærin sem voru á gólfinu. Að öðru leyti var salurinn mjög góður fyrir tónleika sem þessa. Gunnar Valkare og félagar voru í ágætis sambandi við áheyrend- ur, og yfirbragð tónleikanna einkenndist af látleysi og létt- leika. Hin svokallaða tónsmiðja var í gangi á sunnudag, en þar gafst kostur á að skoða hljóðfærin og eitthvað fleira, sem ég veit ekki hvað var, og var ágætis aðsókn og mikil hrifning að sögn miða- sölukvenna Listahátíðarinnar. Það mætti endurtaka tónsmiðj- una ef mögulegt er, því hún fór fram hjá allt of mörgum. Ætti að auglýsa hana með sérstöku tilliti til unglinga, því þar sjá þeir hvað hægt er að gera með einföldum tækjum hvað varðar smíði hljóðfæra, sem geta gefið margar ánægjustundir. JON KRISTINN CORTES Tónlist ✓ V- litskrúðs og glaðværðar. Enn- fremur voru fluttir tveir bail- ettar eftir gest leikhússins, Kenneth Tillson, Vals og Kerr- an, með þátttöku annars gests, finnska dansarans Alpo Paka- rinen. Mikið kvað að honum í síðastnefnda ballettinum, heilli leiksögu við tónlist eftir Prokofiev. Blik og broddar Alengdar við hina meirihátt- ar atburði, stóru gestanöfn og stjörnuleiki á listahátið hefur jafnan verið flutt fjölbreytt dagskrá í Norræna húsinu: margt af því efni finnst manni eftir á að ekki loði síður í minn- inu en ýmsir þeir atburðir sem meira kveður að I auglýsingum og fréttaflutningi af hátíðinni. Á sunnudag fluttu tveir fær- eyskir leikarar, Annika Hoydal og Eyðun Johannessen, ásamt gítarleikaranum Finnboga Johannessen, einskonar kaba- rett-dagskrá í Norræna húsinu: Eitt föroyskt kvöld nefndu þau hana. Hún var endurtekin kvöldið eftir og síðan flutt norður á Akureyri á listavöku sem þar stendur. Þetta er reyndar til fyrirmyndar: að gefa sem flestum færi á að njóta dagskrárefnis listahátíð- arinnar, að færa hátíðina, eftir því sem unnt er, út fyrir borgarmörk Reykjavíkur. Á færeyska kvöldinu í Norræna húsinu var flutt blandað bókmenntalegt efni, söngvar, ljóð og leikþættir, allt frá danskvæðinu um Ólaf ridd- ararós í dálítið nútímalegri út- gáfu til nútímaverka í lausu máli, bundnu og leiknu. Færeyskur dansur er sem kunnugt er þannug skaptur að fiðringur fer jafnvel um hina stirðustu limi þar sem hann hljómar. Og fyrir utan Ólafs- kvæðið góða, færeyska gerð af kvæðinu um liljurós, bjó dag- skráin í heild að einhverju af sama anda. Það voru að vísu ekki nema svipmyndir sem flutt var úr leikritum þeirra Steinbjarnar Jacobsens og Jens Pauli Heinesens (en Annika Hoydal lék í vetur aðalhlut- verkið I leikriti Heinesens, Hvönn Stekkin skal eg fara I, pápi? í Þórshöfn) — nóg samt til að vekja forvitni um sjón- leikina. En stofninn í dag- skránni var vitaskuld ljóðin og söngvarnir, allt frá indælum barnagælum, náttúruljóðum og þjóðlegum vísum eftir H.A. Djurhuus til ádeilukvæða, eins og Tað vóru Victors sálmar, og nútíma-danskvæða, eins og kunnug eru hér á landi af hljómplötum og óskalagaþátt- um með Anniku Hoydal og Harkaliðinu. Þar við bættist, ásamt leikbrotunum, ansi mein- legur þáttur af Ölafsvöku okkar daga. Ólavsökugestir eftir Jóhannes Dalsgarð, sem þau Eyðun og Annika fluttu með mikilli kankvísi. Þetta var fjarska áhyggju- laus dagskrá, glaðvær og skemmtin, með ívafi ljóð- rænnar alvörugefni, og bliki og broddum ádeilu. Og hún var flutt af háttprýði og látleysi, óþvingaðri listrækni. Hitt er raun, og þar á ofan skömm að því, hve óvönum íslenskum eyrum getur reynst örðugt að nema færeyskan texta af munni fram. Oft er eins og maður skilji orðin, hendingar- ar, heilar og hálfar vísur — en herslumun vanti til að grípa textann í heild til hlítar. Mikil hagsbót væri áheyrendum að þvi að fá textana fjölritaða í hendur á dagskrá sem þessari. Væri það of mikið fyrir gest- unum óg hátíðinni haft? Annað eins hefur skeð Á mánuaag, annan í hvíta- sunnu, var efn^ til fundar að Kjarvalsstöðum á vegum Bandalags íslenskra lista- manna til að ræðast við og ráðg- ast um tilgang listahátíðar. Hvers vegna listahátíð? Það er spurning sem kallar á ýmisleg andsvör og vangaveltur eins og líka komu fram á Kjarvals- stöðum. En ósköp voru fáir mættir af bandalagsmönnum eða öðrum gestum til að ræða þetta efni: menn hafa kannski hugsað sem svo aó nær væri að njóta hátíðar þessa dagana en brjóta mikið heilann um hana. Þeir fáu sem mættu höfðu hinsvegar vitið með sér og ræddu málín af stillingu.Kann- ski tóm gefist síðar að ein- hverjum þeim spurningum og svörum sem upp voru borin á fundinum. En þótt fundur reyndist eins og hálf-daufur var nóg við að vera á Kjarvalsstöðum þennan hátíðisdag og svo mun verða á meðan á listahátíð stendur. Ýmsir tónleikar hátíðarinnar fara þar fram í öðrum hluta vestursalarins, en í hinum er yfirlitssýning íslenskrar grafík- listar. Hún mun vera hlutur íslenskrar myndlistar á lista- hátið, yfirgripsmikil og áreiðanlega lærdómsrík sýning ef hún er skoðuð með gaum- gæfni. En meira er um á Kjarvals- stöðum. Á mánudag umdi húsið og glumdi af tónsmiðju Gunnars Valkare og félaga hans sem um kvöldið héldu eigin tónleika í húsinu. Þetta eru víst prýðismenn: veita ungum og öldnum áheyrendum frjálsan aðgang að hljóðfærum sínum og standa sjálfir álengdar og hjálpa áheyrend- unum að smíða sln eigin hljóð- færi, flautur og trumbur. Og fyrir utan grafíksýning- una eru tvær aðrar listsýningar í húsinu, 40 gouache-myndir svissneska málarans Gérard Schneiders í austursal, litsterk og kraftmikil verk — „dagbók hins skapandi einstaklings, frá- sagnir af baráttu hans fyrir tog- streitu í samræmi og öfugt“, kallar Aðalsteinn Ingólfsson sýningu Schneiders I sýningar- skránni. Og í forsal og göngum hússins er einkar eftirminnileg sýning: Skýjaborgir og loftkast- alar, nefnist hún, sýning Arki- tektafélags Islands á líkönum og teikningum mannvirkja sem aldrei hafa verið reist. Þar má sjá marga ævintýralega hug- smíð, einkum próf- og skóla- verkefni ungra arkitekta sem frjálsir hafa verið að því að láta hugarflug sitt ráða ferðinni, og óvæntar framtíðarsýnir sem vel gætu einhvern tíma orðið að verulgika. Annað eins hefur nú skeð! En sýningin er ekki tóm hug- smíð og ævintýri, öðru nær. 1 réttu ljósi sést hún fyrst ef að þvl er gáð hve mjóu hefur munað að margt sem hér er sýnt yrði að veruleika. Ekki bara ævintýralegar hugsmíðar og hugsjónir ungra arkitekta heldur líka aðrar og kannski alvörugefnari hugmyndir. Lfti menn bara á hugmynd Sigurðar Guðmundssonar að skipulagi Grjótaþorps, Guðjóns Sam- úelssonar um Skólavörðu- holt. Þetta voru kannski hug- sjónir. En hvað þá um raun- verulegar skipulagshugmyndir sem hér eru líka sýndar að skipulagi Tjarnarsvæðisins t.d. með trónandi ráðhúsi og seðla- banka? Væri nokkuð betra en að búa í því hverfi en t.d. jarðhýsum Valdísar Bjarna- dóttur eða „fjöldaframleiddum íbúðareiningum" sem hengdar væru eins og netadræsa yfir um þakið á Hallgrimskirkju? Um þetta má hugsa ásamt öðru á Kjarvalsstöðum um listahátið- ina.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.