Dagblaðið - 03.08.1976, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 03.08.1976, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. — ÞRJD.TUDAGUR 3. ÁGÚST 197fi. Húseigandi við Strandgötu á Eskifirði um óvœnt gatnagerðargjöld: Við munum ekki greiðo krónu of þessum gjöldum Hubner vann2 en Larsen tapaði sinni Þeir eru nú — fallist bœjarstjórn ekki ó okkar greiðslufyrirkomulag „Við munum ekki greiða krónu af þessum gatnagerðar- gjöldum, fyrr en bæjarstjórn hefur fallið frá að taka vexti af eftirstöðvum. Og eigi að beita hörku við innheimtu hjá ein- hverju okkar, lítum við svo á að það sé aðför að okkur öllum, sagði Herdís Hermóðsdóttir á Eskifirði í viðtali við DB í gær. Við álítum að ólöglega hafi verið staðið að þessari álagn- ingu, sagði hún, auk þess sem við lítum svo á að við séum búin að greiða fyrir þessar tilteknu gatnaframkvæmdir með skött- um okkar í fjölda ára. Þá er þessi gata elzta gata bæjarins og er meirihluti íbúanna gam- alt fólk sem jafnvel hefur ekki nema ellilaun til að lifa af og getur ekki klofið þetta, sagði hún. Forsaga þessa ósamkomulags bæjarstjórnar og ibúa við Strandgötu á Eskifirði er sú, að í fyrrahaust lagði bæjarstjórn gatnagerðargjöld á íbúa við þá einu götu i bænum og námu gjöldin frá 60 þúsundum króna á gjaldanda og allt upp í millj- ón. Hafði gatan áður verið olíu- borin og tók bæjarsjóður lán hjá Byggðasjóði tfl að fjár- magna hluta framkvæmdarinn- ar. Til þess að tryggja Byggða- sjóði greiðslur, hugðist bæjar- stjóri upphaflega láta íbúana við Strandgötu gefa veð í húsum sínum fyrir greiðslun- um, en ekki gefa veð í eignum bæjarins sjálfs. Frá þessu var fallið eftir kröftug mótmæli. Þegar íbúum Strandgötu varð ljóst hvað þeir áttu að greiða, héldu þeir með sér fund 19. sept. sl. haust, þar sem til- laga var samþykkt með 91 sam- hljóða atkvæði þess efnis að þrátt fyrir að íbúarnir teldu ólöglega að þessari álagningu staðið, féllust þeir á að greiða uppsett gjöld ef þau dreifðust á fimm ár og vextir yrðu ekki teknir á tímabilinu. Bæjar- stjórn var sent afrit af þessari samþykkt, og sagði Herdís að ekkert tillit hafi verið tekið til hennar og hún ekki einu sinni rædd á fundum bæjarstjórnar. Næst skeði það að bærinn sendi út rukkunartilkynningar um 20% heildarupphæðarinnar og var jafnframt rukkað fyrir vexti af eftirstöðvum. Komu íbúarnir saman þann 25. júní sl. og rituðu bæjarstjórn annað bréf þar sem þess var farið á leit að bæjarstjórn endur- skoðaði afstöðu sína til þess máls með hliðsjón af fyrra sam- þykki íbúanna. Því bréfi var komið beint inn á bæjar- stjórnarfund, og var það rætt þrátt fyrir frávísunartillögu, að sögn Herdísar. Síðan hefur bæjarstjórn falið Landsbanka Islands á staðnum innheimtuna. Bank- inn hefur tilkynnt íbúunum að 20% heildarupphæðarinnar beri að greiða strax og hin 80% verði sett á veðskuldabréf, sem greiðast eigi með jöfnum af- borgunum á fimm árum auk 10% vaxta. Ennfremur að hafi greiðsla ekki borizt fyrir 5. ágúst, muni bankinn senda bæjarstjórn aftur innheimtu- gögn og muni lögfræðingur bæjarstjórnar sjá um inn- heimtu upp frá því. Herdís sagði að nú væri full harka komin í málið og yrði hvergi hvikað frá fyrri sam- þykktum Strandgötubúa. Fyrir utan það að íbúar þessarar einu götu eigi að greiða fyrir lagfær- ingu hennar, en Strandgatan er aðalgatan á Eskifirði, sé einnig vafasamt að þeir eigi að greiða lagfæringuna með tilliti til þjóðvegakerfisins. Aka verður um Strandgötuna endilanga til að komast í Helgustaðahrepp og er hálf gatan ekin á leið í gegnum bæinn til Neskaup- staðar. Herdís sagði að skv. þessu litu hún og fleiri svo á að gatan væri þjóðbraut og ríkið ætti því að greiða allan eða verulegan hluta framkvæmdar- innar. — G.S. - Embœttisfaka f orseta íslands Forseti íslands, dr. Kristján Eldjárn, var settur inn i embætti hinn 1. ágúst sl. og hóf þar með þriðja kjörtímabil sitt í forseta- embætti. Biskupinn yfir íslandi. Sigurbjörn Einarsson, flutti guðs- þjónustu í Dómkirkjunni. Dómkórinn söng undir stjórn Ragnars Björnssonar dómkantors. Úr kirkju var gengið í salar- kynni Sameinaðs Alþingis í Alþingishúsinu. Forseti Hæsta- réttar, Magnús Torfason, las upp embættisbréf forsetans, sem Hæstiréttur Islands gefur út og síðan embættiseið, sem forsetinn vinnur og undirritar í tveim sam- hljóða eintökum. • Forsetahjónin, ar. Kristján Eldjárn og frú Halldóra, gengu út á svalir Alþingishússins að lok- inni embættistökunni og voru hyllt af nokkrum rnannfjölda, sem þarna var saman kominn í sólinni á Austurvelli. BS jofnir og ef stir eftir 15 umferðir Hiibner frá Vestur-Þýzkalandi vann báðar biðskákir sínar er hann átti úr 14. og 15. umferð millisvæðamótsins í skák sem nú er haldið i Bienne í Sviss. Bent Larsen tapaði hins vegar biðskák sinni gegn Petrosjan og þessi úr- slit hafa mjög breytt stöðunni á millisvæðamótinu. Úrslit biðskáka sem tefldar voru fyrir og um helgina urðu þessi: 13. umferð: Portisch 1 Gulko 0, skák Ander- sons og Sanguinetis för aftur j bið. 14. umferð: Matanovic 0 Geller 1 Húbner 1 Liberzon 0 Sanguineti 'A Sosonko 'A Smejkal 1 Czom 0 Gulko 1 Lombard 0 15. umferð: Lombard o Tal 1 Petrosjan 1 Larsen 0 Czom 0 Hubner 1 Liberzon 'A Diaz 'A Smyslov 1 Matanovic 0 Portisch 'A Byrne 'A Að 15 umferðum af 19 loknum er staðan þessi: Larsen og Hubner hafa 10 vinn- inga, Smyslov og Tal 9 'A Petrosjan og Portisch 9 Byrne og Smejkal 8'A Sosonko 8 Sanguineti og Anderson 7'A og biðskák sín á milli. GÍulko, Liberzon og Matanovic hafa 7 Czom og Rogoff 6'A Castro 6 Lombard 3 Diaz l'A 6Áát Nú skal kúla svartbak og hraf ni Hlunnindabændui hafa löng- um kvartað undan ágangi svart- baks og hrafns. Því hefur mennta- málaráðuneytið heimilað veiði- stjóra að ráða aðstoðarmenn á þessu ári og hefja aðgerðir til fækkunar þessum vargfuglum. Gerðar verða athuganir í haust hvaða leiðir séu árangursríkastar til fækkunar á svartbaki og hröfn- um. Reyndar verða gildrur, lyf og skotvopn. Hversu víðtækar þessar aðgerðir verða, byggist að sjálf- sögðu á því fjármagni, sem fæst til þessara tilrauna. —EVI KAUPGARÐUR FÆR LOÐ UNDIR STÓRYERZLUNARHÚS f KÓPAVOGI Stef nt að 2.500 f ermetra byggingu ú nœsta úri Kaupgarði hf. hefur verið úthlutað stórri byggingarlóð fyrir stórverzlun innst í Kópavoginum. Er áformað »ð reisa allt að 2.500 fermetra verzlunarhús á þessari lóð og stefnt að því, að ljúka byggingunni á árinu 1977. Kaupgarður hf., er samtök um 30 aðila, einkum IMA- kaupmanna með Einar Bergmann í fararbroddi, og stórsala með Kristján Skagfjörð hf. sem stærsta hluthafa. I sambandi við þessi áform stendur nú fyrir dyrum hlutafjáraukning um 10-20 milljónir. Hafa hluthafar þegar skrifað sig fyrir miklum meiri' hluta þessarar aukningar hluia- fjár. Einhverjar breytingar þykja nú fyrirsjáanlegar á eignaraðild i hlutfélaginu Kaupgarði, og er óvíst, að allir upphaflegu stofn- endurnir hafi áhuga á fyrirhuguðum áformum og hluta- fjáraukningunni, sem þeim eru samfara. Rekstur Kaupgarðs hf. skilaði hagnaði árið 1974, en gekk ekki jafnvel árið 1975. Varð það m.a. til þess, að rætt var um skipulags- breytingar á rekstrinum. Til þess að gefa nýrri stjörn félagsins, ef breytingar yrðu sent frjálsastar hendur, var t.d. öllu starfsfólki sagt upp störfum með lögmætum fyrirvara. Eftir beimildum, sent blaðið telur áreiðanlegar er eins lfklegt að leitað verði eftir nýjum ráðningarsamningum við það fölk. Leigusamningur um húsmeði Kattpgarðs hl'. við Smiðjuveg i Kópavogi hefur verið framlengdur um eitt ár en stefnt að þvi að hraða byggingu verzlunarhúss á lóðinni, sem nú hefur fengizt. Þess má geta, að aðkeyrslan að verzlun Kaupgarðs og samgöngu- erfiðleikar vegna þess að sifellt er verið að grafa i sundur na>r- liggjandi vegi vegna óhjákvæmi- legra framkvæmda. hefur verið Kaupgarði erfiður ljár i þúfu. Er jafnvel talið, að þessar frant- kvæmdir hafi valdið rénandi verzlun um tíma. Vonast Kaup- garðsmenn að senn sjái fyrir endann á þessum lálmunum og að þær verði að minnsta kosti úr sögunni, þegar flutt verður í hina nýju byggingu. tts Furðuleg Ijósfyrirbœri sjúst ú himni: „GLITSKÝ OG GERVIHNETTIR" — segja sérf róðir Tvenns konar ljósfyrirbæri sáust hátt á hintni yfir Islandi á sunnudagskvöld og mánudags nótt. Hið fyrra sást m.a. frá Vestmannae.vjum og allt vestur á firði klukkan rúmlega 10.30. Er þessu lýst sem glóandi hlut á hraðri ferð. Skildi hann eftir sig strók og virtist síðan sundr- ast. „Það er orðinn mikill aragrúi af gerfihnöttum og hlutum úr þeim á sveimi unthverfis jörðu. og sjást þeir viða. Með timanum siga þeir niður í hegri loftlögin og þar kentur, að vegna tnót- stöðunnar hitna þeir og brenna upp." sagði Leilur Magnússon aðstoðarflugmálasljóri i viðtali við Dagblaðið. ,,Eg tel vist. að þetta hafi verið einn slíkur hlutur," sagði Leifur. ,,Ég sá björt glitský upp úr kl. 2 á mánudagsnótt yfir Akra- fjalli." sagði Markús Á. Einars- son deildarstjóri veðurfars- deildar Veðurstofunnar í við- tali við Dagblaóið. Markús kvað þetta mjög sjaldgæf* fvrir- bæri. „Þetta eru hrimagnir sem mynda ský. sem e'iinig eru nefnd glitský. Þau myndast iikt og tjallabylgjur úr valnsgufu i 20—30 ktn hæð frá jörðu. Enda þótt myrkur sé á jörðu niðri. þaðan sem þessar myndanir sjást. skin sólin þarna uppi. og sjást þá þessar myndanir eins og bjartir fletir. þegar léttskýjað er." sagði Markús. —BS

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.