Dagblaðið - 03.08.1976, Side 16

Dagblaðið - 03.08.1976, Side 16
Sovétmenn f œrir í skylmingum! Sovétmenn sönnuðu á Olympíuleikunum að enn eru þeir fremsta skyimingaþjóð heims. Hinir snöggu Sovét- menn, sem skylmast með miklum hraða unnu þrenn guiiverðlaun, tvenn silfur og tvenn brons. Hins vegar kom greinilega í Ijós að V-Evrópuþjóðirnar hafa sótt mjög í sig veðrið og keppnin í Montreal í skylm- ingum hefur aldrei verið eins hörð og jöfn. Það eru einkum V-Þjóðverjar og ítalir sem hafa sótt á Sovétmenn — sam- anlagt unnu þessar tvær þjóðir þrenn gull og 5 silfur. Svíar komu mjög á óvart með að sigra í einni grein — flokkakeppni. Þar sigruðu þeir V-Þjóðverja í úrslitum. V-Evrópuþjóðirnar hafa til- einkað sér stíl talsvert frá brugðnum Sovétmanna — og mikið hefur dregið saman. Skipting verðlauna í skylm- ingum varð: gull: g, siifur: s, brons: b Sovétríkin V-Þýzkaland Ítalía Ungverjaland Svíþjóð Frakkland Rúmenia Sviss 3 2 2 2 2 0 1 3 0 1 0 2 1 0 0 1 2 1 1 Óvœnt gull til Ný-Sjólendinga Hokkey keppnin á Olympíu- leikunum var ein samfelld saga óvæntra úrslita. Þjóðir sem búizt var við miklu af — gjörsamlega hurfu. Og Pakistan, sem allir bjuggust við að sigraði örugglega í hokkeykeppninni varð að láta sér lynda bronsið — þess í stað léku þjóðirnar frá Eyjaálf- unni, Nýja Sjáland og Astra- iía, til úrsiita. Fyririram var búizt við að Astralía ætti ekki i miklum erfiðleikum með nágranna sína, sérstaklega þar sem Nýja-Sjáland hafði ekki svo mikið sem komizt í undanúr- slit í hokkeykeppni áður. Hið óvænta gerðist — Nýja- Sjáland sigraði Astralíu X-0 að viðstöddum 15 þúsund áhorfendum. Þjálfari Ný- Sjálendinga, Ross Gillespie sagði eftir ieikinn: „Við komum hingað og vonuðum að ná ef til vill fjórða sæti. En gullið er miklu betra, stórkost- legt,“ sagði þjálfarinn. Eftir leikinn var kampavín drukkið óspart í húningsklefum Ný- Sjálendinga — fyrsta gull Nýja-Sjálands á Olympíuleik- unum staðreynd. Nágranninn mikli i vestri — Astralía — hafði ekki svo mikið sem gull úr krafsinu á leikunum. A-Þýzkobnd, sem ísland logðl — OlympwmeístaH A-Þýzkaland tryggði sér gullið í knattspyrnu á Olympíuieikunum, lagði sjálfa olympíumeistarana frá Munchen ’72 og bronshafana frá HM ’74 — Pólland 3-1 á laugardag. A-Þýzkaland — sem ísland tók þrjú stig af í undankeppni Evrópukeppni landsliða hefur nú aðeins rúmu ári eftir ósigur sinn í Reykjavík tryggt sér Olympíutitil. Já, sannarlega má segja að sigur Þjóðverja hafi komið á óvart. Flestir bjuggust við, að lokauppgjör um olympíutitiiinn yrði milli Sovétmanna og Pól- verja. Síðar sigraði A-Þýzkaland Sovétmenn 2-1 — þá var búizt við að eftirleikurinn yrði Pólverjum auðveldur. En aldeilis ekki — þegar frá upphafi hófu Þjóðverjar sókn og strax á 1. mínútu átti Hoffmann skot í stöng. Hinir rúmlega 71 þúsund áhorfendur, sem er met á knatt- spyrnuleik í N-Ameríku — kunnu vel að meta. Síðan kom fyrsta mark Þjóðverja á ?. mínútu. Hafner gaf góða sendingu fyrir mark Pólverja og þar náði Harmut Schade að skalla knött- inn i netið framhjá Tomaszewski. Schade hefur þótt sýna stórgóða leiki með Þýzkalandi, hann er aðeins 21 árs gamall. Þegar á 14. mínútu skoruðu Þjóðverjar sitt annað mark og virtist þá öll von úti fyrir Pólverja. Hoffmann batt endi á skemmtilega sóknarlotu Þjóð- verja, þegar hann skaut góðu skoti sem Tomazewski réð ekki við. Skömmu síðar var Tomaszewski tekinn út af — þótti óöruggur, enn minnast margir hans á HM ’74 og enn frekar á Wembley þegar hann sýndi stór- kostlega marl;> sem varð til þess að Póivv ,,„i slógu Englendinga út úr HM. Piotr Mowlik tók stöðu Tomaszewski og var mun meira öryggi yfir hans gjörðum. Smám saman náðu Pólverjar sér á strik og fóru að sækja ákaft og loks á 60. mínútu skoraði marka- skorarinn miklu frá HM ’74, Gregorz Lato. Skallaði skemmtilega framhjá Jurgen Croy. Markið virkaði sem víta- mínsprauta á Pólverja og þeir sóttu stíft — lögðu allt í sölurnar. En dæmið gekk ekki upp — Hafner komst einn inn fyrir vörn Pólverja og skoraði örugglega — tryggði þar með sigur A- Þýzkalands. Þegar eftir markið settu Þjóð- verjar fyrrum fyrirliða sinn inn á — Bernd Branmch og hann fékk því einnig gull. Fögnuður Þjóðverja eftir leikinn var mikill og hver láir þeim! Fvrir ári síðan þótti Þjóöverjum sem þeir væru komnir á botninn eftir að hafa ferðast til Reykjavíkur og tapað fyrir litla Islandi 1-2. Já, ísland varð til þess að Þjóðverjar komust ekki í 8-liða úrslit Evrópukeppni landsliða, tapaði þremur stigum til Islands, en tók þrjú stig bæði af Belgum og Frökkum! Eftir tapið í Reykjavík hafa Þjóðverjar endurbyggt talsvert en þó eru ýmsir leikmenn, sem íslendingar kannst vel við. Jurgen Croy, álitinn einn fremsti markvörður í heimi og Hoffmann, en jafnvel sjálfur Oleg Blokhin féll i skuggann af þessum frá- bæra leikmanni. Þarna eru einnig leikmenn eins og Weise, Doerner, Kurbjuweit, Hafner, Kische og Lowe — allt leikmenn sem íslenzkir knattspyrnuunnendur kannast vel við. Lið A-Þýzkalands var skipað: Croy — Weise, Doerner, Kurbjuweit, Lauck — Hafner, Riedieger, Kischen, Lowe, Schade Hoffmann, Grobner og Branch komu inn á sem varamenn. Lið Pólverja var skipað: Tomaszewski — Szymanowski, Wieczorek, Zmuda, Maszczyk — Lato, Kasperczak, Deyna, Szarmach, Kmiecik, Wawrowski. Það vakti athygli á Olympíu- leikunum í Montreal hversu áhugi Kanadamanna á knatt- spyrnunni hefur verið mikill. Á úrslitaleiknum voru rúmlega 71 þús. manns — eða eins mikið og leikvangurinn rúmaði. Þessi mikli áhorfendafjöldi var meiri en nokkurn tíma á hinum ýmsu greinum frjálsíþrótta. Sannar þetta enn frekar að áhugi manna í N-Ameríku fer sífellt vaxandi á knattspyrnu, hvert áhorfendametið er sett á fætur öðru. Pólverjar níundu í Mun- chen — gull í Montreal! — Pólverjar sigruðu Sovétmenn í úrslitaleik í blaki, 3-2 að viðstöddum 16 þúsund öskrandi óhorfendum Póiiand tryggm sér gullverð- launin í blaki á Olympíuleikun- um þegar Pólverjar sigruðu Sovétmenn 3-2 í hreint ótrúlega spennandi leik. 1 lokin fögnuðu hinir 16 þúsund áhorfendur geysilega... og hin glæsilega íþróttahöll beinlínis fylltist af pólskum fánum, sem var veifað ákaft. Já, fögnuður Pólverja var gífurlegur en fjöldi þeirra var í höllinni, enda mikið um Pólverja búsetla bæði í Bandaríkjunum og Kanada. Pólland hefur á skömmum tíma risið úr öskustó i blakíþróttinni. Á Olympiuleikunum í Munchen höfnuðu Pólverjar i niunda sæti, Sovétríkin í þriðja sæti. Hins vegar sneru Pólverjar heldur en ekki blaðinu við á heimsmeistara- keppninni í Mexikó tveimur árum 'síðai; — urðu þá heimsmeistarar, þá hiifnuðu Sovétmenn í öðru sieti. Já, leikurinn var jafn og hinir 16 þúsund áhorfendur beinlínis öskruðu sig hása. ísoveimenn sigruðu í fyrstu hrinunni 15-11 og Pólverjar náðu að snúa annarri hrinunni sér.í vil, sigruðu 15-13. í þriðju hrinunni virtust Pólverjar dala og Sovétmenn sigruðu 15-13. Þá gekk Pólverjum illa að skella og eins var hávörnin alls ekki nógu góð. Hins vegar náðu Pólverjar sér vel á strik i fjórðu hrinunni ... hnitmiðaðir skellir og mikil bar- átta einkenndi Pólverjana og þeir rétt mörðu sigur 19-17. Því var staðan 2-2 — fjórar hrinur búnar og aðeins ein eftir, úrslitahrinan. Pólverjar fóru þá hroðalega af stað — Sovétmenn komust í 4-0. En næstu fimm stig voru Pólverja og eftir það var aðeins eitt lið á vellinum — Pölland, sem bein- línis tætti Sovétmennina í sig og sigraði 15-7. Östjórnlegur fögnuður braust út í lokin — hæði meðal leik- manna og áhorfenda. Kúba kom mjög á óvart með því að sigra Japani, gullhafana frá Munchen með þremur hrinum gegn engri, 15-8,15-9,15-8. Hjá konunum tóku hins vegar þær japönsku gullið — sigruðu Hin stórfenglega í orðsins fyllstu merkingu — Ivana Khristova frá Búlgaríu sigraði i kúluvarpi kvenna á Olympíuleik- unum þegar hún varpaði kúlunni 21.16. Khristova náði þessu ágæta kasti í fimmtu tilraun og komst þanniguppfyrirNadejda Chijova frá Sovét. Fyrir þremur árum dró Khristova sig í hlé frá íþróttum, átti þá barn. En hún tók aftur til við æfingar árið 1974 og síðustu tvo mánuði-ia fyrir Olympíuleik- ana hefur Khristova verið í geysi- legri þjálfun — tvíbætti heims- hinar sovézku 15:7, 15-8, 15-2. Þar með bundu japö'nsku stúlkurnar endi á samfellda sigurgöngu sovézku stúlknanna en þær hlutu gullið bæði í Mexíkó og Munchen. metið á tveimur sólarhringum en það er nú 21.86. Úrslit i kúluvarpi kvenna: 1. I. Khristova Búlgaríu 21.16 2. N. Chijova Sovét 20.96 1 3. H. Fibinerova Tékkósl. 20.67 4. M Adam A-Þýzkal. 20.55 5. I. Schokneeht A-Þ. 20.54 6. M. Droese A-Þýzkal. 19.79 7. Eva Wiltns V-Þýzkal. 19.29 8. E1 Stoynova Búlg. 18.89 9. E. Kraehavasaya Sovét 18.36 10. F. Melnik Sovét 18.07 Já, þær eru sterkar austan járn- tjalds! 9 af 10 sterkustu konum heims þaðan. Sterkar austantjalds!

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.