Dagblaðið - 14.07.1976, Side 24
*™ Reikningar Laugardalshallar:
Rúmlega 1 eyrir af hverri
krónu varð tekjuafgangur
Leigutekjur í Laugar-
dalshöllinni námu á sl. ári 15,5
milljónum króna, aó því er
fram kemur í reikningum
Reykjavíkurborgar 1975.
V
Veitingasala í httsinu gaf í
tekjur á liðnu ári tæplega 6,5
milljónir kr. Aðrar tekjur
námu tæplega 105 þúsund
krónum. Heildartekjur Laugar-
dalshallarinnar voru því
22.093.600 krónur á liðnu ári.
Rúmlega einn eyrir at hverri
krónu er inn kom varð eftir í
tekjuafgang, þá er öll gjöld
höfðu verið greidd. Nam rekstr-
arafgangur' Laugardalshallar
samkvæmt reikningunum
251.725 krónum.
Helztu gjaldaliðir hallar-
innar eru laun tæplega 7,2
milljónir króna, ljós og hiti
tæplega 5 milljónir, „veitingar
til endursölu“ 3,8 milljónir, við-
hald fasteigna 2,4 milljónir og
vextir tæplega ein milljón.
Á efnahagsreikningi Laugar-
dalshallar er íþrótta- og
sýningarhúsið metið á
97.880.000 krónur og er sú upp-
hæð óbreytt frá því sem var í
reikningum borgarsjóðs frá
árinu 1974. ASt
/
Einhver varð súr:
FRÉTT DB
STENDUR
AÐ ÖLLU
LEYTI
„Ummælin í dagblaðinu Vísi
sem höfð eru eftir mér þar um
fréttaflutning Dagbaðsins eru
ekki með þvi orðalagi, sem ég
notaði,“ sagði Halldór Þor-
björnsson yfirsakadómari i
viðtali við Dagblaðið um það,
hvað hefði verið „villandi og
ónákvæmt" i frétt þess um
ráðningu vestur-þýzka rann-
sóknarlögreglumannsins Karl
Schútz,
„Ég var spurður að því,
hvort málið allt væri eins og
það stóð í Dagblaðinu og sagði
ég það ekki vera.“
Sagði Halldör ennfremur, að
enn hefði ekki verið ákveðið,
hvenær Sehútz kæmi hingað á
ný, — „hann verður að segja
til um það sjálfur.“
Eins sagði Halldór, að enn
ætti eftir að senda Schútz ýmis
málsskjöl og yrði það gert inn-
an skamms.
— HP.
isnerti, en heffti sihan haldiö till
] Bonn ah nýju. A6 sögn Halldórsl
I hefur Schutz enn ekki fengift öill
I málskjölin i sinar hendur ogl
Iværi unniö aö þvi aö búa þau il
lhendur honum Halldór kvaöst
llitiö vita um starfsferil manns-|
lins en gat um aö i frétt Dag-
Iblaösins um þetta mál I gærl
Iheföi gætt mikillar ónákvæmni|
|og fréttin veriö villandi.
JOHl
„Við reiknum með áfram-
haldandi hlýindum hér á landi
næstu tvo daga, en lengra nær
spáin ekki hjá okkur,“ sagði
Markús Á. Einarsson veður-
fræðingur.
Þetta er milt og þægilegt
loft, sem berst frá Evröpu, og
lítið er um að kaldir norðlægir
vindar berist hingað núna!
Unga fólkið sem hvílir lúin
bein við grjótgarðinn í enda
göngugötunnar virðist kunna
vel að meta hlýja loftið.
—DB-mynd Bjarnlcifur/KL
frjálst,áháð dagblað
MIÐVIKUDAGUR 14. JJJLl 1976.
Fékk œðiskast ó
hringveginum
Stórskemmdi rútubíl og
hótaði fólki með hnrf '
Farþegum í rútu Austurleiða
brá i brún á laugardaginn, er
einn farþega tók skyndilega
upp hníf og tók að ota honum
að fólki. Öð hann um bílinn,
öskraði og lét ófriðlega.
Farþegar urðu að vonum
skelkaðir, og er ekki tókst að
sefa manninn, yfirgáfu far-
þegar bílinn og lokuðu hin'
geðveika inni. Var nú kallað á
lögreglu frá Höfn í Hornafirði
en blllinn var syðst i Suðursveit
við bæinn Hala.
Aður en tveir lögregluþjónar
komu á vettvang hafði
maðurinn rifið útvarp og tal-
stöð bilsins af stöðum sínum,
stungið sæti og skorið og
brotið báðar framrúður bilsins.
Guðmundur Svavarsson lög-
reglumaður náði fljótt tökum á
manninum og var hann settur i
járn. Hann var næturlangt
hafður í fangageymslu.
Er bráði af manninum tjáði
hann lögreglunni, að hann væri
á leið umhverfis landið.
Meðferðis haföi hann 21 krónu
og einhvern smávarning i
pappakassa.
Læknir úrskuróaði manninn
geðveikan. Farið var með hann
flugleiðis til Reykjavíkur í
fylgd tveggja lögrégluþjóna.
AST.
Millisvœðamótið:
Það hallast
lítt á í byrjun
Smyslov sigraði Tal í 3. um-
ferð millisvæðamótsins í skák í
Bienne i Sviss í gær. Kom það
mest á óvart, ekki sízt þar sem
Tal hafði hvítt. Önnur úrslit.
Diaz — Smejkal 0:1
Lombard — Czom 0:1
Húbner — Byrne l/í:'A
Andersson — Liberzon V5: V4
Gulko — Petrosjan 'AM
Sanguinetti — Matanovic 'AM
Sosonko — Castro 'AM
Rogoff — Larsen 'AM
Portisch — Geller biðskák
Að þremur umferðum lokn-
um eru fjórir efstir og jafnir,
Petrosjan, Húbner, Smejkal og
Smyslov. Allir hafa þeir einn
vinning og tvö jafntefli eða 2
vinninga. (Fyrirsögn okkar og
niðurlag fréttar í gær var mis-
sögn). Næstir koma Portisch,
Castro og Bent Larsen með l'A
og biðskák og geta þeir þvi
gert strik í reikninginn hvað
efstu sæti snertir.
— ASt
„VINNINGAR VILJA EKKIK0MA
MEÐ GÓDU MÓTI"
fór í bið en lauk síðar í gær-
„Hef ekki falazt
eftir neinum skák-
manni til íslands"
— sagði Friðrík Ólafsson í morgun
„Þetta gengur rölega. Það er
eins og vinningarnir vilji ekki
koma með góðu móti,“ sagði
Friðrik Ólafsson er DB ræddi
við hann í síma í morgun.
„En það er ekki öll nótt úti
enn, þó að mötið sé nú um það
bil hálfnað. Það er enn tæki-
færi til að klóra í bakkann
og það veröur reynt."
1 7. umferö í gær gerði
Friðrik jafntefli við Farago og
Guðmundur gerði jafntefli við
Kurajica. Friðrik nóði iviö bétri
sliiðu um tíma en Ungverjinn
varðist vel. Kortsnoj vann
Langeweg og Szabo vann
Donner. Gipslis og Ree geróu
jafntefli og sömuleiðis Sax og
Ligterink. Skák Ivkov og Miles
kvöldi með jafntefli. Þá lauk
biðskák Velemirovic gegn
Böhm með sigri Velemirovic i
gærkvöldi.
Staðan er því nú: Kortsnoj 5,
Farago, Szabo og Miles hafa 4,5.
Siðan koma Ree, Guðmundur,
Kurajica, Friðrik, Gipslis, Sax,
Ligterink og Velemirovic með
3.5. Ivkov og Böhm hafa 3
vinninga, Donner 2 og Lange-
weg 1.
Friörik kvað ekki hægt að
greina á ntilii hvort síóari iúut-
inn yrði léttari hinum fyrri.
Keppendur væru jafnir að
slyrkleika og þeir sem f.vrir-
fram hel’ðu verið taldir heldur
veikari. hefðu re.vnzt sterkir.
sagði Friðrik Ólafsson
„Kortsnoj hefur verið hvað
heppnastur i mótinu,“ sagði
Friðrik. Hann átti tapaðar
stöður gegn Farago og Sax en
þær björguðust í jafntefli hjá
honum. Það og sú staðreynd að
hann á samkvæmt stigatölu að
vinna þetta mót gerir það ekki
óeðlilegt að hann skipar nú
efsta sætið. Farago er lítt
þekktur. Hann vann meistara-
flokk IBM-mötsins í fyrra og
komst þá í stórmeistaraflokk.
Hér er keppt í mörgum flokk-
um og eru keppendur alls um
700 talsins."
í næstu umferð tefla C.uð-
inundur og Friðrik saman og
hefur Guðmundur hvítt.
—ASt.
„Eg hef ekkert reynt að fá
neinn af þátttakendum IBM-
mótsins til þátttöku i alþjóðlega
skákmótinu i Re.vkjavík." sagði
Friðrik Olafsson í simtali við
DB í morgun. „Eg hef ekki hug-
mynd um. hvaða skákmenn
þeir hafa áhuga á að fá. og ég
voil ekki hverja þeir eru búnir
að fá. Auðvitaö gæti ég kannað
þetta mál hér. en ég hef ekki
sérstaklega verið utn það
beðinn. Þar af leiðandi hef ég
ekkert gert í málinu."
Eitt morgunblaðanna í morg-
un skýrði ftá þessu verkefni
Friðriks fvrir Taflfélagið. Dag-
blaöið hafði áhuga á að vita
In ernig gengi, og svar Friðriks
lá á hreinu. — ASt
s