Dagblaðið - 03.08.1976, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 03.08.1976, Blaðsíða 8
 DAGBLAÐIÐ. — ÞRIÐJUDAGUR 3. AGUST 1976. Galtalœkur: Allt með mestu prýði að vanda „Mótið í Galtalækjarskógi fór fram með mestu prýði enda vel að þessu staðið. Sást sáralítið vín á mönnum og við áfengis- leit, serti gerð var kom litið áfengi í ljós. Fólk virtist alls ekki koma með því hugarfari að hafa vín um hönd,“ sagði lögreglan á Hvolsvelli í viðtali við DB. „Það hefur verið alveg gífur- leg umferð en með öllu slysa- laus nema að aðfaranótt laugar- dags lenti bíll í Krossá. Var þetta gamall Willysblæjubíll sem í voru fjórir farþegar. Þrír komust út úr bílnum, en ein stúlka festist í bílnum og komst ekki út úr honum fyrr en hann valt og barst hún með straumn- um niður eftir ánni. Þegar stúlkan losnaði, fótbrotnaði hún og var flutt á slysadeild Borgarspítalans. Kona úr Reykjavik er var á hestbaki í Austur-Landeyjum datt af baki á sunnudagskvöld og var flutt meðvitundarlaus á slysadeildina. A sunnudagskvöld tók Talið er að um þrjú þúsund manns hafi verið í Galtaiækjarskógi, þar sem allt fór vel og prúðmannlega fram. Veðrið var mjög gott og samkomugestir skemmtu sér hið bezta. Ljósm. Ragnar Th. Sigurðsson. Leynigestur var á mótinu i Galtalæk og áttu mótsgestir að finna út hver hann var í sam- einingu. Það reyndist vera Lína langsokkur, en hana lék Jörundur eftirherma. lögreglan eftir að mikinn reyk lagði upp frá Landeyjasandi og var talið að um neyðarljós væri að ræða. Það reyndist þó ekki vera svo, heldur voru tjaldbúar á sandinum að brenna ruslil. —A.Bj. Ævintýralegt samkomuhald: Hljómsveitin þurfti að smíða hljómsveitarpallinn sjólf! Ein af samkomunum sem auglýst hafði verið um helgina, var á Melgerðismelum í Eyja- firði. Voru það einkaaðilar sem hugðust græða pening á sam- komuhaldi. Þar voru um 80 tjöld þegar mest var. Samkomuhald þetta þótti nokkuð ævintýralegt, því þegar samkomugestir ætluðu að taka sporið, kom í ljós að enginn var danspallurinn og var ætlast til ao ballgestir dönsuðu á berum melnum. Inn á þessa skemmtun var selt og kostaði 2000 krónur áðgangurinn! Auglýst hafði verið að dansi- ballið skyldi hefjast snemma á föstuaagskvöld og áttu tvær hljómsveitir að koma fram. Þegar seinni hljómsveitin kom á staðinn var ekkert ball byrjað, því fyrri hljómsveitin var þá í óða önn að smíða hljóm- sveitarpall! Einnig þótti með eindæmum að auglýstir höfðu verið skemmtikraftar sem alls ekki voru á landinu, og brögð að því að þeir, sem auglýstir voru komu alls ekki fram. Friðgeir/A.Bj. t Lœknirinn sóttur Ot í eyju Margt um manninn d vegunum í Árnessýslu en svo til slysalaust „Það hefur verið margt um manninn hér í sýslunni um helgina," en allt hefur gengið svotil alveg slysalaust," sagði Selfosslögreglan í viðtali við DB í gærdag. „Mótið á Ulfljótsvatni fór hið bezta fram. Að vísu voru ein- hverjir smávegis hífaðir, en af því hlutust engin vandræði. Á sunnudagskvöld voru þrír stórir dansleikir haldnir í sýsl- unni. Við vorum einnig með okkar venjulegu gæzlu bæði á Laugarvatni og á Þingvöllum. Alls voru fimmtán ökumenn teknir grunaðir um ölvun við akstur. Tveir smávægilegir árekstrar urðu. Bílar með R-númerum rákust á í Hrunamannahreppi á laugardag, en meiðsli urðu sama og engin á fólki. Á föstu- dagskvöld kl. 19.45 varð bíl- velta við Svínavatn í Grímsnesi, en bæði farþegar og bíll, sem var með R-númeri urðu aðeins fyrir smávægilegum skrámum. Verður þetta að teijast ágætt miðað við þá geysilegu umferð sem var, og vegirnir mega telj- ast góðir,“ sagði lögreglan. —A.Bj. Verra en nokkurt gamlárs kvöld í miðborginni „Ölvun í miðborginni var með allra mesta móti aðfara- nótt laugardags og við þurftum að stinga fjórtán manns í fanga- geymslurnar frá kl. 8 á föstu- dagskvöld þangað til klukkan 3 um nóttina," sagði varðstjórinn á miðborgarstöðinni. „Þetta var eiginlega verra en nokkurt gamlárskvöld. En síðan hefur allt verið með ró og spekt. Mjög rólegt var á sunnudag og það sem af er deginum í dag.“ —A.Bj. Brotizt inn hjá Falkner Skiimmu eftir miðnætti að- faranótt laugardags var brotizt inn i úrsmíðaver/.lun Ulriks Falkner á l.a i itirtorgi. Tveir ungir piltai 17—18 ára brutu rúðu í ýningarglugga verzlunarinnar og lóku tvii úr ófrjálsri hendi. Þeir náðust þó skiimmu síðar í miðborginni. —A.Bj. I leit að náttstað Ölvaður maður brauzt inn t mannlausa fbúð að Grenimel 22 aðfaranótt sunnudags. Hringt var úf nærliggjandi húsi og Iiigreglunni tilkynnt um mannaferðir. Þegar liigreglan kom á staðinn kom í Ijós að maðurinn var í leil að meturgistingu og hafði ekki neilt illt í huga. —A.Bj. Lítil tíu ára gömul Vest- mannaeyjastúlka fékk botn- langakast um þrjúleytið á laugardag. Það er i sjálfu sér ekki í frásögur færandi nema vegna þess að skurðlæknir þeirra Eyjamanna, Björn Karls- son, var í fríi úti í litilli eyju skammt frá sem nefnist Hani. Lögreglan fékk lánaðan hrað- bátinn Moby Dick, sem einu sinni var í eigu Hafsteins Viðeyjarkappa, og sótti lækn- inn út i eyju. Brá hann skjótt við og kom til sjúkrahússins þar sem hann framkvæmdi uppskurðinn, sem tókst vel. Síðan fór læknirinn aftur út í eyjuna sína. —A.Bj. Berserksgangur á Lœkjartorgi Ungur maður gekk berserks- gang í miðborginni aðfaranótt sunnudags. Lamdi hann og barði allt sem á vegi hans varð og þegar miðborgarlögreglan kom á Lækjartorg hafði hann lúbarið þrjá menn, sem hann hitti á toiguiu. iviaourinn var að sjálfsögðu mikið. ölvaður og færður í fangagéymslur mið- borgarlögreglunnar, þar sem móðurinn og víman rann af honum. — A.Bj. Mikið um ölvun og innbrot í borginni um helgina Talsvert mikið var um ölvun í borginni um helgina og nokkuð um innbrot. Lögreglan þurfti að hafa afskipti af alls- kyns heimiliserjum og drykkju- látum borgaranna. Brotizt var inn í hús við Karfavog og þaðan stolið ferða- ávísunum að upphæð 12 þús. kr„ pesetum og skilríkjum. Þá var einnig brotizt inn í verzlunina Goðaborg og þaðan stolið riffli og skothylkjum. Aðfaranótt mánudags réðist maður úr Keflavík á par úr Reykjavík á skemmtistaðnum Sesar. —A.Bj. Fimmtán „stútar" við stýri um helgina Ails voru teknir timmtan menn grunaðir um ölvun við akstur frá því síðari hluta föstudags þar til um miðjan dag í gær, sagði Greipur Kristjáns- son varðstjóri á aðalstöð lögreglunnar. Einn af þessum ökumönnum var einnig réttindalaus, þar sem um ítrekað brot hans var að ræða. „Það er eitthvað brenglað sálarlífið hjá þeim mönnum sem aka undir áhrif- um áfengis,“ sagði Greipur. „Þeir geta ekki haft taumhald á sér.“ —A.Bj. Óspektir og drykkja í Vestmannaeyjum Töluvert mikið var um ölvun í Vestmannaeyjum um helgina að sögn lögreglunnar á staðnum og sátu sex inni aðfaranótt sunnudags. Voru þessir sex teknir fyrir alls kyns óspektir á almannafæri eða að þeir lágu hreinlega í götunni með tærnar upp i loft og enginn vissi deili á þeim, eins og lögreglan komst að orði. Margt er um aðkomu- fólk í Eyjum þessa dagana en ekki hafa orðið nein slys á fólki þar um helgina. —A.Bj. I margföldum órétti Piltur var tekinn á númers- lausri skellinöðru skömmu eftir hádegi á sunnudag í Vest- mannaeyjum. Þegar lögregl- unni tókst að aka piltinn uppi, kom i ljós að hann var ekki nema þrettán ára gamall og skellinaðran bremsulaus, auk þess að vera númerslaus. —A.Bj. Talsvert um ölvun á Húsavík um helgina Talsver! mikil umferð var í Þingeyjarsýslunni um helgina að sögn lögreglunnar á Húsa- vik. Var það mest í kringum Laugar og í Mývatnssveit. Mótið á Laugum var þó támenn- ara en búizt var við. Alls urðu fjögur smávægileg umferðaróhöpp, sem lögreglan á Húsavík þurfti að hafa afskipti af, um helgina. en engin slys urðu á fólki. Nokkuð var um ölvun og þurfti lögreglan að skjóta skjólshúsi yfir sex menn sem höfðu verið með ýfingar. Dansleikjahaldið í sveitinni fór allt eðlilega fram. dálítið um ölvun en vandra'ðalaust. —A.Bj. y v

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.