Dagblaðið - 03.08.1976, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 03.08.1976, Blaðsíða 11
I)A(iBLAÐIÐ. — ÞRIDJUDAC.UK .1. ACÚST 1976. ' Bandaríska hlustunarkerfið kostaði mannslíf órið 1965 — yfirvöld létu birta ósanna f rétt um atburðinn I þessu blaöi og Vísi undanfarið hefur mikil umræða átt sér stað um neðan- sjávarhlustunarkerfi banda- ríska hersins við íslands- strendur. Benedikt Gröndal alþingismaður ritaði grein í Alþýðublaðið fyrir einu og hálfu ári. Hún hét „Urmull af hlustunartækjum í hafinu um- hverfis Island“. Þessi dufl, sagði Benedikt, eru bæði frá Sovétmönnum og Bandaríkja- mönnum. Greinin komst ekki í hámæli. í endaðan júní ræddi Vísir við Hörð Frímannsson yfir- verkfræðing sjónvarpsins þar sem hann staðhæfði, að Banda- ríkjamenn hefðu hlustunar- stöðvar i sjó, meðal annars við Stafnes og Stokksnes. Föstudaginn 16. júlí hug- leiðir Benedikt Gröndal sama mál í kjallaragrein í Dag- blaðinu. Fátt nýtt kom fram í þessari grein alþingismannsins. Hins vegar er hún sérstakrar athygli verð fyrir þá gagnrýni, sem hann beinir að þögn og upplýsingaleysi um varnarmál landsins af hálfu bandarískra og islenzkra yfirvalda. Hann gagnrýnir stefnu þagnarinnar, og telur jafnframt, að þessi „vanhugsaða" stefna sé nú að hefna sín. „Veggur“ fyrlr vestan.... Og í viðtali við sama blað þremur dögum siðar segir Benedikt: „Ég hef hins vegar, bæði sem blaðamaður og alþingismaður, spurt hernaðaryfirvöld bæði fyrir vestan haf og í Brússel um þessi mál, en það hefur alltaf verið eins og komið væri að vegg.“ Daginn eftir spyr blaðið Pál Asgeir Tryggvason deildarstjóra varnarmála- deildar utanríkisráðuneytisins um þessi mál og þá stendur ekki á staðfestingu yfirvalda: „Auðvitað, — það er langt síðan þetta kom til...“ hefur blaðið eftir Páli í fvrirsögn. í fyrrnefndu viðtali við Benedikt Gröndal segir hann, að það sé hald manna, að Bandaríkjamenn hafi hafið tilraunir með hlustunarkerfi í sjó á árunum 1950 til 1955 og varið til þess miklum fjár- hæðum. Hins vegar væri ekki vitað hvenær þeir hefðu lagt hlustunarkerfið hér við land. Kannski, að deildarstjórinn í varnarmáladeildinni geti upp- lýst þingmanninn um það? Og þó. Jafnvel þótt hann viti það, þá hefur bandarískur blaðafulltrúi hersins hér á landi, Matson nokkur, upplýst í Dagblaðinu 21. júli, að það sé hernaðarleyndarmál hvenær framkvæmdir við „varnarkerfi Islands" i sjó hófust. Framkvœmdir ó Stafnesi 1965 Nú or mér ekki kunnug um hvenær Bandarikjamenn hól'u að leggja hlustunarstrengi í sjó við ísland. A hinn bóginn er mér kunnugt um, að íslenzkir verkamenn í starfi hjá íslenzk- um aðalverktökum unnu ásamt bandarískum hermönnum við slíka framkvæmd við Stafnes 1965, síðsumars. Af þessu er ljóst, að athafna- mönnum í forsæti hjá íslcnzk- um aðalverktökum hafa verið kunnar staðreyndir um „hern- aðarleyndarmál", sem íslenzk- um þingmanni hefur verið. neitað um. I grein Benedikts í Dag- blaðinu kemur fátt nýtt fram um staðreyndir málsins annað en það, að í ljós kemur, að upp- lýsingum um starfsemi og framkvæmdir á vegum hersins er haldið leyndum fyrir þing- manni og þjóð. Upplýsingar og yfirlýsingar Það er því ekki nema eðlilegt, að efa setji að manni um sannleiksgildi þeirra upp- lýsinga, sem Einar Ágústsson utanríkisráðherra segist hafa fengið þess efnis, að engar kjarnorkusprengur sé að finna á Keflavíkurflugvelli eða öðrum bækistöðvum banda- ríska hersins hérlendis. Enda verða yfirlýsingar ráðherrans ærið lítið traustvekjandi, þegar hann leyfir sér í tvígang að minnsta kosti að nota sama ánalega og bárnalega orðalagið í fréttaviðtölum: „Ég trúi ekki, að slík vopn séu á íslandi." Þegar maður les slíkar yfir- lýsingar ráðherra í ríkisstjórn tslands vaknar sú hugsun hvort verið geti, að ekki einu sinni varnarmáladeild utanríkis- ráðuneytisins sé kunnugt um hvað sé yfirleitt á seyði þarna suðurfrá, nema þá með höppum og glöppum. Virðist ekki augljóst, að bandaríski herinn á Keflavíkurflugvelli geti brallað hvern þremilinn sem er án þess að íslenzk yfir- völd hafi minnstu hugm.vnd um. Stefna þagnar og lyga Mér sýmst augljóst, að þetta sé mjög alvarlegt mál og fylli- lega timabært, að eftirlit íslendinga með hernum sé hert og upplýsingaskylda heryfir- valda verði jafnframt ský- lausari. Benedikt Gröndal segir, að stefna þagnarinnar hafi ríkt í þessum málum og honum vitan- lega hafi Bandarikjamenn aðeins einu sinni viðurkennt að eiga kapal. Sá festist í trolli fiskibáts frá Hornafirði. En yfirmenn bandaríska hersins hafa einnig beitt fyrir sig stefnu lyga og notað i því skyni Morgunblaðið, eitt blaða. Þetta er önnur hlið á þessu máli og ekki síður alvarleg. Eg er ekki að gera þvi skóna, að Morgunblaöiö hafi vísvitandi logið i því tilviki, sem ég hef í huga, heldur hafi blaðamaður þess þvert á móti verið leik- soppur og látinn óafvitandi framfleyta lygi bandarískra hernaðaryfirvalda til að þagga niður f óþægilegum orðrórai með skjótum hætti, eða kæfa sögusagnir í fæðingu Upplogin frétt Hér á ég við frétt, sem birtist á baksíðu Morgunblaðsins 3. september 1965.Fréttin hljóðaði svo undir fyrirsögninni: SJOLIÐI DRUKKNAR ÚT- AF GARÐSKAGA —Smábát með 4 sjóliðum hvolfdi. „Eftir hádegið í gær voru varnarliðsmenn á skemmti- siglingu á smábátum vestan Garðskaga, þegar einum bátanna með fjórum mönnum hvolfdi skyndilega. Kjallarinn Halldór Halldórsson Nærstaddir menn sáu. þegar bátnum hvolfdi og var boðum þegar komið til lands um að menn væru í lífshættu. Þyrla var send á staðinn og tókst að ná þremur mannanna úr sjónum, en sá fjórði mun hafa fengið höfuðhögg, því hann var rænulaus, þegar hann náðist. Voru gerðar á honum lifgunartilraunir, þegar komið var til lands, en þær reyndust árangurslaus- ar. Maðurinn hét Harry Nor- man Dame. Hann var kvænt- ur og bjó í Portsmouth í Rhodes-Island fylki í Banda- ríkjunum. Hann hafði starfað í bandaríska hernum um 14 ára skeið.“ Þessi frétt er i öllum aðalatriðum riing, og er gott dæmi um það kapp, sem lagt hefur verið á að hafa hljótt um starfa þessara bandarisku sjóliða hérlendis. í fréttinni er hvergi getið heimildar. en ef mér skjátlast ekki er hún komin frá biaðafulltrúa hersins. Neðansjóvar- sprengingar Banaslys þetta átti sér ekki stað „á skemmtisiglingu", eins og fram kemur í „fréttinni", heldur voru mennirnir við dag- leg störf sín. Verkefni þeirra var að sprengja rás frá land- steinum og nokkra vegalengd, út í sjó. Rás þessi var sprengd í beinu framhaldi af gríðar- miklum skurði, sem íslenzkir verkamenn unnu við að gera frá húsi í byggingu á Stafnesi, skammt frá radarstöðinni, og til sjávar. Ég hef átt tal við mann, sem starfaði á sínum tíma i þessum íslenzka vinnuflokki hjá Aðal- verktökum og kvaðst hann hafa rætt við sjóliða úr þessum sprengjumannaflokki. Sá vildi sem minnst tala um verkefni sitt og starf hér, en þó kom fram, að hann væri í flokki atvinnuhermanna án fastrar búsetu og ferðuðust þeir víða um heim í þágu bandaríska hersins. Þeir hefðu sérþekk- ingu á meðferð sprengiefna og hlotið sérstaka þjálfun i neðan- sjávarsprengingum. Síðast höfðu þeir unnið að sams konar verkefni í annarri heimsálfu og komið beint þaðan hingað til lands. Grófu skurð — en til hvers? íslenzki vinnuflokkurinn, sem vann að skurðgerðinni, taldi á milli 20-30 manns og gætu þeir, sem i honum voru. staðfest þessa frásögn. Raunar mun hafa verið svo, að engum í flokknum var raunverulega kunnugt um tilgang skurðarins, sem þeir unnu við, fyrr en liðið var á septembermánuð 1965. Þá höfðu þeir unnið þarna um nokkurt skeið og segir heimildarmaður minn mér, að þrátt fyrir ítrekaðar fyrir- spurnir, hafi þeim aldrei verið skýrt frá tilgangi skurðarins. Og hann var engin smásmíði. um sex metrar á breidd og frá tveimur og upp í fjórar mann- hæðir. íslenzku verka- mennirnir spuröu verkstjóra sinn oft til hvers skurðutinn væri, en hann kvaðst ekki vita það nákvæmlega. Strengnum komið fyrir Hið sanna kom á daginn nótt í september, þegar flokkurinn var fyrirvaralaust kallaður út og fluttur á vinnustað. Uti fyrir ströndinni lá stórt strengjaskip og úr því lá gildur kapall i land og va.‘ honum haldið á floti með flotholtum. I landi var strengurinn bundinn í þrjár jarðýtur og sýnir það hversu stór hann hefur verið. Ein þess- ara jarðýta var þá stærsta jarðýta, sem til var hérlendis. Heimildarmaður minn kvaðst aldrei hafa séð jafngildan streng, og gizkar á að hann hafi verið um eitt fet i þvermál. Strengnum var síðan komið fyrir i skurðinum stóra, hann hulinn og frá honum gengið þannig, að ekki var að sjá að landi hefði verið raskað. Staðfesting á almannarómi Nú er ég ekki mjög fróður um hernaðarlegt brölt og mikil- vægi þess, en þó sýnist mér þessi frásögn af framkvæmdum á og við Stafnes vera enn frekari staðfesting á gömlum almannarómi um hlustunar- kerfi í sjó við ísland. Auk þess gefur þessi frásögn vis- bendingu um hvenær þessar framkvæmdir hófust hér við land. í þessu viðfangi er líka rétt að minna á það, sem Hörður Frímannsson yfir- verkfræðingur sjónvarps lét hafa eftir sér í Vísi á dögunum. Nokkrum dögum áður hafði Mórgunblaðið staðhæft í fréttum, að hlustunardufl, sem rak á land við Reykjanes væri rússneskt. Raunveruleg stað- festing á þessari frétt hefur ekki fengizt, en á hinn bóginn sagði Hörður í samtalinu við Vísi, að dufl þau sem rekið hefði á landi hér kynnu allt eins að vera af amerískum toga. Fyrir mér mega menn deila um uppruna þessara dufla. Hitt er þó Ijóst, að framkvæmdir við bandarískt hlustunarkerfi í sjó við ísland voru að minnsta kosti hafnar 1965. Hverjum ber að trúa? Nú er fávísum spurn. Hvernig stendur á því. að upplýsingum um þetta er haldið leyndum fyrir Islend- ingum um leið og erlend sér- fræðirit á sviði hermála fjalla um þetta sem staðreynd? Og hið sama gildir um fréttir á borð við þá. sem Visir birti fyrir skemmstu úr virtu visindariti, New Scientist, þar sem beinlinis er staðhæft. að á tslandi séu litlar kjarnorku- sprengjur. Hvorutn ber að trúa, sérfræðingum þessa visindarits eða utanrikisráðherra Islands? Að lokunt er rétt að taka fram. að með frásögninni af „skemmtisiglingunni" er ekki verið að rugla saman tveimur óskyldum atburðum. Heimildarmaður minn er minnisgóöur og tnan atburði ljóslega. Ekki sizt vegna þess. að liann var annar tveggja. sent reyiuli að blása lifi i sjóliðann. sem lézt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.