Dagblaðið - 03.08.1976, Page 10

Dagblaðið - 03.08.1976, Page 10
10 n aí:rt .Af)lf). — ÞRIÐJUDAGUR 3. ÁGÚST 1976.. BIAÐW frfálst, úháð dagblað riúi*r;m«li I);i.ul»l;u>iú hI. I’iainkva'imlasi.jpii: Svumn K. Ky.n.lfsson. Kitstjóri: .lónas Knst jan.sson. Króltast.ióri: lon liiriiir IN'tursson. Kitst.joinailulltnii: llauktir Iloluason. Aósloóarfrt'tta- st.lori: Alli Sti'inarsson. I|)iottir llallur Siinonarson Ilónnun: .lóhannus Koykdal. Ilandrit Asuriintir Kálsson. Blaóaim'iin Anna B.jarnason. Asuuir Tóinasson. Burulind As.ui'irsdóttir. Brau* Siuurðsson Krna \' Inuóll'silóttir. (l’.ssiir Siuurósson. Ilallur llallsson. IIului I’útursson. Jóhanna Biruis dóttir. Katrin l’álsdóttir. Kristin I.ýósdóttir. Olafúr .lóusson. Ómar Valdimarsson. Ijósmyndir: Arni l’all .lóhannsson. Bjarploifirr B.jarnloil'sson. B.jöruvin Píilsson. Kaunar Th. Siuurósson O.ialdkori: hráinn horluifsson. Droifinuarstjóri: MárK.M. Ilalldörsson. Askriftaru.jald l(MM) kr. á tnánuöi innanlands. I lausasöjú 50 kr. ointakió. Kitst.iorn Sióúnuila 12. siíni s:{:522. aiiul\sinu.ir. áskriftir ou afuroiósla Pvorholti 2. simi 27022. Sotninu ou uinhrot Dauhlaöiö hf. o,u Stoindórspront hf.. Árinúla 5. M> nda-ou plöiuuorö: Hilmlr hf . Siöiimúla 12. Prontun: Arvakur hf.. Skoifunni 19. Stórt gat ó prófínu Astandió í efnahagsmálum er uggvænlegt. Stjórnvöld eru í þungu prófi. Sjaldan hafa jafnstór viðfangsefni verió til meðferóar. Athugun á stefnu stjórnvalda leiðir í ljós, að þau falla á prófinu. Menn geta sótt einhverja huggun í, að dregið hefur úr viðskiptahalla og hrun gjaldeyris- stöðunnar er ekki jafnhratt og í fyrra. En miklu meira skiptir, hverjar horfurnar eru, þegar litið er til lengri framtíðar. Aðalviðfangsefnið er að takmarka veiði á ofveiddum þorskstofninum. Ljóst er, að ella gröfum við okkur gröf. Þetta er stærsta verkefnið á prófinu. Það gnæfir yfir önnur. En einmitt á þessu sviði mistekst stjórnvöldum mest. Svar þeirra við upplýsingum fiski- fræðinga um hættuna er að bjóða útsæðið í matinn. Þetta eitt nægir að sjálfsögðu til þess, að stjórnvöld fái falleinkunn. En svör þeirra við öðrum spurningum prófsins gera hlut þeirra ekki betri. Uppbygging iðnaðar stendur í tengslum við framangreint atriði. Við getum ekki í jafn- miklum mæli og áður treyst á sjávarútveg. Auk þess verður iðnaður að geta tekið við miklum hluta aukningar vinnuafls næstu árin. Þetta er geysimikilvægt viðfangsefni, en því fer fjarri, að stjórnvöld hafi brúgðizt við því sem skyldi. Þau hafa haldið áfram fyrri stefnu ríkisstjórna og haft iðnaðinn í öskustó. Skuldasöfnunin erlendis mun halda lífs- kjarabótum niðri á næstu árum. Um fimmta hver króna, sem fæst í gjaldeyristekjur, fer í lánagreiðslur. Hvort sem mönnum líkar betur eða verr, neyðast ríkisstjórnir á næstunni til að minnka byrðina af erlendu skuldunum á kostnað lífskjaranna. Á þessu sviði hlýtur stjórnarstefnan mikinn mínus. Stjórnin hefur haft forgöngu um hina geigvænlegu skuldasöfnun erlendis. Nátengdur skuldasöfnuninni er feiknarlegur halli á viðskiptajöfnuði gagnvart útlöndum, sem mun líklega nema fimmtíu og sjö milljörð- um króna á þriggja ára tímabili, 1974 til 1976. Heldur mun draga úr þessum halla í ár, en hann verður engu að síður mikill, fimm eða sex af hundraði af þjóðarframleiðslunni, eða ellefu til tólf milljarðar króna. Stjórnvöld fá enn mínus á prófinu fyrir frammistöðuna í þessum efnum. í nánustu framtíð verður það óhjákvæmilegt verkefni að eyöa viðskiptahallanum á kostnað lífskjaranna. Enn eitt aðalviðfangsefni býður næstu ára, að koma verðbólgunni niður á það stig, sem hún verður á í nágrannalöndum okkar. Stjórnarstefnan hefur í þessum efnum einkennzt af útþöndu ríkisbákni, sem magnað hefur verðbólguna ár eftir ár. Þessum Hrunadansi er enn haldið áfram með aukinni skattpíningu. Frammistaða stjórnvalda á þessu mikilvæga prófi er því með eindæmum léleg, hvert sem litið er. Alverst er, að gatió á prófinu verður pjóðinni ekki aðeins dýrt í nútíð heldur um langt árabil í framtíðinni. Vaklaskipli hjá austur-þý/.kuni landamæravöráum. Þrir nota saina KÖiiKiilan i>k herir llillers á sínuni tíma. — fía’sanaiif;. og Vestur-Þýzkakinds Sambandið milli Austur- og Vestur-Þýzklands fer stöðugt kólnandi þessa dagana. Varð- menn við landamæragirðing- una, sem skilur ríkin að, skutu fyrir nokkru á ferðamenn og handtóku þá, sem þeim þóttu hætta sér of nálægt landamær- unum. Skotgleði þeirra þykir nú vera að keyra um þverbak á nýjan leik. Ástandið hefur farið hríð- versnandi undanfarna mánuði. Hvað eftir annað hafa stjórn- völd ríkjanna sent hvert öðru mótmæli. Þó kastaði fyrst tólf- unum þegar landamæraverð- irnir réðust þrisvar um sömu helgi á óbreytta borgara, sem komu til að skoða múrinn. Fólkið villtist inn á austur- þýzkt landssvæói og fékk þegar i stað kúlnadembu á sig. Deilt um, hverjum sé um að kenna Utanríkisráðherra Vestur- Þýzkalands, Hans-Dietrich Genscher hefur sagt, 'að hann muni bráðlega fjalla um þetta mál hjá Sameinuðu þjóðunum og tilkynna að aðgerðir Austur- Þjóðverja brjóti í bága við slök- unarstefnuna (Detente) svo og öryggissáttmála Evrópu, sem var undirritaður i Helsinki á síðasta ári. — Einn af liðum öryggissáttmálans kveður ein- mitt á um aukið frelsi almenn- ings til að ferðast á milli Austur- og Vestur-Þýzkalands. Austur-Þjóðverjar hafa svarað ásökunum nágranna sinna og ásaka þá um að efna til landamæradeilna og þar með brjóta Helsinki-sáttmálann. Málgagn austur-þýzka komm- únistaflokksins, Neues Deutschlánd, sagði fyrir skömmu að stjórnin i Bonn yrði að taka afleiðingunum af að vanvirða öryggissáttmálann á svo svíðvirðilegan hátt. Viðburðaríkur laugardagur Atburðirnir, sem fyrr er vikið að, gerðust allir laugar- daginn 24, júlí síðastliðinn á svæðinu milli landamæra Austur-Þýzkalands, sem er merkt með staurum, og landa- mæragirðingarinnar sjálfrar. Svæði þetta er víðast hvar um 60 metrar á breidd, og það er varið með vaktmönnum í turn- um og sjálfvirkum skotútbún- aði. Þessar varnir voru aðallega settar upp til að hindra Austur- Þjóðverja í að síeppa yfir til vesturhlutans. Sá fyrsti af 24. júlí- albúrðunum gerðist þá uni mofguninn. Ferðamaður frá Hamborg fór yfir landamærin og gekk yfir að gaddavírunum. Austur-þýzkir landamæra- verðir kölluðu á hann og skýrðu fyrir honum hvað hann væri að gera. Hamborgarinn skeytti hins vegar ekki neinu og kall- aði á móti. Þá var ekkert tví- nónað við hlutina — heldur maðurinn skotinn. 1 tilkynningu frá V Berlín segir, að verðirnir hafi þotið yfir múrinn og náð í manninn, sem reyndi að skríða til baka að landamærum Vestur-Berlinar. Hann er nú sagður vera að ná sér eftir meðferðina í sjúkra- húsi í Austur-Þýzkalandi. Síðar um daginn handtóku landamæraverðirnir Vestur- Þjóðverja, dóttur hans og Hollending sem fóru yfir ómerktu landamærin. Þau sátu i varðhaldi í nokkra klukku- tíma. Loks lenti tónlistarmaður frá Hamborg í klóm landamæra- varðanna. Hann reyndi að ræða við a-þýzkan vörð um tónlist og henti síðan dagblaði yfir til hans, en fékk fyrir það væna skotgusu. Bifreið tónlistar- mannsins bilaði austan megin landamæranna og var þegar gerð upptæk. Vestur-þýzka stjórnin hefur oft ásakað kommúnistísku landamæraverðina fyrir að vera helzt til byssuglaðir. Síðustu atvik þykja sýna það betur en oft áður að það sé ekkert fleipur. Svo virðist sem aukinnar spennu hafi fyrir al- vöru farið að gæta eftir svo kallað Gartenschlaeger mál, sem kom upp í enduðum apríl síðastliðnum. Gartenschlaeger-mólið Michael Gartenschlaeger gerði a-þýzkum yfirvöldum tvisvar erfitt fyrir með því að hætta á að laumast inn á a-þýzkt land og rifa í sundur sjálfvirk skotvopn og vélbyssur. sem er þannig fyrir komið að þær dreifa frá sér sprengikúlum ef komið er við viðkvæma víra sem tengdir eru við múrinn. Hann sýndi síðan vestanmönn- um útbúnaðinn, sem er strang- asta leyndarmál. Gartenschlaeger var fæddur í Austur-Berlín og eyddi nærri því 10 árum í fangelsum komm- únista fyrir and-þjóðfélagslega hegðun. Honum var ieyft að fara vestur yfir og tók þá að hefna sín á löndum sínum með þvi að stela vopnaútbúnaði þeirra. t þriðju ferð sinni yfir landamærin var hann skotinn til bana af a-þýzkum landa- mæravörðum. „Við teljum fullvíst að Gartenschlaeger málið hafi or- sakað þessa auknu aðgæzlu kommúnista á landamærun- um,“ sagði talsmaður vestur- þýzku lögreglunnar um ástandið. Og víst er um það að tortryggnin í garð fólks, sem lætur sjá sig á landamærunum hefur sjaldan verið meiri. Fleira angrar A-Þjóðverja Tvö önnur atvik hafa vafa- laust einnig ýtt undir skotgleði landamæravarðanna. Það fyrra kom upp, þegar austur-þýzkur landamæravörður flýði vestur yfir fyrir nokkru. Kommún- istar heimtuðu manninn fram- seldan, þar eð hann hefði skotið tvo félaga sína til bana á flótt- anum. Vestur-þýzk yfirvöld neituðu að framselja manninn. Síðara tilfellið er það.að tveir v&stur-þýzkir landamæraverðir voru handteknir á austurhlut- anum og hafðir í haldi í þrjá daga. Þeir játuðu þegar að hafa verið um 150 metra innan aust- urhlutans, er þeir voru teknir. Sérstök austur-þýzk herfylki, sem hafa verið vandlega valin af yfirvöldum vegna traust- leika síns, sjást nú reglulega við landamæragirðinguna við eftirlitsstörf. Fylkin halda sig mestmegnis á auða svæðinu milli landamæranna sjálfra og gaddavírsgirðingarinnar hræði- legu, sem enginn á nú að sleppa yfir nema fuglinn fljúg- andi. Versnandi sambúð ó landa- mœrum Austur- Veslur-þýzkur landamæra- vörður á verði. Skiltið sýnir ótvírætt að hættustaður er í grenndinni.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.