Dagblaðið - 03.08.1976, Side 18

Dagblaðið - 03.08.1976, Side 18
18 DAGBLAÐIÐ. — ÞRIÐJUDAGUK 3. ÁGUST 1976. g Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir D Hótað að skjóta heimsmet- hafann Þegar bandaríski heimsmet- hafinn í hástökki, Dwight Stones, felldi í þriðju og síðustu tilraun sinni við 2.23 metra i hástökki kvað við gífuriegt fagnaðarhróp meðal áhorfenda. Hreint ótrúlegt, en hinir kanadísku áhorfendur lögðu beinlínis hatur á Banda- ríkjamanninn eftir að hann hafði sagt, að sér fyndist franskir Kanadamenn leiðin- legir í blaðaviðtaii. Sagðist hata þá. Þegar að keppninni kom reyndi Stones að bæta úr þessu með þvf að kiæðast skyrtu, sem á stóð „ég elska franska Kanadamenn" — en starfs- menn skipuðu honum að fara úr skyrtunni. Mikiil hávaði var í hvert skiptt, sem Stones stökk og áhorfendur reyndu að koma honum úr jafnvægi — og ... tókst það vissulega, þó svo Stones kenndi rennblautri atrennubrautinni eftir á að hann náði ekki nema þriðja sæti. „Eg hefði bætt helmsmet mitt ef ekki hefði rignt — en hróp áhorfenda eru þó það versta, sem ég hef komizt í. Þeim gieymi ég aldrei.“ Þegar að verðlaunaafhend- ingu i hástökkinu kom tók Stones á móti verðiaunum sínum i lögregiufylgd. Hringt hafði verið tii iögreglunnar og þvi hótað, að Stones yrði skotinn, þegar hann tæki á móti verðiaununum. Fjórir lögreglumenn fóru með Stones að verðlaunapailinum, en hann ákvað sjálfur að fara á pailinn. „Þetta var hræðileg ákvörðun, en ég vildi taka á móti verðlaunum mínum. Eg var dauðhræddur á pallinum. Ég vissi fyrst um hótunina, þegar fjórir lögreglumenn komu til mín eftir hástökkið og báðu mig að fylgjast mcð þeim að göngunum til bún- ingsherbergjanna," sagði Stones og var enn náfölur eftir verðlaunaafhendineuna. Slones — reyndi að hliðku áhorfendur. OTRULEGT AFREK A-ÞJOÐVERJA: Hlutu fleiri gull í f rjálsum en USA og Sovét samtals! Hinn stórkostlegi árangur Austur-Þýzkalands í frjálsíþrótta- keppninni í Montreal var horn- steinn atburðanna á Olympíuleik- vanginum. Stórveldin áður, Bandarikin og Sovétrikin, urðu nú að gera sér að góðu að vera næstbezt. Samtals hlutd Austur- Þjóðverjar ellefu gullverðlaun af 37 i frjálsum íþróttum (26 verðlaun í allt) og það var meira en Bandaríkin og Sovétríkin hlutu saman. Einhverjir undraverðustu atburðir, sem átt 'hafa sér stað í sögu iþróttanna. Byrjunin var i Munchen fyrir f jórum árum — og sigurgangan hélt áfram á enn stór- kostlegri hátt, en hægt var að imynda sér í Montreal. A sama tíma fengu Sovétríkin aðeins fern gullverðlaun — helmingi færri en í Munchen —og Bandaríkin 6 eins og í Munchen. en þar hófst hrun Bandaríkjamanna á sviði frjálsra íþrótta á Olympíuleik'- um. Hins vegar — og það var óvænt líka — tókst frjálsiþróttafólkinu ekki í Montreal að setja jafn mörg heimsmet og á leikunum í Munchen. Þá voru 12 heimsmet sett — nú níu. En keppnin í Montreal var þó fyrst og fremst einstaklingsins. Þar gnæfðu tveir langt yfir aðra — Lasse Viren, Finnlandi, og AI- berto Juantorena, Kúbu. Viren sigraði bæði í 5000 og 10.000 m hlaupunum — eini hlauparinn, sem það afrek hefur unnið á tveimur Olympíuleikum í röð. Eftir það afrek er hann án efa mesti langhlaupari allra tíma — jafnvel þó honum tækist ekki á laugardag að endurtaka afrek Tékkans Emile Zatopek frá leik- unum i Helsinki að sigra einnig í maraþonhlaupinu. En Zatopek vann ekki tvöfalt á leikunum í Lundúnum 1948 — aðeins í 10000 m hlaupinu og í Helsinki þurfti hann ekki eins og Viren í Montreal að standa f hörkukeppni í undanrásum og úrslitum. Kúbumaðurinn Juantorena hefur flesta sömu eiginleika og Viren — ber ekki virðingu fyrir árangri mótherjanna og eins og Finninn einstæðan vilja til að sigra. Þegar Kúbumaðurinn hljóp frá öðrum í úrslitahlaupi 800 m hlaupsins og setti nýtt heimsmet 1;43.50 mín. var krafturinn slíkur að þá þegar varð Ijóst, að ekki yrði komið í veg fyrir sigur hans í 400 metra hlaupinu. En það voru fleiri, sem unnu tvöfaldan sigur — Tatiana Kazan- kina sigraði bæði í 800 og 1500 m hlaupi kvenna — og þar urðu austur-þýzku stúlkurnar svona einu sinni að hljóta óæðri sætin. Sovézka stúlkan er fyrsti olympíumeistarinn, sem hlýtur gullverðlaun á þessum vegalengd- um á sömu leikum. Minnisstæður sigurvegari var 3andaríkjamaðurinn Edwin Moses í 400 m grindahlaupi — einni mestu tæknigrein frjálsra íþrótta — og hann setti heimsmet 47.64 sek. Vinsælasti sigurveg- arinn í frjálsíþróttakeppninni var Irena Szewinska, pólska húsmóð- irin, sem með sjarma sínum og glæsibrag, hefur sett mörk sín á Olympluleika I 12 ár. Undra- verðasta afrekið á leikunum í kastgreinum vann Ungverjinn Miklos Nemeth — heimsmetið í spjótkasti 94.58 metrar kom honum loks úr skugga hins fræga föður slns, Imre Nemeth, sem vann sleggjukastið á leikunum f Lundúnum 1948. Frjálsíþróttakeppnin markaði einnig lok ferils Valery Borzov, Sovétrfkjunum, þess mikla sprett- hlaupara — og Renötu Stecher, A-Þýzkalandi, sem hafa borið ægishjálm yfir aðra á sprettinum svo lengi — þar til f Montreal. Bæði töpuðu titlum sfnum frá Munchen — og frú Stecher til- kynnti að hún væri hætt keppni eftir þann árangur, að sjá Baerbel Eckert, stúlkuna, sem hún hefur æft undanfarin ár, taka við f 200 m hlaupinu og verða fyrst yfir marklínuna í 4x100 m boðhlaup- inu — hlaup, sem þýddi, að Stecher hlaut gullverðlaun á Montreal-leikunum. Eitt skyggði á frjálsíþrótta- Taiana Kazankina varð fyrst til að hljóta sigur f 800 og 1500 m hlaupum kvenna á Olympíuleik- um. keppnina f Montreai — fjarvera hinna snjöllu hlaupara frá Afríku. Einkum þó heimsmethaf- ans í 1500 m hlaupi, Filbert Bayi. Þeirri spurningu verður þvf aldrei svarað. Hvor er betri — Bayi eða John Walker? Bandarísku sérflokki Bandaríska sveitin í 4x400 m boðhlaupi karla síðustu grein frjálsra iþrótta á 21. Olympíuleik- unum — var í sérflokki, þó svo henni tækist ekki að komast nálægt heimsmetinu, sem sveit Bandaríkjanna setti á Olympíu- leikunum í Mcxíkó 1968 eða 2:56.1 mín. Tími sigursveitarinn- ar í Montrcal var 2:58.65 mín. á rcnnhlautum brautum á olympíu- leikvanginum glæsilega — og sveitin var um 20 metrum á undan pólsku sveitinni, sem varð í öðru sæti, í mark. Strax á fyrsta spretti náði Hermann Frazier fimm metra for- skoti — sem síðan jókst i tuttugu metra. Aðrir f sveitinni voru Benjamin Brown, Fred Newhouse og Makie Parks. Sveit Kúbu var sfðust, þegar síðasta skipting fór fram, og þá tók meistarinn Juan- torena við. Hann átti stórkostlegt hlaup, en tókst þó aðeins að koma sveit sinni upp i sjöunda sæti. Tók finnska hlauparann Markku Kukkoaho. Sveit Bretlands, sem talin var hafa góða möguluika á verðlaununum. féll úr i undanrás. þegar Alan Pascoe missti keflið á sfðasta spretti. Urslit i hlaupinu urðu þessi: 1. Bandaríkin 2:58.65 2. Pólland 3:01.43 3. V-Þýzkaland 3:01.98 4. Kanada 3:02.64 5. Jamaíka 6. Trinidad 7. Kúba 8. Finnland 3:02.84 3:03.46 3:03.81 3:06.51 I stutta boðhlaupinu hafði sveit Bandaríkjanna einnig mikla yfir- burói — aðeins slys gat þar komið í veg fyrir sigur. Síðan 1920 hafa Ba.ndaríkin aðeins einu sinni tapað í 4x100 m boðhlaupinu. Sveit Þýzkalands sigraði 1960. í sveit USA í Montreal hlupu Harway Glance, John Jones, Millard Hampton og Steven Riddick, en tími þeirra, 38.33 sek. var nokkuð frá heimsmeti banda- rísku sveitarinnar í Munchen- 38.19 sek. Sveit A-Þýzkulands var i öðru sæti, en sveit Sovétríkjanna var þriðja vegna frábærs endspretts Valery Borzov, sem tók Pólverjann á lokasprettinum. Hins vegar hafði hann ekki mögu- leika að ná Austur-Þjóðverjanum Thieme. Urslit urðu þessi: 1. Bandaríkin 38.33 2. A-Þýzkaland 38.66 3. Sovétríkin 38.78 4. Pólland 38.83 5. Kúba 39.01 6. Ítalía 39.08 7. Frakkland 39.16 8. Kanada 39.47 sveitirnar í li Leon Spinks, USA, stendur yfir Sixto Soria, Kúbu, eftir rothöggið ' úrslltuir. í léttþungavigt.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.