Dagblaðið - 03.08.1976, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 03.08.1976, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. — ÞRIÐJUDAGUR 3. ÁGÚST 1976. 7 Erlendar fréttir REUTER | Bandaríkin: Fimmtán manns deyja óráður óþekktum sjúkdómi Peking: Varað við skemmdar- verkum og þjófnuðum Sex milljónir íbúa Peking, höfuðborgar Kína, hafa veriö varaöir við skemmdarverkum og pestum og hvattir til þess að standa saman gegn þeim vanda- málum, sem upp hafa komið eftir hina miklu jarðskjálfta, sem orðið hafa að undanförnu. Opinberar tilkynningar á borðum og veifum, sem komið hefur verið fyrir á tjöldum og skýlum á götum úti, segja, að menn eigi að „auka sjálfs-. virðingu sína og vera á verði gegn óvinum hinna vinnandi stétta, sem framið geti skemmdarverk". Hefur þetta verið túlkað sem viðvörun um mögulega þjófnaði úr tómum húsum og verzlunum. Þá segir í tilkynningum: „Óttizt hvorki erfiðleika né dauða" og „Sameinizt í barátt- unni gegn hinum miklu nátt- úruhamförum". Fimm daga hættuástand, sem lýst var yfir í gær vegna þess, að nýir jarðskjálftar væru yfir- vofandi, er ennþá í gildi. Talsmaður ríkisstjórnarinn- ar sagði við fréttamenn í gær: „Við skýrðum atburðina vel út fyrir ykkur í gær, það er engin ný yfirlýsing í dag.“ Fyrirhugað er, að flestar konur og börn af erlendum uppruna verði flutt flugleiðis á brott, annaðhvort til Tokyo, eða til borgarinnar Kanton i S-Kína. Starfsmenn sovézka sendiráðsins hafa þó engan hug á því að yfirgefa borgina, enda hafa þeir flestir flutt út á hina gríðarstóru flöt sem umlykur sendiráð þeirra. Hafast þeir þar við í tjöldum. Fólk hefur komið sér vel fyrir í bráðabirgðabústöðum sínum, enda hafa yfirvöld lýst því yfir, að þess. kunni að vera langt að bíða, að fólk geti flutt heim til sín á ný. Svipmynd frá miðborg Peking, þar sem íbúar hafa komið sér upp bráðabirgðaskýlum á meðan hætta er á frekari jarðskjálftum eins og þeim, sem lagði borgina Tientsin í rúst í síðustu viku. Tveir snarpir kippir gengu einnig yfir Peking og ollu þar nokkrum skemmdum. Bandaríkjamenn hafa selt írönum vopn á laun í 4 ár Frá því hefur verið skýrt í utanríkisráðuneyti Banda- ríkjanna, að miklar vopnabirgð- ir hafi verið seldar til Irans vegna þess að Bretar hafi misst varnar- og öryggishlutverk sitt í löndunum fyrir botni Mið- jarðarhafs. Hafi það orðið til þess, að lönd eins og íran og Saudi Arabia hafi orðið að taka við þessu hlutverki. Yfirlýsing þessi kom í kjölfar skýrslu undirnefndar Öldunga- deildar þingsins, þar sem í ljós kom, að Richard Nixon, fyrrum Bandaríkjaforseti hafði fyrir- skipað að íranbúum yrðu seld öll þau vopn, sem þeir í raun og veru vildu kaupa. Bandaríkjamenn hafa selt Iranmönnum vopn fyrir rúm- lega tíu milljónir dollara undanfarin fjögur ár og búizt er við því, að Henry Kissinger, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna muni ræða þá vopnasölu við íranskeisara síðar í þessari viku. I yfirlýsingunni frá þing- nefndinni var farið um það all hörðum orðum, hversu full- komin vopn, eins og hinar nýju F-15 þotur og margs konar eld- flaugaútbúnaður, hefðu verið seld til írans, en að sögn tals- manna utanríkisráðuneytisins, segir að menn verði að skoða vopnasöluna f ljósi þeirrar yfir- lýsingar, sem Nixon gaf út eftir fundinn á Guam, að Banda- ríkjamenn myndu i framtíðinni styðja við bak þeirra þjóða, sem vildu reyna að halda uppi friði á sínum landsvæðum. Svínaflensuvírus rwktaður I eggjum á bandarískri tilraunastofu. Fimmtán manns hafa látizt af völdum óþekktrar tegundar inflúensu, segir í tilkynningu frá heilbrigðisyfirvöldum í Harrisburg í Pennsylvaníu. Allir, sem látizt hafa íóku þátt í þinghaldi hermanna á eftirlaunum, sem haldið var dagana 23.og 24., júlí sl. Um tuttugu manns liggja í sjúkrahúsum víða um fylkið og fylgzt er nákvæmlega með þeim, til þess að reyna að komast að raun um, hvaða veiki sé hér á ferðinni. Segja yfirvöld, að þau úlilokt ekki þann möguleika, að hér geti verið um hina svonefndu „svínainflúensu" að ræða, en meira en hálf milljón Bandaríkjamanna lézt úr þeirri veiki árið 1918. Sagði talsmaður heilbrigðisyfirvalda að enn væri samt ekki vitað, hvort hér væri um þá veiki að ræða og ekkert benti til þess í fljótu bragði. Rhódesía: „BLAKKIR TAKIVIÐ, ÁÐUR EN ÞAÐ VERÐUR UM SEINAN" — segir Kissinger Henry Kissinger, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, hefur varað bæði blakka og hvíta íbúa sunnanverðrar Afríku við þvl, að áframhaldandi vera kúbanskra hermanna i Angola hafi aukið á ófriðarhættuna í þeim heimshluta. I ræðu, sem Kissinger flutti i Boston í gærkvöld, hvatti hann hvíta fbúa Rhódesiu til að hefja samningaviðræður um leiðir til að meirihlutastjórn blökku- manna taki smám saman við völdum f Iandinu, áður en það verður of seint. Jafnframt hvatti Kissinger blakka þjóðernissinna í Rhódesíu til að gera út um ágreiningsefni sín og undirbúa framtíð sambúðar kynþáttanna í „sjálfstæðu Zimbabwe,“ en það er nafnið, sem blakkir Rhódesíumenn hafa gefið landinu. Eiturskýið í Seveso: KONUM HtlM ILAÐAR FOSTUREYÐINGAR VíGNA HÆTTU Á FÓSTURSKEMMDUM Ílalska ríkisstjórnin hefursam- þykkt að veita undanþágu frá hinum ströngu lögum um fóstur- eyðingar á ítaliu lil þess að konur frá Seveto, þar sem eitrað gas h.fur leikið íbúa bæjarins grátt, geti látið framkv.ema fóstur- cyöingu, ef þ.er óska. Þ:ið viir bæjarstjórinn í Seveto sem upplýsti þetta eftir fund með heilbrigðismáliiráðherra landsins i Míliinó. Sagði hiinn. að ákvöröunin hefði verið tekin eftir iið læknar liöföu lýst áhyggjum sínum um framtíð ófa'ddra barna i móðurkviði og telja þeir. að hið eitraöa gas kunni að valda van- sköpun og öðrum alvarlegum fieðingargiillum. Hiti í íssölunni Rjómaíssalinn Jeffrey Woods hefur viðurkennt, að hafa valdið keppinaut sínum á íssölumarkaðnum miklum líkamsmeiðingum, eftir að sá hafði hellt á hann jarðarberja- sósu. Atburðurinn átti sér stað um mitt sumar, það heitasta sem verið hefur á Bretlandseyjum I áratugi og við slíkar aðstæður virtist sem hin venjulega kurteisi sem ríkir í þessari við- skiptagrein, hafi fokið út í' veður og vind. Woods hafði komið sér fyrir með „Mr. Whippy" ísvagninn sinn á skólalóð einni, þar sem Nigel Freemantle á „Tonibelle" ísvagni, hafði venjulega vanið komur sínar. Þetta leiddi til þess, að skipzt var á kuldalegum kveðjum. Nokkrum dögum síðar mátti sjá ísvögnunum ekið saman á mikilli ferð. Freemantle stöðvaði vagninn og gekk yfir að bíl Woods til þess að mótmæla þessu hátta- lagi. Undir samræðunum hellti hann jarðarberjasósu yfir Woods. Æfareiður ók Wood af stað. en Freemantle hékk i verzlunarlúgu ísvagnsins. Woods be.vgði í sífellu til og frá til þess að reyna að hrista keppinaut sinn af sér. Taka þurfti um 60 spor til þess að ná saman þeini skurðum. sem Freemantle fékk eftir þessa meðferð. Woods hlaut tveggja ára skilorðsbundinn dóm. eftir að hann viðurkenndi brot sitt. Hann viðurkenndi ennfremur. að „í þessari atvinnugrein' vega ntenn hvor annan i góðsemi." .

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.