Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 03.08.1976, Qupperneq 13

Dagblaðið - 03.08.1976, Qupperneq 13
I)A(iBIiAJMt). — I>HH)JUI)A(iUK :i. AC.UST lí)7(i. BIAÐIB OLYMPÍUBLAÐ lokagöngunni V'ið lokaathöfnina á Olynipíuleikvanginum i Montreal á laugardagskvöld gengu þátí- takendur frá 85 löndum inn á leikvanginum — sex frá hverju landi auk fánabera. í íslenzka fiokknum, sem gekk inn á leikvanginum, voru Lilja Guðmundsdóttir og Þórdís Gísla- dóttir frjálsiþróttakonur, og Agúst Asgeirssón hlaupari. Þá var þar Guðmundur Sigurðsson iyftingamaður. Gísli Þorsteins- son júdómaður, og Sigurður Ól- afsson. sundmaður. Fánaberi var eins og á opnunarhátíðinni Óskar Jakobsson. Gangan gekk þvi fljótt og vel fyrir sig, þar sem aðeins um sex hundruð manns gengu inn á leikvanginn — ekki átta þúsund eins og var við opnun leikanna. Gangan þá var mjög umfangs- mikil, þó hún va>ri ganga vonbrigða að ýmsu leyti. Fleiri og fleiri þjóðir heltust þar úr lestinni — skildu eyðu eftir í göngunni — en það voru fulltrúar flestra Afrikuríkjanna og nokkurra Arabalanda, sem voru að mótmæla þátttöku Nýja- Sjálands á leikunum. Waldomar Cierpinski fékk lítinn ,,aö*toðarmann" mað sór um tima á rennblautum götum Montreal a laugardag. CIERPINSKI MÆTTI SHORTER í MARKI Waidemar Cierpinski, 26 ára gamall A-Þjóðverji kom öllum á óvart þegar hann sigraði í mara- þonhlaupinu á Olympíuleikunum í Montreal. Cierpinski batt þar með enda á draum Bandaríkja- mannsins Frank Shorter um að verða annar maðurinn i sögunni t:l þess að vinna maraþonhlaupið tvívegis á ólympíuleikum. Shorter hafnaði í öðru sæti en mesti afreksmaður leikanna — Finninn Lasse Viren — hafnaði í fimmtasæti. Draumur Viren um að endur- taka afrek Tékkans Emil Zatopek fyrir um aldarfjórðungi var þar með að engu. En á leikunum í Helsinki signaði Zatopek í 5000, 10000 m og maraþonhlaupinu. Hins vegar var keppnin þá mun minni og eins þurfti Zatopek ekki aö hlaupa i undanriðlum eins og Viren þurfti nú. Þrátt fyrir það er það afrek út af fyrir sig að Viren skuli þó hafa náð fimmta sæti. Þegar hlaupið var um það bil hálfnað var hann ásamt Shorter í forystu. En Viren varð að gefa eftir — Shorter reyndi að hrista keppi- nauta sína af sér í rigningunni en stöðugt fylgdi Cierpinski honum eftir eins og skugginn. Eftir 25 kílómetra voru þeir Shorter og Cierpinski i forystu en Indverjinn Singh sá eini er var nálægt þeim. Brátt gat Indverjinn ekki haldið í við Shorter og Cier- pinski þar sem þeir hlupu um götur Montreal í ausandi rigning- unni. En þar kom að Cierpinski náðiað hrista Shorter af sér og eftir það var aldrei vafi hver sigraði — þrátt fyrir að Shorter hafi tekið á móti Cierpinski á marklínunni, Þjóðverjanum til mikillar undrunar. Þá hafði Cierpinski verið látinn hlaupa hring of mikið á Olympíu- leikvanginum vegna mistaka tímavarða. Shorter tók á móti honum brosandi — og fljótlega breyttist undrunarsvipur Cierpin- ski í bros og hann fagnaði ákaft. Tími Cierpinskis, 2 kls. 10:45.8 var nýtt Olympiumet og fjórði bezti tími sem náðst hefur í mara- þonhlaupi frá upphafi. Úrslit í maraþonhlaupinu: 1. W.Cierpinski A-Þýzkal.2:10.45.8 2. F. Shorter USA 2:11.15.8 3. K. Lismont Belgíu 2:11; 15.8 4. D. Kardong USA 2:13;10.0 5. Lasse Viren Finnl. 2:13;30.0 6. J. Drayton Kanada 2:13;33.4 7. L. Moosee Sovét 2:13;33.4 8. F. Fava Italíu 2:14;24.6 9. A. Gotskiy Sovét 2:15;34.0 10. H. Schoofes Belgíu 2:15;52.4 ■ Brottfarardagar: 16.0KTOBER 8. JANUAR 15,— 29.— 12.MARS 19. — I vetur skin sol a Kanarieyjum. Samvinnuferðir bjóða sjö hótel á suðurströnd Gran-Canaría. Fyrsta ferðin hefst í október. Dvalartími 2-3 vikur. 6.NÓVEMBER 2. APR L 11.DESEMBER 18.— 27.— 5. FEBRUAR 19.— 26.— Sérstök jólaferðp 23. — Ferðaskrifstofa-Austurstræti 12 sími 270*77

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.