Dagblaðið - 03.08.1976, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 03.08.1976, Blaðsíða 2
DACHLAÐIÐ. — ÞKIOJUIMCUK .'I. ACUST 1976. HVAÐ BER FASTEIGNASALANUM AÐ GERA FYRIR ÞÁ ÞÓKNUN SEM HANN FÆR? Raddir lesenda Mig langar að biðja Dagblaðið um að birta þessa grein mína til þess að lesendur geti varast fasteignasölu sem þessa, og eins ef einhver gæti hjálpað okkur út úr þessum ógöngum. Hver er réttur borgarans? Hvað er fasteignasala? Hvar á hver heima? Við vorum búin að hafa íbúðina okkar til sölu nokkurn tíma þegar okkur voru boðin skipti á fokheldu húsi í Vogum, Vatnsleysuströnd á okkar íbúð. Okkur datt i hug að gaman væri að breyta til þar sem við búum við eina fjölförnustu götu borgarinnar. Maðurinn minn fór með sölumanni að skoða húsið, en þetta var að kvöldi til og farið að dimma svo lítið var hægt að sjá. Hann sagði mér síðar að honum litist allsæmilega á húsið. Þar sem hann var að fara á sjóinn þá bað hann mig (konuna sína) að ákveða þetta og gaf mér fullt umboð til þess að ganga frá samningum ef úr yrði. Samningurinn var síðan undirritaður í febrúar. Við greiddum sölulaunin og 14. maí áttu svo eignaskiptin að fara fram. Af þeim gat þó ekki orðið, því seljandinn hafði ekki getað losað áhvílandi lán, sem á fokhelda húsinu voru svo þar byrjuðu okkar vandræði. Eg var búin að segja upp vinnu minni, því okkur grunaði ekki að þetta myndi ekki standast. Einnig vorum við búin að láta leggja miðstöðina í húsið, en meira gátum við ekki látið gera því lánin sem okkur voru lofuð, voru ekki fáanleg fyrr en þinglýsing hafði farið fram. Fasteignasalinn lofaði nú að vinna vel í þessu og sagði að allt ætti að vera komiö i lag um miðjan júní. En þá var allt við það sama. Eg byrjaði aftur í minni atvinnu og var okkur gefin góð von um að þetta færi nú allt að leysast. Stefndum við að því að komast inn í húsið 1. september, áður en börnin byrjuðu i skóla. Þá gerist það að fasteigna- salinn kallar mig niður á skrifstofu til sín hinn 21. júlí og V / ^ NU bjóðum við röndótta boli var ég svo bjartsýn að halda að nú væri þetta allt komið í gégn. Svo var þó ekki. Nú lagði fast- eignasalinn spilin á borðið og sagðist ráðleggja oííkur að fá okkur lögfræðing, því „ég get ekki staðið í þessu ströggli meir,“ sagði hann. Eg spurði þá hvað væri með sölulaunin sem ég hafði borgað honum. Hann sagðist ekki fá nema fjórða partinn af þeim ,,og finnst mér ég vel hafa unnið til þeirra," sagði hann. Margt cr þarna gruggugt því sölumaðurinn er einn af aðal- mönnunum á þessari fasteigna- sölu. Hann var sá, sem sagði okkur að húsið væri steinhús en á veggi þess var búið að klistra smálagi af steypu. I samningnum stendur svart á hvítu að uppsteyptur bilskúr sé með í kaupunum, en hann er hlaðinn og fleira mætti nefna. Okkur var sagt að þetta væri stóreignamaður sem hægt væri að treysta, en hvernig skatt- skýrslu skyldi hann hafa gert á sl. ári? Ýmislegt um þennan mann kom í ljós m.a. að maðurinn hefur setið í óskiptu búi í nokkur ár, og hafði þess vegna enga heimild til þess að gera þennan samning. Nú langar mig til þess að spyrja: Hver er réttur okkar? Við erum enn í okkar gömlu íbúð og ekkert gengur með íbúðaskiptin, sölulaunin aðeins greidd fyrir fimm mánuðum og svo er okkur bent á að fá okkur lögfræðing til aðstoðar. Hvað var það sem við borguðum fyrir? Ef einhver lögfræðingur vildi nú veita okkur þá aðstoð sem til þarf er hann vin- samlegast beðinn að hafa samband við mig. Hafdís Rikharðsdóttir. s. 27962 Enn kemur ástarbréf til Péturs Sigöldumaður hringdi: Þegar við félagarnir frá Sigöldu vorum að koma í bæinn í morgun, var hinn frábæri Pétur Pétursson við hljóðnem- ann í morgunútvarpinu. Við viljum koma því á fram- færi að aðdáun okkar á þessum X frábæra útvarpsmanni er alveg takmarkalaus. Lagaval hans er alveg einstaklega frábært og erum við sérstaklega hrifnir af harmóníkulögunum, sem hann velur. Okkur finnst að Pétur ættj. að hafa sinn sérstaka útvarpsþátt, — hann er kjörinn til þess. Það er bannað að hafa útvarp við vinnu sína uppi á Sigöldu, en þegar Pétur er í morgunút- varpinu blásum við á það og tökum með okkur útvarp. Júgó- slavarnir kærðu okkur um daginn, en þegar við höfðum útskýrt fyrir þeim að við yrðum að hlusta því þetta væri svo frábær útvarpsmaður sem væri við hljóðnemann, skildu þeir ! það vel og við höfum nú leyfi til að hlusta, þegar Pétur er á dag- skrá. Fúskarar œttu ekki að viðgerðir! húsaviðgerðir srirærr'ÆKS Ki".r Skiptum um JSru a þíkum og Ocur.. Slmt Og 82736. fóst við Hörður Björgvinsson skrifar: Með þessum línum sendi ég auglýsingu sem birtist i einu dagblaðanna í nokkurn tíma. Svo vildi til að systir mín, sem er ekkja með tvö börn þurfti að láta setja harðplast á eld- húsborðið sitt, en efnið hafði hún þegar keypt, svo nú var vandamálid að fá mann til að vinna verkið. Auglýsingin benti til að lausnin væri fengin, svo hún hringdi og var maðurinn fús til að vinna verkið, kvaðst að vfsu hafa tvo lærlinga á sinum vegum, en taldi verkið þess eðlis að ekki væri annað boð- legt, en að hann sjálfur (meist- arinn) ynni það. Strax eftir kvöldmat þann sama dag kemur hann með verkfæratösku og hefst handa. Til að hafa gott athafnapláss dró hann fram ísskápinn, hvað sem það átti að þýða, en eins og víðast er, fellur hann inn í inn- réttingu eldhússins. Var tekið til að mæla borðin og harðplastplöturnar sagaðar niður, borið jötungrip á báða fleti. Þegar límið var talið orðið nógu þurrt var fyrstu plötunni skellt á borðið, en var þó örlítið skökk, svo lagfæra varð það. Viö þá athöfn vildi svo illa til að eitt hornið brotnaði af plöt- unni, en því var síðan skeytt við og þó ekki færi það nú rétt vel taldi verktakinn það í lagi. Þegar platan var nú komin upp aö veggnum eins og vera bar kom í ljós að tommustokk- urinn hafði svikið, því um tvo millimetra vantaði á að hún næði fram á borðbrúnina hvað breiddina snerti. Því sá verktakinn ekkert annað ráð en að taka sér spor- járn í hönd og fjarlægja brún borðsins sem fram fyrir plöt- una stóð. Var hefill notaður, en tönn hans reyndist skörðótt og bitlítil svo nú er borðkantur- inn líkastur Breiðholtsvegin- um, sem frægur er af bylgjum sínum. Auk þess hafði nú kvarnast mjög úr harðplastinu svo nú var frekari fram- kvæmdum frestað til næsta dags, en þá átti að hafa hent- ugri verkfæri meðferðis. Því var nú ákveðið að koma isr skápnum fyrir en þá kom í ljós að hann hafði hækkað nokkuð þá fjóra tíma meðan á verkinu stðð, svo enn var gripið til hefilsins og heflað fyrir ofan hann þar til saman gekk. Næsta kvöld var barið að dyrum og inn gekk verktakinn með verk- færatösku sína. og kvaðst nú kominn til að ljúka verki sínu. Þar sem fa'turnir voru nú viðsjálverðir. og tungan Iét illa að stjórn var verktakanum tjáð að hann :etti þar ekkert erindi í þvi ástan ’.i. Auk þess væri kraf- izt af honum að hann kæmi með nýtt efni til að vinna verkið upp að nýju og lofaði hann að gera það strax næsta dag. Sá dagur leið án efnda og margir síðan. Þrátt fyrir mörg símtöl við númerin sem aug- lýsingunni fylgdu var enginn möguleiki á að fá að tala við verktakann og aldrei sinnti hann skilaboðum sem beðið var fyrir til hans. Eg segi þessa sögu til þess að fólk athugi að ekki er allt gull sem glóir, og viti að til þess eru vítin að varast þau. í dagblöðunum úir og grúir af alls konar þjónustuaug- lýsingum, sem fólk grípur í vandræðum sínum, en reynslan er of dýru verði keypt, þegar þessir aðilar eyðileggja ekki eingöngu það efni sem þeini er ætlað að vinna úr heldur miklu meira. Þegar lögð var fram kæra á hendur þessum manni kom það líka á daginn að þetta er alls ekki það eina sem hann hefur sér til frægðar unnið, því fyrir liggja fleiri mál svipaðs eðlis. V

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.