Dagblaðið - 09.06.1976, Page 11

Dagblaðið - 09.06.1976, Page 11
PAGBLAÐIÐ — MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 1976 oð hinu rétta um töfralœkninn n (og Kína) við því að blanda sér í málefni Afríkuþjóða. í stjórnartíð Nixons var Kissinger samningamaðurinn milli Hvíta hússins og þingsins. i>að er hann ekki í stjðrn Fords. Ford hefur ekki sama metnað og vandræði og Nixon og hefur líka haft ágætt samband við þingið. Jafnvœgi í stjórnmálum Flestir hafa komizt að því að i sjálfvalinni samningastöðu sinni svíkur Kissinger alla aðila til þess að fylgja aðallífs- skoðun sinni og Metternich: Að viðhalda jafnvægi í stjórn- málum. Nú síðast — í janúar— bauð hann forsetafram- bjóðendum demókrata- flokksins á laun að kynna sér stefnu Bandaríkjanna í utan- ríkismálum. Hann fékk kurteislegt nei takk sem svar. Frambjóðendurna grunaði hvað Kissinger hafði í huga: Að halda embætti sinu sem utan- ríkisráðherra enda þótt demókrötum tækist að endur- vinna forsetaembættið. Tvískinnungshóttur í stjórnartíð Nixons túlkaði Kissinger heiminn fyrir for- setanum og stefnu forsetans í utanríkismálum fyrir heiminum. Þessa kennslu hefur Ford frábeðið sér. Kannski man Ford hvað gerðist er Watergatehneykslið, lokaósigur Nixons, náði hámarki. Þá sagði hann Rússunum að Nixon væri vit- skertur og óútreiknanlegur for- seti og að þeir ættu að sam- þykkja tillögur hans um af- vopnun. Heima í Bandaríkjunum sagði hann það sama við fulltrúa frá hinum frjálslyndu dagblöðum og við Nixon sagði hann að hann (Kissinger) væri bezta vörn hans gegn hinum frjálslyndu dagblöðum. Hvorki Rússar né dagblöðin trúðu þessum sögum Kissingers. Kissinger sagði vinstri sinnuðum skólamönnum, að hann (Kissinger) væri bezta vörn þeirra gegn hægri stefnu forsetans. Og honum tókst að sannfæra forsetann um það að hann (Kissinger) væri bezta vörn hans gegn vinstri sinnuðum uppreisnaröflum i þjóðfélaginu. Skottulœknir Nixon er horfinn af sjónar- sviðinu. Líf hans og ferill í stjórnmálum er algjörlega í rústum. Bandaríkjamenn eru lausir við eitt vandamálið enn. Og það er einmitt vandamál Kissingers. Ford er of einfaldur og of einspora stjórn- málamaður. Ef eitthvað fer úrskeiðis í utanríkismálum Bandaríkjanna er það ekki lengur forsetinn heldur utan- ríkisráðherrann sem fær skammirnar. Ef allt gengur vel er það forsetinn sem fær þakkirnar. Þessi staða hefur eyðilagt samningastöðu Kissingers. Sigrar Kissingers hafa því á vissan hátt orðið til þess. að hann sjálfur hefur beðið ósigur. Því má búast við því að kosið verði um Kissinger í ár eins og forsetann. Pókerspili hans er að ljúka. Menn eru búnir að komast að hinu sanna um töfralækninn. HELGI PÉTURSSON Er stéttaskipting ó íslandi? Þessi spurning er raunar óþörf. Við vitum öll af vissri stéttaskiptingu. Efnahagur fólks er mjög misjafn. Sú tala sem við fáum um þjóðartekjur, þ.e. tekjur á einstakling, sýnir að margir eru mjög tekjuháir. En é‘g ætla í þessu að ræða um vissa stéttaskiptingu. Þá stétta- skiptingu sem mér og fleirum sem ég hef rætt við í minni stétt finnst fara vaxandi. Ég á hér við þau skil sem eru að myndast á milli þeirra sem betur eru settir og hinna. Það er stað- reynd að hér í Reykjavík og nágrenni eru að myndast hverfi þar sem tekjuháir einstakl- ingar búa að mestu leyti sér. Það er líka staðreynd að menntafólk hefur nú minna samneyti við alþýðu en áður var. Þrátt fyrir allt tal um rót- tækni er eins og það sé langt í burtu frá daglegum erfiðleik- um erfiðismannsins. Ég veit ekki hvað hagskýrslur segja en mig grunar að tekjúmismunur fari vaxandi. í hvert sinn og gengið er til kjarasamninga er veinað út af að nú sé þessi verkalýður að setja allt á haus- inn. Síðan er kaupið hækkað við þá sem ekki þurfa meira með. Bros á vör. Og ofan á það hefur það hátekjufólk meiri hlunnindi en hitt. Hvernig væri að skyggnast um við sjúkra- húsin i næsta nágrenni. Bera saman híbýli hjúkkunnar og Sóknarkonunnar, þ.e.a.s. ef Sóknarkonan á nokkurn kost á vistarveru. Það hefur alltaf verið siður að virða þau störf minna sem eru erfið og óþrifa- leg. Svo verður þar til fólkið sem vinnur þau skilur almennt að þau eru alveg eins nauðsyn- leg og oft nauðsynlegri en það sem er kallað fínna. Fólk sem vinnur erfiðisstörfin verður •sjálft að hætta að tala um sig sem bara eitthvað. Hvernig fór í vetur þegar skúringakonur í skólum hættu að skúra? Skól- arnir urðu að loka. Hvað blasir við ef Sóknarkonur, sem aldrei má nefna þegar talað er um heilbrigðisþjónustu, hyggja á verkfall? Þá viðurkenna allir neyðarástand. Nú ætlum við Sóknarkonur að láta fara fram könnun á störfum okkar. Ég á von á að þar komi ýmislegt í ljós sem almenningur hefur ekki gert sér grein fyrir. Þá kemur kannski einnig í ljós, hver á sök á stéttaskiptingu innan sjúkrahúsanna, kerfi, sem er svo vinsælt að skamma eða fólkið sjálft. Fólk á mínum aldri og reyndar eldra og yngra hefur minnimáttarkennd gagn- vart menntamönnum. Ég læknaðist til fullnustu af henni við að vinna á stúdentagörðum. Þó er margt af mínum góð- kunningjum menntafólk. Ég Kjallarinn Aðalheíður Bjarnfreðsdóttir man ekkert eftir því og það ekki heldur. Svo eru hinir sem halda að giidur sjóður, aðgangur að bönkum o.þ.h. geri þá að einhverju. Já, þeir. Svo við tökum þetta saman í nokkr- um orðum. Það er stéttaskipt- ing á íslandi. Því sem við höfum að skipta er illa skipt. Dýrtíðarflóðinu er fyrst og fremst velt yfir á þá sem síst mega við þvi. Þeir sem hafa náð sér í menntun, telja sjálfsagt að þeir hafi forréttindi þó þeir sumir prediki stéttlaust þjóð- félag. Braskaraklíkan fær aldrei nóg og nú er hún að reyna að koma okkur undir kúgunarsvipu. Þetta er allt í lagi, þingmennirnir farnir í sumarfrí. Enginn má vera að neinu. Einhverntíma vöknum við við vondan draum og verðum að horfast í augu við að það var dýrt að sofa. Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, formaður Verkakvennaféiagsins Sóknar. >s Frá því ég man eftir mér, hefur verið hér á landi í gangi mikill áróður gegn kristni, kirkjum og alveg sérstaklega gegn prestum. Þessum áróðri var og er haldið uppi af stórskáldum þjóðarinnar. Nú á tímum hafa útvarp, sjónvarp, leikhúsin og kvikmyndahúsin fetað dyggilega í fótspor skáld- anna. Það er tæpast flutt leikrit í útvarpi eða mynd í sjónvarpi, að ekki sé komið inn á þessi mál og meira eða minna reynt að skrumskæla kirkjusiði og presta. Á mörgum fleiri sviðum er þessi áróður í fullum gangi: bendi aðeins á ávarp háskólastúdenta 1. des. 1975. Það er mjög ánægjulegt að hér á landi skuli nú, þrátt fyrir allt naggið og niðið vera starfandi kristnir söfnuðir um allt land, og af mörgum talið að það starf fari vaxandi. Hún var svo sannarlega táknræn þögn flestra fjölmiðla um hina stórmerku kristilegu samkomu í Laugardalshöll. Það má segja að svona samkomur ungs menntaskölafólks gefi þjóðinni lýsandi stefnuljós gegnum allan of- stækisáröðurinn gegn kristinni menningu, sem að margra dómi er eina von þjöðanna um bjartari framtíð. Því miður gal ég ekki sótt fundi þessa ágæta fólks, en ég var á samkomu sænsksfólks á Eyrarbakka, og var ég mjög hrifinn af hinni látlausa framkomu og trúar- vissunni sem speglaðist i ræóum og gullfögrum söng fólksins. Kvikmyndaiðnaðurinn mikill bölvaldur Það er mjög athyglisvert að fjölmargir Hollywoodleikarar hafa snúist til kristinnar trúar, eftir að hafa uppgötvað niður- rifsmátt kvikmyndaiðnaðarins gegn flestu því sem talið hefur verið mannbætandi hér á jörð, og þeir telja hana einu leiðina út úr því miðaldamyrkri ofbeldis, haturs og kláms, sem kvikmyndaframleiðendur og höfundar kvikmynda þrýsta stöðugt í huga hins mikla fjölda fölks, sem eyðir bæði fé og dýrmætum tíma í að horfa og hlýða á allan hinn hryllilega sora, sem flestar kvikmyndir eru fullar af nú. Uppskeran speglast svo í alls konar glæpum, sem framdir eru í sívaxandi rnæli um víða veröld. l>að er ánægjulegt tímanna tákn að sá frambjöðandi til for- setakosninga i Bandaríkjunum, sem mesta athygli vekur og hefur hlotið mjög mikið fylgi fólks af öllum stéttum, er mikill trúmaður. Aftur á móti er yfir- ráðastéttin ásamt verkalýðs- foringjavaldinu skelfingu lostin vegna hins mikla fylgis sem Jimmy Carter hefur. Ég held riú hilli undir það að fólkið, almenningur, fari í vax- andi mæii að afneita gömlum og úreltum stjórnunar- aðferðum sem flestir eru orðnir dauðþreyttir á. Það er auðsætt að yfirráðastéttin (hvar sem í flokki er ) hefur litla stjórn á mikilvægustu málum, nefni aðeins réttarmál, skólamál, fjöl- miðla t.d. kvikmyndir, sjónvarp og útvarp, Það virðist vera mjög örðugt að koma lögum yfir stórglæpamenn þjóðfélagsins. Kraftur kristindóms Ég á bágt með að skilja allt það góða fólk, sem ekki telur sér samboðið eða álítur það svari ekki kostnaði að sækja okkar ágætu guðsþjónustur sem fram fara í kirkjum landsins. Ég held að þetta fólk geri sér ekki grein fyrir hinum mikla sálræna styrk sem það veitir að sækja guðsþjónustu og taka þátt í henni með sameiginlegri bænagjörð og söng sem stjórnað er af ágætum söngstjórum og söngfólki sem leggur sannarlega fram alla krafta sína svo að guðsþjónustan verði sem fegurst og áhrifaríkust. Svo er fjöldi fólks sem lætur bæði stórar og smáar fjárhæðir af hendi til safnaðarstarfsins og margir aðrir vinna ómetanleg störf innan safnaðarins án þess að fá nokkur laun fyrir, önnur en ánægjuna og lífsfyllinguna, sem fylgir ætíð mikiivægu mannbótastarfi. Yfirnáttúrleg verk guðskrafta hafa gerst og eru alltaf að gerast. Fjöldi fólks sem þjáðst hefur, bæði af and- legum og líkamlegum sjúkleika; hefur hlotið heilsubót eða fullan bata með hjálp hins mikla kraftar guðs sem allir geta átt aðgang að. Eg vil beina því til þeirra, sem tapað hafa stefnunni á ljós lífsins og eru að festast í snöru niðurrifsafla nútímans að sækja okkar ágætu guðsþjónustur í stað þess að láta leiðast á þjóðspillandi sam- komur, ég nefni vínveitinga- hús. víndrykkjuskemmtanir og mannspillandi kvikmyndir. Kristur sagði: Hvar sem tveir eða fleiri eru saman komnir í mínu nafni, þar er ég meðal Vi Kjallarinn Ingjaldur Tómasson \ yðar. Og ennfremur.: Leitið fyrst guðsríkis og réttlætis. og þá mun allt annað veitast yður að auki. Því segi ég við þá, sem eru að gefast upp fyrir tilbúnum nútímaerfiðleikum, að taka þátt í guðsþjónustum íslenskra safnaða og fylla kirkjurnar, ekki aðeins á jólum heldur alltaf. Reynið um næstu helgi og ótrúlegur árangur mun fljöt- lega koma í ljós. Ingjaldur Tómasson verkamaður.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.